Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

284/1983

Reglugerð um ráðstöfunarfé örorku- og ekkjulífeyrisþega á dvalarstofnunum - Brottfallin

REGLUGERÐ

um ráðstöfunarfé örorku- og ekkjulífeyrisþega á dvalarstofnunum.

1. gr.

Örorku- eða ekkjulífeyrisþegi sem dvelst langdvölum á stofnun, þannig að lífeyrir hans hefur verið felldur niður, samkvæmt ákvæðum 5. mgr. 51. gr. laga um almannatryggingar nr. 67/1971, skal engu að síður njóta ráðstöfunarfjár frá almannatryggingum. Fjárupphæð þessi sem frá og með marsmánuði 1983 er 936 kr. hækkar í áföngum og verður frá og með 1. júní 1983 1.113 kr.

2. gr.

Fjárhæðir skv. 1. gr. breytast eftir sömu reglum og fjárhæðir bóta almannatrygginga sbr. 79. gr. laga um almannatryggingar nr. 67/1971.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með vísun til 51. gr. laga um almannatryggingar nr. 67/1971 og með hliðsjón af lögum um málefni aldraðra nr. 91/1982 og öðlast þegar gildi.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 14. apríl 1983.

Svavar Gestsson.

Páll Sigurðsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica