1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á III. viðauka reglugerðarinnar:
6.a | Blý sem málmblendisþáttur í stáli sem er notað til vinnslu og í galvanhúðuðu stáli sem inniheldur allt að 0,35% af blýi miðað við þyngd. |
Fellur úr gildi:
- 21. júlí 2021 að því er varðar 8. og 9. flokk, að undanskildum lækningatækjum til sjúkdómsgreiningar í glasi og vöktunar‑ og eftirlitstækjum í iðnaði,
- 21. júlí 2023 að því er varðar 8. flokk, lækningatæki til sjúkdómsgreiningar í glasi,
- 21. júlí 2024 að því er varðar 9. flokk, vöktunar‑ og eftirlitstæki í iðnaði, og að því er varðar 11. flokk.
|
6.a.I | Blý sem málmblendisþáttur í stáli sem er notað til vinnslu og í galvanhúðuðu stáli sem inniheldur allt að 0,35% af blýi miðað við þyngd og í lotuunnum, heitgalvanhúðuðum stálíhlutum sem innihalda allt að 0,2% af blýi miðað við þyngd. | Fellur úr gildi 21. júlí 2021 að því er varðar 1.-7. flokk og 10. flokk. |
6.b | Blý sem málmblendisþáttur í áli sem inniheldur allt að 0,4% af blýi miðað við þyngd. |
Fellur úr gildi:
- 21. júlí 2021 að því er varðar 8. og 9. flokk, að undanskildum lækningatækjum til sjúkdómsgreiningar í glasi og vöktunar‑ og eftirlitstækjum í iðnaði,
- 21. júlí 2023 að því er varðar 8. flokk, lækningatæki til sjúkdómsgreiningar í glasi,
- 21. júlí 2024 að því er varðar 9. flokk, vöktunar‑ og eftirlitstæki í iðnaði, og að því er varðar 11. flokk
|
6.b.I | Blý sem málmblendisþáttur í áli sem inniheldur allt að 0,4% af blýi miðað við þyngd, að því tilskildu að það komi úr endurvinnslu á brotamálmi úr áli sem inniheldur blý. | Fellur úr gildi 21. júlí 2021 að því er varðar 1.-7. flokk og 10. flokk. |
6.b.II | Blý sem málmblendisþáttur í áli, sem notað er til vinnslu, með blýinnihald sem er allt að 0,4% miðað við þyngd. | Fellur úr gildi 18. maí 2021 að því er varðar 1.-7. flokk og 10. flokk. |
6.c | Koparblendi sem inniheldur allt að 4% af blýi, miðað við þyngd. |
Fellur úr gildi:
- 21. júlí 2021 að því er varðar 1.-7. flokk og 10. flokk,
- 21. júlí 2021 að því er varðar 8. og 9. flokk, að undanskildum lækningatækjum til sjúkdómsgreiningar í glasi og vöktunar‑ og eftirlitstækjum í iðnaði,
- 21. júlí 2023 að því er varðar 8. flokk, lækningatæki til sjúkdómsgreiningar í glasi,
- 21. júlí 2024 að því er varðar 9. flokk, vöktunar‑ og eftirlitstæki í iðnaði, og að því er varðar 11. flokk.
|
7.a | Blý í lóðningarefni með háu bræðslumarki (þ.e. málmblendi sem eru að stofni til úr blýi og styrkur blýs í þeim er 85% eða meiri). | Gildir um 1.-7. flokk og 10. flokk (að undanskilinni notkun sem fellur undir 24. lið þessa viðauka) og fellur úr gildi 21. júlí 2021. Fellur úr gildi 21. júlí 2021 að því er varðar 8. og 9. flokk, að undanskildum lækningatækjum til sjúkdómsgreiningar í glasi og vöktunar‑ og eftirlitstækjum í iðnaði. Fellur úr gildi 21. júlí 2023 að því er varðar 8. flokk, lækningatæki til sjúkdómsgreiningar í glasi. Fellur úr gildi 21. júlí 2024 að því er varðar 9. flokk, vöktunar‑ og eftirlitstæki í iðnaði, og að því er varðar 11. flokk. |
7.c.I | Raf- og rafeindaíhlutir sem innihalda blý í gleri eða keramík, annarri en rafefnakeramík í þéttum, t.d. þrýstiraftækjum eða í uppistöðuefnasamböndum glers eða keramíkur. | Gildir um 1.-7. flokk og 10. flokk (að undanskilinni notkun sem fellur undir 34. lið) og fellur úr gildi 21. júlí 2021. Fellur úr gildi 21. júlí 2021 að því er varðar 8. og 9. flokk, að undanskildum lækningatækjum til sjúkdómsgreiningar í glasi og vöktunar‑ og eftirlitstækjum í iðnaði. Fellur úr gildi 21. júlí 2023 að því er varðar 8. flokk, lækningatæki til sjúkdómsgreiningar í glasi. Fellur úr gildi 21. júlí 2024 að því er varðar 9. flokk, vöktunar‑ og eftirlitstæki í iðnaði, og að því er varðar 11. flokk. |
7.c.II | Blý í rafefnakeramík í þéttum fyrir málspennu sem er 125 V riðspenna eða 250 V jafnspenna eða hærri. |
Gildir ekki um notkun sem fellur undir lið 7.c.I og 7.c.IV í þessum viðauka. Fellur úr gildi:
- 21. júlí 2021 að því er varðar 1.-7. flokk og 10. flokk,
- 21. júlí 2021 að því er varðar 8. og 9. flokk, að undanskildum lækningatækjum til sjúkdómsgreiningar í glasi og vöktunar‑ og eftirlitstækjum í iðnaði,
- 21. júlí 2023 að því er varðar 8. flokk, lækningatæki til sjúkdómsgreiningar í glasi,
- 21. júlí 2024 að því er varðar 9. flokk, vöktunar‑ og eftirlitstæki í iðnaði, og að því er varðar 11. flokk.
|
7.c.IV | Blý í rafefnakeramíkefnum sem innihalda keramíkþrýstirafefni fyrir þétta sem eru hluti af samrásum eða stökum hálfleiðurum. |
Fellur úr gildi:
- 21. júlí 2021 að því er varðar 1.-7. flokk og 10. flokk,
- 21. júlí 2021 að því er varðar 8. og 9. flokk, að undanskildum lækningatækjum til sjúkdómsgreiningar í glasi og vöktunar‑ og eftirlitstækjum í iðnaði,
- 21. júlí 2023 að því er varðar 8. flokk, lækningatæki til sjúkdómsgreiningar í glasi,
- 21. júlí 2024 að því er varðar 9. flokk, vöktunar‑ og eftirlitstæki í iðnaði, og að því er varðar 11. flokk.
|
8.b | Kadmíum og efnasambönd þess í rafsnertum. |
Gildir um 8., 9. og 11. flokk og fellur úr gildi:
- 21. júlí 2021 að því er varðar 8. og 9. flokk, að undanskildum lækningatækjum til sjúkdómsgreiningar í glasi og vöktunar‑ og eftirlitstækjum í iðnaði,
- 21. júlí 2023 að því er varðar 8. flokk, lækningatæki til sjúkdómsgreiningar í glasi,
- 21. júlí 2024 að því er varðar 9. flokk, vöktunar‑ og eftirlitstæki í iðnaði, og að því er varðar 11. flokk.
|
8.b.I |
Kadmíum og efnasambönd þess í rafsnertum sem eru notaðar í:
- varrofa,
- stjórnbúnað fyrir hitanema,
- hitavörn fyrir hreyfla (að undanskildum loftþéttum hitavörnum fyrir hreyfla)
- riðstraumsrofa með málgildi:
- 6 A og hærra við 250 V riðstraum og hærra, eða
- 12 A og hærra við 125 V riðstraum og hærra,
- jafnstraumsrofa með málgildi 20 A og hærra við 18 V jafnstraum og hærra, og
- rofa til notkunar við tíðni spennugjafa ≥ 200 Hz.
|
Gildir um 1.-7. flokk og 10. flokk og fellur úr gildi 21. júlí 2021. |
15 | Blý í lóðningarefni til að koma á stöðugri raftengingu milli hálfleiðaraflögu og burðarefnis í samrásastöflum af viðsnúnum flögum. |
Gildir um 8., 9. og 11. flokk og fellur úr gildi:
- 21. júlí 2021 að því er varðar 8. og 9. flokk, að undanskildum lækningatækjum til sjúkdómsgreiningar í glasi og vöktunar‑ og eftirlitstækjum í iðnaði,
- 21. júlí 2023 að því er varðar 8. flokk, lækningatæki til sjúkdómsgreiningar í glasi,
- 21. júlí 2024 að því er varðar 9. flokk, vöktunar‑ og eftirlitstæki í iðnaði, og að því er varðar 11. flokk.
|
15.a |
Blý í lóðningarefni til að koma á stöðugri raftengingu á milli hálfleiðaraflögu og burðarefnis í samrásastöflum af viðsnúnum flögum þar sem minnst ein eftirfarandi viðmiðana gildir:
- hálfleiðaratæknihnútur sem er 90 nm eða stærri,
- stök flaga sem er 300 mm² eða stærri á öllum hálfleiðaratæknihnútum,
- flögustaflar með flögum sem eru 300 mm² eða stærri, eða kísilmillilag sem er 300 mm² eða þykkara.
|
Gildir um 1.-7. flokk og 10. flokk og fellur úr gildi 21. júlí 2021. |
18.b | Blý sem er örvari í flúrljómandi dufti (1% blý eða minna, miðað við þyngd) í úrhleðsluperum þegar þær eru notaðar sem sólarlampar sem innihalda fosfór, s.s. BSP (BaSi2O5 :Pb). |
Fellur úr gildi:
- 21. júlí 2021 að því er varðar 1.-7. flokk og 10. flokk,
- 21. júlí 2021 að því er varðar 8. og 9. flokk, að undanskildum lækningatækjum til sjúkdómsgreiningar í glasi og vöktunar‑ og eftirlitstækjum í iðnaði,
- 21. júlí 2023 að því er varðar 8. flokk, lækningatæki til sjúkdómsgreiningar í glasi,
- 21. júlí 2024 að því er varðar 9. flokk, vöktunar‑ og eftirlitstæki í iðnaði, og að því er varðar 11. flokk.
|
18.b.I | Blý sem örvari í flúrljómandi dufti (1% blý eða minna, miðað við þyngd) í úrhleðsluperum sem innihalda fosfór, s.s. BSP (BaSi2O5 :Pb), þegar þær eru notaðar í lækningatækjum til ljósameðferðar. | Gildir um 5. flokk og 8. flokk, að undanskilinni notkun sem fellur undir færslu 34 í IV. viðauka, og fellur úr gildi 21. júlí 2021. |
21 | Blý og kadmíum í prentlitum sem eru notaðir í smeltlökk á gler, s.s. bórsílíkatgler og natríumkalksílíkatgler. |
Gildir um 8., 9. og 11. flokk og fellur úr gildi:
- 21. júlí 2021 að því er varðar 8. og 9. flokk, að undanskildum lækningatækjum til sjúkdómsgreiningar í glasi og vöktunar‑ og eftirlitstækjum í iðnaði,
- 21. júlí 2023 að því er varðar 8. flokk, lækningatæki til sjúkdómsgreiningar í glasi,
- 21. júlí 2024 að því er varðar 9. flokk, vöktunar‑ og eftirlitstæki í iðnaði, og að því er varðar 11. flokk.
|
21.a | Kadmíum þegar það er notað í litprentað gler vegna síunar og notað sem efnisþáttur í lýsingu í skjái og stjórnborð raf- og rafeindabúnaðar. | Gildir um 1.-7. flokk og 10. flokk, að undanskilinni notkun sem fellur undir færslu 21.b eða færslu 39 og fellur úr gildi 21. júlí 2021. |
21.b | Kadmíum í prentbleki sem er notað í smeltlökk á gler, s.s. bórsílíkatgler og natríumkalksílíkatgler. | Gildir um 1.-7. flokk og 10. flokk, að undanskilinni notkun sem fellur undir færslu 21.a eða 39 og fellur úr gildi 21. júlí 2021. |
21.c | Blý í prentbleki sem er notað í smeltlökk á annað en bórsílíkatgler. | Gildir um 1.-7. flokk og 10. flokk og fellur úr gildi 21. júlí 2021. |
24 | Blý í lóðningarefni til lóðunar á skífulaga og flötum, marglaga keramíkþéttum með málmhúðuðum götum. |
Fellur úr gildi:
- 21. júlí 2021 að því er varðar 1.-7. flokk og 10. flokk,
- 21. júlí 2021 að því er varðar 8. og 9. flokk, að undanskildum lækningatækjum til sjúkdómsgreiningar í glasi og vöktunar‑ og eftirlitstækjum í iðnaði,
- 21. júlí 2023 að því er varðar 8. flokk, lækningatæki til sjúkdómsgreiningar í glasi,
- 21. júlí 2024 að því er varðar 9. flokk, vöktunar‑ og eftirlitstæki í iðnaði, og að því er varðar 11. flokk.
|
29 | Blý, bundið í kristalgleri samkvæmt skilgreiningu í I. viðauka (1., 2., 3. og 4. flokkur) við tilskipun ráðsins 69/493/EBE. |
Fellur úr gildi:
- 21. júlí 2021 að því er varðar 1.-7. flokk og 10. flokk,
- 21. júlí 2021 að því er varðar 8. og 9. flokk, að undanskildum lækningatækjum til sjúkdómsgreiningar í glasi og vöktunar‑ og eftirlitstækjum í iðnaði,
- 21. júlí 2023 að því er varðar 8. flokk, lækningatæki til sjúkdómsgreiningar í glasi,
- 21. júlí 2024 að því er varðar 9. flokk, vöktunar‑ og eftirlitstæki í iðnaði, og að því er varðar 11. flokk.
|
32 | Blýoxíð í þéttigleri sem er notað til að festa saman glerplötur í argon- og kryptongeislarörperum. |
Fellur úr gildi:
- 21. júlí 2021 að því er varðar 1.-7. flokk og 10. flokk,
- 21. júlí 2021 að því er varðar 8. og 9. flokk, að undanskildum lækningatækjum til sjúkdómsgreiningar í glasi og vöktunar‑ og eftirlitstækjum í iðnaði,
- 21. júlí 2023 að því er varðar 8. flokk, lækningatæki til sjúkdómsgreiningar í glasi,
- 21. júlí 2024 að því er varðar 9. flokk, vöktunar‑ og eftirlitstæki í iðnaði, og að því er varðar 11. flokk.
|
34 | Blý í málmkeramíkeiningum fyrir stilliviðnám. |
Gildir um alla flokka, fellur úr gildi:
- 21. júlí 2021 að því er varðar 1.-7. flokk og 10. flokk,
- 21. júlí 2021 að því er varðar 8. og 9. flokk, að undanskildum lækningatækjum til sjúkdómsgreiningar í glasi og vöktunar‑ og eftirlitstækjum í iðnaði,
- 21. júlí 2023 að því er varðar 8. flokk, lækningatæki til sjúkdómsgreiningar í glasi,
- 21. júlí 2024 að því er varðar 9. flokk, vöktunar‑ og eftirlitstæki í iðnaði, og að því er varðar 11. flokk.
|
37 | Blý í málmhúðunarlagi í háspennudíóðum á sökkli á peru úr sinkbóratgleri. |
Fellur úr gildi:
- 21. júlí 2021 að því er varðar 1.-7. flokk og 10. flokk,
- 21. júlí 2021 að því er varðar 8. og 9. flokk, að undanskildum lækningatækjum til sjúkdómsgreiningar í glasi og vöktunar‑ og eftirlitstækjum í iðnaði,
- 21. júlí 2023 að því er varðar 8. flokk, lækningatæki til sjúkdómsgreiningar í glasi,
- 21. júlí 2024 að því er varðar 9. flokk, vöktunar‑ og eftirlitstæki í iðnaði, og að því er varðar 11. flokk.
|
42 |
Blý í legum og fóðringum í brunahreyflum, sem eru knúnir af dísli eða loftkenndu eldsneyti, í búnað til notkunar í atvinnuskyni utan vega:
- með heildarslagrými hreyfils ≥ 15 lítrar, eða
- með heildarslagrými hreyfils < 15 lítrar og hreyfillinn er ætlaður til notkunar í búnað þar sem tíminn milli merkis til ræsingar og fulls afls skal vera styttri en 10 sekúndur, eða þegar venjulegt viðhald fer yfirleitt fram í krefjandi og óhreinu umhverfi utandyra, s.s. við námugröft, byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð eða í landbúnaði.
|
Gildir um 11. flokk, að undanskilinni notkun sem fellur undir færslu 6.c í þessum viðauka. Fellur úr gildi 21. júlí 2024. |
2. gr.
Reglugerðin er sett til innleiðingar á eftirtöldum EES-gerðum:
3. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 9. tölulið 1. mgr. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013.
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 14. nóvember 2019.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson.
Sigríður Auður Arnardóttir.