1. gr.
Markmið.
Markmið reglugerðarinnar er að takmarka notkun hættulegra efna í raf- og rafeindabúnaði með það í huga að stuðla að heilsuvernd manna og verndun umhverfisins, þ.m.t. umhverfisvænni endurnýtingu og förgun raf- og rafeindabúnaðarúrgangs.
2. gr.
Gildissvið.
Reglugerð þessi gildir um raf- og rafeindabúnað sem fellur undir flokkana sem taldir eru upp í I. viðauka.
Reglugerð þessi gildir ekki um:
a) |
búnað sem er nauðsynlegur vegna verndar grundvallaröryggishagsmuna, þ.m.t. vopn, skotfæri og hergögn, sem eru sérstaklega til nota í hernaðarlegum tilgangi, |
|
b) |
búnað sem er ætlaður til sendingar út í geim, |
|
c) |
búnað, sem er sérstaklega hannaður og setja á upp sem hluta af annars konar búnaði sem er undanskilinn eða fellur ekki undir gildissvið þessarar reglugerðar, sem gegnir aðeins hlutverki sínu ef hann er hluti af þeim búnaði, og sem er aðeins hægt að skipta út með sama sérstaklega hannaða búnaðinum, |
|
d) |
stór, föst iðnaðartæki, |
|
e) |
stóran fastan búnað, |
|
f) |
farartæki til farþega- eða vöruflutninga, að undanskildum rafknúnum ökutækjum á tveimur hjólum, sem eru ekki gerðarviðurkennd, |
|
g) |
færanlegan vélbúnað til nota utan vega, sem er eingöngu fáanlegur til nota í atvinnuskyni, |
|
h) |
virk, ígræðanleg lækningatæki, |
|
i) |
ljósspennuplötur, sem ætlaðar eru til notkunar í kerfi sem er hannað, samsett og uppsett af sérfræðingum til varanlegrar notkunar á skilgreindum stöðum til að framleiða orku frá sólarljósi til notkunar fyrir almenning, í fyrirtækjum, í iðnaði og á heimilum, |
|
j) |
búnað sem er sérstaklega hannaður fyrir rannsóknar- og þróunarstarfsemi og eingöngu fáanlegur í viðskiptum á milli fyrirtækja. |
3. gr.
Skilgreiningar.
Í þessari reglugerð er merking eftirfarandi hugtaka sem hér segir:
4. gr.
Takmarkanir.
Óheimilt er að setja á markað raf- og rafeindabúnað, þ.m.t. kapla og varahluti til viðgerða á búnaðinum, endurnotkunar, uppfærslu á virkni hans eða endurbóta á afköstum hans, sem inniheldur efnin sem talin eru upp í II. viðauka.
Styrkur tiltekinna efna skal ekki vera hærri en hámarksstyrkur miðað við þyngd einsleitra hluta, eins og hann er tilgreindur í II. viðauka.
Ákvæði 1. mgr. gilda um lækningatæki og tæki til vöktunar og eftirlits, sem eru sett á markað frá 22. júlí 2014, um lækningabúnað til sjúkdómsgreiningar í glasi, sem er settur á markað frá 22. júlí 2016 og um tæki til vöktunar og eftirlits í iðnaði, sem eru sett á markað frá 22. júlí 2017.
Ákvæði 1. mgr. gilda ekki um kapla eða varahluti vegna viðgerða, endurnotkunar, uppfærslu á virkni eða endurnýjunar á afköstum á eftirfarandi:
a) |
raf- og rafeindabúnaði sem er settur á markað fyrir 1. júlí 2006, |
|
b) |
lækningatækjum sem eru sett á markað fyrir 22. júlí 2014, |
|
c) |
lækningabúnaði til sjúkdómsgreiningar í glasi sem er settur á markað fyrir 22. júlí 2016, |
|
d) |
vöktunar- og eftirlitstækjum sem eru sett á markað fyrir 22. júlí 2014, |
|
e) |
vöktunar- og eftirlitstækjum í iðnaði sem eru sett á markað fyrir 22. júlí 2017, |
|
f) |
raf- og rafeindabúnaði, sem hefur fengið undanþágu og sem var settur á markað áður en sú undanþága féll úr gildi, að því er þessa tilteknu undanþágu varðar. |
Ákvæði 1. mgr. gilda ekki um endurnotaða varahluti úr raf- og rafeindabúnaði, sem var settur á markað fyrir 1. júlí 2006, og er notaður í búnað sem er settur á markað fyrir 1. júlí 2016, að því tilskildu að sú endurnotkun fari fram í lokuðu skilakerfi fyrir viðskipti á milli fyrirtækja sem gera má úttekt á og að endurnotkun hluta sé tilkynnt neytandanum.
Ákvæði 1. mgr. gilda ekki um þá notkun sem um getur í III. og IV. viðauka.
5. gr.
Undanþága.
Heimilt er til 22. júlí 2019 að setja á markað raf- og rafeindabúnað, sem féll utan gildissviðs tilskipunar 2002/95/EB, sbr. reglugerð nr. 697/2004 um takmörkun tiltekinna efna í raftækjum, en sem uppfyllir ekki skilyrði þessarar reglugerðar nema 3. og 4. mgr. 4. gr. eigi við um raf- og rafeindabúnaðinn.
6. gr.
Skyldur framleiðenda.
Framleiðendur raf- og rafeindabúnaðar skulu:
a) |
þegar raf- og rafeindabúnaður er settur á markað tryggja að hann hafi verið hannaður og framleiddur í samræmi við kröfurnar sem settar eru fram í 4. gr., |
|
b) |
útbúa tilskilin tæknigögn og framkvæma, eða láta framkvæma, innra framleiðslueftirlit í samræmi við aðferðareiningu A í II. viðauka við ákvörðun 768/2008/EB, |
|
c) |
þegar sýnt hefur verið fram á að raf- og rafeindabúnaður uppfylli viðeigandi kröfur með eftirlitsferlinu, sem um getur í b-lið, útbúa ESB-samræmisyfirlýsingu og festa CE-merkið á fullunna vöruna. Þegar önnur gildandi löggjöf kveður á um notkun samræmismatsaðferðar, sem er a.m.k. jafn ströng, er heimilt að sýnt sé fram á að kröfurnar í 1. mgr. 4. gr. þessarar reglugerðar séu uppfylltar í tengslum við þá aðferð. Útbúa má eitt skjal með tæknigögnum, |
|
d) |
varðveita tæknigögnin og ESB-samræmisyfirlýsinguna í tíu ár eftir að raf- og rafeindabúnaðurinn hefur verið settur á markað, |
|
e) |
tryggja að aðferðir séu til staðar til að samræmi haldist í raðframleiðslu. Taka skal fullnægjandi tillit til breytinga á hönnun eða eiginleikum vöru og breytinga á samhæfðum stöðlum eða tækniforskriftum sem lýst er yfir að samræmi raf- og rafeindabúnaðar miðist við, |
|
f) |
halda skrá yfir raf- og rafeindabúnað, sem stenst ekki kröfur og yfir innköllun vöru og upplýsa dreifingaraðila um slíkt, |
|
g) |
tryggja að á raf- og rafeindabúnaði þeirra sé gerðar-, framleiðslueiningar- eða raðnúmer eða annað sem gerir kleift að bera kennsl á búnaðinn eða, ef það er ekki hægt vegna stærðar eða eðlis raf- og rafeindabúnaðarins, að tilskildar upplýsingar séu veittar á umbúðunum eða í skjali sem fylgir raf- og rafeindabúnaðinum, |
|
h) |
tilgreina nafn sitt, skráð viðskiptaheiti eða skráð vörumerki og heimilisfang, þar sem hafa má samband við þá, á raf- og rafeindabúnaðinum eða, ef það er ekki mögulegt, á umbúðunum eða í skjali sem fylgir raf- og rafeindabúnaðinum. Heimilisfangið skal tilgreina einn stað þar sem hægt er að hafa samband við framleiðandann. Þegar önnur gildandi löggjöf kveður á um að festa skuli á nafn og heimilisfang framleiðandans og þau ákvæði eru a.m.k. jafn ströng skulu þau ákvæði gilda, |
|
i) |
ef þeir telja eða hafa ástæðu til að ætla að raf- og rafeindabúnaður, sem þeir hafa sett á markað, sé ekki í samræmi við þessa reglugerð, gera tafarlaust nauðsynlegar ráðstafanir til úrbóta til að færa þann raf- og rafeindabúnað til samræmis, taka búnaðinn af markaði eða innkalla hann, ef við á, og upplýsa þegar í stað lögbært stjórnvald, þar sem búnaðurinn er fáanlegur, um það og gefa ítarlegar upplýsingar, einkum um tilvik þar sem ekki er farið að tilskildum ákvæðum og um allar ráðstafanir til úrbóta sem gerðar hafa verið, |
|
j) |
afhenda, á grundvelli rökstuddrar beiðni frá lögbæru stjórnvaldi, allar upplýsingar og skjöl sem nauðsynleg eru til að sýna fram á samræmi raf- og rafeindabúnaðar við þessa reglugerð, á því tungumáli sem er auðskilið af því yfirvaldi og starfa með því yfirvaldi samkvæmt beiðni þess að hvers kyns aðgerðum sem gripið er til, til að tryggja samræmi raf- og rafeindabúnaðar sem þeir hafa sett á markað, við þessa reglugerð. |
7. gr.
Viðurkenndur fulltrúi.
Framleiðendur geta tilnefnt viðurkenndan fulltrúa með skriflegu umboði.
Skuldbindingarnar, sem mælt er fyrir um í a-lið 1. mgr. 6. gr., og gerð tæknigagna skulu ekki vera hluti af umboði viðurkennda fulltrúans.
Viðurkenndi fulltrúinn innir af hendi þau verkefni sem tilgreind eru í umboðinu frá framleiðandanum. Umboðið skal a.m.k. gefa viðurkennda fulltrúanum heimild til:
a) |
að varðveita ESB-samræmisyfirlýsinguna og tæknigögnin svo þau séu tiltæk fyrir landsbundin eftirlitsyfirvöld í tíu ár eftir að raf- og rafeindabúnaðurinn hefur verið settur á markað, |
|
b) |
að afhenda, á grundvelli rökstuddrar beiðni frá lögbæru stjórnvaldi, því yfirvaldi allar upplýsingar og skjöl sem nauðsynleg eru til að sýna fram á að raf- og rafeindabúnaður sé í samræmi við þessa reglugerð, |
|
c) |
að hafa samvinnu við lögbær stjórnvöld, að beiðni þeirra, að því er varðar allar aðgerðir sem er gripið til í því skyni að tryggja að raf- og rafeindabúnaður, sem fellur undir umboðið, sé í samræmi við þessa reglugerð. |
8. gr.
Skyldur innflytjenda.
Innflytjendur raf- og rafeindabúnaðar skulu:
a) |
aðeins setja á markað á Evrópska efnahagssvæðinu raf- og rafeindabúnað sem er í samræmi við þessa reglugerð, |
|
b) |
tryggja, áður en þeir setja raf- og rafeindabúnað á markað, að framleiðandinn hafi framkvæmt viðeigandi samræmismatsaðferðir, að framleiðandinn hafi útbúið tæknigögnin, að raf- og rafeindabúnaðurinn hafi CE-merki og honum fylgi tilskilin gögn og að framleiðandinn hafi uppfyllt kröfurnar sem settar eru fram í g- og h-liðum 6. gr., |
|
c) |
ef þeir telja eða hafa ástæðu til að ætla að raf- og rafeindabúnaður sé ekki í samræmi við 4. gr., ekki setja raf- og rafeindabúnaðinn á markað fyrr en hann hefur verið færður til samræmis og upplýsa framleiðandann og markaðseftirlitsyfirvöld um það, |
|
d) |
tilgreina nafn sitt, skráð viðskiptaheiti eða skráð vörumerki og heimilisfang, þar sem hafa má samband við þá, á raf- og rafeindabúnaðinum eða, ef það er ekki mögulegt, á umbúðunum eða í skjali sem fylgir raf- og rafeindabúnaðinum. Þegar önnur gildandi löggjöf kveður á um að festa skuli á nafn og heimilisfang innflytjandans og þau ákvæði eru a.m.k. jafn ströng, skulu þau ákvæði gilda, |
|
e) |
halda skrá yfir raf- og rafeindabúnað, þar sem samræmi er ekki til staðar og raf- og rafeindabúnað, sem hefur verið innkallaður, til að tryggja samræmi við þessa reglugerð, og upplýsa dreifingaraðila um það, |
|
f) |
ef þeir telja eða hafa ástæðu til að ætla að raf- og rafeindabúnaður, sem þeir hafi sett á markað, sé ekki í samræmi við þessa reglugerð, gera tafarlaust nauðsynlegar ráðstafanir til úrbóta til að færa þann raf- og rafeindabúnað til samræmis, taka búnaðinn af markaði eða innkalla hann, ef við á, og upplýsa þegar í stað lögbær stjórnvöld, þar sem búnaðurinn er fáanlegur, um það og gefa ítarlegar upplýsingar, einkum um tilvik þar sem ekki er farið að tilskildum ákvæðum og um allar ráðstafanir til úrbóta sem gerðar hafa verið, |
|
g) |
varðveita afrit af ESB-samræmisyfirlýsingunni í tíu ár eftir að raf- og rafeindabúnaðurinn hefur verið settur á markað og hafa tiltæka fyrir markaðseftirlitsyfirvöld og tryggja að þessi yfirvöld geti haft aðgang að tæknigögnunum, sé þess óskað, |
|
h) |
afhenda, á grundvelli rökstuddrar beiðni frá lögbæru stjórnvaldi, allar upplýsingar og skjöl sem nauðsynleg eru til að sýna fram á samræmi raf- og rafeindabúnaðar við þessa reglugerð, á því tungumáli sem er auðskilið af því yfirvaldi og starfa með því yfirvaldi samkvæmt beiðni þess að hvers kyns aðgerðum sem gripið er til, til að tryggja samræmi raf- og rafeindabúnaðar sem þeir hafa sett á markað, við þessa reglugerð. |
9. gr.
Skyldur dreifingaraðila.
Dreifingaraðilar raf- og rafeindabúnaðar skulu:
a) |
gæta þess á tilhlýðilegan hátt að raf- og rafeindabúnaður, sem þeir bjóða fram á markaði, sé í samræmi við gildandi kröfur, einkum með því að sannreyna að raf- og rafeindabúnaður beri CE-merki, honum fylgi tilskilin gögn á því tungumáli sem er auðskilið af neytendum og öðrum endanlegum notendum hér á landi, og að framleiðandinn og innflytjandinn hafi uppfyllt kröfurnar í g- og h-lið 6. gr. og d-lið 8. gr., |
|
b) |
ef þeir telja eða hafa ástæðu til að ætla að raf- og rafeindabúnaður sé ekki í samræmi við 4. gr. ekki bjóða raf- og rafeindabúnaðinn fram á markaði fyrr en hann hefur verið færður til samræmis og upplýsa framleiðandann eða innflytjandann og markaðseftirlitsyfirvöld um það, |
|
c) |
ef þeir telja eða hafa ástæðu til að ætla að raf- og rafeindabúnaður, sem þeir hafa boðið fram á markaði, sé ekki í samræmi við þessa reglugerð, gera nauðsynlegar ráðstafanir til úrbóta til að færa þann raf- og rafeindabúnað til samræmis, taka búnaðinn af markaði eða innkalla hann, ef við á, og upplýsa þegar í stað lögbær stjórnvöld, þar sem búnaðurinn er fáanlegur, um það og gefa ítarlegar upplýsingar, einkum um tilvik þar sem ekki er farið að tilskildum ákvæðum og um allar ráðstafanir til úrbóta sem gerðar hafa verið, |
|
d) |
afhenda, á grundvelli rökstuddrar beiðni frá lögbæru stjórnvaldi, allar upplýsingar og skjöl sem nauðsynleg eru til að sýna fram á samræmi raf- og rafeindabúnaðar við þessa reglugerð, og starfa með því yfirvaldi, samkvæmt beiðni þess, að hvers kyns aðgerðum sem gripið er til í því skyni að tryggja að raf- og rafeindabúnaður, sem þeir hafa boðið fram á markaði, sé í samræmi við þessa reglugerð. |
10. gr.
Tilvik þar sem skyldur framleiðenda gilda um innflytjendur og dreifendur.
Innflytjandi eða dreifingaraðili telst vera framleiðandi þegar hann setur raf- og rafeindabúnað á markað undir eigin nafni eða eigin vörumerki eða gerir breytingar á raf- og rafeindabúnaði, sem þegar hefur verið settur á markað, þannig að breytingarnar kunni að hafa áhrif á það hvort raf- og rafeindabúnaðurinn uppfylli viðeigandi kröfur. Í þeim tilvikum skal innflytjandi eða dreifingaraðili gegna sömu skyldum og framleiðandi skv. 6. gr.
11. gr.
Upplýsingagjöf rekstraraðila.
Rekstraraðilar skulu gefa markaðseftirlitsyfirvöldum eftirfarandi upplýsingar, samkvæmt beiðni, í tíu ár eftir að raf- og rafeindabúnaður er settur á markað:
a) |
um alla rekstraraðila sem hafa afhent þeim raf- og rafeindabúnað, |
|
b) |
um alla rekstraraðila sem þeir hafa afhent raf- og rafeindabúnað. |
12. gr.
ESB-samræmisyfirlýsing.
Í ESB-samræmisyfirlýsingu skal lýsa yfir að sýnt hafi verið fram á að kröfurnar sem tilgreindar eru í 4. gr. hafi verið uppfylltar.
ESB-samræmisyfirlýsingin skal byggð upp eins og fyrirmyndin, og innihalda þá þætti sem tilgreindir eru í V. viðauka og skal uppfærð. Hún skal vera á íslensku, ensku, dönsku, norsku eða sænsku. Þegar önnur gildandi löggjöf kveður á um notkun samræmismatsaðferðar, sem er a.m.k. jafn ströng, er heimilt að sýnt sé fram á að kröfurnar í 1. mgr. 4. gr. þessarar reglugerðar séu uppfylltar í tengslum við þá aðferð. Útbúa má eitt skjal yfir tæknigögn.
Með samningu ESB-samræmisyfirlýsingar lýsir framleiðandinn yfir að raf- og rafeindabúnaðurinn sé í samræmi við þessa reglugerð.
13. gr.
Almennar meginreglur um CE-merkið.
Um CE-merkið gilda almennu meginreglurnar sem settar eru fram í 30. gr. reglugerðar (EB) nr. 765/2008, sbr. reglugerð nr. 566/2013 um markaðseftirlit, faggildingu o.fl.
14. gr.
Skilyrði fyrir áfestingu CE-merkisins.
Festa skal CE-merkið á fullunninn raf- og rafeindabúnað eða merkiplötu búnaðarins þannig að það sé sýnilegt, læsilegt og óafmáanlegt. Ef því verður ekki komið við eða það er ástæðulaust vegna eðlis raf- og rafeindabúnaðarins skal festa merkið á umbúðir búnaðarins eða fylgiskjöl hans.
CE-merkið skal fest á áður en raf- og rafeindabúnaðurinn er settur á markað.
15. gr.
Gengið út frá samræmi.
Ef ekki er sýnt fram á hið gagnstæða skal ganga út frá því að raf- og rafeindabúnaður, sem ber CE-merkið, sé í samræmi við þessa reglugerð.
16. gr.
Eftirlit.
Umhverfisstofnun fer með eftirlit með framkvæmd reglugerðar þessarar.
Markaðseftirlit skal framkvæmt í samræmi við 15. til 29. gr. reglugerðar (EB) nr. 765/2008, sbr. reglugerð nr. 566/2013 um markaðseftirlit, faggildingu o.fl.
17. gr.
Þvingunarúrræði.
Um þvingunarúrræði samkvæmt reglugerð þessari fer samkvæmt XIII. kafla efnalaga.
18. gr.
Viðurlög.
Um brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar fer samkvæmt XIV. kafla efnalaga.
19. gr.
Innleiðing tiltekinna EES-gerða.
Reglugerðin er sett til innleiðingar á eftirfarandi gerðum:
a) |
Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB frá 8. júní 2011 um takmarkanir á notkun tiltekinna, hættulegra efna í rafbúnaði og rafeindabúnaði. |
|
b) |
Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2012/50/ESB frá 10. október 2012 um breytingu á III. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágur varðandi búnað sem inniheldur blý, í því skyni að laga viðaukann að tækniframförum. |
|
c) |
Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2012/51/ESB frá 10. október 2012 um breytingu á III. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágur varðandi búnað sem inniheldur kadmíum, í því skyni að laga viðaukann að tækniframförum. |
20. gr.
Gildistaka.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 11. gr. efnalaga nr. 61/2013. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 697/2004 um takmörkun tiltekinna efna í raftækjum.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 12. júní 2014.
Sigurður Ingi Jóhannsson.
Sigríður Auður Arnardóttir.
VIÐAUKAR
(sjá PDF-skjal)