1. gr.
Reglugerð nr. 484/2005 um heilbrigðisþjónustu við þá sem ekki eru sjúkratryggðir samkvæmt lögum um almannatryggingar og greiðslur þeirra fyrir heilbrigðisþjónustuna, með síðari breytingu, sbr. reglugerð nr. 1020/2006, fellur brott.
2. gr.
Reglugerðir nr. 776/1999 og 925/2000 um iðgjald vegna slysatryggingar sjómanna falla brott.
3. gr.
Reglugerð nr. 94/1979 um framlög atvinnurekenda til lífeyristrygginga skv. 20. gr., sbr. 25. gr., og iðgjöld til slysatrygginga skv. 36. gr. laga um almannatryggingar nr. 67/1971, sbr. lög nr. 59/1978, með síðari breytingu, sbr. reglugerð nr. 623/1980, fellur brott.
4. gr.
Eftirtaldar reglugerðir falla brott:
Reglugerð nr. 638/2006 um hækkun bóta almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar.
Reglugerð nr. 1002/2004 um hækkun bóta almannatrygginga.
Reglugerð nr. 919/2003 um hækkun bóta almannatrygginga.
Reglugerð nr. 823/2002 um hækkun bóta almannatrygginga.
Reglugerð nr. 980/2001 um hækkun bóta almannatrygginga.
Reglugerð nr. 916/2000 um hækkun bóta almannatrygginga.
Reglugerð nr. 633/2000 um hækkun bóta almannatrygginga.
Reglugerð nr. 217/2000 um hækkun bóta almannatrygginga.
Reglugerð nr. 909/1999 um hækkun bóta almannatrygginga.
Reglugerð nr. 807/1998 um hækkun bóta almannatrygginga.
5. gr.
Eftirtaldar reglugerðir falla brott:
Reglugerð nr. 639/2006 um hækkun frítekjumarka (tekjumarka) elli- og örorkulífeyris samkvæmt lögum um almannatryggingar.
Reglugerð nr. 622/2003 um hækkun frítekjumarka (tekjumarka) skv. lögum nr. 117/1993 um almannatryggingar, með síðari breytingum.
Reglugerð nr. 619/2002 um hækkun frítekjumarka (tekjumarka) skv. lögum nr. 117/1993 um almannatryggingar, með síðari breytingum.
Reglugerð nr. 644/2001 um hækkun frítekjumarka (tekjumarka) skv. lögum nr. 117/1993 um almannatryggingar, með síðari breytingum.
Reglugerð nr. 637/2000 um hækkun frítekjumarka (tekjumarka) skv. lögum nr. 117/1993 um almannatryggingar, með síðari breytingum.
Reglugerð nr. 570/1999 um hækkun frítekjumarka (tekjumarka) skv. lögum nr. 117/1993 um almannatryggingar, með síðari breytingum.
Reglugerð nr. 523/1998 um hækkun frítekjumarka (tekjumarka) skv. lögum nr. 117/1993 um almannatryggingar, með síðari breytingum.
Reglugerð nr. 239/1993 um hækkun tekjumarks skv. 11. og 12. gr. laga nr. 67/1971 um almannatryggingar með síðari breytingum.
6. gr.
Reglugerð nr. 205/1999 um fjárhæð elli- og örorkulífeyris fellur brott.
7. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 22. gr., 36. gr., 48. gr., 1. og 2. mgr. 58. gr., 59. gr., 67. gr., 69. gr. og 70. gr. laga um almannatryggingar nr. 100/2007 og 14. gr. laga um félagslega aðstoð nr. 99/2007 og 2. mgr. 20. gr. og 35. gr. a. laga nr. 97/1990 um heilbrigðisþjónustu, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 14. ágúst 2007.
Guðlaugur Þór Þórðarson.
Davíð Á. Gunnarsson.