Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

462/2016

Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 630/2014 um takmarkanir á notkun tiltekinna, hættulegra efna í raf- og rafeindabúnaði.

1. gr.

II. viðauki reglugerðarinnar orðist svo:

Blý (0,1%).
Kvikasilfur (0,1%).
Kadmíum (0,01%).
Sexgilt króm (0,1%).
Fjölbrómuð bífenýl (PBB) (0,1%).
Fjölbrómaðir dífenýleterar (PBDE) (0,1%).
Bis(2-etýlhexýl) þalat (DEHP) (0,1%).*
Bútýl benzýl þalat (BBP) (0,1%).*
Díbútýl þalat (DBP) (0,1%).*
Díísóbútýl þalat (DIBP) (0,1%).*

* Gildir frá og með 22. júlí 2021 um lækningatæki, þ.m.t. lækningatæki í glasi og vöktunar- og eftirlits­tæki, þ.m.t. vöktunar- og eftirlitstæki í iðnaði. Gildir ekki um leiðslur eða varahluti til við­gerða, endurnotkun, uppfærslu á virkni eða uppfærslu á afköstum raf- og rafeindatækja sem markaðs­sett eru fyrir 22. júlí 2019 og lækningatæki, þ.m.t. lækningatæki í glasi og vöktunar- og eftirlits­tæki, þ.m.t. vöktunar- og eftirlitstæki í iðnaði sem markaðssett eru fyrir 22. júlí 2021.
Takmarkanir að því er varðar DEHP, BBP og DBP ná ekki til leikfanga sem falla undir færslu 51 í viðauka XVII við reglugerð (EB) nr. 1907/2006, sbr. reglugerð nr. 888/2015 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (REACH).

2. gr.

Við IV. viðauka reglugerðarinnar bætast tveir nýir töluliðir, svohljóðandi:

  1. Blý sem varmastöðgari í pólývínýlklóríði (PVC), sem er notað sem grunnefni í rafefnanemum með straum-, spennu- eða leiðniskynjun sem eru notaðir í lækningatæki til sjúkdóms­greiningar í glasi til greiningar á blóði og öðrum líkamsvessum og líkamslofti.
    Fellur úr gildi 31. desember 2018.
  2. Kvikasilfur í snúanleg raftengi sem eru notuð í kerfi til innæðaómskoðunar sem hægt er að nota í vinnuham með hárri tíðni (> 50 MHz).
    Fellur úr gildi 30. júní 2019.

3. gr.

Reglugerðin er sett til innleiðingar á eftirfarandi EES-gerðum:

  1. Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/573 frá 30. janúar 2015 um breytingu á IV. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB að því er varðar undanþágu fyrir blý í pólývínýlklóríðnema í lækningatæki til sjúkdómsgreiningar í glasi, í því skyni að aðlaga viðaukann að tækniframförum, sem vísað er til í tölul. 12q XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 179/2015, þann 10. júlí 2015.
  2. Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/574 frá 30. janúar 2015 um breytingu á IV. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir kvikasilfur í kerfi til innæðaómskoðunar, í því skyni að aðlaga viðaukann að tækniframförum, sem vísað er til í tölul. 12q XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 179/2015, þann 10. júlí 2015.
  3. Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/863 frá 31. mars 2015 um breytingu á II. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB að því er varðar skrána yfir efni sem sæta takmörkunum, sem vísað er til í tölul. 12q XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 215/2015, þann 25. september 2015.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 11. gr. efnalaga nr. 61/2013 og öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 17. maí 2016.

F. h. r.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Kjartan Ingvarsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica