1. gr.
Markmið.
Markmið reglugerðar þessarar er að takmarka notkun tiltekinna skaðlegra málma og málmblanda í vélknúnum ökutækjum.
2. gr.
Gildissvið.
Ákvæði reglugerðar þessarar taka til eftirfarandi vélknúinna ökutækja, sbr. reglugerð um gerð og búnað ökutækja:
Ákvæði reglugerðarinnar taka einnig til smíðaefna og íhluta í vélknúin ökutæki sem falla undir 1. mgr.
3. gr.
Takmarkanir.
Óheimilt er að flytja inn, framleiða eða selja vélknúin ökutæki, smíðaefni eða íhluti sem falla undir 2. gr. ef þau innihalda einhver eftirtalinna málma eða málmsambanda: Blý og blýsambönd, kadmíum, sexgilt króm eða kvikasilfur, sbr. þó 4. gr. Ákvæði 1. málsl. nær þó ekki til ökutækja, smíðaefna eða íhluta sem markaðssett voru á EES-svæðinu fyrir 1. júlí 2003.
4. gr.
Undanþágur og merkingar.
Bann samkvæmt 3. gr. nær ekki til smíðaefna og íhluta ökutækja sem tilgreind eru í viðauka með reglugerð þessari.
Heimilt er að endurnota hluti sem falla undir tímabundna undanþágu samkvæmt viðauka, sbr. 1. mgr., eftir að undanþága fellur úr gildi.
Varahlutir markaðssettir eftir 1. júlí 2003 ætlaðir fyrir ökutæki sem markaðssett voru á EES-svæðinu fyrir 1. júlí 2003, eru einnig undanþegnir banni samkvæmt 3. gr. Þessi undanþága gildir þó ekki um blý og blýsambönd í jafnvægislóðum hjóla, kolefnisbursta fyrir rafknúna hreyfla og bremsufóðrun, sbr. þó töflu 2 í viðauka.
Merkja skal sérstaklega eða auðkenna á annan viðeigandi hátt þau smíðaefni og íhluti ökutækja sem innihalda blý, kadmíum, sexgilt króm eða kvikasilfur þegar það er tilgreint í viðauka.
5. gr.
Förgun.
Um förgun vélknúinna ökutækja sem innihalda blý, kadmíum, sexgilt króm og kvikasilfur gilda lög um meðhöndlun úrgangs og reglugerðir settar samkvæmt þeim.
6. gr.
Eftirlit.
Heilbrigðisnefndir sveitarfélaga, undir yfirumsjón Umhverfisstofnunar, hafa eftirlit með framkvæmd þessarar reglugerðar.
7. gr.
Viðurlög.
Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt 26. gr. laga nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni.
8. gr.
Gildistaka.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 18. gr. laga nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni.
Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á eftirfarandi ákvörðunum um breytingar á tilskipun 2000/53/EB, um úr sér gengin ökutæki, sem vísað er til í tl. 32e í V. kafla, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 56/2003, þann 17. maí 2003, nr. 36/2006, þann 11. mars 2006 og nr. 50/2006, þann 29. apríl 2006:
Einnig er höfð hliðsjón af tilskipun 2000/53/EB, um úr sér gengin ökutæki, sem vísað er til í tl. 32e í V. kafla, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 92/2003, þann 12. júlí 2003.
Reglugerðin öðlast gildi við birtingu. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 396/2003, um takmörkun efna í vélknúnum ökutækjum.
Umhverfisráðuneytinu, 24. maí 2007.
F. h. r.
Magnús Jóhannesson.
Sigríður Auður Arnardóttir.
VIÐAUKI
(sjá PDF-skjal)