Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

379/2014

Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 822/2010 um flutning úrgangs á milli landa.

1. gr.

Við a-lið 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar bætist nýr málsliður svohljóðandi:

Þrátt fyrir 1. málsl. öðlast EB-reglugerðin gildi hér á landi með eftirfarandi viðbótum:

  1. Að því er varðar útflutning á úrgangi til endurnýtingar (2. kafli IV. bálks reglu­gerðar (EB)) telst Liechtenstein land sem OECD-ákvörðunin tekur til,
  2. Þegar um ræðir spilliefni sem send eru frá Liechtenstein til förgunar eða endur­nýtingar í Sviss er heimilt að nota svissnesk tilkynningar- og flutningsskjöl í stað stöðluðu eyðublaðanna sem fylgja reglugerð (EB) og
  3. Orðin "eða tollsvæði EFTA-ríkjanna" bætist við á eftir orðunum "tollsvæði Banda­lagsins" í 29. mgr. 2. gr. reglugerðar (EB).

2. gr.

Á eftir g-lið 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar koma átta nýir stafliðir svohljóðandi:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1418/2007 frá 29. nóvember 2007 um útflutning á tilteknum tegundum úrgangs til endurnýtingar sem tilgreindar eru í III. viðauka eða III. viðauka A við reglugerð (EB) nr. 1013/2006 til tiltekinna landa, sem falla ekki undir ákvörðun Efnahags- og framfarastofnunarinnar um eftirlit með flutningi úrgangs yfir landamæri, sem vísað er til í tölulið 32cb, V. kafla XX. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 32/2014 frá 14. febrúar 2014. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 12 frá 27. febrúar 2014 - 2014/EES/12/33 bls. 208-254.
  2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 740/2008 frá 29. júlí 2008 um breyt­ingu á reglugerð (EB) nr. 1418/2007 að því er varðar verklagsreglur sem ber að fylgja við útflutning á úrgangi til tiltekinna landa, sem vísað er til í tölulið 32cb, V. kafla XX. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 32/2014 frá 14. febrúar 2014. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambands­ins nr. 12 frá 27. febrúar 2014 - 2014/EES/12/34 bls. 255-263.
  3. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 967/2009 frá 15. október 2009 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1418/2007 um útflutning á tilteknum tegundum úrgangs til endurnýtingar til tiltekinna landa utan Efnahags- og framfara­stofnunar­innar (OECD), sem vísað er til í tölulið 32cb, V. kafla XX. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 32/2014 frá 14. febrúar 2014. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 12 frá 27. febrúar 2014 - 2014/EES/12/37 bls. 307-311.
  4. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 837/2010 frá 23. september 2010 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1418/2007 um útflutning á tilteknum tegundum úrgangs til endurnýtingar til tiltekinna landa utan Efnahags- og framfara­stofnunarinnar (OECD), sem vísað er til í tölulið 32cb, V. kafla XX. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 32/2014 frá 14. febrúar 2014. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 12 frá 27. febrúar 2014 - 2014/EES/12/40 bls. 316-319.
  5. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 661/2011 frá 8. júlí 2011 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1418/2007 um útflutning á tilteknum tegundum úrgangs til endurnýtingar til tiltekinna landa utan Efnahags- og framfara­stofn­unarinnar (OECD), sem vísað er til í tölulið 32cb, V. kafla XX. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 32/2014 frá 14. febrúar 2014. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 12 frá 27. febrúar 2014 - 2014/EES/12/35 bls. 264-266.
  6. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 674/2012 frá 23. júlí 2012 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1418/2007 um útflutning á tilteknum tegundum úrgangs til endurnýtingar til tiltekinna landa utan Efnahags- og framfara­stofn­unarinnar (OECD), sem vísað er til í tölulið 32cb, V. kafla, XX. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 32/2014 frá 14. febrúar 2014. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 12 frá 27. febrúar 2014 - 2014/EES/12/36 bls. 267-306.
  7. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 57/2013 frá 23. janúar 2013 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1418/2007 um útflutning á tilteknum tegundum úrgangs til endurnýtingar til tiltekinna landa utan Efnahags- og framfara­stofn­unarinnar (OECD), sem vísað er til í tölulið 32cb, V. kafla XX. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 32/2014 frá 14. febrúar 2014. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 12 frá 27. febrúar 2014 - 2014/EES/12/41 bls. 320-321.
  8. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 255/2013 frá 20. mars 2013 um breytingu á I. viðauka C og VII. og VIII. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1013/2006 um tilflutning úrgangs til að laga þá að vísindalegum og tæknilegum framförum, sem vísað er til í tölulið 32c, V. kafla, XX. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 209/2013 frá 8. nóvember 2013. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 64 frá 14. nóvember 2013 - 2013/EES/64/12 bls. 132-136.

3. gr.

Innleiðing.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á eftirfarandi gerðum:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1418/2007 frá 29. nóvember 2007 um útflutning á tilteknum tegundum úrgangs til endurnýtingar sem tilgreindar eru í III. viðauka eða III. viðauka A við reglugerð (EB) nr. 1013/2006 til tiltekinna landa, sem falla ekki undir ákvörðun Efnahags- og framfarastofnunarinnar um eftirlit með flutningi úrgangs yfir landamæri.
  2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 740/2008 frá 29. júlí 2008 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1418/2007 að því er varðar verklagsreglur sem ber að fylgja við útflutning á úrgangi til tiltekinna landa.
  3. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 967/2009 frá 15. október 2009 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1418/2007 um útflutning á tilteknum tegundum úrgangs til endurnýtingar til tiltekinna landa utan Efnahags- og framfara­stofnunar­innar (OECD).
  4. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 837/2010 frá 23. september 2010 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1418/2007 um útflutning á tilteknum tegundum úrgangs til endurnýtingar til tiltekinna landa utan Efnahags- og framfara­stofnunar­innar (OECD).
  5. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 661/2011 frá 8. júlí 2011 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1418/2007 um útflutning á tilteknum tegundum úrgangs til endurnýtingar til tiltekinna landa utan Efnahags- og framfara­stofn­unar­innar (OECD).
  6. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 674/2012 frá 23. júlí 2012 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1418/2007 um útflutning á tilteknum tegundum úrgangs til endurnýtingar til tiltekinna landa utan Efnahags- og framfara­stofn­unar­innar (OECD).
  7. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 57/2013 frá 23. janúar 2013 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1418/2007 um útflutning á tilteknum tegundum úrgangs til endurnýtingar til tiltekinna landa utan Efnahags- og framfara­stofn­unar­innar (OECD).
  8. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 255/2013 frá 20. mars 2013 um breytingu á I. viðauka C og VII. og VIII. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1013/2006 um tilflutning úrgangs til að laga þá að vísindalegum og tæknilegum framförum.

4. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 29. gr. laga nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs, og öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 2. apríl 2014.

F. h. r.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica