REGLUGERÐ
um breyting á reglugerð nr. 94/1979.
Um framlög atvinnurekenda til lífeyristrygginga skv. 20. gr., sbr. 25. gr., og iðgjöld til slysatrygginga skv. 36. gr. laga um almannatryggingar nr. 67/1971, sbr. lög nr. 59/1978.
1.gr.
3. gr. orðist svo:
Lífeyristryggingaiðgjald skal á árinu 1980 vera 2% af gjaldstofni ársins 1979, samkv. 2. gr.
2. gr.
7. gr. orðist svo:
Gjald fyrir tryggingu íþróttamanna, sbr. 29. gr. f-lið, skal fyrir árið 1980 nema 4.000.000,00 kr. alls og greiðast að jöfnu af Íþróttasambandi Íslands og ríkissjóði. Fyrir tryggingar, sem greinir í e-lið sömu greinar, kemur ekkert gjald.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt 36. og 65. gr. laga nr. 67/1971, sbr. lög nr. 58/1978.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 8. desember 1980.
Svavar Gestsson.
Jón Ingimarsson.