Eftirtaldar reglugerðir eru felldar brott:
Reglugerð nr. 25/1955 fyrir Gæzluvistarhælið að Gunnarsholti, skv. lögum nr. 55/1949, sbr. lög nr. 91 /1953.
Reglugerð nr. 5/1968 um geislavarnir ríkisins, með síðari breytingum nr. 274/1981 og 445/1982, skv. lögum um öryggisráðstafanir gegn jónandi geislum frá geislavirkum efnum eða geislatækjum nr. 95/1962.
Reglugerð nr. 142/1977 um heilsugæslu og félagslega aðstoð við andlega vanþroska fólk, sem ekki dvelst í fávitastofnunum, skv. 14. gr. laga nr. 53/1967 um fávitastofnanir.
Reglugerð nr. 277/1977 fyrir Þroskaþjálfaskóla Íslands, með síðari breytingu nr. 256/1987, skv. 1. gr. laga nr. 12/1977 um breytingu á lögum nr. 53/1967 um fávitastofnanir og 3. gr. laga nr. 40/1985 um Þroskaþjálfaskóla Íslands.
Reglugerð nr. 225/1978 um heilbrigðismálaráð, með síðari breytingu nr. 439/1979, skv. 7. gr. 4. tl. laga nr. 57/1978 um heilbrigðisþjónustu.
Reglugerð nr. 547/1982 fyrir Ljósmæðraskóla Íslands, skv. lögum um Ljósmæðraskóla Íslands nr. 35/1982.
Reglugerð nr. 595/1982 um áfengisvarnarnefndir, skv. 30. gr. áfengislaga nr. 82/1969.
Reglugerð nr. 284/1983 um ráðstöfunarfé örorku- og ekkjulífeyrisþega á dvalarstofnunum, skv. 51. gr. laga um almannatryggingar nr. 67/1971 sbr. lög um málefni aldraðra nr. 91/1982.
Reglugerð nr. 386/1985 fyrir Kópavogshæli, skv. 24. gr. laga nr. 59/1983, um heilbrigðisþjónustu, sbr. og lög nr. 41/1983, um málefni fatlaðra.
Reglugerð nr. 437/1985 um skráningargjald og árgjald sérlyfja á sérlyfjaskrá, skv. 7. gr. lyfjalaga nr. 108/1984.
Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.