Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

1020/2006

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 484/2005 um heilbrigðisþjónustu við þá sem ekki eru sjúkratryggðir samkvæmt lögum um almannatryggingar og greiðslur þeirra fyrir heilbrigðisþjónustuna. - Brottfallin

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr.:

  1. Á eftir 2. mgr. kemur ný málsgrein er orðast svo: Erlendir fangar í íslenskum fangelsum eiga rétt á neyðaraðstoð, sbr. 1. mgr.
  2. Við 3. mgr. bætist ný setning er orðast svo: Ef erlendir fangar geta ekki greitt fyrir heilbrigðisþjónustu skv. 16. gr. fellur kostnaður á viðkomandi þjónustuveitanda.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 1. og 2. mgr. 54. og 66. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar, með síðari breytingum, og 2. mgr. 20. gr. og 35. gr. a. laga nr. 97/1990 um heilbrigðisþjónustu, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 28. nóvember 2006.

Siv Friðleifsdóttir.

Davíð Á. Gunnarsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica