Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti

513/2023

Reglugerð um (15.) breytingu á reglugerð nr. 630/2014 um takmarkanir á notkun tiltekinna, hættulegra efna í raf- og rafeindabúnaði.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á IV. viðauka reglugerðarinnar:

  1.   Við 27. tölulið bætast tveir nýir stafliðir, svohljóðandi:
      c) ósamþættar spólur í segulómtæki þar sem samræmisyfirlýsing gerðarinnar er gefin út í       fyrsta sinn fyrir 23. september 2022 eða
      d) segulómtæki með samþættum spólum, sem eru notaðar í segulsviði innan kúlurýmis með 1 m geisla í kringum segulmiðju í læknisfræðilegum segulómtækjum, þar sem samræmis­yfirlýsing er gefin út í fyrsta sinn fyrir 30. júní 2024. Fellur úr gildi 30. júní 2027.
  2.   Við bætist einn nýr töluliður svohljóðandi:
      48.  Blý í ofurleiðarakapla og -víra úr bismútstrontíumkalsíumkoparoxíði og blý í raftengi þeirra. Fellur úr gildi 30. júní 2027.

 

2. gr.

Reglugerðin er sett til innleiðingar á eftirfarandi EES-gerðum:

  1. Framseld tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/1631 frá 12. maí 2022 um breytingu á IV. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu vegna notkunar á blýi í ofurleiðarakapla og -víra úr bismútstrontíumkalsíumkoparoxíði og blýi í raftengi þeirra, í því skyni að laga viðaukann að framförum á sviði vísinda og tækni, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 307/2022 frá 9. desember 2022.
  2. Framseld tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/1632 frá 12. maí 2022 um breytingu á IV. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir notkun blýs í tiltekin segulómtæki, í því skyni að laga viðaukann að framförum á sviði vísinda og tækni, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 307/2022 frá 9. desember 2022.

 

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 9. tölul. 1. mgr. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

 

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 26. maí 2023.

 

Guðlaugur Þór Þórðarson.

Stefán Guðmundsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica