Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

619/2021

Reglugerð um (11.) breytingu á reglugerð nr. 630/2014 um takmarkanir á notkun tiltekinna, hættulegra efna í raf- og rafeindabúnaði.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á III. viðauka reglugerðarinnar.

  1. Í stað liðar 9 koma þrír nýir liðir, svohljóðandi:
    9 Sexgilt króm sem tæringarvarnar­efni í kol­stáls­kæli­kerfi ísogskæla, upp að 0,75%, miðað við þyngd, í kælilausninni. Gildir um 8., 9. og 11. flokk og fellur úr gildi:
    - 21. júlí 2021 að því er varðar 8. og 9. flokk, að undanskildum lækningatækjum til sjúkdóms­grein­ingar í glasi og vökt­unar‑ og eftirlitstækjum í iðnaði, - 21. júlí 2023 að því er varðar 8. flokk, lækn­inga­tæki til sjúkdómsgreiningar í glasi, - 21. júlí 2024 að því er varðar 9. flokk, vöktunar‑ og eftirlitstæki í iðnaði, og að því er varðar 11. flokk.
    9a.I Upp að 0,75% sexgilt króm miðað við þyngd, notað sem tæringar­varnar­efni í kælilausninni í kolstáls­kælikerfi ísogskæla (þ.m.t. míni­börum), sem eru hannaðir til að starfa að fullu eða að hluta til með raf­knún­um hitara sem nýtir orkuinntak sem nemur að meðaltali ≥ 75 W við stöðug notk­unar­skilyrði. Gildir um 1.-7. flokk og 10. flokk og fellur úr gildi 5. mars 2021.
    9a.II Upp að 0,75% sexgilt króm miðað við þyngd, notað sem tæringar­varnar­efni í kæli­lausninni í kolstáls­kerfi ísogskæla:
    - sem eru hannaðir til að starfa að fullu eða að hluta til með raf­knúnum hitara sem nýtir orkuinntak sem nemur að meðaltali ≥ 75 W við stöðug notk­unarskilyrði, - sem eru hannaðir til að starfa að fullu með hitara sem er ekki raf­knúinn.
    Gildir um 1.-7. flokk og 10. flokk og fellur úr gildi 21. júlí 2021.
  1. Í stað liðar 41 kemur nýr liður, svohljóðandi:
    41 Blý í lóðningarefni og húðun á tengjum á raf­magns- og rafeindaíhlutum og húðun á prent­plötum sem eru notaðar í kveikjuein­ingar og önnur rafmagns- og rafeinda­stjórnkerfi hreyf­ils sem þurfa af tæknilegum ástæðum að fest­ast beint á vélar hand­verkfæra með bruna­hreyfil, sveifarhús þeirra eða strokk (flokkar SH1, SH2, SH3 tilskip­unar Evrópuþingsins og ráðsins 97/68/EB). Gildir um alla flokka og fellur úr gildi:
    - 31. mars 2022 að því er varðar 1.-7. flokk, 10. og 11. flokk, - 21. júlí 2021 að því er varðar 8. og 9. flokk, að undanskildum lækninga­tækjum til sjúkdóms­grein­ingar í glasi og vöktunar- og eftirlitstækjum í iðnaði, - 21. júlí 2023 að því er varðar 8. flokk, lækningatæki til sjúkdómsgrein­ingar í glasi, - 21. júlí 2024 að því er varðar 9. flokk, vöktunar- og eftirlitstæki í iðnaði.

 

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á IV. viðauka reglugerðarinnar.

  1. Í stað liðar 37 kemur nýr liður, svohljóðandi:
    37. Blý í platínuhúðuð platínurafskaut sem eru notuð til að mæla eðlisleiðni þar sem a.m.k. eitt af eftirfarandi skilyrðum á við:
      a) mælingar á breiðu sviði eðlisleiðni sem nær yfir meira en eitt stærðarþrep (t.d. svið á bilinu 0,1 mS/m og 5 mS/m) sem fara fram á tilraunastofum til að mæla styrk sem er óþekktur,
      b) mælingar á lausnum þar sem krafist er nákvæmni sem nemur +/- 1% af sýna­töku­­bilinu og þar sem krafist er mikils tæringarþols rafskautsins fyrir eftir­farandi: i. lausnir með sýrustig undir pH 1, ii. lausnir með basavirkni yfir pH 13, iii. ætandi lausnir sem innihalda halógenlofttegundir,
      c) mælingar á eðlisleiðni sem er meiri en 100 mS/m sem verða að fara fram með færanlegum mælitækjum.
      Fellur úr gildi 31. desember 2025.
  1. Í stað liðar 41 kemur nýr liður, svohljóðandi:
    41.

    Blý sem varmastöðgari í pólývínýlklóríði (PVC), sem er notað sem grunnefni í rafefna­nemum með straum-, spennu- eða leiðniskynjun sem eru notaðir í lækningatæki til sjúkdómsgreiningar í glasi til greiningar á blóði og öðrum líkamsvessum og líkams­lofti. Fellur úr gildi 31. mars 2022.

 

3. gr.

Reglugerðin er sett til innleiðingar á eftirtöldum EES-gerðum:

  1. Framseld tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/360 frá 17. desember 2019 um breytingu á IV. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir blý í platínuhúðuð platínurafskaut, sem eru notuð til að mæla tiltekna eðlisleiðni, í því skyni að laga viðaukann að framförum á sviði vísinda og tækni, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahags­svæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 76/2020 frá 12. júní 2020.
  2. Framseld tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/361 frá 17. desember 2019 um breytingu á III. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir sexgilt króm sem tæringarvarnarefni í kolstálskælikerfi ísogskæla, í því skyni að laga viðaukann að framförum á sviði vísinda og tækni, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 76/2020 frá 12. júní 2020.
  3. Framseld tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/365 frá 17. desember 2019 um breytingu á III. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir blý í lóðningarefni og húðun á tengjum sem eru notuð í tiltekna brunahreyfla í handverkfærum, í því skyni að laga viðaukann að framförum á sviði vísinda og tækni, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efna­hags­svæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 76/2020 frá 12. júní 2020.
  4. Framseld tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/366 frá 17. desember 2019 um breytingu á IV. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir blý sem varmastöðgara í pólývínýlklóríði sem er notað í tiltekin lækningatæki til sjúkdómsgreiningar í glasi til greiningar á blóði og öðrum líkamsvessum og líkamslofti, í því skyni að laga viðaukann að framförum á sviði vísinda og tækni, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 76/2020 frá 12. júní 2020.

 

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 9. tölul. 1. mgr. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

 

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 27. maí 2021.

 

Guðmundur Ingi Guðbrandsson.

Sigríður Auður Arnardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica