Samgönguráðuneyti

5/1970

Reglugerð um breytingu á hafnarreglugerð fyrir Siglufjarðarkaupstað nr. 111 10. ágúst 1956. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á hafnarreglugerð fyrir Siglufjarðarkaupstað

nr. 111 10. ágúst 1956.

 

1.gr.

VI1. kafli orðist þannig:

 

Um lestargjald.

22. gr.

 

a. Skip og bátar, sem eru eign búsettra manna á Siglufirði og ekki eru í millilandasiglingum, skulu greiða lestargjald einu sinni á ári, kr. 15.75 af hverri brúttó rúmlest.

b. Innlend fiskiskip greiði kr. 1,05 fyrir hverja brúttó-rúmlest í hvert skipti, sem þau koma til hafnar, þó aldrei minna en kr. 52.50.

c. Öll önnur skip, sem koma til hafnar, nema herskip, varðskip, björgunarskip, skip, sem hafa skírteini sem skemmtiferðaskip, skip, sem eru gerð út til vísindalegra rannsókna, og skip, sem leita hafnar vegna sjótjóns, er sannast í sjóprófi, skulu greiða kr. 1.35 í lestargjald fyrir hverja brúttórúmlest í hvert sinn, er þau koma til hafnar. Strandferðaskip ríkisins greiði þó aðeins hálft lestargjald, enda séu þau að staðaldri í strandferðum, eftir fastri fyrirfram auglýstri áætlun.

d. Af íslenskum geymsluskrokkum og veiðiskipum, þar sem unnið er úr sjófangi, t. d. síldarsöltun og bræðsluskipum, skal gjalda aukagjald, kr. 2.10 af hverri brúttó rúmlest. Sama aukagjald skal greiða af íslenskum skipum, sem á höfninni safna í sig síld, sem. ætluð er til bræðslu, og af íslenskum dráttarskipum slíkra skipa. Erlend skin (ef leyft verður að safna í sig sjávarfangi til verksmiðjuiðnaðar), svo og dráttarskip slíkra skipa, greiði þrefalt aukagjald.

 

23. gr.

Ef flutningaskip liggur lengur í höfninni en 7 daga, skal það greiða lestargjald að nýju fyrir hverja 7 daga eða brot úr þeim tíma. Þó skulu flutningaskip, sem bíða eftir síldarfarmi, og búsettur maður, eða aðili, sem á síldarstöð í kaupstaðnum, hefur á leigu eða á, ekki greiða gjaldið fyrr en eftir 12 daga.

 

24. gr.

Bátar álit að 12 rúmlestir brúttó greiði sem hafnargjald og bryggjugjald kr. 40.00 í hvert Sinn, er þeir leita hafnar.

Vélbátar, 7 rúmlestir og minni, sem heima eiga á Siglufirði, eru gjaldfrjálsir.

 

25. gr.

Innlend skip, sem lagt er að vetrarlagi á höfninni greiði kr. 0.75 fyrir hverja rúmlest á ári. Útlend skip greiði kr. 3.00 fyrir hverja rúmlest á mánuði.

Gjald samkvæmt VII. kafla reiknast af brúttó rúmlest, sé ekki annað fram tekið.

 

 

2. gr.

VIII. kafli orðist þannig:

 

Um bryggjugjöld.

26. gr.

a. Gjald af bryggjum hafnarsjóðs.

Hvert skip, sem leggst við bryggju eða bólvirki, hvar sem er í höfninni eða að skipi, sem liggur við bryggju eða bólvirki, skal greiða bryggjugjald eftir stærð skipsins, talið í heilum tonnum, hálft tonn reiknast sem heilt, en minna broti sleppt.

1. Bryggjugjald skal vera kr. 0.50 af brúttórúmlest skips fyrir hvern hálfan sólarhring, eða hluta úr hálfum sólarhring, þó aldrei lægra gjald en kr. 50.00 í hvert sinn. Varðskip, vitaskip og björgunarskip skulu undanþegin bryggjugjaldi.

2. Fyrir sérstaka notkun á bryggjum, bólvirkjum og uppfyllingum, svo sem aðgerð á fiski, flökum, fiskverkun, síldarsöltun, vörugeymsla o.fl., skal hafnarnefnd ákveða sérstakt gjald eða semja við viðkomandi aðila. Hafnarvörður tilkynni bæjarstjórn jafnóðum öll slík afnot.

b. Gjald af öðrum bryggjum en bryggjum hafnarsjóðs: Flutningaskip og önnur skip greiði hálft bryggjugjald.

 

3. gr.

IX. kafli orðist þannig:

 

Um vörugjöld.

27. gr.

Vörugjald skal greiða af öllum vörum og skepnum, lifandi og dauðum, sem fermdar eru eða affermdar á höfninni, með undantekningum,, er síðar segir. Vörugjaldið greiðist hvort sem vörum er skipað í land eða í skip á Siglufjarðarhöfn. Fyrir vörur, sem samkvæmt farmskrá skipsins eru ákveðnar til umhleðslu og eiga því ekki að fara á land nema um stundarsakir, greiðist aðeins hálft gjald. Af vörum, sem settar eru á land og eiga að fara aftur með sama skipi, enda sé svo frá greint í farmskrá, greiðist ekkert gjald.

 

28. gr.

Fyrir vörur, sem samkvæmt farmskrá skipsins eru ákveðnar til umhleðslu og eiga því ekki að leggjast á land nema um stundarsakir, greiðist aðeins hálft gjald.

Af vörum, sem settar eru á land og eiga að fara aftur með sama skipi, enda séu þær ákveðnar það samkvæmt farmskránni, greiðist ekkert gjald.

 

29. gr.

Þessar vörur eru algerlega undanþegnar vörugjaldi:

a. Umbúðir, sem endursendar eru.

b. Vistir og aðrar nauðsynjar skipa og báta til eigin notkunar, sem fluttar eru úr landi.

c. Póstflutningur og farangur ferðamanna.

d. Vörur, sem eru úr herskipi eða í herskip.

 

30. gr.

Vörugjald skal reikna eftir tölu, máli eða þyngd með umbúðum,. Fara skal eftir farmskrám skipa við útreikning vörugjalds og skal skipstjóra eða afgreiðslumanni skylt að láta gjaldkera í té eftirrit af farmskrá. Sé engin farmskrá, skal skipstjóri eða formaður báts gefa drengskaparvottorð um vörumagn, sem fleyta hans hefur fermt eða affermt. Þyki gjaldkera ástæða til, getur hann, hvenær sem er, látið ákveða vörumagnið á þann hátt, sem hann telur hentugast. Reynist vörumagnið meir en upp var gefið, greiðir skipið kostnaðinn við rannsóknina, ella hafnarsjóður. Ef ýmsar vörutegundir eru í sendingu, skal reikna vörugjaldið af þeirri tegund, sem hæst gjald skal greiða af. Brot úr gjaldeiningu telst sem heil gjaldeining. Lægsta gjald af hverri sendingu er kr. 5.00.

 

31. gr.

Vörur skal flokka til vörugjalds eftir því, sem vöruskrá til tekur, og gjald greiðast eins og þar segir.

Ef vafi leikur á því í hvaða flokki skuli telja einhverja vöru, úrskurðar bæjarstjóri, en úrskurði hans má áfrýja til hafnarnefndar.

 

32. gr.

Vörugjaldskrá.

1. flokkur. 200 aurar fyrir hver 100 kg.:

Korn og fóðurvara í sekkjum, áburður, hey, garðávextir í sekkjum (s. s. kartöflur, rófur og laukur), sement, kalk, salt, sykur ost., kol og koks.

 

2. flokkur. 300 aurar fyrir hver 100 kg.:

Gasolía, svartolía og aðrar brennsluolíur, bensín byggingarefni óunnið, s. s. þakjárn, þakhellur og skífur, asbest, steypustyrktarjárn, múrhúðunarefni, þó ekki sements-málning, vikur- og vikursteinar, hlutir úr frauðsteypu og gjalli, vegg- og gólfflísar, þakpappi, veiðarfæri ótalin annars staðar, fiskumbúðir og saltfiskur, soðkjarni, síldar- og fiskimjöl, mjólk og mjólkurvörur, skinn og gærur, ull, vír og vírnet.

 

3. flokkur. 400 aurar fyrir hver 100 kg.:

Hraðfrystur fiskur, harðfiskur og skreið, sjávarafurðir ótaldar annars staðar.

 

4. flokkur. 450 aurar fyrir hver 100 kg.:

Járn óunnið, smíðajárn, vélar og varathlutir, miðstöðvar og vatnsleiðslur (s. s. rör, ofnar, katlar, kranar og annar fittings), rör og pípur, jarðstrengir, girðingarefni annað en tréstaurar, vinnuvélar og tæki þyngri en 100 kg (s. s. jarðýtur, traktorar og önnur landbúnaðartæki, mótorar, rafalar, spennar), háspennueinangrarar, bifreiðar, olíur í heilum fötum aðrar en brennsluolíur (s. s. smurolíur og smjörlíkisolíur), timbur og trjáviður, þilplötur til húsagerðar, sem gjald reiknast af eftir þyngd, landbúnaðarvörur ótaldar annars staðar, sykur st., niðurlögð, niðursoðin og reykt síld og/eða annar fiskur.

 

5. flokkur. 130 aurar fyrir hver 10 kg.:

Olíur í litlum pakkningum, ílátum eða dósum, rafknúin heimilistæki, raflagnaefni, eldavélar, kynditæki, hreinlætistæki s. s. úr postulíni og málmum" málningarvörur ýmis konar, sementsmálning, húðunarefni ótalið annars staðar, terrazzó, gólfdúkur og plötur til gólflagninga, korkur unninn og óunninn, rúðugler í kistum, einangrunarvír, tex, kaffi og kaffibætir, ávextir og grænmeti, ávaxtadrykkir, matvara í stórum pakkningum og í dósum og glösum, fullunnar efnagerðarvörur og krydd hvers konar í smápakkningum, ótaldar annars staðar, kjöt- og fiskvörur í dósum og smápakkningum, öl- og gosdrykkjavörur, handverkfæri og vélar undir 100 kg (varahlutir ýmiskonar s. s. saumur, skrúfur, boltar, skrár, lamir o.fl. þess konar úr málmum og gerviefnum), barnavagnar, hjólhestar, mótorhjól, smávélar (s. s. skilvindur, strokkar, saumavélar o.fl.), hreinlætisvörur, búsáhöld og burstavörur, siglingatæki, gúmmívörur, bækur og pappírsvörur, kennslutæki, vefnaðarvörur, garn (úr ull og/eða gerviefni) og prjónavörur, blóm og plöntur, eldspýtur, ferðatöskur, plastvörur og þvottaefni.

 

6. flokkur. 300 aurar fyrir hver 10 kg.:

Lyf og lyfjavörur, hjúkrunarvörur, fatnaður, leðurvörur og skófatnaður, glervörur, ótaldar annars staðar, rafmagnsvörur og tæki ótalin annars staðar, smáhljóðfæri, viðtæki og upptökutæki, grammafónar, spólur, hljómplötur, mælitæki s. s. mælar, klukkur, úr, sportvörur, sælgætisvörur, skrifstofuvélar, byssur og skotfæri, leikföng og skrautvörur, glysvarningur, svo og allar þær vörur, sem gjald er tekið af eftir þyngd, og ótaldar eru annars staðar í gjaldskrá þessari.

 

7. flokkur. 450 aurar fyrir hver 10 kg.:

Ilmvötn, spritt, tóbaksvörur, snyrtivörur. 8. flokkur. 650 aurar fyrir hver 10 kg.:

 

8. flokkur. 650 aurar fyrir hver 10 kg.:

Áfengi.

 

9. flokkur. 65 aurar fyrir ten.-fetið:

Trjáviður, sem reiknast eftir rúmmáli, húsgögn, hljóðfæri, olíu- og lýsisgeymar o.fl., og allar vörur ótaldar annars staðar, sem gjald reiknast af eftir rúmmáli.

 

10. flokkur. 100 aurar pr. stk.:

Tunnur og föt, uppsett og óuppsett. 11. flokkur. 400 aurar pr. tunnu:

Öll síld, verkuð.

 

12. flokkur. 100 aurar hvert má1:

Öll síld í bræðslu, sem flutt er á land innan hafnarsvæðis Siglufjarðar, eða á skip á höfninni eða annars staðar innan lögsagnarumdæmis kaupstaðarins.

 

13. flokkur. 1000 aurar stk.:

Stórgripir og lifandi búpeningur. 14. flokkur. 25 aurar fyrir hver 100 kg.:

Allur fiskur, slægður og óslægður, sem skipað er upp í höfninni. Enn fremur 100 aurar fyrir hverja tunnu af nýrri síld, sem skipað er upp í höfninni til söltunar eða frystingar.

 

4. gr.

 

44. gr. reglugerðarinnar, sem verður 43. gr., orðist þannig:

 

Brot gegn reglugerð þessari varða sektum allt að 100 000.00 kr., nema þyngri refsing liggi við samkvæmt almennum, lögum.

Sektirnar renna í hafnarsjóð Siglufjarðarkaupstaðar.

 

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt hafnarlögum nr. 48 29. apríl 1967, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

 

Samgönguráðuneytið, 8.janúar 1970.

 

Ingólfur Jónsson.

Kristinn Gunnarsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica