Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

439/1979

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 225/1978 um heilbrigðismálaráð. - Brottfallin

1.gr.

2. gr. liður a) orðist svo:

 

a) Reykjavíkurhérað. Borgarstjórn kýs 7 fulltrúa óhlutbundinni kosningu. Stjórnir eftirtalinna stofnana tilnefna úr sínum hópi einn fulltrúa hver: Landspítali, Landakotsspítali, Kleppsspítali, Hjúkrunardeild Hrafnistu, Hjúkrunardeild Grundar, Gistiheimili Rauða Kross Íslands og Sjúkrastóð S. Á. Á. að Silungapolli.

 

2. gr.

2. gr. liður h) orðist svo:

 

h) Reykjaneshérað. Stjórnir heilsugæslustöðvanna i Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi og Seltjarnarnesi svo og sjúkrastofnananna Vífilsstaðaspítala, St. Jósefsspítala Hafnarfirði, hjúkrunardeildar Sólvangs í Hafnarfirði, Kópavogshælis, Skálatúns, Tjaldaness og vistheimilanna að Víðinesi og Hlaðgerðarkoti skulu eiga einn fulltrúa hver úr sinum hópi. Stjórnir heilsugæslustöðva og sjúkrahúsa á Reykjalundi og í Keflavík skulu eiga einn úr sínum hópi fyrir hvern stað.

 

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 7. gr. 4. tl. laga nr. 57 frá 20. maí 1978 um heilbrigðisþjónustu og öðlast gildi þegar við birtingu.

 

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 29. október 1979.

 

Magnús H. Magnússon.

Páll Sigurðsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica