Samgönguráðuneyti

4/1964

Reglugerð um breytingu á hafnarreglugerð fyrir Siglufjarðarkaupstað, nr. 111 10. ágúst 1956. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á hafnarreglugerð fyrir Siglufjarðarkaupstað,

nr. 111 10. ágúst 1956.

 

1. gr.

            VII. kafli orðist þannig:

 

            Um lestagjald og ljósagjald.

 

22. gr.

a. Skip, sem eru eign búsettra manna á Siglufirði og ekki eru í millilandasigling­um, skulu greiða lestagjald einu sinni á ári, kr. 10.00 fyrir hverja rúmlest.

b. Innlend fiskiskip greiði 60 aura fyrir hverja rúmlest í hvert skipti, sem þau koma til hafnar, þó aldrei minna en kr. 30.00.

c. Öll önnur skip, sem koma til hafnar, neina herskip, varðskip, björgunarskip, skemmtiferðaskip, skip, sem gerð eru út til vísindalegra rannsókna og skip, sem leita til hafnar, vegna sjótjóns, er sannast í sjóprófi, skulu greiða kr. 1.00 í lestagjald fyrir hverja rúmlest í hvert sinn, er þau koma til hafnar. Strand­ferðaskip ríkisins greiði þó aðeins 60 aura af hverri rúmlest.

d. Af íslenzkum geymsluskrokkum og veiðiskipum, þar sem unnið er úr sjó­fangi, t. d. síldarsöltun og bræðsluskipum, skal gjalda aukagjald kr. 1.50 af hverri rúmlest. Sama aukagjald skal gjalda af íslenzkum skipum, sem á höfninni safna í sig síld, sem ætluð er til bræðslu, og af íslenzkum dráttarskipum slíkra skips. Erlend skip (ef leyft yrði að safna í sig síld til verksmiðjuiðnaðar), svo og dráttarskip slíkra skips, greiði þrefalt aukagjald.

 

23. gr

            Ef flutningaskip liggur lengur á höfninni en 6 daga, skal það greiða lesta­gjald að nýju fyrir hverja 6 daga eða brot úr þeim. Þó skulu flutningaskip, sem bíða eftir síldarfarmi, og búsettur maður, eða maður, sem á síldarstöð í kaupstaðnum, hefur á leigu eða á, ekki greiða gjaldið, fyrr en eftir 10 daga.

 

24. gr

            Öll skip, sem koma til hafnarinnar á tímabilinu frá 1. ágúst til 14. maí, að báð­um dögum meðtöldum, og hafnargjald greiða samkvæmt hafnarreglugerðinni, skulu greiða ljósagjald sem hér segir:

a. Skip, sem getið er um í 22. gr. a., greiði kr 50.00 á ári.

b. Skip, sem getið er um í 22. gr. b., greiði í hvert skipti, er þau koma til hafnar, gjald af brúttósmálest, sem hér segir:

            Skip allt að 20 rúmlestir ................... ..................... kr. 15.00     

            Skip 20 rúmlestar og þar yfir :................................. -- 20.00      

c. Öll önnur skip greiða sem hér segir:

            Skip undir 100 rúmlestir ....................... .. .. .. ........... -- 25.00

            Skip frá 100-200 rúmlestir .................................... -- 50.00

            Skip yfir 200 rúmlestir :......................................... --- 100.00

 

25. gr.

            Bátar allt að 12 rúmlestir brúttó greiði sem hafnargjald, bryggjugjald og ljósa­gjald kr 30.00 í hvert skipti, sem þeir leita hafnar.

            Vélbátar, 10 rúmlestir og minni, sem heima eiga á Siglufirði, eru gjaldfrjálsir.

            Innlend skip, sem lagt er í vetrarlagi á höfninni, greiði 50 aura fyrir hverja rúmlest á ári. Útlend skip greiði 2 krónur fyrir hverja rúmlest á mánuði.

            Gjöld samkvæmt VII. kafla reiknast af brúttórúmlest, sé ekki annað tekið fram.

 

2. gr.

            VIII. kafli orðist þannig:

 

            Um bryggjugjald.

27. gr.

a. Gjald af bryggjum hafnarsjóðs:

            Hvert skip, sem leggst við bólvirki eða bryggju, eða við skip, sem liggur við bólvirki eða bryggju, skal greiða bryggjugjald, 50 aura af brúttórúmlest skipsins. Hálf rúmlest reiknast sem heil, en minna broti sé sleppt. Gjaldið skal greiða fyrir hvern hálfan sólarhring eða hluta úr hálfum sólarhring, sama af rúmlest, þó aldrei minna en kr. 20.00.

            Varðskip eru undanþegin bryggjugjaldi.

b. Gjald af öðrum bryggjum en bryggjum hafnarsjóðs: Flutningaskip og önnur skip greiði hálft bryggjugjald.

            Skipstjóri skips, sem fer frá bryggju, á n þess að greiða bryggjugjald, cr sekur um brot á hafnarreglugerðinni.

 

3. gr.

            IX. kafli orðist þannig:

Um vörugjald.

28. gr.

            Vörugjaldið skal greiða af öllum vörum og skepnum lifandi og dauðum, sem fermdar eru eða affermdar á höfninni, með undantekningum, er síðar segir. Vörugjaldið greiðist, hvort sem vörunum er skipað á land eða í skip á Siglu­fjarðarhöfn.

 

29. gr.

            Fyrir vörur, sem samkvæmt farmskrá skipsins eru ákveðnar til umhleðslu og eiga því ekki að leggjast á land nema um stundarsakir, greiðist aðeins hálft gjald.           Af vörum, sem settar eru á land og eiga að fara aftur með sama skipi, enda séu þær ákveðnar það samkvæmt farmskránni, greiðist ekkert gjald.

 

30. gr.

            Þessar vörur eru algerlega undaþegnar vörugjaldi:

a. Umbúðir, sem endursendar eru.

b. Vistir og aðrar nauðsynjar skips og báta til eigin notkunar, sem fluttar eru úr landi.

c. Póstflutningur og farangur ferðamanna.

d. Vörur, sem eru úr herskipi eða í herskip.

 

31. gr.

            Vörugjald skal reikna eftir tölu, máli eða þyngd með umbúðum. Fara skal eftir farmskrám skips við útreikning vörugjalds og skal skipstjóra eða afgreiðslu­manni skylt að láta gjaldkera í té eftirrit af farmskrá. Sé engin farmskrá, skal skipstjóri eða formaður báts gefa drengskaparvottorð um vörumagn, sem fleyta hans hefur fermt eða affermt. Þyki gjaldkera ástæða til, getur harm, hvenær sem er, látið ákveða vörumagnið á þann hátt, sem harm telur hentugast. Reynist vöru­magnið meira en upp var gefið, greiðir skipið kostnaðinn við rannsóknina, ella hafnarsjóður. Ef ýmsar vörutegundir eru í sendingu, skal reikna vörugjaldið af þeirri tegund, sem hæst gjald skal greiða af. Brot úr gjaldeiningu telst sem heil gjaldeining. Lægsta gjald af hverri sendingu er kr. 2.00.

 

32. gr.

            Vörur skal flokka til vörugjalds eftir því, sem vöruskrá til tekur, og gjald greiðast eins og þar segir.

            Ef vafi leikur á því í hvaða flokki skuli telja einhverja vöru, úrskurðar bæjar­stjóri, en úrskurði hans má áfrýja til hafnarnefndar.

 

Vörugjaldskrá.

33. gr.

1. flokkur. Gjald 150 aurar fyrir hver 100 kg:

            Salt, saltfiskur, sement, kol, koks.

2. flokkur. Gjald 200 aurar fyrir hver 100 kg:

Áburður, blý, eldavélar, fóðurbætir, akkeri, bárujárn, eldfastur steinn, garðávextir, gólfflísar, girðingarnet, gærur, hey, járn, járnpípur, kornvör­ur, kálmeti, lýsi, kaðlar, kalk, kjöt, landbúnaðarvélar, jarðstrengir, mjólk, mjólkurvörur, rör, miðstöðvarefni, katlar, saumur, skinn, timbur, ull, vélar og vélahlutar, veggflísar, vír, vírnet, sykur óst., þakpappi, þvotta­pottar, soðkjarni, síldarmjöl, fiskimjöl, svo og aðrar vörur, sem ekki eru taldar annars staðar í skrá þessari eða að eðli sínu falla undir aðra gjaldflokka.

3. flokkur. Gjald 300 aurar fyrir hver 100 kg:

Bátar, benzín, bifreiðar, feiti, freðsíld, olíur, smjör, smjörlíki, hrað­frystur fiskur, harðfiskur, skreið, tólg.

4. flokkur. Gjald 50 aurar fyrir hver 10 kg:

Bækur, blek, brauð, brauðvörur, Barn, gúmmí, gúmmívörur, hessian, kítti, kex, kork- og korkvörur, linoleum, lím, lakk, línur, menja, málning, net, nætur, olíufatnaður, pappír, pappakassar, pappírsvörur, sykur st., stálbik, tjara, útgerðarvörur, önglar, krít, gibs, strigapokar, tvistur.

5. flokkur. Gjald 100 aurar fyrir hver 10 kg:

Ávextir, ávaxtadrykkir, barnavagnar, blikkvörur; burstar, bökunarvör­ur, borðbúnaður, búsáhöld, blóm og plöntur, eldspýtur, eldhúsáhöld, ger og efni, gerviefni, gler, glervörur, gólfáburður, gosdrykkir, hreinlætis­vörur, hjólhestar, húsgagnaáburður, kaffi, kaffibætir, essensar, ferða­töskur, krydd, leður; leðurvörur, lyf, lyklar, lamir, laukur, niðursuðu­vörur, pakkavörur, prjónavörur, saumavélar, skilvindur, iðnaðarvélar, skrár, sápur, sódi, skóáburður, saft, sykurvatn, sýrur, smá járnvörur, leirvörur, kerti, te, tin, tómatar, zink, öl og ölgerðarefni, efnavörur, plastvörur, verkfæri, iðnaðarvörur, þvottaefni.

6. flokkur. Gjald 200 aurar fyrir hver 1Ð kg:

Dívanar, Barn, húsgögn hljóðfæri, hljómplötur, fatnaður, jólatré, leik­föng, ljósmyndavélar, kakaó, klukkur, mælar, peningaskápar, peninga­kassar, rafmagnsvörur, raflagnaefni, rammar, rammalistar, listmunir, skrifstofuáhöld, skófatnaður, skot, skotfæri, sprengiefni, vopn, tóvara, símar, súkkulaði, sælgæti, sportvörur, sýnishorn, viðtæki, vefnaðarvara, nylonefni.

7. flokkur. 400 aurar fyrir hver 10 kg:

            Ilmvötn, snyrtivörur, spritt, spíritus, tóbak, tóbaksvörur.

8. flokkur. Gjald 500 aurar hver hver 10 kg:

            Áfengi.

9. flokkur. Gjald 100 aurar stk.:

            Tunnur og föt, uppsett og óuppsett.

10. flokkur. 50 aurar ten.fetið:

            Timbur, en aðrar rúmmálsvörur 100 aurar ten.fetið.

11. flokkur. 300 aurar fyrir hverja tunnu:

            Öll síld, verkuð.

12. flokkur. 100 aura hvert mál:

Öll síld í bræðslu, sem flutt er á land innan hafnarsvæðis Siglufjarðar­kaupstaðar eða í skip á höfninni eða annars staðar innan lögsagnarum­dæmis kaupstaðarins.

13. flokkur. 600 aurar stk.:

            Geitur, hestar, loðdýr, nautgripir, sauðkindur, grísir.

14. flokkur. Gjald 20 aurar fyrir hver 100 kg:

Allur fiskur upp úr sjó, slægður eða óslægður, sem skipað er upp í höfn­inni. Enn fremur 70 aurar fyrir hverja tunnu af nýrri síld, sem skipað er upp í höfninni til söltunar eða frystingar.

 

34. gr.

            Viðtakandi greiðir vörugjald af vörum, sem koma til hafnarinnar, en sendandi af vörum, sem fluttar eru úr höfninni.

            Ef vörur eru fluttar úr einu skipi í annað, greiðir sá vörugjald, er affermir. Vörugjald af vörum, sem koma til hafnarinnar, fellur í gjalddaga, þegar skipið, sem vörurnar flytur, er komið í höfnina, og vörugjald af vörum, sem fluttar eru úr höfninni, fellur í gjalddaga þegar vörurnar eru komnar í skip.

            Skipstjóri, formaður báts og afgreiðslumaður skips ber ábyrgð á að vörugjalds­skyldar vörur séu ekki afhentar, fyrr en vörugjaldið er greitt og hafnarsjóður hefur haldsrétt a vörunum, unz vörugjaldið er að fullu greitt, og í skipi, unz hafnargjald er greitt. Ef út af bregður, er það brot á hafnarreglugerðinni.

 

            Reglugerð þessi staðfestist hér með samkvæmt lögum nr. 29 23. apríl 1946, um hafnargerðir og lendingarbætur, sbr. lög nr. 41. 5. apríl 1948, um breyting :í þeim lögum, til að öðlast þegar gildi, og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

 

Samgöngumálaráðuneytið, 20. janúar 1964.

 

Emil Jónsson.

                                                                                      Brynjólfur Ingólfsson

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica