Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

386/1985

Reglugerð fyrir Kópavogshæli - Brottfallin

REGLUGERÐ

fyrir Kópavogshæli.

 

I.KAFLI

Hlutverk,

1. gr.

Hlutverk stofnunarinnar er að taka til þjálfunar, uppeldis og vistunar vangefna, sem sakir fötlunar sinnar verða að dveljast á sjúkrahúsum í skilningi laga nr. 59/1983, um heilbrigðisþjónustu, eða á öðrum deildum, sem taldar eru upp í 2. gr. og falla undir ákvæði 7. gr. laga nr. 41/1983, um málefni fatlaðra.

 

 

II. KAFLI

Starfsemi

2. gr.

Við stofnunina skal rekin eftirfarandi starfsemi: a) Sérhæfðar deildir:

1. Barnadeildir 2. Unglingadeildir

3. Atferlismótunardeildir

4. Undirbúningsdeildir fyrir sambýli

5. Vinnustofur, þar með talin dagvistun 6. Leiktækjaþjónusta

b) Hjúkrunardeildir 1. Almenn deild 2. Öldrunardeild

c) Göngudeild.

 

3. gr.

Á hverri deild skulu að jafnaði ekki vera fleiri en 10 einstaklingar og þannig um deildir búið að þær myndi sem sjálfstæðastar einingar. Undirbúningsdeildir fyrir sambýli og deildir fyrir atferlistruflaða skulu að jafnaði ætlaðar 6 einstaklingum. Við hverja deild að undanskilinni deild fyrir atferlistruflaða skal rekin skammtímavistun fyrir a. m. k. einn einstakling.

 

 

4. gr.

Við stofnunina skal lögð sérstök áhersla á sérhæfða læknisþjónustu fyrir vangefna á landinu öllu. Ennfremur skal rekin hjúkrun, sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, sálfræðiþjónusta, félagsráðgjöf, þroskaþjálfun svo og önnur nauðsynleg þjónusta til þess að stofnunin geti annast hlutverk sitt.

 

III. KAFLI

Yfirstjórn og rekstur

5. gr.

Stofnunin skal rekin undir yfirstjórn heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins, en stjórn hennar að öðru leyti faun stjórnarnefnd og forstjóra ríkisspítalanna samkv. 31. gr. 1. tl. laga nr. 59/1983, um heilbrigðisþjónustu.

 

IV. KAFLI

Starfsfólk

6. gr.

Ráðinn skal sérstakur framkvæmdastjóri að stofnuninni. Við stofnunina skal starfa yfirlæknir, hjúkrunarforstjóri, yfirsálfræðingur, yfirfélagsráðgjafi og yfirþroskaþjálfi, í samræmi við gildandi lög um þessar starfsstéttir. Framkvæmdastjóri sér um daglegan rekstur stofnunarinnar og ber ábyrgð á honum gagnvart forstjóra ríkisspítalanna. Yfirlæknir ber ábyrgð á lækningum, sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun og hefur eftirlit með starfsemi stofnunar­innar í samræmi við lög nr. 59/1983, um heilbrigðisþjónustu. Hjúkrunarforstjóri skipuleggur hjúkrun og ber ábyrgð á henni, yfirsálfræðingur skipuleggur sálfræðiþjónustu og ber ábyrgð á henni, yfirfélagsráðgjafi skipuleggur félagsráðgjöf og ber ábyrgð á henni og yfirþroska­þjálfi skipuleggur þroskaþjálfun og ber ábyrgð á hénni. Yfirsálfræðingur, yfirfélagsráðgjafi og yfirþroskaþjálfi bera ábyrgð gagnvart yfirlækni á störfum sínum.

 

7. gr.

Við stofnunina skulu einnig starfa læknar, hjúkrunarfræðingar sálfræðingar, félagsráðgjafar, þroskaþjálfar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar auk aðstoðarfólks miðað við þjálfunar- og umönnunarþörf vistmanna hinna einstöku deilda.

 

V. KAFLI

Stofnunarráð

8. gr.

Við stofnunina skal starfa sérstakt ráð, sem í eiga sæti framkvæmdastjóri, yfirlæknir, formaður læknaráðs, hjúkrunarforstjóri, yfirsálfræðingur, yfirfélagsráðgjafi, yfirþroskaþjálfi og einn fulltrúi frá Foreldra- og vinafélagi stofnunarinnar, einn frá starfsmannaráði (kjörnir til tveggja ára í senn) og einn frá félagsmálaráðuneytinu sem sérstaklega gæti hagsmuna svæðisstjórna skv. lögum nr. 41/1983, um málefni fatlaðra. Stjórnarnefnd ríkisspítalanna skipar formann úr hópi ráðsmanna til 2ja ára í senn. Ráðið skal halda fundi eins oft og þurfa þykir, þó eigi sjaldnar en mánaðarlega. Ráðið er ráðgefandi um málefni stofnunarinnar.

 

VI. KAFLI

Vistun og útskrift

9. gr.

Vistun og útskrift er í höndum yfirlæknis að höfðu samráði við hjúkrunarforstjóra, yfirsálfræðing, yfirfélagsráðgjafa og yfirþroskaþjálfa að fenginni tillögu viðkomandi svæðisstjórnar.

 

VII. KAFLI

Gildistaka

10. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 24. gr. laga nr. 59/1983, um heilbrigðisþjónustu, sbr. og lög nr. 41/1983, um málefni fatlaðra, og öðlast gildi 1. jú1í 1986.

 Ákvæði til bráðabirgða

1. Unnið skal að því á næstu 10 árum frá gildistöku reglugerðarinnar að útskrifa á sambýli eða aðrar viðeigandi stofnanir í heimabyggð, 75 einstaklinga, þannig að miðað við núverandi húsakost og aðstöðu verði ekki vistaðir á stofnuninni fleiri en 100 einstaklingar.

2. Þar til ákvörðun hefur verið tekin um framtíðarstarfsemi Tjaldanesheimilisins í Mosfellssveit skal stjórn þess faun stjórnarnefnd ríkisspítalanna en heimilið rekið sem sjálfstæð stofnun að öðru leyti.

 

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, ll. október 1985.

 

Matthías Bjarnason.

Jón Ingimarsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica