1. gr.
Í stað liðar 14 í viðauka reglugerðarinnar kemur nýr liður, svohljóðandi:
|
Ökutæki, gerðarviðurkennd fyrir 1. janúar 2020, og varahlutir í þessi ökutæki Ökutæki, gerðarviðurkennd fyrir 1. janúar 2026, og varahlutir í þessi ökutæki |
X |
2. gr.
Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/362 frá 17. desember 2019 um breytingu á II. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2000/53/EB um úr sér gengin ökutæki að því er varðar undanþágu fyrir sexgilt króm sem tæringarvarnarefni í kolstálskælikerfi ísogskæla í húsbílum, sem vísað er til í tölul. 32e í XX. kafla viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 186/2021, þann 11. júní 2021.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í c-lið 1. tölul. og 11. tölul. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013 og öðlast þegar gildi.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 15. nóvember 2021.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson.
Sigríður Auður Arnardóttir.