Upphæðir bóta samkvæmt lögum um almannatryggingar nr. 117/1993 og samkvæmt lögum um félagslega aðstoð nr. 118/1993 skulu hækka frá 1. janúar 2002 að telja um 8,5% frá því sem þær voru í desember 2001. Þó skulu umönnunargreiðslur barna hækka um 8,72% miðað við sama tíma þannig að 25%-bætur þeirra verði jafnháar grunnlífeyri.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 65. gr., sbr. 66. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar, með síðari breytingum, sbr. 13. gr. laga nr. 118/1993 um félagslega aðstoð, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.