Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti

491/2024

Reglugerð um (7.) breytingu á reglugerð nr. 506/2007, um takmörkun efna í vélknúnum ökutækjum.

1. gr.

Í stað viðauka við reglugerðina kemur nýr viðauki, sem birtur er með reglugerð þessari.

 

2. gr.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/544 frá 16. desember 2022 um breytingu á II. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2000/53/EB um úr sér gengin ökutæki að því er varðar undanþágur fyrir notkun blýs í álblendi sem notað er til vinnslu, í koparblendi og í tiltekna rafgeyma, sem vísað er til í tölul. 32e í XX. kafla viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameigin­legu EES-nefndarinnar nr. 169/2023, þann 13. júní 2023.

 

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í c-lið 1. tölul. og 11. tölul. 11. gr. efnalaga, nr. 61/2013, tekur þegar gildi.

 

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 22. mars 2024.

 

F. h. r.

Stefán Guðmundsson.

Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.

 

VIÐAUKI
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica