Markmið reglugerðar þessarar er að takmarka notkun tiltekinna skaðlegra málma og málmblanda í vélknúnum ökutækjum.
Ákvæði reglugerðar þessarar taka til vélknúinna ökutækja og einstakra hluta þeirra ef í þeim eru einhver eftirtalinna málma eða málmsambanda: Blý og blýsambönd, kadmíum, sexgilt króm eða kvikasilfur.
Óheimilt er að markaðssetja bifreiðar, önnur vélknúin ökutæki eða einstaka hluta bifreiða og annarra vélknúinna ökutækja sem innihalda efni sem talin eru upp í 2. gr., sbr. þó 4. gr.
Bann samkvæmt 3. gr. nær ekki til smíðaefna og íhluta ökutækja sem tilgreind eru í viðauka með reglugerð þessari.
Hluti sem falla undir tímabundna undanþágu samkvæmt 1. mgr. er heimilt að endurnota eftir að undanþága fellur úr gildi.
Nýir varahlutir sem ætlaðir eru til viðgerða á þeim hlutum sem falla undir 1. mgr. eru til 1. júlí 2007 einnig undanþegnir banni samkvæmt 3. gr. Þetta gildir þó ekki um hluti ætlaða fyrir eðlilegt viðhald ökutækja né heldur jafnvægislóð, kolefnisbursta og bremsufóðrun, sbr. töflu 2 í viðauka.
Merkja þarf sérstaklega eða auðkenna á annan viðeigandi hátt þau smíðaefni og íhluti ökutækja sem innihalda blý, kadmíum, sexgilt króm eða kvikasilfur svo sem gerð er grein fyrir í viðauka.
Um förgun vélknúinna ökutækja sem innihalda blý, kadmíum, sexgilt króm og kvikasilfur, gilda lög um úrvinnslugjald, lög um meðhöndlun úrgangs og reglugerðir settar samkvæmt þeim.
Heilbrigðisnefnd sveitarfélaga, undir yfirumsjón Umhverfisstofnunar, hefur eftirlit með framkvæmd þessarar reglugerðar.
Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt 26. gr. laga nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 18. gr. laga nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni, ásamt síðari breytingum og 5. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum.
Einnig er höfð hliðsjón af þeim ákvæðum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í XX. viðauka, V. kafla, tl. 32db, tilskipun 2000/53/EB, um úr sér gengin ökutæki, ásamt breytingum í ákvörðun 2002/525/EB.
Reglugerðin öðlast gildi 1. júlí 2003.
Notkun | Undanþága gildir til: | Smíðaefni og íhlutir sem merkt skulu eða auðkennd í samræmi við 4. mgr. 4. gr. |
Í stál til notkunar í vélarhluti og galvaníserað stál með allt að 0,35%2) blýinnihald | ||
Í ál til notkunar í vélarhluti með allt að a) 2%2) blýinnihald, b) 1%2) blýinnihald | a) 1. júlí 2005 b) 1. júlí 2008 |
|
Í koparblendi með allt að 4%2) blýinnihald | ||
Í blý/brons legubakka og -fóðringar |
1) | Að hámarki 0,1% sem hlutfall af þyngd einsleits málms (0,4% fyrir ál), nema að annað sé tekið fram og á meðan blý er ekki til staðar af ásettu ráði. |
2) | Hlutfall af þyngd. |
Notkun | Undanþága gildir til: | Smíðaefni og íhlutir sem merkt skulu eða auðkennd í samræmi við 4. mgr. 4. gr. |
Í rafgeyma |
X
|
|
Í titringsdeyfa (dempara) |
X
|
|
Í jafnvægislóð hjóla | 1. júlí 20052) |
X
|
Sem súlfunarefni og stöðgari fyrir gúmmílíki (teygjuefni) sem eru notuð í tengslum við vökva og aflyfirfærslu | 1. júlí 2005 | |
Sem stöðgari í hlífðarmálningu | 1. júlí 2005 | |
Í kolefnisbursta fyrir rafknúna hreyfla | 1. janúar 20052) | |
Til lóðunar á rafrásaplötum og annarra hliðstæðra nota |
X3)
|
|
Í kopar fyrir bremsufóðrun með yfir 0,5%4) blýinnihald | 1. júlí 20042) |
X
|
Í ventilsæti | 1. júlí 20065) | |
Í rafrásahluti sem innihalda blý í gler- eða postulínsmótum að undanskildu gleri í ljósaperur og glerung á kveikikertum |
X3)
|
|
Í ljósaperugler og glerung á kveikikertum | 1. janúar 2005 | |
Í sprengihleðslur | 1. júlí 2007 |
1) | Að hámarki 0,1% sem hlutfall af þyngd einsleits málms (0,4% fyrir ál og kopar fyrir bremsufóðrun til 1. júlí 2007) nema að annað sé tekið fram og á meðan blý er ekki til staðar af ásettu ráði. |
2) | Gildir um ökutæki viðurkennd fyrir gildistöku þessarar reglugerðar. |
3) | Gildir ef magn efnis fer yfir 60 g samanlagt (rafrásahlutir og vegna lóðunar) eftir sundurhlutun. Gildir ekki um hluti sem komið var fyrir af öðrum en framleiðanda. |
4) | Hlutfall af þyngd. |
5) | Gildir um vélar sem þróaðar hafa verið fyrir gildistöku þessarar reglugerðar. |
Notkun | Undanþága gildir til: | Smíðaefni og íhlutir sem merkt skulu eða auðkennd í samræmi við 4. mgr. 4. gr. |
Í tæringarvarnarefni | 1. júlí 2007 | |
Í íssogs ísskápa fyrir húsbíla |
X
|
1) | Að hámarki 0,1% sem hlutfall af þyngd einsleits málms á meðan að sexgilt króm er ekki til staðar af ásettu ráði. |
Notkun | Undanþága gildir til: | Smíðaefni og íhlutir sem merkt skulu eða auðkennd í samræmi við 4. mgr. 4. gr. |
Í afhleðslulampa og aflestrarbúnað í mælaborði |
X
|
1) | Að hámarki 0,1% sem hlutfall af þyngd einsleits málms á meðan að kvikasilfur er ekki til staðar af ásettu ráði. |
Notkun | Undanþága gildir til: | Smíðaefni og íhlutir sem merkt skulu eða auðkennd í samræmi við 4. mgr. 4. gr. |
Í deig fyrir þykkt lag | 1. júlí 2006 | |
Í rafgeyma fyrir ökutæki knúin rafmagni | 31. desember 20052) |
X
|
1) | Að hámarki 0,01% sem hlutfall af þyngd einsleits málms á meðan að kadmíum er ekki til staðar af ásettu ráði. |
2) | Eftir 31. desember 2005 verða NiCd rafgeymar aðeins leyfðir sem varahlutir í ökutæki markaðsett fyrir þessa dagsetningu. |