Umhverfisráðuneyti

822/2010

Reglugerð um flutning úrgangs á milli landa.

1. gr.

Hlutverk Umhverfisstofnunar.

Umhverfisstofnun gegnir hlutverki lögbærs yfirvalds, sbr. 53. gr. reglugerðar Evrópu­þingsins og ráðsins (EB) nr. 1013/2006 um flutning úrgangs.

2. gr.

Hafnir sem heimilt er að flytja úrgang um.

Í samræmi við 55. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1013/2006 er einungis heimilt að flytja inn úrgang eða flytja út úrgang um tollhafnir, sbr. tollalög nr. 88/2005.

3. gr.

Flutningstilkynningar.

Eyðublöð vegna flutningstilkynninga er að finna á heimasíðu Umhverfisstofnunar.

Heimilt er að senda flutningstilkynningar til samþykktar hjá Umhverfisstofnun á ensku, íslensku eða öðru Norðurlandamáli öðru en finnsku, sbr. viðauka VII með reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1013/2006.

4. gr.

Gjaldtaka.

Umhverfisstofnun innheimtir gjald vegna veittrar þjónustu og verkefna stofnunarinnar vegna þessar reglugerðar í samræmi við gjaldskrá stofnunarinnar.

5. gr.

Eftirlit.

Umhverfisstofnun fer með eftirlit með framkvæmd reglugerðar þessarar.

6. gr.

Viðurlög.

Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt ákvæðum laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs.

7. gr.

Gildistaka tiltekinna gerða Evrópubandalagsins.

Eftirfarandi reglugerðir sem vísað er til í tölulið 32c, V. kafla, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XX. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum samningsins:

  1. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1013/2006 frá 14. júní 2006 um tilflutning úrgangs, sem vísað er til í tölulið 32c, V. kafla, XX. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 7/94 og síðan breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 73/2008, frá 25. september 2008. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 26 frá 20. maí 2010 - 2010/EES/26/01 bls. 1-98.
  2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 308/2009 frá 15. apríl 2009 um breytingu á III. viðauka A og VI. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1013/2006 um tilflutning úrgangs til að laga þá að vísindalegum og tæknilegum framförum, sem vísað er til í tölulið 32c, V. kafla, XX. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 7/94 og síðan breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 150/2009, frá 4. desember 2009. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 21 frá 29. apríl 2010 - 2010/EES/21/18 bls. 128-131.
  3. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 669/2008 frá 15. júlí 2008 um að ljúka við I. viðauka C við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1013/2006 um tilflutning úrgangs, sem vísað er til í tölulið 32c, V. kafla, XX. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 7/94 og síðan breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 52/2009, frá 24. apríl 2009. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 54 frá 30. september 2010 - 2010/EES/54/06 bls. 190-198.
  4. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1379/2007 frá 26. nóvember 2007 um breytingu, í því skyni að taka tillit til tækniframfara og breytinga sem hafa verið samþykktar samkvæmt Basel-samningnum á I. viðauka A, I. viðauka B, VII. viðauka og VIII. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1013/2006 um tilflutning úrgangs, sem vísað er til í tölulið 32c, V. kafla, XX. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 7/94 og síðan breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 122/2008, frá 7. nóvember. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 54. frá 30. september 2010 - 2010/EES/54/04 bls. 40-53.

8. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 20. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs, með síðari breytingum.

Reglugerðin er sett til innleiðingar á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1013/2006 frá 14. júní 2006 um tilflutning úrgangs, reglugerð framkvæmda­stjórnarinnar (EB) nr. 308/2009 frá 15. apríl 2009 um breytingu á III. viðauka A og VI. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1013/2006 um tilflutning úrgangs til að laga þá að vísindalegum og tæknilegum framförum, reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 669/2008 frá 15. júlí 2008 um að ljúka við I. viðauka C við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1013/2006 um tilflutning úrgangs og reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1379/2007 frá 26. nóvember 2007 um breytingu, í því skyni að taka tillit til tækniframfara og breytinga sem hafa verið samþykktar samkvæmt Basel-samningnum á I. viðauka A, I. viðauka B, VII. viðauka og VIII. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1013/2006 um tilflutning úrgangs.

Reglugerðin öðlast þegar gildi. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 224/2005 um gildistöku EES-gerða um umsjón og eftirlit með flutningi úrgangs innan, til og frá Evrópubandalaginu.

Umhverfisráðuneytinu, 26. október 2010.

F. h. r.

Magnús Jóhannesson.

Sigríður Auður Arnardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica