1. gr.
Eftirfarandi reglugerðir sem vísað er til í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, skulu öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af II. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum samningsins:
-
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1896/2000 frá 7. september 2000 um fyrsta áfanga áætlunarinnar sem um getur í 2. mgr. 16. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB um sæfiefni, sem vísað er til í tl. 12o í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 32/2003, frá 14. mars 2003. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 54, 15. nóvember 2007, bls. 225-320.
-
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1687/2002 frá 25. september 2002 um viðbótarfrest til að tilkynna tiltekin, virk efni sem eru þegar á markaði til notkunar sem sæfiefni eins og fastsett er í 1. mgr. 4. gr. reglugerðar (EB) nr. 1896/2000, sem vísað er til í tl. 12p í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 32/2003, frá 14. mars 2003. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 45, 18. júlí 2008, bls. 95-190.
-
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1451/2007 frá 4. desember 2007 um annan áfanga 10 ára vinnuáætlunarinnar sem um getur í 2. mgr. 16. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB um markaðssetningu sæfiefna, sem vísað er til í tl. 12ze í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 132/2009, frá 4. desember 2009. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 4, 23. janúar 2014, bls. 575-638.
-
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 298/2010 frá 9. apríl 2010 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1451/2007 að því er varðar framlengingu á gildistíma undanþága sem heimila setningu sæfiefna á markað, sem vísað er til í tl. 12ze í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 31/2011, frá 1. apríl 2011. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 22, 14. apríl 2011, bls. 33.
-
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 528/2012 frá 22. maí 2012 um að bjóða sæfivörur fram á markaði og um notkun þeirra, sem vísað er til í tölulið 12n í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 225/2013, þann 13. desember 2013, skal öðlast gildi hér á landi. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 4 frá 23. janúar 2014, bls. 244 til 367.
Þrátt fyrir 1. málsl. öðlast ESB-gerðin gildi hér á landi með eftirfarandi viðbótum:
a)
|
EFTA-ríkin skulu taka þátt í starfi Efnastofnunar Evrópu (er nefnist "stofnunin" í því sem hér fer á eftir), sem komið var á fót samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1907/2006.
|
b)
|
Þrátt fyrir ákvæði bókunar 1 við samninginn skal túlka hugtakið "aðildarríki" í reglugerð (ESB) nr. 528/2012 þannig að það taki til EFTA-ríkjanna auk ríkja sem það tekur til samkvæmt reglugerðinni.
|
c)
|
Að því er varðar EFTA-ríkin, skulu Eftirlitsstofnun EFTA eða fastanefndin, eftir því sem við á, njóta aðstoðar stofnunarinnar við þau verkefni sem þeim eru falin, hvernig og hvenær sem það á við.
|
d)
|
Eftirfarandi málsgrein bætist við í 35. gr.:
|
|
4. EFTA-ríkin skulu hafa rétt á að taka fullan þátt í vinnu samræmingarhópsins og hafa þar sömu réttindi og skyldur og aðildarríki ESB, að undanskildum atkvæðisrétti. Starfsreglum samræmingarhópsins skal haga þannig að EFTA-ríkin geti tekið fullan þátt í störfum hans.
|
e)
|
Eftirfarandi undirgrein bætist við í 5. mgr. 44. gr.:
|
|
Þegar framkvæmdastjórnin veitir sambandsleyfi eða ákveður að sambandsleyfi hafi ekki verið veitt skulu EFTA-ríkin taka samsvarandi ákvörðun samtímis, þ.e. áður en 30 dagar eru liðnir frá ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar. Senda ber sameiginlegu EES-nefndinni upplýsingar um slíkar ákvarðanir og skal hún birta þær reglulega í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins.
|
f)
|
Eftirfarandi málsgrein bætist við í 48. gr.:
|
|
4. Ef framkvæmdastjórnin afturkallar eða breytir sambandsleyfi, skulu EFTA-ríkin afturkalla eða breyta samsvarandi ákvörðun.
|
g)
|
Eftirfarandi undirgrein bætist við í 49. gr.:
|
|
Ef framkvæmdastjórnin afturkallar sambandsleyfi, skulu EFTA-ríkin afturkalla samsvarandi ákvörðun.
|
h)
|
Eftirfarandi málsgrein bætist við í 50. gr.:
|
|
4. Ef framkvæmdastjórnin breytir sambandsleyfi, skulu EFTA-ríkin breyta samsvarandi ákvörðun.
|
i)
|
Eftirfarandi málsgrein bætist við í 75. gr.:
|
|
5. EFTA-ríkin skulu hafa rétt á að taka fullan þátt í vinnu sæfivörunefndarinnar og hafa þar sömu réttindi og skyldur og aðildarríki ESB, að undanskildum atkvæðisrétti.
|
j)
|
Eftirfarandi málsgrein bætist við í 78. gr.:
|
|
3. EFTA-ríkin skulu, frá gildistökudegi ákvörðunar þessarar, taka þátt í fjármögnun stofnunarinnar. Í þessu tilliti gilda málsmeðferðarreglurnar sem mælt er fyrir um í staflið a) í 1. mgr. 82. gr. samningsins og bókun 32 við hann, að breyttu breytanda.
|
k)
|
Komi til ágreinings milli samningsaðila um framkvæmd þessara ákvæða gilda ákvæði VII. hluta samningsins, að breyttu breytanda.
|
-
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 354/2013 frá 18. apríl 2013 um breytingar varðandi sæfivörur sem eru leyfðar í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 528/2012, sem vísað er til í tölulið 12nk í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 44/2014, þann 8. apríl 2014, skal öðlast gildi hér á landi. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 23 frá 10. apríl 2014, bls. 342 til 352.
-
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 414/2013 frá 6. maí 2013 um að tilgreina málsmeðferð við veitingu leyfa fyrir tilsvarandi sæfivörum í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 528/2012, sem vísað er til í tölulið 12zzp í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 15/2014, þann 14. febrúar 2014, skal öðlast gildi hér á landi. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 12 frá 27. febrúar 2014, bls. 147 til 150.
-
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 564/2013 frá 18. júní 2013 um þóknanir og gjöld sem greiða ber til Efnastofnunar Evrópu samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 528/2012 um að bjóða sæfivörur fram á markaði og um notkun þeirra, sem vísað er til í tölulið 12nl í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 44/2014, þann 8. apríl 2014, skal öðlast gildi hér á landi. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 23 frá 10. apríl 2014, bls. 364 til 374.
-
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 613/2013 frá 25. júní 2013 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1451/2007 að því er varðar fleiri virk efni í sæfivörum sem rannsaka skal samkvæmt endurskoðunaráætluninni, sem vísað er til í tölulið 12ze í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 15/2014, þann 14. febrúar 2014, skal öðlast gildi hér á landi. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 12 frá 27. febrúar 2014, bls. 150 til 154.
-
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 736/2013 frá 17. maí 2013 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 528/2012 að því er varðar tímalengd vinnuáætlunarinnar um að rannsaka fyrirliggjandi sæfandi, virk efni, sem vísað er til í tölulið 12n í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 15/2014, þann 14. febrúar 2014, skal öðlast gildi hér á landi. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 12 frá 27. febrúar 2014, bls. 154 til 155.
-
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 837/2013 frá 25. júní 2013 um breytingu á III. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 528/2012 að því er varðar upplýsingakröfur vegna leyfa fyrir sæfivörum, sem vísað er til í tölulið 12n í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 43/2014, þann 4. apríl 2014, skal öðlast gildi hér á landi. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 23 frá 10. apríl 2014, bls. 203 til 205.
-
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 945/2013 frá 2. október 2013 um að samþykkja sýpermetrín sem fyrirliggjandi virkt efni til notkunar í sæfivörur í vöruflokki 8, sem vísað er til í tölulið 12na í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 43/2014, þann 4. apríl 2014, skal öðlast gildi hér á landi. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 23 frá 10. apríl 2014, bls. 205 til 207.
-
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 955/2013 frá 4. október 2013 um að samþykkja própíkónasól sem fyrirliggjandi virkt efni til notkunar í sæfivörur í vöruflokki 9, sem vísað er til í tölulið 12nb í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 43/2014, þann 4. apríl 2014, skal öðlast gildi hér á landi. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 23 frá 10. apríl 2014, bls. 207 til 209.
-
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1032/2013 frá 24. október 2013 um að samþykkja brómediksýru sem fyrirliggjandi virkt efni til notkunar í sæfivörur í vöruflokki 4, sem vísað er til í tölulið 12nc í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 43/2014, þann 4. apríl 2014, skal öðlast gildi hér á landi. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 23 frá 10. apríl 2014, bls. 209 til 212.
-
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1033/2013 frá 24. október 2013 um að samþykkja fimmvatnað koparsúlfat sem fyrirliggjandi virkt efni til notkunar í sæfivörur í vöruflokki 2, sem vísað er til í tölulið 12nd í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 43/2014, þann 4. apríl 2014, skal öðlast gildi hér á landi. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 23 frá 10. apríl 2014, bls. 212 til 215.
-
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1034/2013 frá 24. október 2013 um að samþykkja álfosfíð, sem losar fosfín, sem virkt efni til notkunar í sæfivörur í vöruflokki 20, sem vísað er til í tölulið 12ne í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 43/2014, þann 4. apríl 2014, skal öðlast gildi hér á landi. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 23 frá 10. apríl 2014, bls. 215 til 218.
-
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1035/2013 frá 24. október 2013 um að samþykkja bensósýru sem fyrirliggjandi virkt efni til notkunar í sæfivörur í vöruflokkum 3 og 4, sem vísað er til í tölulið 12nf í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 43/2014, þann 4. apríl 2014, skal öðlast gildi hér á landi. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 23 frá 10. apríl 2014, bls. 218 til 222.
-
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1036/2013 frá 24. október 2013 um að samþykkja etófenprox sem fyrirliggjandi virkt efni til notkunar í sæfivörur í vöruflokki 18, sem vísað er til í tölulið 12ng í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 43/2014, þann 4. apríl 2014, skal öðlast gildi hér á landi. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 23 frá 10. apríl 2014, bls. 222 til 225.
-
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1037/2013 frá 24. október 2013 um að samþykkja 3-joð-2-própýnýlbútýlkarbamat (IPBC) sem fyrirliggjandi virkt efni til notkunar í sæfivörur í vöruflokki 6, sem vísað er til í tölulið 12nh í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 43/2014, þann 4. apríl 2014, skal öðlast gildi hér á landi. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 23 frá 10. apríl 2014, bls. 225 til 227.
-
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1038/2013 frá 24. október 2013 um að samþykkja tebúkónasól sem fyrirliggjandi virkt efni til notkunar í sæfivörur í vöruflokkum 7 og 10, sem vísað er til í tölulið 12nh í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 43/2014, þann 4. apríl 2014, skal öðlast gildi hér á landi. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 23 frá 10. apríl 2014, bls. 227 til 230.
-
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1039/2013 frá 24. október 2013 um að breyta samþykki fyrir nónansýru sem fyrirliggjandi virku efni til notkunar í sæfivörur í vöruflokki 2, sem vísað er til í tölulið 12nj í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 43/2014, þann 4. apríl 2014, skal öðlast gildi hér á landi. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 23 frá 10. apríl 2014, bls. 230 til 233.
-
Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2010/84/ESB frá 9. febrúar 2010 um nýjan frest til að leggja fram málsskjöl fyrir tiltekin efni sem rannsökuð verða í 10 ára vinnuáætluninni sem um getur í 2. mgr. 16. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB sem vísað er til í tl. 12zw, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 128/2010, þann 11. desember 2010. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 4 frá 24. janúar 2013, bls. 1299 til 1300.
-
Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2012/483/ESB frá 20. ágúst 2012 um nýjan frest til að leggja fram málsskjöl fyrir tiltekin efni sem rannsökuð verða í 14 ára vinnuáætluninni sem um getur í 2. mgr. 16. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB, sem vísað er til í tl. 12zzl, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 66/2013, þann 3. maí 2013. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 37 frá 27. júní 2013, bls. 47 til 49.
2. gr.
Umhverfisstofnun gegnir hlutverki lögbærs yfirvalds, sbr. 81. gr. reglugerðar (ESB) nr. 528/2012, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 1. gr.
3. gr.
Eitrunarmiðstöð Landspítala háskólasjúkrahúss skal taka við upplýsingum frá innflytjendum og eftirnotendum um sæfivörur, sbr. 3. gr. reglugerðar nr. 415/2014 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna.
4. gr.
Sæfivörur skulu flokkaðar, merktar og þeim pakkað skv. 69. gr. reglugerðar (ESB) nr. 528/2012, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 1. gr.
Ef sæfivara flokkast sem hættuleg skv. reglugerð nr. 415/2014 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna, skulu hættumerkingar á umbúðum vera á íslensku. Ef sæfivara flokkast ekki sem hættuleg skv. reglugerð nr. 415/2014 er heimilt að hafa merkingar umbúða hennar á ensku eða Norðurlandamáli öðru en finnsku.
5. gr.
Umhverfisstofnun gefur út markaðsleyfi fyrir sæfivörur sbr. IV. kafla reglugerðar (ESB) nr. 528/2012, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 1. gr. og birtir skrá yfir útgefin markaðsleyfi á heimasíðu stofnunarinnar.
6. gr.
Óheimilt er að markaðssetja sæfivörur sem innihalda virk efni sem birtur er listi yfir í I. viðauka fyrir tiltekna vöruflokka, sbr. IV. kafla reglugerðar (ESB) nr. 528/2012 sem og 9. gr. reglugerðar (ESB) nr. 528/2012, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 1. gr.
Þrátt fyrir 1. mgr. er heimilt markaðssetja tilteknar sæfivörur fram að tiltekinni dagsetningu í I. viðauka.
7. gr.
Um eftirlit með reglugerð þessari fer samkvæmt XI. kafla efnalaga nr. 61/2013. Heilbrigðisnefnd sveitarfélaga hefur eftirlit með meðferð, notkun og merkingum efna í starfsleyfisskyldri starfsemi sem heyrir undir þau starfsleyfi sem nefndin gefur út á grundvelli laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, sbr. 1. mgr. 6. gr. efnalaga.
8. gr.
Um brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar fer samkvæmt XIII. og XIV. kafla efnalaga nr. 61/2013.
9. gr.
-
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1896/2000 frá 7. september 2000 um fyrsta áfanga áætlunarinnar sem um getur í 2. mgr. 16. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB um sæfiefni.
-
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1687/2002 frá 25. september 2002 um viðbótarfrest til að tilkynna tiltekin, virk efni sem eru þegar á markaði til notkunar sem sæfiefni eins og fastsett er í 1. mgr. 4. gr. reglugerðar (EB) nr. 1896/2000.
-
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1451/2007 frá 4. desember 2007 um annan áfanga 10 ára vinnuáætlunarinnar sem um getur í 2. mgr. 16. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB um markaðssetningu sæfiefna.
-
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 298/2010 frá 9. apríl 2010 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1451/2007 að því er varðar framlengingu á gildistíma undanþága sem heimila setningu sæfiefna á markað.
-
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 528/2012 frá 22. maí 2012 um að bjóða sæfivörur fram á markaði og um notkun þeirra.
-
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 354/2013 frá 18. apríl 2013 um breytingar varðandi sæfivörur sem eru leyfðar í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 528/2012.
-
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 414/2013 frá 6. maí 2013 um að tilgreina málsmeðferð við veitingu leyfa fyrir tilsvarandi sæfivörum í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 528/2012.
-
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 564/2013 frá 18. júní 2013 um þóknanir og gjöld sem greiða ber til Efnastofnunar Evrópu samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 528/2012 um að bjóða sæfivörur fram á markaði og um notkun þeirra.
-
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 613/2013 frá 25. júní 2013 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1451/2007 að því er varðar fleiri virk efni í sæfivörum sem rannsaka skal samkvæmt endurskoðunaráætluninni.
-
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 736/2013 frá 17. maí 2013 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 528/2012 að því er varðar tímalengd vinnuáætlunarinnar um að rannsaka fyrirliggjandi sæfandi, virk efni.
-
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 837/2013 frá 25. júní 2013 um breytingu á III. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 528/2012 að því er varðar upplýsingakröfur vegna leyfa fyrir sæfivörum.
-
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 945/2013 frá 2. október 2013 um að samþykkja sýpermetrín sem fyrirliggjandi virkt efni til notkunar í sæfivörur í vöruflokki 8.
-
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 955/2013 frá 4. október 2013 um að samþykkja própíkónasól sem fyrirliggjandi virkt efni til notkunar í sæfivörur í vöruflokki 9.
-
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1032/2013 frá 24. október 2013 um að samþykkja brómediksýru sem fyrirliggjandi virkt efni til notkunar í sæfivörur í vöruflokki 4.
-
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1033/2013 frá 24. október 2013 um að samþykkja fimmvatnað koparsúlfat sem fyrirliggjandi virkt efni til notkunar í sæfivörur í vöruflokki 2.
-
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1034/2013 frá 24. október 2013 um að samþykkja álfosfíð, sem losar fosfín, sem virkt efni til notkunar í sæfivörur í vöruflokki 20.
-
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1035/2013 frá 24. október 2013 um að samþykkja bensósýru sem fyrirliggjandi virkt efni til notkunar í sæfivörur í vöruflokkum 3 og 4.
-
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1036/2013 frá 24. október 2013 um að samþykkja etófenprox sem fyrirliggjandi virkt efni til notkunar í sæfivörur í vöruflokki 18.
-
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1037/2013 frá 24. október 2013 um að samþykkja 3-joð-2-própýnýlbútýlkarbamat (IPBC) sem fyrirliggjandi virkt efni til notkunar í sæfivörur í vöruflokki 6.
-
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1038/2013 frá 24. október 2013 um að samþykkja tebúkónasól sem fyrirliggjandi virkt efni til notkunar í sæfivörur í vöruflokkum 7 og 10.
-
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1039/2013 frá 24. október 2013 um að breyta samþykki fyrir nónansýru sem fyrirliggjandi virku efni til notkunar í sæfivörur í vöruflokki 2.
-
Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2007/565/EB frá 14. ágúst 2007 um að taka tiltekin efni ekki inn í I. viðauka, I. viðauka A eða I. viðauka B við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB um markaðssetningu sæfiefna.
-
Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2007/597/EB frá 27. ágúst 2007 um að taka gúasatíntríasetat ekki inn í I. viðauka, I. viðauka A eða I. viðauka B við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB um markaðssetningu sæfiefna.
-
Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2008/681/EB frá 28. júlí 2008 um að taka tiltekin efni ekki inn í I. viðauka, I. viðauka A eða I. viðauka B við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB um markaðssetningu sæfiefna.
-
Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2008/809/EB frá 14. október 2008 um að taka tiltekin efni ekki inn í I. viðauka, I. viðauka A eða I. viðauka B við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB um markaðssetningu sæfiefna.
-
Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2009/322/EB frá 8. apríl 2009 um að taka ekki inn í I. viðauka, I. viðauka A eða I. viðauka B við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB um markaðssetningu sæfiefna tiltekin efni sem átti að skoða í 10 ára vinnuáætluninni sem um getur í 2. mgr. 16. gr. tilskipunarinnar.
-
Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2009/324/EB frá 14. apríl 2009 um að taka ekki inn í I. viðauka, I. viðauka A eða I. viðauka B við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB um markaðssetningu sæfiefna tiltekin efni sem átti að skoða í 10 ára vinnuáætluninni sem um getur í 2. mgr. 16. gr. tilskipunarinnar.
-
Ákvörðun 2010/72/ESB frá 8. febrúar 2010 um að taka tiltekin efni ekki inn í I. viðauka, I. viðauka A eða I. viðauka B við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB um markaðssetningu sæfiefna.
-
Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2010/71/ESB frá 8. febrúar 2010 um að díasínon verði ekki fært á skrá í I. viðauka, I. viðauka A eða I. viðauka B við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB um markaðssetningu sæfiefna.
-
Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2010/84/ESB frá 9. febrúar 2010 um nýjan frest til að leggja fram málsskjöl fyrir tiltekin efni sem rannsökuð verða í 10 ára vinnuáætluninni sem um getur í 2. mgr. 16. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB.
-
Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2010/675/ESB frá 8. nóvember 2010 um að taka tiltekin efni ekki inn í I. viðauka, I. viðauka A eða I. viðauka B við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB um markaðssetningu sæfiefna.
-
Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2011/391/EB frá 1. júlí 2011 um að taka tiltekin efni ekki inn í I. viðauka, I. viðauka A eða I. viðauka B við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB um markaðssetningu sæfiefna.
-
Ákvörðun 2012/77/ESB frá 9. febrúar 2012 um að taka flúfenoxúrón ekki inn í I. viðauka, I. viðauka A eða I. viðauka B við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB um markaðssetningu sæfiefna.
-
Ákvörðun 2012/78/ESB frá 9. febrúar 2012 um að taka tiltekin efni ekki inn í I. viðauka, I. viðauka A eða I. viðauka B við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB um markaðssetningu sæfiefna.
-
Ákvörðun 2012/254/ESB frá 10. maí 2012 um að taka tiltekin efni ekki inn í I. viðauka, I. viðauka A eða I. viðauka B við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB um markaðssetningu sæfiefna.
-
Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2012/257/ESB frá 11. maí 2012 um að færa naleð ekki á skrá fyrir vöruflokk 18 í I. viðauka, I. viðauka A eða I. viðauka B við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB um markaðssetningu sæfiefna.
-
Ákvörðun 2012/483/ESB framkvæmdastjórnarinnar frá 20. ágúst 2012 um nýjan frest til að leggja fram málsskjöl fyrir tiltekin efni sem rannsökuð verða í 14 ára vinnuáætluninni sem um getur í 2. mgr. 16. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB.
-
Ákvörðun 2012/728/ESB frá 23. nóvember 2012 um að taka bífentrin ekki inn í I. viðauka, I. viðauka A eða I. viðauka B við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB um markaðssetningu sæfiefna.
-
Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2013/85/ESB frá 14. febrúar 2013 um að færa tiltekin efni ekki á skrá í I. viðauka, I. viðauka A eða I. viðauka B við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB um markaðssetningu sæfiefna.
-
Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2013/204/ESB frá 25. apríl 2013 um að færa formaldehýð ekki á skrá í vöruflokk 20 í I. viðauka, I. viðauka A eða I. viðauka B við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB um markaðssetningu sæfiefna.
10. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 3. tölul. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013.
Reglugerðin öðlast þegar gildi. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 1101/2004 um markaðssetningu sæfiefna.