Umhverfisráðuneyti

615/2011

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 697/2004 um takmörkun tiltekinna efna í raftækjum. - Brottfallin

1. gr.

Viðauki II orðist svo:

VIÐAUKI II

Notkun á blýi, kvikasilfri, kadmíum, sexgildu krómi, fjölbrómbífenýla (PBB)
eða fjölbrómdífenýletera (PBDE) sem undanþegið er banni samkvæmt
1. mgr. 4. gr. reglugerðar þessarar.

1.

Kvikasilfur í samþjöppuðum flúrlömpum í magni jafnt eða lægra en 5 mg á hverja flúrperu.

2.

Kvikasilfur í aflöngum flúrlömpum til almennra nota með magni jafnt eða lægra en eftirtalið í hverjum lampa:

 

-

halógenfosföt

10 mg

 

-

trífosföt með eðlilegan líftíma

8 mg

 

-

trífosföt með langan líftíma

5 mg

3.

Kvikasilfur í aflöngum flúrlömpum til sértækra nota.

4.

Kvikasilfur í öðrum lömpum sem ekki eru sérstaklega tilgreindir í þessum viðauka.

5.

Blý í gleri katóðumyndlampa, rafrásarhlutum og flúrlamparörum.

6.

Blý sem málmblendi í:

 

-

stál, 0,35% þyngdarhlutfall af blýi,

 
 

-

ál, 0,4% þyngdarhlutfall af blýi,

 
 

-

kopar, 4% þyngdarhlutfall af blýi.

 

7.

Blý í:

 

-

lóðmálmi með hátt bræðslumark (t.d. blýblendi sem er yfir 85% blý miðað við þyngd),

 

-

lóðmálmi fyrir netþjóna og gagnageymslusvæði netþjóna,

 

-

lóðmálmi fyrir grunnnetkerfi fyrir rofa, merkjakerfi, sendingar sem og netstjórnun fjarskipta,

 

-

keramik í rafeindahlutum, t.d. þrýstirafeindahlutum (piezo).

8.

Kadmíum og efnasambönd þess í rafsnertum og kadmíumhúð, að undanskilinni notkun sem er bönnuð samkvæmt reglugerð um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni ("REACH").

9.

Sexgilt króm sem tæringarvörn í stálkælikerfum ísogskæla.

10.

a) Dekabrómdífenýleter (DecaBDE) í fjölliðuðu efni.

 

b) Blý í legubökkum og -fóðringum úr blýbronsi.

11.

Blý sem er notað í tengikerfi með sveigjanlegum pinnum.

12.

Blý sem er notað sem húðunarefni fyrir opna (c-laga) hringa í varmaleiðandi einingum.

13.

Blý og kadmíum í ljóstæknigleri og glersíum.

14.

Blý í lóðningarefni, gerðu úr fleiri en tveimur frumefnum, sem er notað til tengingar pinna við örgjörvastaflann og hlutfall blýsins er yfir 80% og undir 85% miðað við þyngd.

15.

Blý í lóðningarefni til að koma á stöðugri raftengingu milli hálfleiðaraflögu og burðarefnis í samrásastöflum af viðsnúnum flögum ("flip-chip").

16.

Blý í silíkathúðuðum, aflöngum glóperum.

17.

Blýhalíð sem er notað sem geislunarefni í hástyrksúrhleðslulampa (HID) sem fagmenn í eftirtökuljósmyndun nota.

18.

Blý sem er efnahvati í flúrljómandi dufti (hámark blýs: 1% miðað við þyngd) í úrhleðslulömpum sem eru notaðir sem sólarlampar og innihalda fosfór, svo sem BSP (BaSi2O5:Pb), eða notaðir sem sérhæfðir lampar og innihalda fosfór, svo sem SMS ((Sr,Ba)2MgSi2O7:Pb), og eru notaðir við eftirtökuljósmyndun (díasóprentun), við steinþrykk, í skordýragildrum og í ljósefnafræðilegum ferlum og þurrkunarferlum.

19.

Blý með PbBiSn-Hg og PbInSn-Hg í sérstökum samsetningum sem meginamalgam og með PbSn-Hg sem hjálparamalgam í mjög fyrirferðarlitlum, orkusparandi lömpum (ESL).

20.

Blýoxíð í gleri sem er notað til að festa saman glerskífurnar sem mynda fram- og bakhlið í flötum flúrlömpum sem eru notaðir í vökvakristalsskjái (LCD).

21.

Blý og kadmíum í prentlitum sem notaðir eru í smeltlökk á bórsílikatgler.

22.

Blý sem óhreinindi í Faraday-snúð af RIG-gerð (Rare-earth Iron Garnet) sem notaður er í fjarskiptakerfi með ljósleiðurum. Undanþágan gilti til 31. desember 2009.

23.

Blý í húðum fínskrefa íhluta, annarra en tengja, með skrefstærð 0,65 mm eða minna með NiFe-leiðistofni og blý í húðun fínskrefa íhluta, annarra en tengja, með skrefstærð 0,65 mm eða minna með koparleiðnistofni.

24.

Blý í lóðningarefni til lóðunar á skífulaga og flötum, marglaga keramikþéttum með málmhúðuðum götum.

25.

Blýoxíð í plasmaskjám (PDP) og SED-skjám (Surface conducting Electron emitter Displays), einkum í torleiðnilagi framglers og bakglers, samtengiskautinu, svarta borðanum, stefnuskautinu, skilgárunum, þéttiglerinu og glerhringum, svo og í prentfarfa.

26.

Blýoxíð í glerhylki BLB-ljósgjafa (Black Light Blue).

27.

Blýmelmi til lóðunar fyrir breyta sem notaðir eru í kraftmiklum hátölurum (sem hannaðir eru til notkunar í margar klukkustundir við hljóðþrýsting 125 dB og þar yfir).

28.

Sexgilt króm í tæringarvarnarhúð á málmþynnum og festingum sem notað er til varnar tæringu og sem hlífðarbúnaður gegn rafsegultruflunun í búnaði sem fellur undir þriðja flokk í reglugerð um raf- og rafeindatækjaúrgang (Upplýsingatækni- og fjarskiptabúnaður). Undanþágan gilti til 1. júlí 2007.

29.

Blý bundið í kristalgleri samkvæmt skilgreiningu í I. viðauka (1., 2., 3. og 4. flokki) við tilskipun ráðsins 69/493/EBE.



2. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 18. gr. laga nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni, ásamt síðari breytingum og 5. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunar­varnir, með síðari breytingum.

Reglugerðin er sett til innleiðingar á ákvörðunum 2006/690/EB, 2006/691/EB, 2006/692/EB og 2009/428/EB sem vísað er til í tl. 12q, XV. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 7/2008, þann 2. febrúar 2008.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Umhverfisráðuneytinu, 31. maí 2011.

F. h. r.

Magnús Jóhannesson.

Sigríður Auður Arnardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica