Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

345/2013

Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 822/2010 um flutning úrgangs á milli landa.

1. gr.

Á eftir f-lið 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar kemur nýr stafliður (g.) svohljóðandi:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 135/2012 frá 16. febrúar 2012 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1013/2006 um tilflutning úrgangs í því skyni að bæta tilteknum, óflokkuðum úrgangi við í III. viðauka B við hana, sem vísað er til í tölulið 32c, V. kafla, XX. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 27/2013 frá 1. febrúar 2013. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 16 frá 14. mars 2013 - 2013/EES/16/56, bls. 275-277.

2. gr.

Innleiðing.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 135/2012 frá 16. febrúar 2012 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1013/2006 um tilflutning úrgangs í því skyni að bæta tilteknum, óflokkuðum úrgangi við í III. viðauka B við hana.

3. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 29. gr. laga nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs, með síðari breytingum.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 4. apríl 2013.

F. h. r.

Stefán Thors.

Sigríður Auður Arnardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica