1112/2024
Reglugerð um (28.) breytingu á reglugerð nr. 878/2014 um sæfivörur.
Við 1. gr. reglugerðarinnar bætast sex nýir töluliðir, svohljóðandi:
- Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/1487 frá 7. september 2022 um frestun að því er varðar lokadag samþykkis fyrir etófenproxi til notkunar í sæfivörur í vöruflokki 8 í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 528/2012, sem vísað er til í tl. 12zzzzzzzzg XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 84/2023, þann 28. apríl 2023. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 58 frá 1. ágúst 2024, bls. 111-112.
- Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/1488 frá 7. september 2022 um frestun að því er varðar lokadag samþykkis fyrir kalíumsalti af sýklóhexýlhýdroxýdíasen-1-oxíði (K-HDO) til notkunar í sæfivörur í vöruflokki 8 í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 528/2012, sem vísað er til í tl. 12zzzzzzzzh XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 84/2023, þann 28. apríl 2023. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 58 frá 1. ágúst 2024, bls. 113-114.
- Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/1489 frá 7. september 2022 um frestun að því er varðar lokadag samþykkis fyrir spínósaði til notkunar í sæfivörur í vöruflokki 18 í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 528/2012, sem vísað er til í tl. 12zzzzzzzzi XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 84/2023, þann 28. apríl 2023. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 58 frá 1. ágúst 2024, bls. 115-116.
- Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/1494 frá 7. september 2022 um óleyst andmæli varðandi skilmála fyrir veitingu leyfis fyrir sæfivörunni Mouskito Spray í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 528/2012, sem vísað er til í tl. 12zzzzzzzzj XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 84/2023, þann 28. apríl 2023. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 58 frá 1. ágúst 2024, bls. 117-119.
- Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/1495 frá 8. september 2022 um frestun að því er varðar lokadag samþykkis fyrir medetómidíni til notkunar í sæfivörur í vöruflokki 21 í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 528/2012, sem vísað er til í tl. 12zzzzzzzzk XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 84/2023, þann 28. apríl 2023. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 58 frá 1. ágúst 2024, bls. 120-121.
- Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/1496 frá 8. september 2022 um frestun að því er varðar lokadag samþykkis fyrir tebúkónasóli til notkunar í sæfivörur í vöruflokki 8 í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 528/2012, sem vísað er til í tl. 12zzzzzzzzl XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 84/2023, þann 28. apríl 2023. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 58 frá 1. ágúst 2024, bls. 122-123.
2. gr.
Reglugerðin er sett til innleiðingar á eftirtöldum EES-gerðum:
- Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/1487 frá 7. september 2022 um frestun að því er varðar lokadag samþykkis fyrir etófenproxi til notkunar í sæfivörur í vöruflokki 8 í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 528/2012.
- Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/1488 frá 7. september 2022 um frestun að því er varðar lokadag samþykkis fyrir kalíumsalti af sýklóhexýlhýdroxýdíasen-1-oxíði (K-HDO) til notkunar í sæfivörur í vöruflokki 8 í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 528/2012.
- Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/1489 frá 7. september 2022 um frestun að því er varðar lokadag samþykkis fyrir spínósaði til notkunar í sæfivörur í vöruflokki 18 í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 528/2012.
- Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/1494 frá 7. september 2022 um óleyst andmæli varðandi skilmála fyrir veitingu leyfis fyrir sæfivörunni Mouskito Spray í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 528/2012.
- Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/1495 frá 8. september 2022 um frestun að því er varðar lokadag samþykkis fyrir medetómidíni til notkunar í sæfivörur í vöruflokki 21 í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 528/2012.
- Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/1496 frá 8. september 2022 um frestun að því er varðar lokadag samþykkis fyrir tebúkónasóli til notkunar í sæfivörur í vöruflokki 8 í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 528/2012.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 3. tölul. 1. mgr. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013.
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 30. ágúst 2024.
Guðlaugur Þór Þórðarson.