Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

523/1998

Reglugerð um hækkun frítekjumarka (tekjumarka) skv. lögum nr. 117/1993 um almannatryggingar, með síðari breytingum. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um hækkun frítekjumarka (tekjumarka) skv. lögum nr. 117/1993

um almannatryggingar, með síðari breytingum.

1. gr.

Frítekjumörk (tekjumörk) skv. 2. mgr. 11. gr., 4. mgr. 12. gr. og 1. og 2. mgr. 17. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar, með síðari breytingum, skulu hækka frá 1. september 1998 að telja um 4% frá því sem þau voru í ágúst 1998.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem er sett með stoð í 65. gr. sbr. 66. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

 

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 20. ágúst 1998.

Guðmundur Bjarnason.

Jón Sæmundur Sigurjónsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica