Samgönguráðuneyti

111/1956

Hafnarreglugerð fyrir Siglufjarðarkaupstað - Brottfallin

 

HAFNARREGLUGERÐ

fyrir Siglufjarðarkaupstað

I. KAFLI

Takmörkun hafnarinnar.

1. gr.

Siglufjarðarhöfn tekur yfir Siglufjörð innan línu, sem hugsast dregin úr Siglunestá í Djúpavog norðan Landsenda.

 

II. KAFLI

Um stjórn hafnarinnar.

2. gr.

Bæjarstjórn Siglufjarðar hefur á hendi stjórn hafnarmálefnanna undir yfir­umsjón. samgöngumálaráðuneytisins.

Hafnarnefndin hefur á hendi framkvæmd hafnarmála og eftirlit með höfninni, sér um viðhald og umbætur á höfninni, stýrir öllum framkvæmdum, er þar að lúta, og annast fjárhald hafnarinnar og reikningsskil fyrir hönd bæjarstjórnar.

 

3. gr.

Bæjarstjórn velur hafnarvörð eftir tillögum hafnarnefndar.

 

4. gr.

Daglegar framkvæmdir og eftirlit annast hafnarvörður í samráði við hafnar­nefnd. Til aðstoðar hafnarnefnd skulu vera svo margir starfsmenn, sem þurfa þykir. Bæjarstjórnin skipar fasts starfsmenn eftir tillögu hafnarnefndar, og setur þeim erindisbréf, en hafnarnefndin getur sagt þeim upp eða vikið þeim frá, án þess til þurfi að koma samþykki bæjarstjórnar.

III. KAFLI

Um almenna reglu.

5. gr.

Hafnarvörður sér um, að gætt sé reglu á höfninni og á landi hennar.  Er öllum skylt að hlíða boði hans og banni og enn fremur þeirra starfsmanns er hafnarnefnd setur til að halda reglu. Þyki einhverjum sér óréttur ger af starfsmönnum hafnar­innar, getur hann kært það fyrir lögreglustjóra, en skipun starfsmannsins ber að hlýða þegar í stað.

Starfsmenn hafnarinnar skulu gæta allrar kurteisi í starfi sínu.

 

6. gr.

Þeim, sem ekkert lögmætt erindi eiga, er bannað að dvelja á landi hafnarinnar, ef þeir með því tálma- fermingu eða affermingu skipa eða öðrum störfum, sem þar eru unnin.

 

7. gr.

Skylt er að gæta allrar varúðar í meðferð elds og ljósa í skipum á höfninni. Í skipum, sem flytja eldfim efni, má ekki kveikja eld eða ljós, nema í eldavél skipsins og á lögboðnum ljóskerum. Tóbaksreykingar eru bannaðar i þeim skipum og á því svæði, sem unnið er að fermingu eða affermingu.

Áliti hafnarvörður, að hætta geti stafað af fermingu eða affermingu eldfimrar vöru, er honum heimilt að stöðva verkið, unz gerðar hafa verið nauðsynlegar varúðar­ráðstafanir.

Bannað er að sjóða tjöru, bik, fernisolíu eða annað slíkt, sem eldhætta getur stafað af, í skipum á höfninni, svo og á landi hafnarinnar, nema með leyfi hafnar­varðar.

 

8. gr.

A landi hafnarinnar má ekki smíða ný skip né þétta gömul skip, eða gera við þau á annan hátt, nema með leyfi hafnarvarðar, og með þeim skilmálum, sem hann ákveður. Bannað er að leggja skipum upp í hafnarfjöruna, nema með hans leyfi.

 

9. gr.

Ekki má kasta útbyrðis seglfestu, ösku, kolum eða neinu öðru, er valdið getur skemmdum á höfninni, frá skipum, er þar liggja, né flytja það úr landi út í höfnina. í lögsagnarumdæmi Siglufjarðar má ekki heldur gera vein hafnarmannvirki við höfnina, né breyta þeim mannvirkjum, sem nú eru, og ekki heldur fylla upp né dýpka út frá landi, nema leyfi bæjarstjórnar komi til..

Nú hafa bryggjur brotnað, og er þá bryggjueiganda skylt, ef hann ætlar að byggja upp bryggjuna, að byggja hans svo trausta, að hafnarnefnd telji hans hæfa. Að óðrum kosti ber eiganda að taka burt allar eftirstöðvar af bryggjunni, draga upp alla staura og hreinsa til, svo að engin hætta geti stafað af brotum á bryggjusvæðinu. Sé þetta ekki gert innan hæfilegs frests, er hafnarnefnd ákveður, er henni heimilt að láta gera það á kostnað eiganda, og má taka þann kostnað lögtaki. Hafnarnefndin getur og krafizt þess, að allar bryggjur séu gerðar á þann hátt, að hætta geti ekki af þeim stafað, t. d. getur hún heimtað, að þiljur á bryggjum séu gerðar úr flekum, er taka megi af þegar þörf gerist. Bryggjueigandi ber alla ábyrgð á skaða þeim, sem brot úr bryggju hans kunna að valda á eignum annarra manna.

 

IV. KAFLI

Um legu skipa og umferð þeirra á höfninni.

10. gr.

Fiskiskip og önnur skip, er ferma ekki né afferma, mega aldrei leggjast svo á höfninni, að tálmi affermingu annarra skipa og skulu þau í hvert skipti skyld að hlýða boðum hafnarvarðar eða starfsmanna hafnarinnar um hvar þau megi liggja eðs leggjast. Aldrei megi vein skip liggja svo nærri bryggjum að eigi sé nægilegt rúm fyrir önnur skip að komast að og frá.

Skipum og bátum má ekki leggja svo, að þau hindri eða tefji umferð um höfnina, og má því ekki leggja neinu skipi nær bryggjum austan á eyrinni en svo, að á daginn liggi þau austan innsiglingarmerkjanna, sem eru merkjastaur á Leirunni i Leiruvita. Að nóttu til skulu þau liggja í grænu ljósi sama vita. Ekkert skip má leggjast á innri höfnina nema með sérstöku leyfi hafnarvarða og eftir þeirra tilvísan í hvert 111 sinn; og skulu þau skip greiða 10 aura. aukagjald af hverri nettó smálest.

Nú tregðast eigandi við að hlýða boðum hafnsögumanns eða starfsmanna hafn­arinnar um að flytja skip sitt, bát eða strengi á höfninni, og getur þá hafnarvörður látið gera það á kostnað og ábyrgð eiganda. Kostnaðinn má taka lögtaki.

 

11. gr.

Í sérhverju skipi, að undanskildum skipum, sem hafa leyfi hafnarnefndar til að, liggja mannlaus í lagi á höfninni,. skal jafnan vera að minnsta kosti einn maður, er tekið geti á móti skipunum starfsmanna hafnarinnar og framkvæmt þær, hvort heldur á að færa skipið eða gera eitthvað annað samkvæmt reglugerð þessari.

 

12. gr.

Eigi má festa skipum við bólvirki eða bryggjur, nema við festarhringa eða við festarstólpa. Festum skal þannig fyrir komið, að þær hindri sem minnst umferð á bryggjunni eða bólvirkinu. Þyki þess eigi nægilega. gætt, má krefjast, að bætt sé úr því tafarlaust.

Skylt er að' hafa tryggar hlífar milli skips og virkis eða bryggju, ef krafizt er.

 

13. gr.

Gufuskip og önnur vélaskip mega ekki láta vélarnar gangs af svo miklu afli, að öðrum skipum eða hafnarvirkjunum stafi hætta af því.

Skylt er skipum að sigla með hægri ferð innan bauju á Hvanneyrarrifi. Ekki má hleypa vatni á bryggjur eða bólvirki að óþörfu.

 

14. gr.

Ef skip lendir á grynningu eða sekkur, þar sem það, að áliti hafnarnefndar, tálmar greiðri notkun hafnarinnar, skal færa það burt svo fljótt, sem auðið er. Verði dráttur á því, má hafnarvörður láta færa skipið burt á kostnað eigandans, og er hon­um heimilt að láta selja skipið til lúkningar kostnaðinum, ef nauðsyn krefur. Kostn­aðinn má taka lögtaki.

 

V. KAFLI

Notkun hafnarbryggjunnar.

15. gr.

Venjulega skal heimila skipum að leggjast að bryggjum hafnarinnar í þeirri röð, er þau koma til hafnarinnar. Þó skal farþegaskipum, sem sigla eftir fyrirfram auglýstum ferðaáætlunum, og flytja póst, leyft að leggja að bryggju þó önnur skip liggi þar fyrir, og skulu þau þá víkja, sé það nauðsynlegt að dómi hafnarvarðar.

Sé fermingu eða affermingu skipa eigi haldið áfram með hæfilegum hraða, að dómi hafnarvarðar, ber því að víkja fyrir öðru skipi, ef kann krefst þess. Enn fremur getur hafnarvörður vísað skipi frá bryggja, álíti hann það nauðsynlegt veðurs vegna. Verði ágreiningur, ræður hafnarvörður hvar og í hvaða röð skip koma að bryggju.

Engin skip mega sigla að bryggjum hafnarinnar og innan hafnarbryggju, nema eftir leiðsögn frá höfninni, að undanskyldum varðskipum og innlendum fiski­skipum.

Leiðsögugjald skipa skal vera sem hér segir:

Fyrir skip allt að 300 smálestir brúttó                                 kr. 75.00

                      500-1000                                                       150.00

                     1000-2000                                                      175.00

                      yfir 2000                                                       200.00

Leiðsögugjald þetta rennur í hafnarsjóð.

 

16. gr.

Ef nauðsyn ber til að skipum, sem ferma og afferma við bryggjur eða bólvirki, sé lagt hverju við hliðina á öðru, er heimilt að flytja farm þeirra skipa, sem utan liggja, yfir þilför hinna á bjálkabrúm. Svo er og skipshöfn og farþegum þeirra skipanna, sem utar liggja, heimil nauðsynleg umferð um þilför þeirra skipanna, sem nær liggja.

 

17. gr.

Við uppskipun og útskipun á kjölfestur, sandi og öðru slíku, er skylt að hafa nægilega sterka hlífdúka i skips og bólvirkis, bryggjunnar eða bátanna, svo að ekkert falli fyrir borð. Sé þess eigi gætt, getur hafnarvörður stöðvað verkið, unz bætt hefur verið úr því, sem áfátt er.

Kjölfestu má ekki láta annars staðar á lóðir eða mannvirki hafnarinnar en þar, sem hafnarvörður vísar til.

 

18. gr.

Þegar lokið er fermingu eða affermingu,. skal afgreiðslumaður eða skipstjóri, ef þörf gerist, láta ræsta bryggju þá eða bólvirki, sem notuð hafa verið. Farist það fyrir, skal hafnarvörður sjá um, .að það sé gert, en afgreiðslumaður eða skipstjóri I;reiði allan kostnað, sem af því '~$ir. Kostnaðinn má taka lögtaki hjá afgreiðslu­manni og eiganda skips.

 

19. gr.

Þeir munir eða vörur, sem affermdar .eru eða látnar í skip, mega ekki liggja á bryggju eða bólvirki og eigi annars staðar á landi hafnarinnar, en á þeim stöðum, sem ætlaðir eru til geymslu, nema með sérstöku leyfi hafnarvarðar. Skal flytja burtu muni og vörur jafnskjótt og hann krefst þess.

 

VI. KAFLI

Um geymsluskip og skip, sem lagt er í lag~i.

20. gr.

Sérstakt leyfi hafnarnefndar þarf í hvert sinn til þess að leggja megi á höfn­-inni skipum, sem ætluð eru til geymslu eða lagt í lagi, og skal eigandi láta taka skipið upp, ef það sekkur, eða láta sprengja það sundur eða taka af grunni, svo að það skemmi eigi höfnina. Sé því eigi fullnægt innan hæfilegs frests,, getur hafnar­nefndin látið gera það á kostnað eigenda. Slíkan kostnað má taka lögtaki. Van­ræksla á að hlýða skipun hafnarnefndar í þessum efnum er enn fremur brot á hafnarreglugerðinni. Hafnarvörður ákveður í hvert sinn, hver slíku skipi skuli lagt, hve traust legufærin skuli vera og hvernig þeim skuli fyrir komið. Nú sannar eigandi geymsluskips' með vottorði tveggja óvilhallra manna, er útnefndir séu af hafnarnefnd; að skip hans sé svo þétt, að ekki stafi nein hætta af, hvað leka snertir, þó að það sé mannlaust, þá er honum leyfilegt að leggja skipinu og láta það liggja, án þess að menn séu í því á þeim tíma árs, er ekki verður heimtað ljós á skipum. Skylt er eiganda að flytja skipið úr stað, ef hafnarnefnd eða hafnarvörður krefst þess.

Ljós skulu tendruð á skipum þessum, þegar hafnarvörður krefst þess.

 

21. gr.

Meðan skip liggur mannlaust á höfninni, skal ekki sjaldnar en einu sinni á viku fara út í það, til þess að líta eftir, hvort legufæri eða annað hafi haggazt eða bilað, og ef svo reynist, skal lagfæra það svo fljótt sem auðið er.

Eigi ber hafnarsjóður ábyrgð á skipum þeim, sem lagt er i lagi á höfninni.

 

VII. KAFLI

Um lestagjald og ljósgjald.

22. gr.

a. Skip, sem eru eign búsettra manna á Siglufirði og ekki eru í millilandasiglingum, skulu greiða lestagjald einu sinni á ári, 2.00 kr. fyrir hverja smálest.

b. Innlend fiskiskip greiði 60 aura fyrir hverja smálest í hvert skipti, sem þau koma til hafnar, þó aldrei minna en kr. 15.00.

c. Öll önnur skip, sem koma til hafnar, nema herskip, varðskip, björgunarskip, skemmtiferðaskip, skip, sem gerð eru út til vísindalegra rannsókna og skip, sem leita til hafnar vegna sjótjóns, er sannast í sjóprófi, skulu greiða kr. 1:00 í lestagjald fyrir hverja smálest í hvert sinn er þau koma til hafnar, þó aldrei minna en kr. 20.00. Strandferðaskip ríkisins greiði þó aðeins 60 aura af hverri nettó smálest.

d. Af íslenzkum geymsluskrokkum og veiðiskipum, þar sem unnið er úr sjófangi, t. d. síldarsöltun og bræðsluskipum, skal gjalda aukagjald kr. 1.50 af hverri smálest. Sama aukagjald skal gjalda af íslenzkum skipum, sem á höfninni safna í sig síld, sem ætluð er til bræðslu, og af íslenzkum dráttarskipum slíkra skipa. Erlend skip (ef leyft yrði að safna í sig síld til verksmiðjuiðnaðar), svo og dráttarskip slíkra skipa, greiði þrefalt aukagjald.

 

23. gr.

Ef flutningaskip liggur lengur á höfninni en 6 daga, skal það greiða lestagjald af nýju fyrir hverju 6 daga eða brot úr þeim. Þó skulu flutningaskip, sem biða eftir síldarfarmi, og búsettur maður, eða maður, sem á síldarstöð í kaupstaðnum, hefur á leigu eða á, ekki greiða gjaldið fyrri en eftir 10 daga.

 

24. gr.

Öll skip, sem koma til hafnarinnar á tímabilinu frá 1, ágúst til 14. maí, að báðum dögum meðtöldum, og hafnargjald greiða samkvæmt hafnarreglugerðinni, skulu greiða ljósgjald sem hér segir:

a: Skip, sem getið er um í 22. gr. a., greiði kr. 50.00 á ári.

b. Skip, sem getið er um í 22. gr. b., greiði í hvert skipti er þau koma til hafnar, gjald af nettó smálest, sem hér segir:

Skip allt að 20 smálestir                                                                        kr. 6.00

Skip, 20 smálestir og þar yfir                                                                      8.00

c. Öll önnur skip greiða sem hér segir:

Skip undir 100 smálestir                                                                      kr. 10.00

Skip frá 100-200 smálestir                                                                        20.00

Skip yfir 200 smálestir                                                                              60.00

 

25. gr.

Bátar allt að 12 smálestir brúttó greiði sem hafnargjald, bryggjugjald og ljós­gjald kr, 10.00 í hvert skipti, sem þeir leita hafnar.

Vélbátar, 5 smálestir og minni, sem heima eiga á Siglufirði, eru gjaldfrjálsir.

 

26. gr.

Innlend skip, sem lagt er í vetrarlagi á höfninni, greiði 50 aura fyrir hverju smálest á ári. útlend skip greiði 2 krónur fyrir hverju smálest á mánuði.

Gjöld samkvæmt VII. kafla reiknast af nettó smálest, sé ekki annað tekið fram.

 

VIII. KAFLI

Um bryggjugjald.

27. gr.

a. Gjald af bryggjum hafnarsjóðs:

Hvert skip, sem leggst við bólvirki eða bryggju, eða við skip, sem liggur við bólvirki eða bryggju, skal greiða bryggjugjald, 50 aura af nettó smálest skipsins. Hálf smálest reiknast sem heil, en minna broti sé sleppt.

Gjaldið skal greiða fyrir hvern hálfan sólarhring eða hluta úr hálfum sólarhring, sama af smálest, þó aldrei minna en kr. 10.00.

Varðskip eru undanþegin bryggjugjaldi.

b. Gjald af óðrum bryggjum en bryggjum hafnarsjóðs: Flutningaskip og önnur skip greiði hálft bryggjugjald.

Skipstjóri skips, sem fer frá bryggju án þess að greiða bryggjugjald, er sekur um brot á hafnarreglugerðinni.

 

IX KAFLI

Um vörugjald.

28. gr.

Vörugjaldið skal greiða af öllum vörum og skepnum lifandi og dauðum, sem fermdar eru eða affermdar á höfninni, með þeim undantekningum, er síðar segir.

Vörugjaldið greiðist hvort sem vörunum er skipað á land eða í skip á Siglufjarðarhöfn.

 

29. gr.

Fyrir vörur, sem samkvæmt farmskrá skipsins eru ákveðnar til umhleðslu og eiga því ekki að leggjast á land nema um stundarsakir, greiðist aðeins hálft gjald.

Af vörum, sem settar eru á land og eiga að fara aftur með sama skipi, enda séu þær ákveðnar það samkvæmt farmskránni, greiðist ekkert gjald:

 

30. gr.

Þessar vörur eru algerlega undanþegnar vörugjaldi:

a. Umbúðir, sem endursendar eru.

b. Vistir og aðrar nauðsynjar skipa og báta til eigin notkunar, sem fluttar eru úr landi.

c. Póstflutningur og farangur ferðamanna.

d. Vörur, sem eru úr herskipi eða í herskipi.

 

31. gr.

Vörugjald skal reikna eftir tölu, máli eða þyngd með umbúðum. Fara skal eftir farmskrám skipa við útreikning vörugjalds og skal skipstjóra eða afgreiðslu­manni skylt að láta gjaldkera í té eftirrit af farmskró. Sé engin farmskrá, skal skipstjóri eða formaður báts gefa drengskaparvottorð um vörumagn, sem fleyta hans hefur fermt eða affermt. Þyki gjaldkera ástæða til, getur kann hvenær sem er látið ákveða vörumagnið á þann hátt, sem hams felur hentugast. Reynist vöru­magnið meira en upp var gefið, greiðir skipið kostnaðinn við rannsóknina, ella hafnarsjóður. Ef ýmsar vörutegundir eru i lendingu, skal reikna vörugjaldið af þeirri tegund, sem hæst gjald skal greiða af. Brot úr gjaldeiningu telst sem heil gjaldeining. Lægsta gjald af hverri lendingu er kr. 1.50.


 

32. gr.

Vörur skal flokka til vörugjalds eftir því, sem vöruskrá til tekur, og gjald greiðast eins og þar segir.

Ef vafi leikur á því í hvaða flokki skuli telja einhverja vöru, úrskurðar bæjar­stjóri; en úrskurði hans má áfrýja til hafnarnefndar.

 

33. gr.

Vörugjaldskrá.

1. flokkur. Gjald 100 aurar fyrir hver 100 kg:

Salt, saltfiskur, síldarmjöl, fiskimjöl, sement, kol, koks.

2. flokkur. Gjald 150 aurar fyrir hver 100 kg:

Áburður, blý, eldavélar, fóðurbætir, akkeri, bárujárn, eldfastur steinn, garðávextir, gólfflísar, girðingarnet, gærur, hey, járn, járnpípur, kornvörur, kál­meti, lýsi, kaðlar, kalk, kjöt, landbúnaðarvélar, jarðstrengir, mjólk, mjólkur­vörur, rör, miðstöðvarefni, katlar, saumur, skinn, timbur, ull, vélar og véla­hlutar, veggflísar, vír, vírnet, sykur ost., þakpappír, þvottapottar.

3. flokkur. Gjald 180 aurar fyrir hver 100 kg:

Bátar, benzín, bifreiðar, feiti, freðsíld, olíur, smjör, smjörlíki, hraðfrystur . fiskur, harðfiskur, skreið, tólg.

4. flokkur. Gjald 50 aurar fyrir hver 10 kg:

Bækur, blek, brauð, brauðvörur, Barn, gúmmí, gúmmívörur, hessian, kítti, kex, kork- og korkvörur, linoleum, lím, lakk, línur, menja, málning, net, nætur, olíufatnaður, pappír, pappakassar, pappírsvörur, sykur st., stálbik, tjara, útgerð­arvörur, önglar, krít, gibs, strigapokar, tvistur.

5. flokkur. Gjald 100 aurar fyrir hver 10 kg:

Ávextir, ávaxtadrykkir, barnavagnar, blikkvörur, burstar, bökunarvörur, borðbúnaður, búsáhöld, blóm og plöntur, eldspítur, eldhúsáhöld, ger og efni, gerviefni, filer, glervörur, gólfáburður, gosdrykkir, hreinlætisvörur, hjólhestar, húsgagnaáburður, kaffi, kaffibætir, essensar, ferðatöskur, krydd, leður, leður­vörur, lyf, lyklar, lamir, laukur, niðursuðuvörur, pakkavörur, prjónavörur, saumavélar, skilvindur, iðnaðarvörur, skrár, sápur, sódi, skóáburður, saft, sykur­vatn, sýrur, smá járnvörur, leirvörur, kerti, te, tin, tómatar, zink, öl og ölgerðar­efni, efnavörur, plastvörur, verkfæri, iðnaðarvörur, þvottaefni.

6. flokkur. Gjald 200 aurar fyrir hver 10 kg:

Dívanar, garn, húsgögn, hljóðfæri, hljómplötur, fatnaður, jólatré, leikföng, ljósmyndavélar, hakar, klukkur, mælar, peningaskápar, peningakassar, rafmagns­vörur, raflagnaefni, rammar, rammalistar, listmunir, skrifstofuáhöld, skófatn­aður, skot, skotfæri, sprengiefni, vopn, tóvara, símar, súkkulaði, sælgæti, sport­vörur, sýnishorn, viðtæki, vefnaðarvara, nylonefni, ýmislegt.

7. flokkur. 300 aurar fyrir hver 10 kg:

Ilmvötn, snyrtivörur, spritt, spíritus, tóbak, tóbaksvörur.

8. flokkur. Gjald 500 aurar fyrir hver 10 kg:

Áfengi.

9. flokkur. Gjald 30 aurar stk.:

Tunnur og föt, uppsett og óuppsett.

10. flokkur. 35 aurar ten.fetið:

Timbur og rúmmálsvörur.

11. flokkur. 150 aurar fyrir hverja tunnu:

Öll síld, verkuð.

12. flokkur. 60 aura hvert mál:


Öll síld í bræðslu, sem flutt er á land innan hafnarsvæða Siglufjarðarkaup­staðar eða i skip á höfninni eða annars staðar innan lögsagnarumdæmis kaup­staðarins.

13. flokkur. 600 aurar stk.: Geitur, hestar, loðdýr, nautgripir, sauðkindur, gæsir. 34. flokkur.

Gjald 10 aurar fyrir hver 100 kg:

Allur fiskur upp úr sjó, slægður eða óslægður, sem skipað er upp í höfn­inni. Enn fremur 40 aurar fyrir hverja tunnu af nýrri síld, sem skipað er upp í höfninni til söltunar eða frystingar.

15. flokkur. Gjald 60 aurar fyrir hver 100 kg: Brennsluolía (fuelolía).

 

34. gr.

Viðtakandi greiðir vörugjald af vörum, sem koma til hafnarinnar, en sendandi af vörum, sem fluttar eru úr höfninni.

Ef vörur eru fluttar úr einu skipi í annað, greiðir sá vörugjald, er affermir. Vörugjald af vörum, sem koma til hafnarinnar, fellur i gjalddaga þegar skipið, sem vörurnar flytur, er komið í höfnina,.og vörugjald af vörum, sem fluttar eru úr höfn­inni, fellur í gjalddaga, þegar vörurnar eru komnar í skip.

Skipstjóri, formaður báts og afgreiðslumaður skips ber ábyrgð á að vöru­gjaldsskyldar vörur séu ekki afhentar fyrri en vörugjaldið er greitt, og hafnarsjóð­ur hefur haldsrétt á vörunum unz vörugjaldið er að fullu greitt, og í skipi unz hafn­argjald er greitt. Ef út af bregður, er það brot á hafnarreglugerðinni.

 

X. KAFLI

Um innheimtu og greiðslu hafnargjalda.

35. gr.

Bæjarstjórnin ræður hafnargjaldkera eftir tillögum hafnarnefndar. Hann sér um innheimtu aura hafnargjalda og skal greiða gjöldin á skrifstofu hans.

 

38. gr.

Skipstjóri eða formaður báts ber ábyrgð á greiðslu hafnargjaldanna og má taka gjöldin lögtaki hjá skipstjóra, útgerðarmanni eða formanni skips. Ef eng­inn formaður eða skipstjóri er á fleytunni eða ef eigi næst í kann, ber eigandi hennar ábyrgð á greiðslu gjaldanna, og má taka gjöldin lögtaki hjá honum. Hafn­argjöld hvíla sem lögveð á skipunum.

Gjöldin skulu greidd í hvert skipti, sem skip hafná sig á höfninni eða leggjast við bryggju, þó getur gjaldkeri leyft skipum, sem stunda veiðar frá Siglufirði, að borga öll gjöldin í einu, áður en þau fara þaðan, og ber þeim að semja um það við gjaldkeri fyrirfram.

Nú hefur lögreglustjóri tekið skipsskjöl í sínar vörzlur til tryggingar greiðslu lögmætra gjalda í ríkissjóð og er honum þá óheimilt að láta skjölin af hendi nema sýnd sé kvittun frá gjaldkera hafnarsjóðs Siglufjarðar, er sýni að öll gjöld skips til hafnarsjóðs hafi verið að fullu greidd.

Skipstjóri, sem fer í óleyfi út af höfninni, án þess að borga lögmæt hafnar­gjöld og án þess að skilja eftir skipsskjölin hjá gjaldkera, hefur gert sig sekan um brot á reglugerð þessari, og fer um það brot sem önnur brot á reglugerðinni.

Nú fer skip burt af höfninni í óleyfi, án þess að greiða lögmæt hafnargjöld, og ágreiningur rís síðar um, hve oft hafi hafnað sig á höfninni, og skal þá farið eftir skýrslu hafnarvarðar um það efni.


XI. KAFLI

Ýmis ákvæði.

10. gr.

Öll gjöld. samkvæmt reglugerð þessari má taka lögtaki.

 

38. gr.

Fyrir lóðir hafnarinnar, geymsluhús og tæki, sem leigð eru einstökum mönn­um eða félögum um langan tíma, skal greiða gjald, sem ákveðið verður með samningi.

 

39. gr.

Nú segir gjaldandi rangt til um vörumagn, enda sé ekki um að kenna afsakan­legu gáleysi, og skal þá greiða ferfalt vörugjald og sekt fyrir brot á hafnarreglu­gerðinni, nema um þyngri refsingu sé að ræða að lögum. ­

 

40. gr.

Um skaðabótaskyldu fyrir skemmdir á höfninni, mannvirkjum hennar eða áhöldum, fer eftir almennum reglum. Hafnarvörður er réttur sóknaraðili skaða­bótamáls, nema hafnarnefnd hafi þar á gert aðra skipun.

Ef samningum verður ekki við komið um skaðabætur, skulu þær ákveðnar af 3 óvilhöllum dómkvöddum mönnum. Hvorum aðila um sig er heimilt að krefj­ast yfirmats, en gera skal það áður en einn mánuður er liðinn frá því að matsgerð var lokið. Yfirmat skal fara fram af 5 óvilhöllum, dómkvöddum mönnum.

Kostnaðinn við yfirmat greiðir sá, sem þess hefur krafizt, ef matsupphæðinni verður eigi breytt meira en sem nemur 10%  af hinni ákveðnu endurgjaldsupphæð. Að öðrum kosti greiðir hinn aðilinn kostnaðinn. Löglega ákveðnar skaðabætur má taka lögtaki.

 

41. gr.

Enginn, sem bakað hefur sér refsingu eða skaðabótaskyldu fyrir brot á reglu­gerð þessari, má fara burt úr höfninni meðan mál hans er óútkljáð, nema hann setji tryggingu, sem hafnargjaldkeri tekur gilda. Sama gildir um skaðabótaskylt skip.

 

42. gr.

Hverja þá skipun, sem samkvæmt reglugerð þessari má gefa skipi, skal gefa stýrimanni, ef skipstjóri er eigi á skipi og eigi heldur umboðsmaður hans sam­kvæmt 11. gr. Ef stýrimaður er fjarverandi, má gefa einhverjum öðrum af skips­höfninni skipunina, og er það jafngilt sem skipstjóri hefði fengið skipunina sjálfur.

 

43. gr.

Seglfestu má hvergi taka við höfnina, nema leyfi landeiganda og hafnarvarðar komi til.

Beitutaka er bönnuð innan takmarka hafnarinnar, sbr. 1, gr., enn fremur að leggja lóðir eða veiða með dragnót, nema með leyfi hafnarvarðar.

Brot gegn reglugerð þessari varða sektum allt að kr. 10 000.00, nema þyngri refsing liggi. við samkvæmt almennum lögum.

Sektirnar renna í hafnarsjóð Siglufjarðarkaupstaðar.

 

45. gr.

Með mál út af brotum á reglugerð~þessari skal farið að hætti opinberra mála.


Reglugerð þessi staðfestist hér með samkvæmt lögum nr. 29 23. apríl 1948, um hafnargerðir og lendingarbætur, sbr. lög nr. 41 5. apríl 1948, um breyting á þeim lögum, til að öðlast þegar gildi, og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

Jafnframt fellur úr gildi hafnarreglugerð fyrir Siglufjarðarkaupstað, nr. 173 22. September 1951.

 

Samgöngumálaráðuneytið, 10. ágúst 1956.

 

Eysteinn Jónsson.

 

Brynjólfur Dalberg.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica