HEILBRIGÐISREGLUGERÐ
Efnisyfirlit:
I. KAFLI: Bls.
A. Um heilbrigðisnefndir og verksvið þeirra, 1.-8. gr. 299
B. Ýmis ákvæði og leyfisveitingar, 9.-12. gr. 301
II. KAFLI:
Um hreinlæti og þrifnað utanhúss, 13.-21. gr. 303
III. KAFLI:
Um vatnsveitur, vatnsból og verndarsvæði þeirra, brunna og sjó, 22.-30. gr. 304
IV. KAFLI:
Um salerni og fráveitur, 31.-39. gr. 308
V . KAFLI
Um hreinsun og meðferð sorps og annars úrgangs, 40.-48. gr. 310
VI. KAFLI:
Um meindýr, ónytjadýr og vargfugla, 49.-55. gr. 311
VII. KAFLI:
Um íbúðarhúsnæði, 56.-63. gr. 312
VIII. KAFLI:
Um gististaði, veitingastaði og aðra matsölustaði, 64.-71. gr. 314
IX. KAFLI:
Tjald- og hjólhýsasvæði, 72.-81. gr. 315
X. KAFLI:
Um meðferð og sölu matvæla og annarra neyslu-og nauðsynjavara 317
A. Almenn ákvæði, 82. gr. 317
B. Starfsfólk, 83. gr. 319
C. Húsakynni, 84. gr. 319
D. Tæki og áhöld, 85. gr. 321
E. Meðferð matvæla, 86. gr. 321
F. Flutningar, 87.-88. gr. 322
XI. KAFLI:
Um skóla, kennslustaði og barnaheimili, þar með talin sumardvalarheimili,
dagvistarheimili og gæsluvellir, 89.-98. gr. 323
XII. KAFLI:
Um rakarastofur, hárgreiðslustofur, hvers konar snyrtistofur og
sólbaðsstofur, 99.-103. gr. 324
XIII. KAFLI:
Um heilbrigðisstofnanir, hæli, heilsuræktar- og íþróttastöðvar og baðstaði,
104.-108. gr. 325
XIV. KAFLI:
Um fangelsi og aðrar vistarverur handtekinna manna, 109.-112. gr. 326
XV. KAFLI:
Um samkomuhús,113.-116. gr. 327
XVI. KAFLI:
Um kirkjugarða, bálstofur, líkhús, líkgeymslur og líkflutninga,117.-124. gr. 327
XVII. KAFLI:
Um almenn samgöngutæki,125.-133. gr. 328
XVIII. KAFLI:
Um fugla- og gripahús, búrekstur og skepnuhald,134.-138. gr. 329
XIX. KAFLI:
Um fyrirtæki, stofnanir og hverskonar annan atvinnurekstur, 139.-142. gr. 330
XX. KAFLI:
Um afgreiðslustöðvar eldsneytis og olíugeyma, 143.-144. gr. 331
XXI. KAFLI:
Um reyk, mengaðar gufur, eitraðar lofttegundir og ekki jónandi geislun,
145.-147. gr. 331
XXII. KAFLI:
Um hávaða og titring,148.-152. gr. 332
XXIII. KAFLI:
Ýmis eiturefni, 153.-154. gr. 333
XXIV. KAFLI:
Um aðstoð heilbrigðisnefnda við sóttvarnir, 155.-156. gr. 333
XXV. KAFLI:
Lokaákvæði,157.-159. gr. 333
XXVI. KAFLI:
Gildistaka,160. gr. 334
I. KAFLI
A. Um heilbrigðisnefndir og verksvið þeirra.
1. gr.
1.1. Heilbrigðisnefndir skulu halda fundi eigi sjaldnar en ársfjórðungslega og oftar ef þurfa þykir. Þess á milli skulu fundir haldnir þegar formaður heilbrigðisnefndar, heilbrigðisfulltrúi (framkvæmdastjóri), héraðslæknir, heilsugæslulæknir (yfirlæknir), héraðsdýralæknir eða meirihluti nefndarmanna telja þess þörf.
1.2. Afgreiðsla máls í heilbrigðisnefnd er lögleg sé meirihluti nefndarmanna viðstaddur afgreiðsluna.
2. gr.
2.1. Formaður heilbrigðisnefndar sér um að haldin sé fundargerðarbók og bréfabók.
2.2. Í fundargerð skal ætíð koma fram hverjir heilbrigðisnefndarmenn voru viðstaddir afgreiðslu einstakra mála, sem meðferð hlutu á fundinum.
2.3. Í fundargerð skal gera stutta grein fyrir hverju máli og tillögum þeim, sem fram koma um afgreiðslu þess. Komi til atkvæðagreiðslu um mál skal getið fjölda atkvæða með og á móti.
2.4. Skylt er að bóka stutta greinargerð fyrir einstökum atkvæðum, sé þess óskað.
2.5. Fundargerð skal undirrita að loknum fundi og hið síðasta tveimur dögum eftir fund.
2.6. Formaður sér um að heilbrigðisnefndarfundir séu boðaðir nefndarmönnum, heilbrigðisfulltrúum (framkvæmdastjórum), heilsugæslulæknum (yfirlæknum) og eftir atvikum héraðsdýralæknum.
2.7. Við boðun fundar skal tilkynna dagskrá fundarins.
2.8. Nefndarmenn skulu tilkynna formanni eða heilbrigðisfulltrúa (framkvæmdastjóra), geti þeir eigi sótt fund þannig að hægt sé að boða varamenn í þeirra stað.
2.9. Varamenn heilbrigðisnefndar skulu eiga þess kost að sitja fundi nefndarinnar án málfrelsis og tillöguréttar.
3. gr.
3.1. Heilbrigðisnefnd sér um, að haldin séu ákvæði þessarar reglugerðar svo og annarra reglugerða, samþykkta og laga er að heilbrigðiseftirliti lúta.
3.2. Nefndin hefur eftirlit með öllu því er varðar þrifnað, heilbrigði og hollustuhætti í umdæminu og gefur um það fyrirmæli í samræmi við lög og reglur, sem öllum hlutaðeigandi er skylt að hlíta.
3.3. Nefndinni er heimilt að láta rannsaka allt það er þessi reglugerð fjallar um, svo og annað, er að þrifnaði og hollustuháttum lýtur, utan húss og innan.
3.4. Nefndin hefur eftirlit með almennum þrifnaði og hreinlæti utan húss og lætur fara fram almenna hreinsun á lóðum og lendum á hverju vori og endranær eftir þörfum.
3.5. Nefndin getur krafist lagfæringar og viðgerðar á lóðum og girðingum, ef nauðsynlegt þykir til þrifnaðar.
3.6. Nefndin hefur eftirlit með vatnsveitum, sjóveitum, vatnsbólum og verndarsvæðum þeirra, auk einstakra brunna, sem nýttir eru til vatnstöku, sömuleiðis með vatni á sjó, sund- og baðstöðum og lætur taka sýni til rannsóknar samkvæmt reglum þar að lútandi og þegar ástæða þykir til.
3.7. Nefndin getur bannað notkun vatns úr sjóveitum, vatnsveitum, brunnum og öðrum vatnsbólum og látið loka sund og baðstöðum, ef hún telur þess þörf.
3.8. Nefndin hefur eftirlit með almenningssalernum, fráveitum og meðferð á sorpi úr húsum og ennfremur sorprennum í húsum.
3.9. Nefndin getur bannað notkun á fráveitum og sorprennum eða krafist breytingar á þeim, ef hún telur þess þörf.
3.10. Nefndin gerir ráðstafanir til útrýmingar hvers konar meindýra úr húsum, vörugeymslum, verslunum og híbýlum og getur bannað afnot húsnæðis, uns meindýrunum hefur verið útrýmt.
3.11. Nefndin getur krafist þess, að hús séu gerð músa- og rottuheld.
3.12. Nefndin getur gert ráðstafanir til útrýmingar hvers konar ónytja- og óskiladýra, þar eru meðtaldir fuglar, t.d. dúfur og mávar, sem spillt gætu vatnsbólum eða valdið óþrifnaði eða óþægindum.
3.13. Nefndin hefur eftirlit með öllum lélegum íbúðum og gengst fyrir skoðun á þeim og leiguíbúðum eftir því sem þörf krefur.
3.14. Nefndin getur bannað notkun íóúða, ef hún telur þær hættulegar heilsu manna. 3.15. Nefndin hefur eftirlit með öllum stofnunum, fyrirtækjum og rekstri sem fjallað er um í þessari reglugerð, með þeim undantekningum sem gerðar eru í 3. kafla og viðauka 7 og 8 í mengunarvarnareglugerð nr. 386/1989. Nefndin getur krafist endurbóta og lagfæringa á húsnæði, tækjum, aðbúnaði og frágangi, svo og hreinsunar eða bannað afnot húsnæðis, ef hún telur þess þörf.
3.16. Við nýbyggingar og breytingar sbr. gr. 3.15 skal leita samþykkis heilbrigðisnefndar og leggja fyrir hana fullgilda teikningu af fyrirhuguðum framkvæmdum og lýsingu á umhverfi staðarins.
3.17. Nefndin heldur skrá yfir allar þær stofnanir, fyrirtæki og rekstur, sem um er fjallað í reglugerð þessari. Hollustuvernd ríkisins er heimilt að gefa út viðmiðunarreglur varðandi fjölda eftirlitsferða og tökur sýna á eftirlitsskyldum stöðum, samanber þó þær undantekningar sem gerðar eru í 3. kafla og viðauka 8 í mengunarvarnareglugerð nr. 386/1989.
3.18. Nefndin og heilsugæslulæknir (yfirlæknir) skulu hafa samráð um sóttvarnir, ef þess gerist þörf.
3.19. Ef nauðsyn ber til, er nefndinni heimilt að ráða starfsfólk til bráðabirgða til aðstoðar við eftirlit, en leita skal hún þá samþykkis sveitarstjórnar/svæðisnefndar svo fljótt sem auðið er.
3.20. Nefndin hefur heimild til að gera ríkari kröfur til tryggingar þrifnaði og hollustuháttum en beinlínis er fyrir mælt í reglugerð þessari, að því er varðar hvert einstakt atriði, en jafnan skulu þær kröfur vera í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar um hliðstæð atriði eða almennt viðurkenndar þrifnaðar- og heilbrigðisreglur.
3.21. Nefndin kynnir hlutaðeigendum þau ákvæði þessarar reglugerðar, annarra reglugerða og almennra laga, er að heilbrigðismálum lúta og þá varða. Sama máli gegnir um fyrirmæli er hún gefur.
4. gr.
4.1. Það er skylda heilbrigðisnefnda á hverju starfssvæði að:
4.1.1. fylgjast með þróun og horfum á þeim sviðum, sem snerta hollustuhætti,
4.1.2. vinna að bættum hollustuháttum. Í því skyni skal heilbrigðisnefnd gera tillögur og birta álit sitt um hvaðeina, sem hún telur þörf á í því sambandi,
4.1.3. vinna með öðrum þeim opinberum aðilum, sem hafa með höndum mál, sem snerta heilbrigði og hollustuhætti eða áhrif kunna að hafa í sambandi við framkvæmd mála, sem snerta verksvið heilbrigðisnefndar,
4.1.4. láta almenningi í té upplýsingar og fræðslu um hollustuhætti,
4.1.5. stuðla að heilbrigðisfræðslu í þeim fyrirtækjum eða starfshópum, sem þörf er á, þeirra vegna eða almennings. Ennfremur í skólum eftir því sem tök eru á.
5. gr.
5.1. Heilbrigðisnefnd skal árlega láta gera skýrslu um almenna hollustuhætti á starfssvæðinu og um störf nefndarinnar á næstliðnu ári. Skýrslu þessa skal senda formanni svæðisnefndar fyrir marslok.
6. gr.
6.1. Heilbrigðisfulltrúar eru starfsmenn sveitarfélaga og starfa í umboði heilbrigðisnefnda að heilbrigðiseftirliti á sínu svæði og undir yfirumsjón Hollustuverndar ríkisins.
6.2. Þar sem ekki er starfandi heilbrigðisfulltrúi gerir Hollustuvernd ríkisins tillögu til bráðabirgðalausnar í samráði við formenn viðkomandi heilbrigðisnefnda og svæðisnefnda. Skal sú lausn lögð fyrir ráðherra til synjunar eða staðfestingar.
7. gr.
7.1. Hollustuvernd ríkisins skal, ásamt Sambandi íslenskra sveitarfélaga vinna með svæðisnefndum að samstarfi heilbrigðisnefnda innan svæða og jafnframt milli svæða.
8. gr.
8.1. Rísi ágreiningur milli heilbrigðisnefndar og/eða svæðisnefndar annars vegar og sveitarstjórnar hins vegar um tilhögun eða framkvæmd heilbrigðisráðstöfunar skal málsmeðferð vera samkv. gr. - 31.3 í lögum nr. 81/1988 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit.
B. Ýmis ákvæði og leyfisveitingar.
9. gr.
9.1. Ekki má setja á fót neina þá stofnun eða fyrirtæki né hefja neinn þann rekstur, sem um er fjallað í IIL-V.og VIIL-XIX. kafla þessarar reglugerðar nema heilbrigðisnefnd hafi vent leyfi af sinni hálfu og farið sé að fyrirmælum hennar, samanber þó þær undantekningar sem gerðar eru í 8. kafla og viðauka 7 í mengunarvarnareglugerð nr. 386/1989. Afla ber leyfis fyrir hverja slíka starfsemi í byrjun og ef eigendaskipti verða, en annars fjórða hvert ár, nema heilbrigðisnefnd ákveði skemmri tíma.
9.2. Hver sá, sem vill búa til og/eða dreifa manna á meðal hvers kyns matvælum eða neysluvörum skal sækja um starfsleyfi til heilbrigðisnefndar, enda fullnægi hann ákvæðum laga nr. 81/1988 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, lögum nr. 24 frá 1. febrúar 1936 og reglugerðum settum samkvæmt þeim.
9.3. Hverjum þeim sem hefur fengið starfsleyfi heilbrigðisnefndar er óheimilt að hefja starfsemina fyrr en lokaúttekt heilbrigðiseftirlits viðkomandi svæðis hefur farið fram.
9.4. Við nýbyggingar og breytingar stofnana og fyrirtækja sbr. gr. 9.1., skal leita samþykkis heilbrigðisnefndar og leggja fyrir hang fullgilda teikningu af fyrirhuguðum framkvæmdum og lýsingu á umhverfi staðarins.
9.5. Öllum hlutaðeigandi er skylt að veita heilbrigðiseftirliti og heilbrigðisnefndarmönnum nauðsynlegan aðgang til eftirlits að stofnun þeirri, fyrirtæki eða rekstri, er þeir stjórna.
10. gr.
10.1. Forráðamenn þeirra stofnana og fyrirtækja sem um er fjallað í VIII.-XVII. kafla þessarar reglugerðar skulu við ráðningar starfsfólks bera ábyrgð á að það framvísi læknisvottorðum (ekki eldri en 7 daga) og síðan árlega eða oftar ef þurfa þykir.
Læknisvottorðin skulu sýna að starfsfólkið sé ekki haldið neinum þeim sjúkdómum, kvillum eða óþrifum, sem öðrum getur stafað hætta af eða vakið geta ógeð þeirra er við það eiga skipti. Heilbrigðiseftirlitið skal hafa aðgang að slíkum læknisvottorðum á vinnustað.
10.2. Telji starfsfólk, sem um getur í gr. 10.1 sig haldið einhverjum næmum sjúkdómi eða kvilla, skal það gera vinnuveitanda strax viðvart. Vinnuveitanda er þá skylt að sjá um að hlutaðeigandi leiti læknis, sem votti heilbrigðisástand með tilliti til smithættu. Vinnuveitandi getur hvenær sem er krafist læknisskoðunar telji hann einhvern starfsmann haldinn næmum sjúkdómi eða kvilla.
10.3. Starfsfólk sem um getur í gr. 10.1 skal í starfi sínu gæta rækilega persónulegs hreinlætis, vera snyrtilegt og hreinlegt til fara, sápuþvo sér um hendur hverju sinni eftir að það hefur gengið til salernis, eftir tóbaksnotkun, kaffi- og matarhlé og endranær eftir þörfum.
10.4. Starfsfólk í heilbrigðisstofnunum, barnaheimilum, rakara-, hárgreiðslu-, Ijósa- og snyrtistofum, baðhúsum og sundlaugum skal klæðast sérstökum hreinum hlífðarfötum við störf.
10.5. Starfsfólk sem starfar við matvæla- og neysluvöruverslanir, matargerð og hvers konar matvælaiðnað skal klæðast sérstökum ljósleitum hreinum hlífðarfatnaði, þar með er talinn höfuðbúnaður (t.d. húfur, hárnet) og skófatnaður eftir eðli starfseminnar. Ekki má reykja við matargerð né í nánd við óvarin matvæli. Sjá ennfremur gildandi reglur um tóbaksvarnir.
11. gr.
11.1. Húsakynni þeirra stofnana og fyrirtækja, sem um er fjallað í VIII.-XVII. kafla þessarar reglugerðar, skulu í samræmi við eðli starfseminnar fullnægja þeim almennu skilyrðum að vera rúmgóð, björt, hæfilega hituð og loftræst á fullnægjandi hátt.
11.2. Í húsakynnum þeim, sem um er fjallað í IIL-IV. og VIII.-XVII. kafla þessarar reglugerðar skulu, eftir því sem við getur átt, gólf, veggir og loft þakin haldgóðum efnum og þannig frá þeim gengið, að auðvelt sé að halda þeim hreinum.
11.3. Í stofnunum þeim og fyrirtækjum sem um er fjallað í VIIL-XVII. kafla þessarar reglugerðar skal starfsfólk eiga greiðan aðgang að fatageymslum, heitu og köldu rennandi vatni, hæfilega mörgum salernum og þvagstæðum, handlaugum, einnota pappírsþurrkum, fljótandi handsápu og öðrum nauðsynlegum hreinlætisgögnum að dómi heilbrigðisnefndar. Karlar og konur skulu vera sér um salerni ef minnst 8 af hvoru kyni starfa saman.
12. gr.
12.1. Húsakynnum þeirra stofnana og fyrirtækja, sem um er fjallað í VIII.-XVII. kafla þessarar reglugerðar, skal haldið hreinum og snyrtilegum. Þar sem einhvers konar starfsemi fer fram að staðaldri og þar sem það á við, skulu gólf þvegin daglega og oftar, ef þurfa þykir, en ekki sópuð.
12.1.1. Áhöld og innanstokksmuni, lausa og fasta, skal þvo eða hreinsa á viðeigandi hátt. 12.1.2. Allsherjar hreingerning eða málun skal fara fram a.m.k. einu sinni á ári.
12.1.3. Sérstakt loftræst rými skal vera fyrir ræstiefni og ræstiáhöld og ræstilaug, þar sem það á við.
12.2.1. Ekki má hleypa hundum, köttum eða öðrum dýrum inn í húsakynni þau, sem um ræðir í IIL-V., VIII. og XL -XVII. kafla.
12.2.2. Þar sem við á skal auglýsa þetta bann með sérstöku auglýsingaskilti, sem hengt er upp á áberandi stað við inngöngudyr. Hollustuvernd ríkisins skal útbúa slík skilti og skal heilbrigðisnefnd hafa þau til afhendingar.
II. KAFLI
Um hreinlæti og þrifnað utanhúss.
13. gr.
13.1. Heilbrigðisnefnd hefur eftirlit með almennum þrifnaði og hreinlæti utanhúss og hlutast til um að fram fari almenn hreinsun á lóðum og lendum á hverju vori og endranær eftir þörfum, í þrifnaðarskyni eða til að forða slysum.
13.2. Nefndin getur krafist lagfæringa og viðgerða á lóðum, girðingum og mannvirkjum, ef nauðsynlegt þykir til þrifnaðar eða ástand þeirra er til lýta fyrir umhverfið eða til að forða slysum.
13.3. Ennfremur er nefndinni heimilt að fyrirskipa hreinsun 1óða og lendna (dreifbýli /þéttbýli) á kostnað eigenda, ennfremur niðurrif húsa og girðinga í niðurníðslu og ef sérstök ástæða er til.
14. gr.
14.1. Bannað er að skilja eftir, flytja, dreifa eða geyma úrgang á þann hátt að valdið geti skaða, mengun eða lýti á umhverfinu. Þetta gildir jafnt um smærri sem stærri hluti svo sem kerrur, bílhluta, bílflök, skipsskrokka o.s.frv. Heilbrigðisnefnd er heimilt að láta fjarlægja númerslausar bifreiðar og bílflök að undangenginni viðvörun t.d. með álímingarmiða með aðvörunarorðum.
14.2. Sveitarstjórn skal sjá um, að komið sé fyrir ílátum undir rusl á götum í þéttbýli, torgum og öðrum stöðum, þar sem þörf er á. Þá skal og séð fyrir reglubundinni tæmingu þessara íláta. Sjá ennfremur þær undantekningar sem gerðar eru í 6. kafla í mengunarvarnareglugerð nr. 386/1989.
15. gr.
15.1. Umráðamönnum 1óða er skylt að halda þeim hreinum og snyrtilegum.
15.2. Heilbrigðisnefnd getur, ef þurfa þykir krafist að lóðir séu girtar og lagfærðar á viðunandi hátt. Sveitarstjórn skal sjá um að hreinsun fari fram á opinberum stöðum, t.d. görðum og torgum. Sveitarstjórn og/eða heilbrigðisnefnd getur látið hreinsa einkalóðir á kostnað eigenda ef þess gerist þörf, sbr. gr. 14.1.
16.gr.
16.1. Eigi má fleygja rusli, úrgangi þ.á m. olíusora eða öðru því er valdið getur óþrifnaði, óheilnæmi eða óprýði á lóðir, hafnir, flóa og firði, fjörur eða yfirleitt á almannafæri, né skilja slíkt þar eftir eða valda því að það berist þangað. Sama máli gegnir um verndarsvæði vatnsbóla.
16.2. Þeir, sem annast flutninga á almannafæri, skulu haga þeim þannig, að ekki valdi óþrifnaði.
17. gr.
17.1. Eigi má haga hreinsun húsa, verslana eða búshluta þannig að lent geti til óþrifnaðar umhverfisins.
18. gr.
18.1. Eigi má hafa á almannafæri fiskifang eða neitt það sem óþef eða óþrifnaði getur valdið.
18.2. Um staðsetningu fiskhjalla til þurrkunar á fiski og hákarli fer eftir fyrirmælum heilbrigðisnefndar, sbr. ennfremur gr. 82.20 og 82.21.
19. gr.
19.1. Áburðarhauga, safngryfjur, forir, rotþrær og því um líkt, ber að staðsetj a samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisnefndar. Skal haft samráð við nefndina eða fulltrúa hennar um allt fyrirkomulag.
20. gr.
20.1. Á skipulagsskyldum svæðum ber sveitarstjórn að hlutast til um reglubundna hreinsun akbrauta, gangstétta og gangbrauta.
20.2. Þeim aðilum, sem sjá um viðhald þjóðvega, ber að sjá um að þjóðvegir og næsta umhverfi þeirra sé hreinsað a.m.k. árlega.
21. gr.
21.1. Að öðru leiti skal gætt ákvæða 3. gr. svo og ákvæða lögreglusamþykkta og annarra laga og reglna sem um þetta efni fjalla og gilda fyrir sveitarfélagið eða landið allt.
III. KAFLI
Um vatnsveitur, vatnsból og verndarsvæði þeirra, brunna og sjó.
22. gr.
22.1. Heilbrigðisnefnd hefur eftirlit með vatnsveitukerfum að því er varðar hollustu vatnsins og öryggisráðstöfunum til þess að koma í veg fyrir mengun vatnsins. Sérstaklega skal eftirlitið beinast að vatnsbólum og verndarsvæðum þeirra, hreinsi- og dælustöðvum, dreifikerfum og tengingum þeirra.
Nefndin hefur eftirlit með vatni til notkunar um borð í skipum og öðrum farartækjum. Heilbrigðisnefnd lætur taka sýni af vatninu til rannsóknar þegar ástæða þykir til sbr. 27. gr.
22.2. Heilbrigðisnefnd skal séð fyrir fullnægjandi aðstöðu til sýnatöku úr vatnsveitum og dreifikerfum þeirra, eftir því sem hún metur nauðsynlegt.
22.3. Heilbrigðisnefnd getur bannað notkun vatns úr vatnsveitum eða vatnsbólum, gert kröfur um lagfæringar, endurbætur og hreinsunaraðgerðir eða látið loka þeim, ef hún telur þess þörf eða sett varúðarreglur um notkun vatnsins.
22.4. Ef vart verður við örverumengun í neysluvatni getur heilbrigðisnefnd fyrirskipað að vatn sé klórblandað eða meðhöndlað á annan viðurkenndan hátt.
22.5. Sé vatn flúorblandað skal hlíta fyrirmælum heilbrigðisnefndar um tæki, flúormagn og eftirlit með því.
23. gr.
23.1.1. Brunnar og vatnsból skulu vera í öruggri fjarlægð frá mannvirkjum, hvers konar starfsemi eða öðru sem ætla má að spillt geti vatninu, ef vatn úr þeim er notað til drykkjar, matargerðar eða á annan hátt til meðferðar og geymslu matar, sem og til hreinsunar á tækjum og búnaði til matargerðar.
Gæta skal þess að slík mannvirki eða starfsemi séu þannig staðsett að grunnvatnsborð halli ætíð frá vatnsbóli og sama máli gegnir um straumstefnu yfirborðsvatns. Sj á ennfremur gr. 117.1. um kirkjugarða og gr. 137.2. um gripahús o.fl.
23.1.2. Brunnar og vatnsból skulu yfirbyggð, afgirt og þannig frá þeim gengið að yfirborðsvatn og önnur óhreinindi berist ekki í þau. Nefndin getur einnig, í sama tilgangi, takmarkað eða bannað umferð húsdýra á verndarsvæðum vatnsbóla og krafist gripaheldra girðinga ef hún metur það nauðsynlegt.
23.1.3. Leiðslur, dælur, geymar og annað, sem notað er við vatnsveitu, skal vera þannig gert og þannig viðhaldið að vatn spillist ekki. Heilbrigðisnefnd getur bannað notkun ofangreinds búnaðar ef ætla má að hann sé varhugaverður heilbrigði manna.
23.2.1. Umhverfis hvert vatnsból skal ákvarða verndarsvæði sem háð er takmörkunum viðvíkjandi umferð, landnýtingu, meðferð og geymslu hættulegra efna, sem spillt gætu neysluvatni. Stærð, lögun og fjöldi verndarsvæðanna skal ákvarðast með tilliti til land- og jarðfræðilegra aðstæðna á áhrifasvæði vatnsbólsins innan viðkomandi vatnasviðs.
Heilbrigðisnefnd hefur eftirlit með verndarsvæðunum og skal setja þær hömlur á notkun og umferð sem nauðsynlegar geta talist til að koma í veg fyrir mengun grunnvatnsins. Verndarsvæðin skulu flokkast eins og fram kemur í greinum 23.2.2.-23.2.4.
23.2.2. I. flokkur - brunnsvæði.
Hér er um að ræða næsta nágrenni vatnsbólsins og skal það vera algjörlega friðað fyrir allri óviðkomandi umferð og framkvæmdum öðrum en þeim, sem nauðsynlegar eru vegna vatnsveitunnar. Heilbrigðisnefnd getur, þar sem þörf krefur, krafist þess að svæðið skuli girt mannheldri girðingu, sem sé minnst 5 metra frá vatnsbóli.
23.2.3. II. flokkur - grannsvæði.
Utan við brunnsvæðið skal ákvarða grannsvæði vatnsbólsins og við ákvörðun stærðar þess og lögunar, skal taka tillit til jarðvegsþekju svæðisins og grunnvatnsstrauma sem stefna að vatnsbólinu. Á þessu svæði skal ekki leyft að hafa birgðir af eftirtöldum tegundum efna: olíu, bensíni eða skyldum efnum, vegsalti, eiturefnum til útrýmingar á skordýrum eða gróðri, áburði (tilbúnum eða af öðrum toga), né öðrum efnum sem mengað geta grunnvatn. Ekki skal leyfa nýjar byggingar, sumarbústaði eða þ.h. á svæðinu. Vegalagnir, áburðarnotkun og yfirleitt öll starfsemi innan svæðisins skal vera undir ströngu eftirliti.
23.2.4. III. flokkur - fjarsvæði.
Svæði þetta er á vatnasvæði vatnsbólsins, en liggur utan þess lands sem telst til 1. og 2. flokks verndarsvæðanna.
Þar sem vitað er um sprungur eða misgengi á þessu svæði, skal fyllstu varúðar gætt í meðferð þeirra efna sem nefnd eru í gr. 23.2.3. og meiri háttar geymslur fyrir slík efni séu ekki leyfðar á svæðinu.
Nefndin getur gefið út frekari fyrirmæli varðandi umferð á þessu svæði, svo og um byggingu sumarhúsa og annarra mannvirkja þar.
24. gr.
24.1. Heilbrigðisnefnd er heimilt að setja reglur til verndar ónýttum vatnslindum, hvort sem um grunnvatn eða yfirborðsvatn er að ræða, ef nefndin telur brýna nauðsyn berg til og að undangenginni sérfræðilegri rannsókn á viðkomandi vatnasvæði.
25. gr.
25.1. Bannað er að spilla vatnsbólum.
Heilbrigðisnefnd ber að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir, að vatnsból, vötn og grunnvatn spillist. Sama gildir um aðra staði s.s. ár, læki eða vötn þar sem vatn er tekið til notkunar t.d. neyslu.
26. gr.
26.1. Heilbrigðisnefnd getur bannað olíu- og efnaflutninga í nágrenni vatnsbóla þar sem hætta getur verið á mengun vatnsins. Verði þó ekki hjá slíkum flutningum komist skulu þeir fara fram á þeim tíma sólarhrings þegar umferð er minnst og ekki gerðir nema með fullu samþykki viðkomandi heilbrigðisnefndar/ heilbrigðisnefnda.
26.2. Skylt er að tilkynna heilbrigðisnefnd tafarlaust, ef vitað er um óhreinkun á vatnsveituvatni. Vatnsveitum er skylt að tilkynna hlutaðeigandi heilbrigðisnefndum þegar fyrirhugaðar eru breytingar eða lagfæringar á dreifikerfi veitunnar.
Að þeim loknum getur heilbrigðisnefnd látið rannsaka vatnið til að ákvarða neysluhæfni þess.
27. gr.
27.1. Vatn, sem notað er til vatnsveitu, ber að taka reglulega til örverurannsókna og efnagreininga eða annarra rannsókna ef ástæða þykir til. Sama gildir um vatn sem haft er til almennra nota við framleiðslu, geymslu eða dreifingu matvæla, eða vent til opinberra stofnana, svo sem skóla, barnaheimila eða heilbrigðisstofnana utan þess svæðis. Þegar sjór er notaður við fiskeldi, hvort sem um sjó- eða landkvíar er að ræða, þá skal miða við að sjórinn sé ekki lakari að gæðum en kveðið er á um í viðauka 2 í mengunarvarnareglugerð nr. 386/1989.
27.2. Um tíðni rannsóknanna, svo og gæðakröfur vatnsins fer eftir ráðleggingum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, eins og þær eru á hverjum tíma.
27.3. Samkvæmt þessu skal nú taka vatnssýni til rannsóknar úr vatnsbólum eins og hér segir:
27.3.1. Þar sem íbúar eru innan við 1000 skal heilbrigðisnefnd ákvarða tíðni töku vatnssýna.
27.3.2. Íbúar 1000 - 5000, 1 sýni á mánuði.
27.3.3. Íbúar 5001 - 10.000, 2 sýni á mánuði.
27.3.4. Íbúar fleiri en 10 þúsund, 2 sýni á mánuði fyrir fyrstu 10 þúsund íbúana og 1 sýni á mánuði fyrir hverja 10 þúsund íbúa umfram það.
27.3.5. Ennfremur skal taka vatnssýni til rannsóknar úr dreifikerfum samkvæmt gr. 27.3.1.4. Heilbrigðisnefnd getur þó ákveðið aðra tíðni sýnatöku úr dreifikerfum.
27.3.6. Hollustuvernd ríkisins getur ákveðið aðra tíðni sýnatöku til samræmis við íslenskar aðstæður. Ennfremur getur stofnunin óskað aukinna rannsókna á neysluvatni ef þörf krefur.
27.4. Eftirfarandi ákvæði gilda um gerlagróður í vatni sem ætlað er til neyslu og meðferðar matvæla:
27.4.1. Lokuð vatnsból (vatnsveitur, borholur o.fl.)
Vatnið telst nothæft ef:
a) Kólígerlar eru ekki finnanlegir í 100 ml (MPN<0)
b) Gerlafjöldi við 37°C ræktun er 0-50/ml
c) Gerlafjöldi við 22°C ræktun er 0-100/ml
Vatnið telst gallað ef:
a) Kólígerlafjöldinn í 100 ml er 1-3 (MPN)
b) Gerlafjöldi við 37°C ræktun er 51-100/ml
c) Gerlafjöldi við 22°C ræktun er 101-500/ml
Vatnið telst ónothæft ef:
a) Kólígerlafjöldinn í 100 ml er ≥ 4 (MPN)
b) Gerlafjöldi við 37°C ræktun er meiri en 100/ml
c) Gerlafjöldi við 22°C ræktun er meiri en 500/ml
d) Saurkólígerlar finnast í 100 ml ≥ 1 (MPN).
27.4.2. Opin vatnsböl (yfirborðsvatn, opinn brunnur o.fl.), meðan enn hafa ekki verið tekin í notkun lokuð vatnsból og þar sem færri en 50 íbúar neyta vatnsins.
Vatnið telst nothæft ef:
a) Kólígerlar eru ekki finnanlegir í 100 ml (MPN<0)
b) Gerlafjöldi við 37°C ræktun er 0-100/ml
c) Gerlafjöldi við 22°C ræktun er 0-500/ml
Vatnið telst gallað ef:
a) Kólígerlafjöldinn í 100 ml er 1-9 (MPN)
b) Gerlafjöldi við 37°C ræktun er 101-500/ml
c) Gerlafjöldi við 22°C ræktun er 501-1000/ml
Vatnið telst ónothæft ef:
a) Kólígerlafjöldinn í 100 ml er ≥ 10 (MPN)
b) Gerlafjöldi við 37°C ræktun er meiri en 500/ml
c) Gerlafjöldi við 22°C ræktun er meiri en 1000/ml
d) Saurkólígerlar finnast í 100 ml ≥ 1 (MPN).
27.4.3. Reynist neysluvatnssýni gallað eða ónothæft, skal þegar í stað taka nýtt sýni. Heilbrigðisnefnd og/eða hlutaðeigandi heilbrigðiseftirliti er skylt að knýja á skriflega um viðhlítandi aðgerðir.
27.5. Heilbrigðisnefnd getur látið framkvæma rannsóknir á tilteknum vatnsveitum, vatnsbólum eða brunnum umfram það, sem áður hefur verið fyrir mælt í þessari grein, enda sé full ástæða til.
27.6. Hollustuvernd ríkisins gefur út leiðbeiningar um töku sýna, flutning þeirra og rannsókn, sem og mat á niðurstöðum rannsóknarinnar.
27.7. Sýni rannsóknir möguleika á örverumengun eða bendi efnarannsókn til þess að vatn geti talist miður hæft til notkunar, getur heilbrigðisnefnd látið framkvæma tíðari rannsóknir umfram það, sem áður hefur verið sagt og haldið þeim rannsóknum áfram þar til tvær rannsóknir í röð, með sólarhrings bili, hafa sýnt að vatnið sé hæft til notkunar.
27.8. Vatnsrannsóknir sem gerðar eru vegna eftirlits samkvæmt lögum nr. 81/1988 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, skal framkvæma á rannsóknarstofum sem nota aðferðir sem Hollustuvernd ríkisins viðurkennir.
28. gr.
28.1. Enginn sem ætla má að haldinn sé sjúkdómi, sem borist getur með vatni, má gegna störfum við neysluvatnsveitu, ef varasamt getur talist með tilliti til sýkingarhættu.
28.2. Ef ástæða þykir til að ætla að sýkingarhætta stafi af starfsmanni við vatnsveitu, verður hinn grunaði starfsmaður að gangast undir læknisrannsókn á kostnað vatnsveitunnar og skal hann eigi annast slík störf meðan rannsókn fer fram.
29. gr.
29.1. Leyfi heilbrigðisnefndar þarf til áður en tekin eru í notkun ný vatnsból eða vatnsveitur eða nýr búnaður tilheyrandi þeim, enda hafi rannsókn skorið úr um neysluhæfni vatnsins. Samráð skal haft við heilbrigðisnefnd varðandi breytingar á eldri vatnsbólum eða vatnsveitum.
29.2. Við staðsetningu og byggingu geyma afgreiðslustöðva fyrir eldsneyti og aðrar brennsluolíur og olíur skal fyllsta tillit tekið til að ekki sé hætta á mengun vatnsbóla eða vatnsfalla og skal hlíta fyrirmælum heilbrigðisnefndar um allt fyrirkomulag. Sjá ennfremur þær undantekningar sem gerðar eru í 8. kafla og viðauka 7 í mengunarvarnareglugerð 386/1989 varðandi stærri olíubirgðastöðvar.
29.3. Gengið skal svo tryggilega frá geymum fyrir eldsneyti og olíur að ekki sé hætta á að vatnsból né önnur vatnsföll mengist, þó leki komi að geymunum.
30. gr.
30.1. Að öðru leyti skal gætt ákvæða 3. gr. þessarar reglugerðar svo og ákvæða byggingasamþykkta og annarra laga og reglugerða, sem um þetta efni fjalla og gilda fyrir sveitarfélagið eða landið allt.
IV. KAFLI
Um salerni og fráveitur.
31. gr.
31.1. Heilbrigðisnefnd hefur eftirlit með öllum fráveitum.
31.2. Nefndin skal vinna að því að koma í veg fyrir og draga úr óhreinkun vatns, sjávar og stranda af völdum hvers konar fráveituvatns í umdæminu, í þeim tilgangi að koma í veg fyrir óhollustu, náttúruspjöll og óþægindi.
31.3. Heilbrigðisnefnd getur bannað notkun ófullnægjandi fráveitulagna og krafist endurbóta og endurnýjunar þeirra.
31.4. Nefndin getur krafist að fyrirtæki eða starfsemi, sem valdið getur mengun í fráveitu, komi fyrir viðeigandi hreinsibúnaði á eigið fráveituvatn. Þetta getur átt við almenningsskolpveitur, en þó einkum eiturmengað, olíumengað, mjög próteinríkt (hvíturíkt), fituríkt eða blóðblandað fráveituvatn frá verksmiðjum eða hvers konar annarri starfsemi. Sjá þó þær undantekningar sem gerðar eru í 4. og 8. kafla og viðauka 7 í mengunarvarnareglugerð nr. 386/1989.
31.5. Óheimilt er að láta hvers kyns olíur, bensín, lífræn leysiefni eða önnur mengandi efni í fráveitur íbúðar- og atvinnuhúsnæðis, sem telst hættulegur efnaúrgangur, samanber viðauka 4 í mengunarvarnareglugerð nr. 386/1989.
32. gr.
32.1. Þegar skólp, önnur fljótandi óhreinindi eða yfirborðsvatn er lent brott, sem og við hvers konar hreinsun fráveituvatns, skal gera altar nauðsynlegar ráðstafanir tit þess að koma í veg fyrir mengun eða óhollustu. Heilbrigðisnefnd getur gert kröfu um að yfirborðsvatn og afrennsli hitaveitu sé lent í sérstakar fráveitulagnir.
33. gr.
33.1. Fráveitulögnum skal vera þannig fyrir komið og þær þannig gerðar og viðhaldið, að óhollusta eða óþægindi hljótist ekki af.
33.2. Hollustuvernd ríkisins skal setja sérstakar reglur um meðferð fráveituvatns frá sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum. Skal þar sérstaklega kveðið á um hvernig hreinsun fráveituvatns frá þessum stofnunum skuli hagað.
34. gr.
34.1. Þar sem skólpi og öðru fráveituvatni verður ekki veitt í göturæsi eða aðra almenna skólpveitu (t.d. frá sumarbústöðum), skal veita því eftir vatnsheldum holræsum í rotþrær, sbr. gr. 4.3.5. í mengunarvarnareglugerð nr. 386/1989 og skal afla fyrirmæla og leyfis heilbrigðisnefnda hverju sinni.
34.2. Þar sem skólp er lent út í sjó, skal miða kröfur við mengunarvarnareglugerð nr. 386/ 1989.
34.3. Óheimilt er að leiða skólp þannig að frárennslisop opnist innan hafna.
35. gr.
35.1. Í eða við sérhverja byggingu, þar sem fólk hefst við nokkrar stundir dag hvern, skal komið fyrir nægilegum fjölda vatnssalerna og eftir atvikum þvagskálum. Um fjölda salerna, þvagstæða og annarra hreinlætistækja gilda reglur eftirfarandi greinar.
35.2.1. Í skólum skal vera 1 salerni fyrir hverja 25 pilta og 1 salerni fyrir hverjar 25 stúlkur. Þvagskálar geta komið í stað salerna að 1/3 hluta á piltasalernum.
Í skólum þar sem fjöldi nemenda er samtímis 200 eða fleiri getur heilbrigðisnefnd vent heimild til að fleiri en 25 nemendur séu um hvert salerni, þó skal miða við að ekki séu gerðar lægri kröfur en samkvæmt eftirfarandi:
Bæði kynin samtals:
100 nemendur 4 salerni 500 nemendur 14 salerni
200 nemendur 7 salerni 600 nemendur 16 salerni
300 nemendur 10 salerni 700 nemendur 18 salerni
400 nemendur 12 salerni
35.2.2. Í almennum veitinga- og samkomuhúsum, þar sem gestir almennt dveljast í einu um 3 klst. eða lengur skal fjöldi salerna vera þannig:
Á hverja 100 gesti komi eigi færri en 2 salerni eða 1 salerni óg 2 þvagstæði á karla og 2 salerni fyrir konur.
Koma skal a.m.k. eitt salerni á hverja 50 karla og eitt salerni á hverjar 50 konur sem umfram eru 100 gesti, en heilbrigðisnefnd er heimilt að ákvarða annan fjölda salerna og að gera ríkari kröfur um fjölda þvagstæða, en sem segir í þessari málsgrein.
35.2.3. Á tjaldsvæðum skal fjöldi salerna miðast við það, að jafnaði komi ekki færri en 2 salerni fyrir hverja 200 gesti, enda sé gert ráð fyrir jafnri skiptingu salerna milli kynja.
35.2.4. Á stórum mótssvæðum og útisamkomum skal fjöldi salerna miðast við það, að jafnaðí komi ekki færri salerni en 10 fyrir hverja 1500 mótsgesti, enda sé gert ráð fyrir jafnri skiptingu milli kynja.
Fyrir karla mega þvagstæði koma í stað salerna að 1/3 hluta. Salerni skulu þannig staðsett á svæðinu að þau komi að sem bestum notum.
35.2.5. Fjöldi handlauga skal vera í samræmi við fjölda salerna og þvagstæða. Við hverja handlaug skal vera tilheyrandi hreinlætisbúnaður.
36. gr.
36.1. Sækja skal um leyfi til heilbrigðisnefndar fyrir útisalerni og hlíta fyrirmælum hennar um allan frágang.
36.2. Útisalernum skal komið þannig fyrir, að óhollusta og óþrifnaður hljótist ekki af. Skulu þau vera í hæfilegri fjarlægð frá þeim stöðum þar sem matvæli og aðrar neysluvörur eru framleiddar eða seldar. Sama gildir um vatnsból, brunna eða aðra þá staði þar sem vatn er tekið til notkunar.
37. gr.
37.1. Sveitarstjórn skal sjá um að almenningssalernum sé komið fyrir í þéttbýlisstöðum. A fjölmennari svæðum ber að miða við að eitt almenningssalerni fyrir konur og eitt fyrir karla komi á hverja 10 þús. íbúa. Hlíta ber fyrirmælum heilbrigðisnefndar um gerð þeirra, staðsetningu og starfrækslu.
38. gr.
38.1. Salernisklefi skal vera hæfilega stór, 1,2 m2 að gólfrými hið minnsta, hafa nægilega birtu eða lýsingu og fullnægjandi loftræstingu. Gólf, veggir og loft skal þannig gert, að auðvelt sé að halda því hreinu. Í klefanum eða við hann skal vera handlaug og tilheyrandi hreinlætisbúnaður.
38.2. Ekki má vera beint samband milli salernisklefa og rýmis þar sem matvæli eða neysluvörur eru um hönd hafðar, heldur skal þar vera anddyri.
38.3. Salernisklefum með tilheyrandi búnaði og anddyri skal halda hreinum og þrifalegum.
39. gr.
39.1. Að öðru leyti skal gætt ákvæða 3. gr. þessarar reglugerðar svo og ákvæða byggingasamþykkta og annarra laga og reglugerða, sem um þetta efni gilda fyrir sveitarfélagið eða landið allt.
V. KAFLI
Um hreinsun og meðferð sorps og annars úrgangs.
40. gr.
40.1. Úrgangi og sorpi í sambandi við byggingar, opin svæði, útisamkomur, sölutjöld og tjaldsvæði skal safna saman og flytja brott þegar í stað eða geyma með þeim hætti að óhollusta eða óþrifnaður staff ekki af.
41. gr.
41.1. Sorp og úrgang frá eldhúsum, sem ekki verður við komið að flytja á brott þegar í stað, skal flytja a.m.k. daglega í fullnægjandi sorpgeymslu.
42. gr.
42.1. Húseiganda/rekstraraðila ber að sjá um, að húsi hans fylgi nægilega mörg sorpílát, sem séu lagfærð eða endurnýjuð eftir þörfum.
Ekki skal veita fyrirtæki starfsleyfi samkvæmt þessari reglugerð nema fullnægjandi sorpgeymsla sé fyrir hendi.
42.2. Ekki má geyma sorp á annan hátt en í hentugum og heilum ílátum, og þannig gerðum að auðvelt sé að tæma þau.
42.3. Sorpílát, sem geymd eru utan húss, skulu standa á fastri undirstöðu og vera þannig staðsett að aðgangur að þeim sé greiður og af þeim geti eigi stafað óþægindi eða óþrifnaður fyrir umhverfið.
42.4. Heilbrigðisnefnd getur gefið fyrirmæli um fjölda, staðsetningu og gerð sorpíláta. 42.5. Forráðamenn samkomustaða, verslana, skyndibitastaða, söluturna, söluvagna, sölutjalda, bensínstöðva, tjald- og hjólhýsasvæða, sumarbústaðasvæða o. s. frv. skulu í samráði við heilbrigðisnefnd koma fyrir nægilegum fjölda íláta undir rusl og sjá um viðhald og tæmingu þeirra. Forráðamenn skulu einnig sjá um nauðsynlega hreinsun næsta umhverfis.
42.6. Þar sem gámar eru notaðir undir sorp skal hlíta fyrirmælum heilbrigðisnefndar um allt er varðar gerð þeirra, staðsetningu og þrif.
43. gr.
43.1. Ganga skal þannig frá sorprennum, sorpílátum og sorpgeymslum að þær valdi ekki óþrifum eða óþægindum. Skal þeim haldið við eftir þörfum og hreinsun framkvæmd reglulega. Hvílir slíkt á húseiganda eins og aðrar skyldur hans varðandi húseignina.
43.2. Sorpgeymslu má eingöngu nota til geymslu sorps.
44. gr.
44.1. Sveitarstjórn á þéttbýlissvæðum er ábyrg fyrir reglubundinni tæmingu og flutningi sorps frá öllum húsum á viðkomandi svæðum.
44.2. Sorp skal flytja til móttökustöðva, sem sveitarstjórn kemur fyrir í samráði við heilbrigðisnefnd, sbr. einnig 8. kafla í mengunarvarnareglugerð nr. 386/1989. 44.3. Flutningur sorps skal fara fram með þeim hætti, að óþrifnaður staff ekki af.
45. gr.
45.1. Móttökustöðvar skulu vera þannig staðsettar og reknar, að óþrifnaður og mengun hljótist ekki af og skal hafa með þeim eftirlit.
45.2. Móttökustöðvar skulu vera í a.m.k. 500 m fjarlægð frá íbúðarhverfum, skólum, matvælaframleiðslu- og sölustöðum, heilbrigðisstofnunum eða öðrum dvalarstöðum fólks.
46. gr.
46.1. Bannað er að fleygja rusli og úrgangi á fjörur, í sjó, ár og læki eða annars staðar, þar sem landspjöll eða mengun hlýst af. Sama gildir um gangstéttir, götur og vegi.
47. gr.
47.1. Utan þéttbýlis, þar sem ekki fer fram reglubundin sorphirða, skal koma úrgangi fyrir á þann hátt, að hvorki hljótist af óþrifnaður, sýkingarhætta, útlitsspjöll né önnur mengun. Sama gildir um urðun dauðra dýra og sláturúrgangs.
48. gr.
48.1. Að öðru leyti skal gætt ákvæða 3. gr. þessarar reglugerðar svo og annarra laga, reglugerða og samþykkta um sorp og sorphirðingu, sem gilda fyrir sveitarfélagið eða landið allt.
VI. KAFLI
Um meindýr, ónytjadýr og vargfugla.
49. gr.
49.1. Heilbrigðisnefnd skal mæla fyrir um aðgerðir til upprætingar á rottum, músum, vargfugli, dúfum og öðrum fuglum, einnig skordýrum og öðrum hryggleysingjum, sem valdið geta tjóni eða óþrifnaði eða sýkingarhættu eða eru til ama í eða við híbýli manna í gripahúsum, vöruskemmum, farartækjum og víðar ef þörf krefur.
49.2. Nefndin getur bannað afnot húsakynna og farartækja uns dýrin hafa verið upprætt, sbr. gr. 49.1.
49.3. Þá getur nefndin krafist þess að hús séu gerð músa- og rottuheld. 50. gr.
50.1. Húsráðendur og umráðamenn 1óða skulu eftir föngum halda húsum sínum og eignum lausum við meindýr, m.a. með því að gera húsin rottuheld.
50.2. Verði meindýra vart skal tilkynna það heilbrigðisnefnd, sem gerir viðeigandi ráðstafanir til útrýmingar dýrunum.
Undantekningarlaust ber að tilkynna um rottugang. 51. gr.
51.1. Þegar þurfa þykir skal heilbrigðisnefnd gera sérstakar ráðstafanir til útrýmingar á rottum og músum í einstökum sveitarfélögum eða hluta þeirra.
52. gr.
52.1. Enginn má flytja búföng sín eða annan varning úr eða í húsnæði, þar sem meindýra hefur orðið vart, nema fullnægjandi ráðstafanir hafi verið gerðar til að útrýma þeim.
52.2. Þeir sem vilja selja notaðan fatnað, sængurföt, húsgögn og annan varning skulu ganga úr skugga um að þessi varningur sé laus við meindýr. Verði þeirra vart skal útrýma þeim í samráði við heilbrigðisnefnd.
53. gr.
53.1. Þegar notuð eru eiturefni til útrýmingar á refum, minkum og/eða vargfugli skal hafa um það samráð við heilbrigðisnefnd.
53.2. Heilbrigðisnefnd getur fyrirskipað, að eitruð hræ séu fjarlægð og þeim fyrirkomið á viðunandi hátt innan tiltekins tíma.
54. gr.
54.1. Sveitarstjórn/heilbrigðisnefnd skal gera ráðstafanir til útrýmingar á villiköttum, flækingshundum og öðrum ónytjadýrum.
54.2. Sveitarstjórn er heimilt að ákveða með samþykkt, er heilbrigðismálaráðuneytið staðfestir, að takmarka eða banna hundahald og annað gæludýrahald í lögsagnarumdæminu.
55. gr.
55.1. Að öðru leyti skal gæta ákvæða 3. gr. þessarar reglugerðar, ákvæða laga um eiturefni og hættuleg efni nr. 52/1988, ákvæða laga um eyðingu á refum og minkum svo og annarra laga, reglugerða og samþykkta um meindýr og ónytjadýr, sem gilda fyrir sveitarfélagið eða landið allt.
VII. KAFLI
Um íbúðarhúsnæði.
56. gr.
56.1. Heilbrigðisnefnd hefur eftirlit með leiguíbúðum, kjallaraíbúðum og öllum íbúðum, sem ætla má, að teljist heilsuspillandi eða lélegar og gengst fyrir skoðun á þeim reglulega.
56.2. Ekki má nota húsnæði sem íbúð ef það getur talist heilsuspillandi á einn eða annan hátt að mati heilbrigðisnefndar.
Nefndin getur bannað afnot íóúða ef hún telur þær hættulegar heilsu íbúanna, sama gildir um endurútleigu slíkra íóúða. Skal þar ekki síst tekið tillit til velferðar barna og gamalmenna. Þinglýsa skal slíku banni.
56.3. Sérhver bygging með íbúðarhúsnæði skal vera þannig gerð og við haldið að hvorki þeir sem í henni dveljast né nálægir íbúar hljóti heilsutjón eða óþægindi af.
57. gr.
57.1. Eigendum er skylt að halda leiguíbúðum vel við, enda skulu þær fullnægja eftirtöldum lágmarkskröfum:
57.1.1. Hæfileg forstofa skal fylgja íbúðinni og sé þar rými fyrir geymslu yfirhafna.
57.1.2. Greiður aðgangur skal vera að salerni og baðklefa, með baðtækjum, sem fylgja íbúðinni.
57.1.3. Nægilegt neysluhæft heitt og kalt vatn skal vera tiltækt í íbúðinni, svo og fullnægjandi fráveita frá henni.
57.1.4. Aðgangur skal vera að fullnægjandi þvottaaðstöðu.
57.1.5. Hæfileg geymsla skal fylgja íbúðinni og skal hún vera vel loftræst.
57.1.6. Aðstaða skal vera í íbúðinni til að matreiða.
57.2. Sérhverjum húseiganda skal ennfremur skylt að sjá um að:
57.2.1. haldið sé við skolpræsum, salernisskálum, handlaugum, baðtækjum og eldhúsvöskum í húsinu,
57.2.2. allar innanhúslagnir séu í góðu lagi,
57.2.3. hæfileg birta fáist um glugga sem hægt sé að opna beint út, enda sé stærð rúðuflatar eigi minna en 1/10 af gólfflatarmáli herbergis þess, sem þeim er ætlað að lýsa, 57.2.4. fullnægjandi loftræsting sé út úr hverju salerni,
57.2.5. fullnægjandi loftræsting og birta sé í hverju baði, eldunarplássi, gangi og stiga, 57.2.6. stigum sé haldið vel við og á þeim séu örugg handrið,
57.2.7. herbergi séu vel rakavarin, hæfilega hlý og laus við hávaða og önnur óþægindi frá nærliggjandi húsnæði eða rekstri.
58. gr.
58.1. Hafa skal til viðmiðunar að lágmarksfjöldi íbúðarherbergja miðað við íbúa sé sem hér segir:
1 herbergi . . . . . . . 2 íbúar 4 herbergi . . . . . . 7 1/2 íbúar
2 herbergi . . . . . . . 3 íbúar 5 herbergi . . . . . . . 10 íbúar
58.2. Herbergi sem er minna en 7 fermetrar að gólfflatarmáli eða mjórra en 2.20 m telst ekki íbúðarherbergi.
58.3. Hafa skal til viðmiðunar að lágmarks herbergjastærð miðað við íbúafjölda sé sem hér segir:
12 fermetrar . . . . . 2 íbúar 7 fermetrar . . . . . . 1/2 íbúi
10 fermetrar . . . . 11/2 íbúi
58.4. Barn á aldrinum 1-10 ára telst hálfur íbúi. Ekki er hér tekið tillit til yngri barna en 1 árs.
59. gr.
59.1. Húseigendum er skylt að halda húsum sínum hreinum utan sem innan. Ennfremur er þeim skylt að halda húsum sínum við að utan og innan á fullnægjandi hátt.
60. gr.
60.1. Hollustuvernd ríkisins getur sett reglur um fyrirkomulag fráveitna, meðferð sorps og annars úrgangs frá sumarbústöðum og öðrum þess konar húsum sem að jafnaði eru notuð hluta úr ári. Ennfremur ber að gæta ákvæða 34.1 og 47.gr. þessarar reglugerðar.
61. gr.
61.1. Þar sem holræsi er ekki fyrir hendi, sem hægt er að leiða í skólp frá húsi, skal veita skólpinu í rotþró og ganga þannig frá henni, að ekki valdi óþrifnaði eða óhollustu, sbr. einnig gr. 34.1.
61.2. Rotþró skal sýnd á holræsateikningu hússins.
62. gr.
62.1. Olíugeymar, leiðslur og tilheyrandi búnaður við hús, skulu þannig gerðir og staðsettir að ekki valdi hættu, óþrifnaði og náttúruspjöllum.
62.2. Olíugeymar skulu gerðir úr varanlegu efni og þannig staðsettir að ekki geti runnið frá þeim í vatnsból, fjær eða nær.
63. gr.
63.1. Að öðru leyti ber að gæta ákvæða byggingarsamþykkta og annarra laga og reglugerða, sem um þetta efni fjalla og gilda fyrir sveitarfélagið eða landið allt.
VIII. KAFLI
Um gististaði, veitingastaði og aðra matsölustaði.
64. gr.
64.1. Gististaður er hvert það hús eða húshluti, þar sem menn dveljast næturlangt fyrir borgun.
64.2. Gólfflötur eins manns svefnherbergis skal vera a.m.k. 7 m2 og tveggja manna svefnherbergis 12 m2.
64.3. Sængurfatnaður skal ætíð vera þokkalegur, heill, hreinn og laus við ólykt. 64.4. Ávallt skal skipt á rúmfatnaði áður en nýjum gesti er vísað til sængur.
64.5. Gestir skulu hafa aðgang að salerni og baði, sbr. gr. 35 enda sé það aðskilið frá sambærilegri aðstöðu starfsfólks.
65. gr.
65.1. Lofthæð veitinga- og samkomustaða skal vera a.m.k. 2,5 m og hverjum gesti skal ætla a.m.k. 0.9 m2 gólfflöt. Gólfflötur veitingastaðar ætlaður gestum, að salernisaðstöðu frátalinni, skal vera a.m.k. 30 m2.
65.2. Ekki má vera innangegnt milli veitingastaðar og herbergja, sem rekstrinum eru óviðkomandi.
65.3. Gestir skulu hafa aðgang að snyrtingu sbr. gr. 35.
66. gr.
66.1. Á veitingastöðum, þar sem heitir eða kaldir réttir og drykkir eru framreiddir, skal vera sérstakt eldhús með fullkomnum tækjum til matreiðslu, þvotta á tækjum uppþvotta og handþvotta. Að öðru leyti vísast til ákvæða X. kafla þessarar reglugerðar eftir því sem við getur átt.
66.2. Í eldhúsum skulu vera vélknúin loftræstitæki, með fullnægjandi búnaði ef þurfa þykir.
66.3. Rétti, sem ekki er neytt strax, skal geyma í kælum, þar sem hitastig er við 0-4°C. Þetta gildir þó ekki um heita rétti, sem geyma á minnst við 60°C hita uns þeirra er neytt.
66.4. Kalda rétti, smurt brauð, hrásalat og aðrar slíkar viðkvæmar neysluvörur, skal ætíð geyma í kælirými þar sem hitastig er 0-4°C.
66.5. Hreinsa skal a.m.k. daglega og eftir þörfum öll tæki og áhöld á fullnægjandi hátt.
66.6. Kjötsagir, hakkavélar, áleggsskurðarvélar og önnur vélknúin vinnutæki skulu tekin í sundur og hver hluti þeirra vandlega þrifinn daglega og oftar ef þurfa þykir.
66.7. Þar sem meðhöndlun matvæla fer fram skulu gólf þvegin en ekki þurrsópuð.
67. gr.
67.1. Ekki má bera gestum skörðótt eða sprungin matar- eða drykkjarílát. Matreiðsluáhöld, uppþvottatæki og vinnuborð skulu vera heil og gerð úr efni sem auðvelt er að þrífa.
67.2. Borðbúnað ílát, áhöld og vinnuborð skal þvo á fullnægjandi hátt og sótthreinsa með virkum og viðurkenndum sótthreinsunarlegi hverju sinni eftir notkun. Þurrkur og þvottaklútar skulu yfirleitt vera úr einnota efni, en að öðrum kosti skulu þeir þvegnir og soðnir nægilega oft til að mengun hljótist ekki af.
67.3. Borðdúkar skulu vera hreinir og heilir.
67.4. Dúklaus borð skal þvo hverju sinni eftir notkun.
67.5. Búr, hillur og þess konar ber að þvo eftir þörfum.
67.6. Á veitingastað má ekkert geyma sem ekki er ætlað til daglegra nota og er rekstrinum óviðkomandi.
68. gr.
68.1. Herbergi sem maður haldinn næmum smitandi sjúkdómi hefur gist í, ber að sótthreinsa áður en það er notað að nýju, nema læknir telji óþarft.
68.2. Einnig ber að hreinsa og sótthreinsa rúmfatnað og aðra muni sem hinn sjúki hefur notað.
69. gr.
69.1. Gistiskálar skulu hafa baðaðstöðu fyrir gesti svo og salerni sér fyrir karla og sér fyrir konur.
69.2. Í svefnrýmum gistiskála skal miða við að ekki komi minna rými en 6 m' á hvern gest. Telji heilbrigðisnefnd að aðstæður leyfi má miða við 5 m' á hvern gest.
69.3. Í orlofshúsum sem ætluð eru til útleigu skal vera bað- og salernisaðstaða.
70. gr
70.1. Sækja skal um leyfi heilbrigðisnefndar fyrir veitinga- og gististöðum og orlofshúsum samkvæmt þessum kafla og jafnframt skal gæta ákvæða laga og reglna um veitinga- og gististaði.
71. gr.
71.1. Að öðru leyti skal gætt ákvæða 3. og 9.gr. þessarar reglugerðar, ákvæða gildandi laga nr. 67/1985 og reglugerðar um veitinga- og gististaði nr. 288/1987, svo og annarra laga og reglugerða um þetta efni, sem gilda fyrir sveitarfélagið eða landið allt.
IX. KAFLI
Tjald- og hjólhýsasvæði.
72. gr.
72.1. Að fenginni heimild sveitarstjórnar skulu þeir, sem ætla að starfrækja tjald- og hjólhýsasvæði fyrir ferðafólk, leita leyfis viðkomandi heilbrigðisnefndar.
72.2. Áður en heilbrigðisnefnd samþykkir leyfisveitinguna, ber henni að leita umsagnar hjá Skipulagi ríkisins.
72.3. Í umsókn um tjaldsvæðisleyfi skal gerð grein fyrir staðarvali, stærð svæðis og aðstöðu til vatnsöflunar, hreinlætisaðstöðu og frárennsli. Uppdráttur fylgi umsókn.
72.4. Í leyfi til reksturs eða stækkunar tjaldsvæða, skal taka fram um hámarksfjölda leyfðra tjalda og hjólhýsa.
73. gr.
73.1. Ekki má leyfa tjaldsvæði, þar sem búast má víð ónæði frá nálægri umferð, atvinnurekstri eða annarri starfsemi, ekki heldur þar sem hætta er á ónæði frá tjaldsvæðinu. Ennfremur skal forðast þá staði þar sem hætta er á óþægindum vegna óþrifa, ólyktar, sóts, ryks og þess háttar.
73.2. Við skipulagningu tjaldsvæða og bílastæða, skal þess gætt að fyrirbyggja hugsanlega mengun vatnsbóla.
74. gr.
74.1. Stæði fyrir hjólhýsi, tjöld og bíla skulu hvert um sig vera á sérstökum svæðum. 74.2. Ætla skal hæfilegt svæði undir hvert tjald eða hjólhýsi.
75. gr.
75.1. Alla akvegi til og frá tjaldsvæði, akstursbrautir innan svæðis og bílastæði, skal skipuleggja með umferðaröryggi í huga. Skal þá sérstaklega höfð í huga sú hætta, er börnum að leik getur stafað af. Rykbinda skal þessa vegi ef nauðsyn krefur.
75.2. Girða skal tjaldsvæði af svo framarlega sem það er ekki afmarkað af náttúrunnar hendi t.d. af 1æk eða öðru.Tjaldsvæði skal vera skepnuhelt.
76. gr.
76.1. Á tjaldsvæðum skal séð fyrir nægilegu magni vatns, sem uppfyllir kröfur um neysluvatn. Koma skal í veg fyrir sírennsli vatns með sérstökum búnaði.
76.2. Á tjaldsvæðum skal vera sérstakur staður til uppþvotta og skal þar vera nægilegt nothæft vatn og ekki hætta á að skólp mengi neysluvatn.
77. gr.
77.1. Vatnssalerni skulu notuð þar sem hægt er að koma víð frárennslislögnum í sameiginlega skólpveitu eða rotþró. Verði því ekki víð komið skal skólpi og öðrum fljótandi úrgangi safnað saman og lent burt á þann hátt að ekki hljótist af óþægindi, óþrif eða smithætta.
77.2. Fjarlægð frá salernisbyggingu til næsta tjaldstæðis eða hjólhýsis skal vera minnst 20 m.
77.3. Tæming þurrsalerna skal fara fram svo oft sem nauðsyn krefur. Umhirða og viðhald salerna skal víð það miðast að ekki verði um óþægindi, óþrif eða smithættu að ræða. Fyrir hjólhýsi þarf að vera aðstaða til þess að unnt sé á hreinlegan hátt að tæma og hreinsa kemísk/þurr salerni.
77.4. Fjöldi salerna og handlauga skal vera í samræmi víð fjölda svæðisgesta sbr. 35. gr. í reglugerð þessari.
78. gr.
78.1. Dýraheld sorpílát skulu vera til staðar undir rusli matarleifar og annan úrgang. Tæming skal fara svo oft fram að ekki valdi óþægindum eða óþrifnaði.
79. gr.
79.1. Þeir sem leyfi hafa til reksturs tjaldsvæðis, skulu setja nánari reglur þar sem kveðið er á um skyldur gesta varðandi t.d. snyrtimennsku, háreysti, umferð, meðferð elds og annað er máli skiptir svo sem dýrahalds.
79.2. Öll tjaldsvæði skulu háð gæslu. Á tjaldsvæðum sem í notkun eru yfir alit sumarið skal vera gæslumaður sem sér um að öllum settum reglum sé fylgt.
79.3. Gæslumanni er heimilt að vísa þeim á brott, sem gerast brotlegir víð settar reglur. 79.4. Á sérhverju tjaldsvæði skal vera sjúkrakassi og sjúkrabörur í vörslu gæslumanns.
80 gr.
80.1. Leyfishafa er heimilt að taka gjald af gestum, sem tjaldsvæði nota, til þess að standa straum af kostnaði m.a. við sorphirðu, þrif, hreinsun, gæslu og rekstur. Upphæð gjalds skal miða við þjónustu og aðstæður hverju sinni.
81. gr.
81.1. Að öðru leyti skal gæta 3. gr., 9. gr. og 15. gr. þessarar reglugerðar, lögreglusamþykkta, ákvæða laga og reglugerða um náttúruvernd svo og annarra laga og reglugerða sem um þetta efni gilda fyrir sveitarfélagið eða landið allt.
X. KAFLI
Um meðferð og sölu matvæla og annarra neyslu- og nauðsynjavara.
A. Almenn ákvæði.
82. gr.
82.1. Öll framleiðsla og meðferð matvæla og annarra neysluvara, sem ætlaðar eru til sölu eða dreifingar, þar með talin upphitun á matvælum, skal háð leyfi heilbrigðisnefndar sem getur gert ákveðnar kröfur um hreinlæti og aðra aðstöðu, til þess að tryggja að matvæli verði ekki fyrir mengun eða skemmist á annan hátt.
Við tilbúning og dreifingu á matvælum, neyslu- og nauðsynjavörum, skal gæta þess hreinlætis og þeirrar varkárni, að varan óhreinkist ekki til skemmda eða spillist á annan hátt.
82.2. Matvæli, neyslu- og nauðsynjavörur má ekki hafa á boðstólum né dreifa manna á meðal, þegar þær geta talist miður hæfar til neyslu eða notkunar vegna hættulegra breytinga, skemmda, óhreininda eða af öðrum ástæðum.
82.3.1. Rannsóknir á matvælum sem gerðar eru vegna eftirlits samkvæmt lögum nr. 81/1988 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit skal framkvæma á rannsóknastofum, sem nota aðferðir, sem Hollustuvernd ríkisins viðurkennir.
82.3.2. Heilbrigðisnefnd getur ákveðið að matvæli og aðrar neysluvörur, sem samkv. 82. gr. eru óhæfar eða miður hæfar til neyslu, verði eyðilagðar eða á annan hátt gerðar óskaðlegar á kostnað eiganda eða framleiðanda.
82.4.1. Heilbrigðisnefnd getur einnig fyrirskipað, að matvæli og aðrar neysluvörur skuli seljast innan tiltekins tíma, t.d. eftir sérstaka meðferð og með sérstakri yfirlýsingu eftir fyrirmælum heilbrigðisnefndar.
82.4.2. Framleiðendum viðkvæmra matvæla er óheimilt að taka við slíkum vörum, sem sölu- og dreifingaraðili óskar að endursenda til framleiðanda.
82.5.1. Matvæli og aðrar neyslu- og nauðsynjavörur, teljast hafðar á boðstólum á dreifingarstað, sé þær þar að finna.
82.5.2. Matvæli, neyslu- og nauðsynjavörur, sem finnast kunna á framleiðslustað eða í húsakynnum viðkomandi framleiðslustaðar, sem slíkar vörur framleiðir, skulu taldar framleiddar þar nema annað sé sannað.
82.5.3. Bannað er að geyma ónothæf tæki eða áhöld á framleiðslu-, dreifingar- eða sölustöðum og matvælageymslum fyrirtækja eða annað sem ekki tilheyrir starfseminni.
82.6. Við tilbúning á matvælum og öðrum neysluvörum, sem bjóða á til sölu eða hafa á boðstólum eða dreifa manna á meðal má ekki nota önnur aukefni en þau, sem leyfð eru í gildandi lögum og reglugerðum, eða auglýsingum ráðherra.
82.7. Heilbrigðisnefnd getur bannað sölu og neyslu matvæla og annarra neysluvara, sem reynast vera falsaðar, svo sem vegna merkinga, auglýsinga, útlits eða umbúða og þess háttar eða illa gerðar, jafnvel þótt þær séu í sjálfu sér hæfar til neyslu.
82.8. Matvæli, neyslu- og nauðsynjavörur má ekki hafa á boðstólum eða dreifa manna á meðal á nokkurn þann hátt, sem fallinn er til að blekkja kaupanda eða móttakanda á uppruna þeirra, tegund, samsetningu, eðli, áhrifum, magni eða öðru þess háttar. Þegar dæmt er um þessi atriði, skal sérstaklega tekið tillit til þess nafns, sem vörunni er gefið og þeirra upplýsinga, sem um hang eru birtar í auglýsingum, hvort heldur er í orðum eða myndum, sem festar eru á vöruna sjálfa eða á umbúðir hennar eða á annan hátt.
82.9. Nafn á matvælum, neyslu- og nauðsynjavörum telst blekkjandi þegar:
a) í vöruna vantar að nokkru eða öllu leyti einhver þau efni eða vöruna skortir þá eiginleika sem varan eftir tíðkanlegri merkingu nafnsins á að innihalda eða hafa til að bera,
b) þegar aðskotaefni eru í vörunni,
c) í vörunum eru leifar af hráefnum eða öðrum efnum, sem bætt er í þær meðan á framleiðslu stendur í hærra hlutfalli en vera ber eftir tíðkanlegri merkingu nafnsins.
82.10.1. Matvæli og aðrar neysluvörur má ekki selja á götum úti nema heilbrigðisnefnd hafi veitt leyfi til þess.
82.10.2. Heilbrigðisnefnd skal einungis leyfa götuverslun með matvæli og aðra neysluvöru, ef slíkur verslunarmáti hefur ekki í för með sér óþægindi og/eða óhollustu í sambandi við geymslu, flutninga eða sölu þeirra sérstöku matvæla og neysluvöru, sem um er að ræða hverju sinni.
82.10.3. Nú er um að ræða götuverslun úr vögnum, og skal þá vagninn vera greinilega merktur með nafni og heimilisfangi eigandans.
82.11. Ákvæði 83. gr. skulu einnig gilda um götuverslun eftir því sem við getur átt.
82.12.1. Framleiðsla neysluvöru á heimilum til sölu er óheimil. Heilbrigðisnefnd getur þó vent heimild til þess í sérstökum tilvikum.
82.12.2. Ekki má vera innangegnt milli framleiðslustaða, neysluvörubúða eða neysluvörugeymsla og íbúðarherbergja eða annarra herbergja sem rekstrinum eru óviðkomandi.
82.13.1. Óheimilt er að selja eða bjóða til sölu kjöt og kjötvöru, nema að kjötið hafi verið heilbrigðisskoðað og stimplað í viðurkenndu sláturhúsi.
82.13.2. Þegar villibráð og egg villtra fugla eru boðin almenningi, skal þannig um vöruna búíð að ekki valdi óþrifnaði, smithættu og annarri mengun.
82.14. Í kaupstöðum og kauptúnum er óheimilt að slátra búfé utan sláturhúsa, enda þótt afurðir séu ætlaðar til heimilisnota eingöngu.
82.15. Öll heimaslátrun utan kaupstaða og kauptúna er óheimil. Ábúandi lögbýlis í strjálbýli má þó slátra hæfilegum fjölda af eigin búfé, heima á lögbýlinu, sé það eingöngu ætlað til heimilisnota á lögbýlinu. Með öllu er óheimilt að selja slíkt kjöt eða á annan hátt dreifa því frá lögbýlinu, t.d. til gjafa, vinnslu eða frystingar.
82.16.1. Óheimilt er að selja í fiskbúðum eða öðrum verslunum óslægðan fisk. Fjarlægja skal tálkn og nýru (blóðrönd) úr laxi og silungi. Allur neyslufiskur skal vera hreinn, óskemmdur, ómarinn og að öllu leyti óaðfinnanlegur. Allar tegundir neyslufisks skulu hafa verið lifandi blóðgaðar. Þó eru undanþegnar þessu ákvæði þær tegundir sem ekki eru almennt lifandi blóðgaðar svo sem síld, karfi og loðna.
82.16.2. Ekki má láta fisk liggja á gólfi í búð eða geymslu.
82.17. Neyslufisk, sjó- eða vatnafisk, ferskan, reyktan og saltaðan, skal selja í sérstökum fiskverslunum. Þó getur heilbrigðisnefnd vent heimild til að slíkur fiskur sé seldur í öðrum verslunum, enda sé fiskurinn geymdur í og afgreiddur úr sérstökum kæli.
82.18. Heilbrigðisnefnd getur heimilað sölu á annarri vöru en fiskafurðum í fiskverslunum. 82.19. Sjómönnum sem annast sjálfir sölu á nýjum fiski úr báti eða á lendingarstað er heimil slík starfsemi. Heilbrigðisnefnd getur, ef ástæða þykir til, gefið út sérstök fyrirmæli varðandi sölu á fiski og fiskmeti utan venjulegra dreifingastaða.
82.20. Fiskhjallar (skreiðarhjallar) til þurrkunar á fiski mega ekki vera nær íbúðarhúsum en 500 m.
82.21. Fiskhjalla má eigi reisa nær móttöku sorps eða annarri mengandi starfsemi en 500 m.
B. Starfsfólk.
83. gr.
83.1. Starfsfólk, sem vinnur við fyrirtæki, sem eru leyfisskyld samkvæmt 9. gr. þessarar reglugerðar og sem er við afgreiðslu, býr til, sýslar með eða kemur á annan hátt í snertingu við matvæli og aðrar neyslu- og nauðsynjavörur, skal ástunda strangasta persónulegt hreinlæti og þrifnað í meðferð vörunnar og taka af sér hringa og annað skraut við störf sín. Hendur skal ávallt þvo áður en vinna hefst, eftir matar- og kaffihlé og strax eftir að þær hafa komist í snertingu við eitthvað sem óhreinkar þær, m.a. eftir notkun salernis, eftir tóbaksnotkun og annars svo oft sem þurfa þykir.
83.2. Starfsfólk, sem fæst við viðkvæmar mat- og drykkjarvörur, skal klætt hreinum og heilum vinnufötum og hafa höfuðfat (hettu, skýluklút, hárnet eða húfu). Heilbrigðisnefnd getur ákveðið að vinnuföt, höfuðbúnaður og skófatnaður skuli vera hvítur og getur krafist notkunar einnota búnaðar s.s. hanska og annarra hlífðarfata. Óheimilt er að fara í vinnufatnaði út fyrir vinnustað. Skal hann skilinn eftir í fatageymslu starfsfólks.
83.3. Starfsfólk skal hafa aðgang að matar- og/eða kaffistofu og ennfremur greiðan aðgang að sér salerni með handlaug, sápuskammtara, naglabursta og einnota handþurrkum. Í fyrirtækjum þar sem starfa 8 manns eða fleiri á vakt í einu, skulu karlar og konur hafa sér fataskiptarými. Heilbrigðisnefnd getur krafist steypibaða fyrir starfsfólk, þar sem þess er þörf að mati nefndarinnar.
83.4. Fólk, sem er með húðsjúkdóma á háu stigi eða smitandi húðsjúkdóma eða er með óhrein sár eða óhreinar umbúðir á höndum og handleggjum, má ekki vinna við framleiðslu, flutning eða sölu matvæla eða annarrar neysluvöru. Sama gildir um fólk með smitandi sjúkdóma eða sem vitað er eða grunur leikur á, að séu smitberar slíkra sjúkdóma, nema fyrir liggi læknisvottorð um að ekki sé nein hætta á að vörurnar mengist af þessum sökum.
83.5. Heilbrigðisnefndir geta krafist læknisskoðunar þegar starfsfólk er ráðíð til starfa víð leyfisskyld fyrirtæki samkvæmt 9. gr þessarar reglugerðar. Ennfremur getur heilbrigðisnefnd krafist reglulegra heilsufarsskoðana starfsfólks, sem vinnur í fyrirtækjum, sem framleiða, matbúa og/eða sýsla með mat og drykkjarföng, sem ætluð eru til sölu.
C. Húsakynni.
84. gr.
84.1.1. Í fyrirtækjum, þar sem matvæli og aðrar neysluvörur eru framleiddar, geymdar eða seldar, skulu húsakynni vera rúmgóð, björt og með fullnægjandi loftræstingu. Þar skal ennfremur gætt góðrar umgengni og fullkomins hreinlætis bæði hvað snertir húsakynni og tæki til framleiðslu, geymslu og flutninga. Þá skal þess einnig gætt að matvælafyrirtæki séu eigi staðsett nálægt atvinnurekstri sem getur haft mengandi áhrif á starfsemina.
84.1.2. Húsakynnin mega ekki vera í beinu sambandi víð óskyldan atvinnurekstur eða íbúð.
84.2.1. Söluskálar eru sölustaðir þar sem hvorki eru borð né stólar fyrir viðskiptavini.
84.2.2. Í öllum slíkum söluskálum, hvar sem staðsettir eru skal vera salerni, handlaug og pappírsþurrkur fyrir starfsfólk.
84.2.3. Þar sem söluskálar eru einnig biðskýli, getur heilbrigðisnefnd krafist þess að þvagstæði og salerni séu fyrir gesti.
84.2.4. Séu matvæli ætluð til neyslu á staðnum, með því að hafa stóla og borð í afgreiðslurými skal gestum séð fyrir sér salernisaðstöðu og skal a. m. k. 1 salerni vera fyrir hvort kyn.
84.3. Heilbrigðisnefnd getur, ef ástæða er til, gefið út sérstök fyrirmæli um innréttingu og rekstur fyrirtækja, þar sem framleidd eru, geymd eða seld matvæli og aðrar neysluvörur.
84.4. Ekki má nota það húsnæði, sem viðurkennt hefur verið til sérstakra nota, til annars en það var upphaflega ætlað nema með sérstöku leyfi heilbrigðisnefndar.
84.5. Uppfylli húsakynni ekki ákvæði þessarar greinar um fyrirkomulag, góða umgengni og hreinlæti eða séu húsakynnin að öðru leyti talin óheppileg eða óhæf fyrir starfsemina, þá getur heilbrigðisnefnd bannað starfsemina og fyrirskipað lokun fyrirtækisins, uns umræddum kröfum eða ákvæðum hefur verið fullnægt.
84.6. Ennfremur getur heilbrigðisnefnd gefið út bráðabirgða fyrirskipanir um bann gegn notkun hlutaðeigandi húsakynna, þegar hætta er álitin vera á útbreiðslu nærnra sjúkdóma, óþrifa eða annars sem hætta getur stafað af í sambandi við þau.
84.7. Lofthæð húsakynna, þar sem til meðferðar eru matvæli og aðrar neysluvörur skal vera a.m.k. 2,5 m.
84.8. Vélknúnum loftræstingartækjum með fullnægjandi búnaði skal komið fyrir þar, sem heilbrigðisnefnd telur þörf á.
84.9. Sérstakt loftræst rými skal vera fyrir ræstiefni, ræstiáhöld og ræstilaug. Slíkt rými skal vera á hverri hæð eða í hverri rekstrareiningu.
84.10.1. Húsakynni skulu vera rottu- og músaheld.
84.10.2. Heilbrigðisnefnd getur gert kröfur um sérstakan útbúnað í þessum húsakynnum til þess að útiloka skordýr (flugur og aðra hryggleysingja).
84.11.1. Gólf kjötvinnslu, kjötverslunar, kjötafgreiðslu eða annarrar viðkvæmrar matvælaframleiðslu skal vera vatnshelt og lagt haldgóðu og varanlegu efni, veggir skulu lagðir haldgóðu og varanlegu efni og loft skulu frágengin á fullnægjandi hátt. Gólf, veggir og loft skulu þannig gerð að auðvelt sé að þrífa þau. Að öðru leyti skulu húsakynni frágengin á viðhlítandi hátt.
84.11.2. Afgreiðsluborð í kjötdeild verslunar skal vera kæliborð (0-4°C), þar sem kjötvörurnar eru vel varðar. Óinnpökkuð matvæli er óheimilt að hafa á boðstólum ofan á kjötafgreiðsluborðum. Fullnægjandi aðskilnaður skal vera á milli soðinna og hrárrar óinnpakkaðrar vöru.
84.11.3. Kæliklefi/kæliskápur og/eða frystiklefi/frystiskápur skal vera í hverri kjötvinnslu, kjötverslun og kjötafgreiðslu.
84.11.4. Óheimilt er að hlaða vörum í kæli- og frystitæki nema í samræmi við mörk þau sem framleiðendur þessara tækja setja. Geymsla kælivöru ofan á opnum frystikistum er óheimil.
84.11.5. Stærð kæli- og frystigeymslu á sölustað skal miðast við, að þær rými a.m. k. það magn kæli- og frystivöru, sem selst á söluhæsta degi vikunnar.
84.12.1. Kæli- eða frystiaðstaða í fiskverslunum og fiskafgreiðslum, skal vera sambærileg þeirri er um getur í gr. 84.11.2-5.
84.12.2. Búðarborð skulu vera skúffulaus og klædd ryðfríum stálplötum eða öðru jafngildu. Skal þannig frá þeim gengið, að auðvelt sé að hreinsa þau og undir þeim. Fiskafgreiðsluborð skal jafnframt vera kæliborð (0-4°C).
84.12.3. Í verslun eða vinnslurými fyrir fisk skal vera aðstaða til fiskþvottar þar sem við á. Þar skulu einnig vera lokuð og þétt ílát undir fiskúrgang og ber að tæma þau og hreinsa daglega.
84.13.1. Jafnan skal þess gætt að hitastig í vinnusölum, þar sem unnið er við kjöt, fisk og önnur viðkvæm matvæli, sé sem næst 12°C.
84.13.2. Sérstök upphituð aðstaða skal ætluð starfsfólki til fataskipta og skemmri dvalar sbr. gr. 84.13.1.
84.14. Hæfilegur fjöldi handlauga með heitu og köldu vatni ásamt skammtara með sótthreinsandi sápulegi og einnota pappírsþurrkum skal vera þar sem unnið er við eða afgreidd eru óinnpökkuð viðkvæm matvæli.
D. Tæki og áhöld.
85. gr.
85.1. Ílát, áhöld, vélar og umbúðir, sem geta komist í snertingu við matvæli, neyslu- og nauðsynjavörur, sem dreift er manna á meðal, skulu vera þannig úr garði gerð að þau skaði ekki né mengi matvælin, neyslu- og nauðsynjavöruna.
85.2. Áhöld og tæki sem notuð eru í kjötvinnslu, kjötdeild verslunar og kjötafgreiðslu og koma í snertingu við kjöt, skulu eingöngu notuð fyrir kjöt og vera úr efnum sem ekki geta valdið mengun í því og þannig gerð að auðvelt sé að þrífa þau og sótthreinsa.
85.3. Áhöld og tæki sem notuð eru í fiskverslun eða fiskdeild verslunar og koma í snertingu við fisk, skulu eingöngu notuð fyrir fisk og vera úr efnum sem ekki geta valdið mengun í honum og þannig gerð að auðvelt sé að þrífa þau og sótthreinsa.
85.4. Áhöld og tæki sem notuð eru við framleiðslu og sölu annarra viðkvæmra matvæla, en sem um getur í gr. 85.2 og 85.3, skulu vera úr efnum sem ekki geta valdið mengun í matvælunum og þannig gerð að auðvelt sé að þrífa þau og sótthreinsa.
85.5. Notkun glerhúðaðra (emeleraðra) íláta og áhalda og svonefndra "patent" tappa (flöskuloka með gúmmíþéttingu) er bönnuð. Ekki má búa um matvæli, neyslu- og nauðsynjavöru í pappír, plast eða aðrar umbúðir, sem eru litaðar, málaðar, gljáðar eða prentaðar með eitruðum litum eða í eru önnur eiturefni t.d. arsen, barium, króm, nikkel, blý, kadmium og kvikasilfur, sem gætu borist í vöruna.
Eingöngu má nota í umbúðir matvæla og annarra neysluvara efni og efnasambönd sem ekki skaða heilbrigði manna.
E. Meðferð matvæla.
86. gr.
86.1. Heilbrigðisnefnd er heimilt að hafa til sýnis á áberandi stað í fyrirtækjum og öðrum eftirlitsskyldum stöðum fyrirmæli, sem hún lætur í té og fela í sér einstök atriði sem henni þykja ástæður til að leggja áherslu á í sambandi við framleiðslu, geymslu, sölu og dreifingu matvæla og annarra neysluvara.
86.2. Ekki má handfjatla óinnpakkaða vöru sem ætluð er til neyslu eins og hún kemur fyrir fullframleidd, heldur skal við afgreiðslu á henni nota tengur, spaða, skeiðar, gaffla eða annað, sem til þess er ætlað. Heimilt er þó að haga afgreiðslu grænmetis og ávaxta á annan hátt.
86.3. Til innpökkunar má einungis nota hreinan umbúðapappír eða annað jafngilt.
86.4. Heilbrigðisnefnd getur bannað notkun hættulegra efna og aðferða við framleiðslu matvæla og annarra neysluvara.
86.5. Einnig getur heilbrigðisnefnd bannað geymslu á eitruðum eða hættulegum efnum þar sem matvæli neyslu- og nauðsynjavörur eru búnar til, geymdar eða hafðar á boðstólum.
86.6. Ekki má rjúfa umbúðir, vega í sundur, blanda eða umhella eiturefnum og hættulegum efnum í matvæla- eða neysluvöruverslunum eða þar sem unnið er við framleiðslu neysluvara.
86.7.1. Í verslunum þar sem á boðstólum eru neyslu- og nauðsynjavörur skal vera hæfilegur aðskilnaður milli neysluvöru og þeirrar nauðsynjavöru sem inniheldur lyktarsterk og/eða hættuleg efni.
86.7.2. Neysluvöru er óheimilt að selja á olíu- og bensínafgreiðslustöðvum nema að fullnægjandi aðskilnaður sé á milli neysluvara og annars söluvarnings á stöðvunum að mati heilbrigðisnefndar.
86.8. Umbúðir fyrir matvæli og aðrar neysluvörur skulu merktar samkvæmt gildandi reglugerð um merkingu umbúða fyrir matvæli og aðrar neysluvörur.
86.9. Bannað er að geyma súrmat í málmhúðuðum ílátum.
86.10. Um framleiðslu og dreifingu á mjólk og mjólkurvörum fer samkvæmt gildandi mjólkurreglugerð.
86.11. Mjólk og mjólkurvörur má ekki selja á götum úti nema að fengnu leyfi heilbrigðisnefndar.
86.12. Hverskonar blanda, sem notuð er í ísvörur skal gerilsneydd.
86.13. Vara sem seld er í brauðbúðum, má ekki neyta þar inni nema húsakynni og annar búnaður sé til þess gerður og heilbrigðisnefnd hafi veitt leyfi til.
86.14. Neysluvörur sem seldar eru úr sjálfsala, skulu vera í neytendaumbúðum og sjálfsalinn þannig útbúinn og viðhaldið að neysluvaran geymist þar á óaðfinnanlegan hátt. Afla ber leyfis heilbrigðisnefndar áður en sjálfsali er tekinn í notkun.
F. Flutningar.
87. gr.
87.1.1. Við flutning matvæla og annarra neysluvara skal þess gætt að varan óhreinkist ekki eða spillist á neinn hátt. Öllum farartækjum sem ætluð eru til flutninga á matvælum og öðrum neysluvörum skal haldið vel hreinum. Flutningarými þeirra skal vera lokað, hreinlegt, þrifalegt og vel við haldið og ávallt þrifið sérstaklega áður en það er notað til matvælaflutninga.
87.1.2. Sérstakar grindur og aðrar umbúðir sem notaðar eru oftar en einu sinni til flutnings matvæla og annarra neysluvara, skal haldið hreinum og þær geymdar á þann hátt að þær óhreinkist ekki.
87.2. Flutningur á fiski til fiskverslana eða annarra verslana skal fara fram í kössum í lokaðri bifreið. Við flutning á fiski skal ætíð gæta fyllsta hreinlætis og nota kassa sem auðvelt er að þrífa.
87.3.1. Rými fyrir flutning viðkvæmra matvæla í bifreiðum skal vera gluggalaust og ávallt aðskilið frá rými bifreiðastjóra.
87.3.2. Öll matvæli sem geymast eiga í kæli skulu flutt á milli staða í þar til gerðum kælum við 0-4°C.
Öll matvæli sem geymast eiga í frysti skulu flutt á milli staða í þar til gerðum frystum við -20°C.
87.4. Verði þessum ákvæðum greinar 87.3.2. sannanlega ekki við komið getur heilbrigðisnefnd veitt heimild til að haga flutningum á annan hátt, enda sé tryggt að matvælin spillist ekki.
88. gr.
88.1. Ennfremur skal gæta ákvæða 3. og 9. gr. þessarar reglugerðar, svo og annarra laga og reglugerða, sem fjalla um framleiðslu, sölu og meðferð hverskonar matvæla og annarrar neysluvöru og gilda fyrir sveitarfélagið eða landið allt.
XI. KAFLI
Um skóla, kennslustaði og barnaheimili, þar með talin sumardvalarheimili, dagvistarheimili og gæsluvellir.
89. gr.
89.1. Eigi má setja á fót stofnun skv. þessum kafla, nema heilbrigðisnefnd hafi vent leyfi af sinni hálfu.
89.2. Jafnan skal farið að fyrirmælum heilbrigðisnefndar um allt er varðar hreinlæti, heilbrigðishætti og slysahættu.
89.3. Einnig þarf leyfi heilbrigðisnefndar, ef húsakynnum eða starfsemi er breytt og ef eigendaskipti verða.
89.4. Með umsókn skal fylgja teikning og nákvæm lýsing á starfseminni.
89.5. Þá skal leita samþykkis heilbrigðisnefndar, áður en skólahúsnæði er tekið til annarra nota en í leyfi heilbrigðisnefndar greinir.
89.6. Undanþegnir umsóknarskyldu eru kennslustaðir, þar sem nemendur eru ekki fleiri en 6 og kennslan stendur ekki lengur en eina klukkustund í senn, svo og heimili sem taka fimm börn eða færri til gæslu daglangt.
90. gr.
90.1. Húsnæði, sem um er rætt í þessum kafla, skal fullnægja lágmarkskröfum um íbúðarhúsnæði, sbr. VII. kafla.
90.2. Húsnæði, sem um er rætt í þessum kafla skal ekki vera í beinu sambandi við neina þá starfsemi, sem hætta eða óþægindi geta stafað af.
91.gr.
91.1. Áður en heilbrigðisnefnd veitir leyfi til starfrækslu, skal hún hafa gengið úr skugga
um, að eftirfarandi kröfum sé fullnægt:
91.1.1. Stofnunin skal þannig staðsett, að hún verði ekki fyrir óþægindum vegna hávaða frá umferð, atvinnurekstri eða annarri starfsemi.
91.1.2. Lóð stofnunarinnar skal vera hæfilega stór og hús vel staðsett á lóðinni og leikvöllur þannig gerður, að hann gefi hæfilega athafnamöguleika án slysahættu. Lóð skal afgirt þar sem það á við.
91.1.3. Góð aðstaða skal vera til lækniseftirlits. 91.1.4. Loftræsting skal vera í góðu lagi.
91.1.5. Dagsbirta og lýsing skal vera góð. Góð dagsbirta miðast við gluggastærð í hlutfalli við gólfflöt (1/6 í skólum). Gott ljós af lampa telst fyrir skólastofur 500-1000 lux. Heimilt er að hafa lýsingu á göngum í skólum breytilega, þannig að möguleiki sé á góðri lýsingu við ræstingu, en minni þess utan.
91.1.6. Innanstokksmunir skulu vera þeirrar gerðar, að hæfi nemendum. 91.1.7. Í skólum skal vera greiður aðgangur að sértækjum með drykkjarvatni.
91.1.8. Í skólanum skal vera hæfilegur fjöldi góðra snyrtiherbergja (sbr. grein 35.2.1.). 91.1.9. Hljóðeinangrun og hljómburður skal vera góður.
91.1.10. Hæfileg aðstaða skal vera til leikfimiiðkana (í skólum m.a.) með fullnægjandi baðaðstöðu.
91.1.11. Leiktæki skuli ávallt þannig gerð og við haldið að ekki hljótist af slys við eðlilega notkun þeirra.
92. gr.
92.1. Sérstaklega skal sótt um leyfi heilbrigðisnefndar, ef matur eða aðrar neysluvörur eru látnar börnum og unglingum í té í stofnuninni. Skal í umsókn getið um, hvers konar neysluvara verði á boðstólum.
92.2. Í þeim stofnunum þar sem matur er í té látinn skal þess gætt að næringarþörf barna, unglinga og annarra sé fullnægt og matargerð framkvæmd af þar til hæfu starfsfólki, enda búi yfirmaður í eldhúsi yfir fullnægjandi menntun til þess starfs.
92.3. Að öðru leyti fer um tilbúning, geymslu og sölu neysluvöru í þessum stofnunum eftir þeim reglum, sem í gildi eru á hverjum tíma.
93. gr.
93.1. Aðstaða starfsfólks varðandi heilbrigðishætti skal vera fullnægjandi að dómi heilbrigðisnefndar.
94. gr.
94.1. Skólalæknir/trúnaðarlæknir semur skýrslu um slys er orðið hafa í stofnunum, sem um er rætt í þessum kafla og sendir heilbrigðisnefnd afrit af henni svo fljótt sem auðið er.
95. gr.
95.1. Í húsakynnum skal vandleg ræsting fara fram minnst einu sinni á dag og almenn hreingerning á öllu húsnæði a.m.k. einu sinni á ári.
96. gr.
96.1. Ávallt skal meira en 1,4 m2 gólfflatar koma á hvern nemanda í kennslustofu í skóla, en meira en 3-4,5 m2 gólfflatar á barn í leikstofum í barnaheimilum.
96.2. Fer það eftir aldri barna og tilgangi stofnunarinnar, hvers gólfflatar skal krafist.
97. gr.
97.1. Í skólum og dagvistarheimilum gilda ákvæði löggjafar um heilsuvernd í skólum eins og hún er á hverjum tíma.
97.2. Verði læknir eða annað hjúkrunarfólk við störf sín í þessum stofnunum vart við að heilbrigðishættir séu ófullnægjandi skal það koma ábendingum á framfæri við heilbrigðisnefnd.
98. gr.
98.3 Að öðru leyti ber að gæta ákvæða þessarar reglugerðar, svo og ákvæða annarra laga og reglna um þetta efni, sem gilda fyrir sveitarfélagið eða landið allt.
XII. KAFLI
Um rakarastofur, hárgreiðslustofur, hvers konar snyrtistofur og sólbaðsstofur.
99. gr.
99.1. Eigi má hefja rekstur stofnana eða fyrirtækja samkvæmt þessum kafla nema heilbrigðisnefnd haft áður vent samþykki sitt til starfseminnar og farið hafi verið eftir fyrirmælum nefndarinnar um hreinlæti og hollustuhætti. Sama gildir um meiri háttar breytingar á húsnæði eða rekstri, sem og þegar eigendaskipti verða.
100. gr.
100.1. Tilkynna skal heilbrigðisnefnd, ef upp kemur næmur eða grunsamlegur sjúkdómur meðal starfsfólks eða viðskiptamanna fyrirtækisins, sem ætla mætti að tengist fyrirtækinu. Skal fara eftir fyrirmælum heilbrigðisnefndar um viðeigandi aðgerðir.
100.2. Starfsfólk skal gæta fyllsta þrifnaðar, vera snyrtilegt til fara og klæðast sérstökum hlífðarfötum við störf.
101. gr.
101.1. Húsakynni skulu fullnægja ákvæðum VII. kafla þessarar reglugerðar eftir því sem við á.
101.2. Starfsfólk og gestir skulu eiga greiðan aðgang að snyrtiherbergjum. Um fjölda salerna, sem og fjölda og tilhögun handlauga og þvottalauga, fer eftir fyrirmælum heilbrigðisnefndar.
101.3. Húsakynni og innanstokksmunir skulu jafnan vera hrein og snyrtileg og vel við haldið.
101.4. Húsakynnin mega ekki vera í beinu sambandi við óskyldan atvinnurekstur eða íbúð.
102. gr.
102.1. Við hvern viðskiptavin á rakarastofum, hárgreiðslustofum og hvers kyns snyrtistofum skal nota hreina hlífðardúka og handklæði.
102.2. Áhöld og tæki skulu þvegin og sótthreinsuð með viðeigandi aðferðum að lokinni notkun við hvern viðskiptavin.
102.3. Starfsfólk fyrirtækis skal þrífa og sótthreinsa sólbekki eftir hverja notkun.
102.4. Á hvern aðgerðarstól eða bekk má ekki koma minna en 5 m2 gólfrými að salernis- og starfsmannaaðstöðu frátalinni.
102.5. Einungis er heimilt að nota sólbekki og perur sem viðurkenndar eru af Geislavörnum ríkisins til notkunar í viðkomandi bekkjum.
103. gr.
103.1. Að öðru leyti ber að gæta ákvæða 3. og 9. gr. þessarar reglugerðar svo og annarra laga og reglugerða, sem gilda um þetta efni fyrir sveitarfélagið eða landið allt.
XIII. KAFLI
Um heilbrigðisstofnanir, hæli, heilsuræktar- og íþróttastöðvar og baðstaðir.
104. gr.
104.1. Þegar heilbrigðisnefnd veitir leyfi til rekstrar heilsuræktar- og íþróttastöðva og baðstaða, skal hún sérstaklega taka afstöðu til hæfilegs fjölda gesta eða þeirra sem samtímis mega dvelja þar.
104.2. Eigi má hefja rekstur stofnana eða fyrirtækja samkvæmt þessum kafla nema heilbrigðisnefnd hafi áður vent samþykki sitt til starfseminnar og farið hafi verið eftir fyrirmælum nefndarinnar um hreinlæti og hollustuhætti. Sama gildir um meiri háttar breytingar á húsnæði eða rekstri, sem og þegar eigendaskipti verða.
104.3. Reglulegt heilbrigðiseftirlit skal vera með sjúkrastofnunum, heilsugæslu- og heilsuverndarstöðvum, sjúkranudd- og þjálfunarstofum, meðferðar- og endurhæfingarstofnunum, stofnunum fyrir aldraða, stofnunum fyrir fatlaða og öðrum tilsvarandi stofnunum, lyfjabúðum, læknastofum, heilsuræktar-og íþróttastöðvum, íþróttahúsum, sundlaugum, almennum baðhúsum, gufubaðstofum, almennum baðstöðum og öðrum hliðstæðum stofnunum, sem heilbrigðisnefnd kann að ákveða.
105. gr.
105.1. Um stofnanir þessar gilda ákvæði VII. kafla eftir því sem við á. Húsnæðið skal ekki vera í beinu sambandi við óskyldan atvinnurekstur eða íbúð.
105.2. Rekstri stofnana skal háttað á þann veg, að heilsa þeirra, sem þangað koma eða sem þar þurfa að dveljast, sé sem best tryggð.
105.3. Í þeim stofnunum þar sem matur er í té látinn skal þess gætt að næringarþörf matargesta sé fullnægt og matargerð framkvæmd af þar til hæfu starfsfólki, enda búi yfirmaður í eldhúsi yfir fullnægjandi menntun til þess starfs.
105.4. Sérstaklega skal þess gætt, að stofnanir þessar verði ekki útbreiðslustaðir sjúkdóma.
Leiki grunur á, að um slíkt geti verið að ræða, skal þegar í stað tilkynna það heilbrigðisnefnd og heilsugæslulækni (yfirlækni) sem hafa samráð um málið og hlíta fyrirmælum hans um allar aðgerðir.
105.5. Heilbrigðisnefnd getur gert kröfu um að starfsfólk þessara stofnana hafi sér salernis- og baðaðstöðu.
106. gr.
106.1. Hollustuvernd ríkisins gefur út fyrirmæli um sótthreinsun vatns í sund- og baðlaugum, um hreinsun tækja, innanstokksmuna og húsnæðis og því um líkt.
106.2. Frítt klór í sundlaugavatni skal vera 0.8-1.2 mg/1 og pH ekki lægra en 7.2 og skal starfsmaður sundlaugar mæla það a.m.k. tvisvar á dag og skrá niðurstöður á þar til gerð eyðublöð. Allar stærri sundlaugar skulu hafa sírita til að mæla frítt klór, sbr. hér að ofan og tæki til að stilla pH vatnsins þannig að gildin verði milli 7,2-8,0.
106.3. Eftirfarandi ákvæði gilda um gerlagróður í sundlaugavatni:
106.3.1. Baðvatnið telst nothæft ef:
a) Kólígerlar eru ekki finnanlegir í 100 ml (MPN<0)
b) Saurkóligerlar eru ekki finnanlegir í 100 ml (MPN<0)
c) Gerlar við 37°C ræktun eru færri en 100/ml.
106.3.2. Baðvatnið telst gallað ef:
a) Kólígerlar í 100 ml eru 1-9 (MPN)
b) Saurkóligerlar í 100 ml eru 1-4 (MPN)
c) Gerlar við 37°C ræktun eru 100-500/ml.
106.3.3. Baðvatnið telst ónothæft ef:
a) Kólígerlar í 100 ml eru 10 eða fleiri (MPN)
b) Saurkólígerlar í 100 ml eru 5 eða fleiri (MPN)
c) Gerlar við 37°C ræktun eru 500 eða fleiri í ml.
107. gr.
107.1. Á sundstöðum og baðstöðum skal gera ráðstafanir til að forðast slysahættu. Þar skulu og jafnan vera gæslumenn, sem kunnáttu hafa í björgun og skyndihjálp.
108. gr.
108.1. Að öðru leyti ber að gæta ákvæða 3., 9. og 35. gr. þessarar reglugerðar, svo og ákvæða annarra laga og reglugerða, sem um þetta efni gilda fyrir sveitarfélagið eða landið allt.
XIV. KAFLI
Um fangelsi og aðrar vistarverur handtekinna manna.
109. gr.
109.1. Í fangelsum skal vera reglubundið heilbrigðiseftirlit eigi sjaldnar en tvisvar á ári. 109.2. Ef uppvíst verður eða grunur leikur á, að vistmaður sé haldinn næmum sjúkdómi eða óþrifakvilla, skal einangra hann og leita ráða heilsugæslulæknis (yfirlæknis) og fara að fyrirmælum hans um meðferð.
110. gr.
110.1. Um fangaklefa í afplánunar- og gæsluvarðhaldsfangelsum gilda ákvæði VII. kafla.
110.2. Bráðabirgða vistarverur handtekinna manna skulu þannig gerðar, að þær valdi ekki þeim sem þar kunna að dveljast, heilsutjóni eða hættu á einn eða annan hátt.
111. gr.
111.1. Stofnanir þær, sem kafli þessi fjallar um, skulu fastráða lækni til eftirlits og skal hann gefa heilbrigðisnefnd árlega skýrslu um það, sem ábótavant er að hans dómi.
112. gr.
112.1. Að öðru leyti ber að gæta ákvæða 3. og 9. gr. þessarar reglugerðar, svo og ákvæða annarra laga og reglugerða, sem um þetta efni fjalla og gilda fyrir sveitarfélagið eða landið allt.
XV. KAFLI
Um samkomuhús.
113. gr.
113.1. Kirkjur, biðsalir, leikhús, kvikmyndahús, skemmtistaðir og önnur samkomuhús skulu þannig útbúin og starfrækt að ekki valdi heilsutjóni þeim er þar dvelja.
114. gr.
114.1. Veggir, gólf og loft samkomuhúsa skulu þannig gerð að auðvelt sé að halda þeim hreinum og skal þeim ávallt vel við haldið. Farið skal að fyrirmælum heilbrigðisnefndar um þrif húsakynna og innanstokksmuna.
115. gr.
115.1. Möguleikar skulu vera til hæfilegrar upphitunar og loftræstingar í samkomuhúsum og í þeim skulu vera salerni, þvagstæði og handlaugar við hæfi, sbr. 35. gr.
116. gr.
116.1. Að öðru leyti skal gæta ákvæða 3., 9. og 149. greinar þessarar reglugerðar, byggingarsamþykkta og annarra laga og reglugerða, sem um þessi efni gilda fyrir sveitarfélagið eða landið allt.
XVI. KAFLI
Um kirkjugarða, bálstofur, líkhús, líkgeymslur og líkflutninga.
117. gr.
117.1. Kirkjugarðar mega ekki vera nær vatnsbóli en 200 m og því aðeins svo nærri, að landi halli frá vatnsbóli og ekki sé hætta á mengun grunnvatns.
117.2. Líkkistur má ekki grafa grynnra en svo, að a.m.k. 1.0 m sé ofan á kistulok.
117.3. Leyfa má, að grafir séu úr steinsteypu, en þó skulu þær vera neðanjarðar og a.m.k. 1.0 m þykkt jarðvegslag ofan á. Í botni slíkra grafa skal vera sandur eða möl eða þannig frá honum gengið á annan hátt, að gröf haldist þurr.
118. gr.
118.1. Líkhús skulu vera úr steinsteypu og þannig gerð, að auðvelt sé að halda þeim hreinum. Gluggar skulu vita í norður. Fullnægjandi niðurfall skal vera í gólfi.
118.2. Í líkhúsum skal vera kælibúnaður svo og rennandi vatn og handlaugar með viðeigandi hreinlætisbúnaði.
119. gr.
119.1. Líkhús skulu þrifin svo oft sem þurfa þykir og ávallt þegar í stað, eftir að þar hafa verið geymd ókistulögð lík.
119.2. Leita skal fyrirmæla heilsugæslulæknis (yfirlæknis) um sótthreinsun, ef í líkhúsi hefur verið geymt lík manns, sem dáið hefur úr næmum sjúkdómi.
120. gr.
120.1. Heilsugæslulæknir (yfirlæknir) getur mælt svo fyrir, að lík manns, er dáið hefur úr næmum sjúkdómi, skuli kistulagt þegar í stað og flutt í líkhús.
121. gr.
121.1. Eigi má grafa upp lík, né opna steinsteyptar grafir nema með leyfi ráðherra, enda sé farið að fyrirmælum heilsugæslulæknis (yfirlæknis) í hvívetna.
122. gr.
122.1. Fundin eða sjórekin lík skal ætíð flytja í líkhús þegar í stað.
123. gr.
123.1. Bálstofur mega ekki vera nær íbúðarhúsum en 200 m, og eigi nær aðalbraut en 50 m.
124. gr.
124.1. Að öðru leyti ber að gæta ákvæða 3. og 9. svo og 23. gr. þessarar reglugerðar, svo og ákvæða annarra laga og reglugerða, sem um þetta efni gilda fyrir sveitarfélagið eða landið allt.
XVII. KAFLI
Um almenn samgöngutæki.
125. gr.
125.1. Vistarverum skipshafna svo og rými ætlað farþegum í skipum, bifreiðum og flugvélum, skal haldið eins hreinum og auðið er. Sama skal gilda um farartæki sem ætluð eru til sjúkraflutninga.
125.2. Um meðferð matvæla, neysluvatns og útbúnaðar hreinlætistækja í skipum, bátum og flugvélum gilda sömu reglur sem á veitingahúsum, eftir því sem við verður komið. Fylgst skal með gæðum neysluvatns í skipum, bátum og flugvélum.
126. gr.
126.1. Ekki má flytja með farþegaskipum og bátum, almenningsvögnum eða flugvélum sjúklinga með næma sjúkdóma, sem sóttvörnum er beitt gegn, nema með leyfi heilsugæslulæknis (yfirlæknis).
127. gr.
127.1. Skipstjórar og útgerðarmenn, bifreiðastjórar og eigendur bifreiða, flugstjórar og eigendur flugvéla, þar með taldar bifreiðar og flugvélar til sjúkraflutninga, bera ábyrgð á að farið sé að fyrirmælum heilsugæslulæknis (yfirlæknis) og heilbrigðisnefndar um allt er lýtur að þrifnaði, sóttvörnum og heilsugæslu í skipum, bátum, bifreiðum og flugvélum.
127.2. Heilbrigðisnefnd getur kyrrsett skip, bifreið og flugvél, ef heilsa farþega og/eða áhafnar er í hættu (t.d. matareitranir, sjúkdómar) og/eða brotið er í bága við fyrirmæli nefndarinnar eða heilsugæslulæknis (yfirlæknis), enda tilkynni nefndin viðkomandi héraðslækni um kyrrsetninguna.
128. gr.
128.1. Öll skip og bátar í íslenskri eigu eða leigu skulu háð heilbrigðiseftirliti.
128.2. Heilbrigðisfulltrúa ber að skoða vistarverur skipverja í fiskibátum, öðrum en dagróðrabátum, ennfremur þeim skipum sem eiga heimahöfn á svæði hans eða hafa þar reglulega viðkomu. Hann skal halda skrá yfir skipin.
129. gr.
129.1. Skráningarstjóri skal eigi skrá mann í skipsrúm ef hann telur líkur á að hann sé haldinn næmum sjúkdómi eða óþrifakvilla, nema gegn framvísun heilbrigðisvottorðs frá lækni.
129.2. Heilbrigðisnefnd getur krafist samskonar heilbrigðisvottorðs af stjórnendum bifreiða til mannflutninga.
130. gr.
130.1. Ef í bát eða skipi verður vart veikinda, sem vera kynni næmur sjúkdómur, skal skipstjóri þegar í stað tilkynna það heilsugæslulækni (yfirlækni-) eða tollþjóni eða hafnarskrifstofu, er tilkynni það þá tafarlaust heilsugæslulækni (yfirlækni) í komuhöfn. Sama gildir um óþrifakvilla, svo sem kláða og 1ús, og ráðstafanir til útrýmingar þeim.
131. gr.
131.1. Nú verður vart við meindýr, t.d. veggjalýs, rottur eða kakkalakka, í skipi eða öðru samgöngutæki og skal þá stjórnandi eða eigandi flutningatækis tafarlaust tilkynna það heilbrigðisnefnd og heilsugæslulækni (yfirlækni) eða tollþjóni eða hafnarskrifstofu, sem þegar tilkynnir það heilbrigðisnefnd og heilsugæslulækni (yfirlækni), sem gera nauðsynlegar ráðstafanir.
132. gr.
132.1. Hafnsögumenn, tollþjónar, skipaskoðunarmenn, bifreiðaeftirlitsmenn, flugvélaeftirlitsmenn og aðrir eftirlitsmenn með samgöngutækjum skulu tilkynna heilbrigðisnefnd og heilsugæslulækni (yfirlækni) tafarlaust allt, sem þeir telja að brjóti í bága við hreinlæti og aðra hollustuhætti í samgöngutækjum.
133. gr.
133.1. Að öðru leyti ber að gæta ákvæða 3. , 9. , 153. og 155. gr. þessarar reglugerðar, svo og ákvæða annarra laga og reglugerða, sem um þetta efni gilda fyrir sveitarfélagið eða landið allt.
XVIII. KAFLI
Um fugla- og gripahús, búrekstur og skepnuhald.
134. gr.
134.1. Búpeningur og önnur dýr, sem höfð eru í húsum, skulu þannig haldin að ekki valdi óhollustu eða óþrifnaði.
134.2. Búpeningur má ekki ganga laus á þéttbýlissvæðum.
135. gr.
135.1. Við gripahús þar með talin loðdýra- og alifuglahús skulu vera haughús eða safnþrær fyrir úrgang og fóðurleifar. Skal þannig gengið frá þeim að hvorki stafi af þeim mengun til nánasta umhverfis né borist geti til mannabyggða ódaunn eða óþrif og mönnum eða skepnum stafi hætta af. Heilbrigðisnefnd getur gert kröfu um að haughús og safnþrær séu yfirbyggðar eða lokaðar.
135.2. Við loðdýrabú skal ávallt vera brennsluofn af viðurkenndri gerð til eyðingar dýrahræja og annars úrgangs.
136. gr.
136.1. Rottum og öðrum meindýrum skal útrýmt tafarlaust úr gripahúsum.
136.2. Heilbrigðisnefnd getur bannað mjólkursölu frá fjósi, þar sem rottugangur er eða annar óþrifnaður.
137. gr.
137.1. Búpening má ekki hafa í sama húsi og mannaíbúðir né í öðrum húsum en þeim sem til þess eru ætluð og skulu gripahús hafa hlotið viðurkenningu byggingarnefndar annars vegar og héraðsdýralæknis eða heilbrigðisnefndar hins vegar.
137.2. Gripahús, þar með talin loðdýrabú, alifuglabú, svínabú og áburðargeymslur mega aldrei standa nær vatnsbóli en 100 metra og ætíð svo að landi halli frá vatnsbóli og að ekki sé hætta á mengun grunnvatns.
137.3. Óheimilt er að reisa loðdýrabú, alifuglabú og svínabú nær mannabústöðum eða vinnustöðum annarra en sjálfs búsins en sem nemur 500 m. Í strjálbýli er heimilt að reisa slík bú nær mannabústöðum þar með töldum sumarbústöðum á aðliggjandi bújörðum með samþykki hlutaðeigandi ábúenda og eigenda. Að öðru leyti skal farið að fyrirmælum heilbrigðisnefndar um staðsetningu.
137.4. Óheimilt er að halda svín, hænsn, endur, gæsir eða annað fiðurfé í þéttbýli. Leyfi heilbrigðisnefndar þarf til að mega halda kanínur og dúfur í þéttbýli.
138. gr.
138.1. Að öðru leyti skal gæta ákvæða 3. og 9. gr. þessarar reglugerðar, lögreglusamþykkta og annarra laga og reglugerða, sem fjalla um þetta efni og gilda fyrir sveitarfélagið eða landið allt.
XIX. KAFLI
Um fyrirtæki, stofnanir og hverskonar annan atvinnurekstur.
139. gr.
139.1. Húsnæði, umhverfi og geymslusvæði fyrirtækja, stofnana og hverskonar atvinnureksturs skal þannig útbúið og um það gengið að ekki valdi óþrifum, óþarfa ónæði, óhollustu og óprýði. Heilbrigðisnefnd getur krafist þess af þeim aðilum, sem ekki falla undir viðauka 7 í mengunarvarnareglugerð nr. 386/1989, að komið verði fyrir mengunarvarnabúnaði, gerist þess þörf.
140. gr.
140.1. Fyrirtæki og hverskonar annar atvinnurekstur, skal sækja um leyfi til heilbrigðisnefndar og hlíta fyrirmælum hennar um hverskonar rekstur sem ætla má að valdi óþrifnaði fyrir umhverfi sitt eða kunni að vera óþægilegur eða heilsuspillandi m.a. vegna ólyktar, hávaða, titrings eða annarrar mengunar. Sjá þó þær undantekningar sem gerðar eru í mengunarvarnareglugerð nr. 386/1989. Ennfremur skal sótt um leyfi til nefndar vegna endurnýjunar geyma, tilheyrandi búnaðar og annarra breytinga.
140.2. Umsóknum skulu fylgja upplýsingar um starfsemina og þau efni sem notuð eru víð reksturinn og um ráðstafanir til að koma í veg fyrir hugsanlega mengun eða tjón af rekstrinum.
140.3. Ávallt skal meðferð og geymsla eiturefna og hættulegra efna vera með þeim hætti að ekki valdi mengun eða slysum og í samræmi víð gildandi löggjöf um eiturefni og hættuleg efni.
Séu slík efni á geymum, skal um þá búíð í þró úr viðurkenndu varanlegu efni, sem tekið getur víð hugsanlegum leka úr geymunum.
141. gr.
141.1. Þar sem ákvæði þessarar heilbrigðisreglugerðar ná ekki til, en heilbrigðisnefnd telur að lögum og reglugerðum annarra eftirlitsaðila sé ekki fylgt, ber nefndinni eigi að síður að gera viðkomandi aðilum aðvart.
142. gr.
142.1. Að öðru leyti ber að gæta ákvæða byggingarsamþykkta og annarra laga og reglugerða, sem um þetta efni fjalla og gilda fyrir sveitarfélagið eða landið allt, sbr. 35. gr. og XX. og XXI. kafla þessarar reglugerðar.
XX. KAFLI
Um afgreiðslustöðvar eldsneytis og olíugeyma.
143. gr.
143.1. Leyfi heilbrigðisnefndar þarf til að starfrækja afgreiðslustöðvar og olíugeyma fyrir gas, bensín og aðrar olíur, samanber þó þær undantekningar sem gerðar eru í 8. kafla og viðauka 7 í mengunarvarnareglugerð nr. 386/1989.
Ennfremur skal sótt um leyfi til nefndarinnar vegna endurnýjunar geyma, tilheyrandi búnaðar og annarra breytinga.
143.2. Hlíta skal fyrirmælum heilbrigðisnefndar um allan frágang á aðstöðu, afgreiðslu og geymum ásamt tilheyrandi búnaði þar með töldum tækjum til að fylgjast með hugsanlegum leka frá geymunum og öðrum búnaði.
144. gr.
144.1. Að öðru leyti ber að gæta ákvæða byggingasamþykkta og annarra laga og reglugerða sem um þetta efni fjalla og gilda fyrir sveitarfélagið eða landið allt.
XXI. KAFLI
Um reyk, mengaðar gufur, eitraðar lofttegundir og ekki jónandi geislun.
145. gr.
145.1. Húseigendum er skylt að halda kynditækjum sínum í því lagi, að þau reyki ekki eða valdi sótmyndun.
145.2. Bifreiðaeigendum og eigendum annarra vélknúinna ökutækja er skylt að hafa vélbúnað tækjanna vel stilltan og viðhaldið, svo að þau valdi ekki óþarfa reyk eða sótmyndun og hávaða.
145.3. Óheimilt er að láta vélar kyrrstæðra ökutækja vera í gangi lengur en 5 mínútur þar sem þær geta valdið mengun í nærliggjandi húsakynnum, þar sem matvæli eru staðsett eða í vistarverum manna.
146. gr.
146.1. Eigendum og forráðamönnum fyrirtækja og stofnana er skylt að sjá um, eftir því sem við verður komið að andrúmsloft sé ómengað og hóflega rakt á þessum stöðum, svo það valdi ekki vistmönnum, starfsmönnum eða þeim sem þangað leita, óþægindum eða heilsutjóni. Hér ber sérstaklega að hafa í huga eiturefni og önnur varhugaverð efni.
146.2. Í sambandi við hættu af ekki jónandi geislun getur heilbrigðisnefnd bannað tiltekin tæki eða fyrirskipað sérstakar varnaraðgerðir.
147. gr.
147.1. Að öðru leyti ber að gæta ákvæða 3. og 9. gr. þessarar reglugerðar, lögreglusamþykkta, byggingasamþykkta og annarra laga og reglugerða sem um þetta efni fjalla og gilda fyrir sveitarfélagið eða landið allt.
XXII. KAFLI
Um hávaða og titring.
148. gr.
148.1. Forráðamönnum stofnana eða annarra fyrirtækja er skylt að gera allt sem í þeirra valdi stendur, til þess að draga úr eða koma í veg fyrir heilsuspillandi hávaða eða hávaða sem veldur óþægindum. Sjá ennfremur 7. kafla og viðauka 5 í mengunarvarnareglugerð nr. 386/1989.
149. gr.
149.1. Þegar meta skal heilsuspillandi áhrif hávaða, skal sérstaklega hafa í huga:
a. Styrk hávaðans mældan í decibel(A).
b. Tónhæð hávaðans.
c. Hvort hávaðinn er stöðugur eða breytilegur.
d. Daglega tímalengd hávaðans.
e. Tíma sólarhringsins er hávaðinn varir.
f. Heildartímabil, sem ætla má að hávaðinn vari (dagar vikur).
149.2. Líta ber á 85 decibel(A) sem hámark leyfilegs viðvarandi hávaða, en þó ber að meta hvert tilvik í samræmi við gr. 149.1.
Heilbrigðisnefnd getur krafist sérstaks útbúnaðar á veitinga- og samkomuhúsum til að fyrirbyggja að gestir verði fyrir óþægindum/heyrnarskaða af völdum hávaða.
150. gr.
150.1. Heilbrigðisnefnd getur bannað mjög hávaðasömum flutninga- og farartækjum umferð um tilteknar götur í íbúðahverfum og í nágrenni sjúkrahúsa og annarra heilbrigðisstofnana að kvöldlagi, um nætur eða allan sólarhringinn eftir atvikum. Sjá ennfremur ákvæði greinar 7.3. í mengunarvarnareglugerð nr. 386/1989.
150.2. Heilbrigðisnefnd getur gefið fyrirmæli varðandi hljómflutningstæki og önnur tæki á almannafæri, sem valdið geta hávaða og ónæði.
151. gr.
151.1. Flugvelli má ekki staðsetja eða breyta þeim þannig, að heilsuspillandi hávaði hljótist af eða truflun á einkalífi manna, vinnufriði eða næturró.
151.2. Sérstakt tillit ber hér að taka til sjúkrahúsa og annarra heilbrigðisstofnana.
151.3. Bannað er að byggja íbúðarhús í nágrenni flugvalla í aðflugsstefnu flugbrauta þar sem hætta er á slysum og að hávaði fari yfir leyfileg mörk.
151.4.1. Sveitarstjórn getur, að fengnum tillögum heilbrigðisnefndar, takmarkað flugtök og lendingar flugvéla víð ákveðna tíma sólarhrings á flugvöllum nálægt byggð og bannað alveg lendingar og flugtök þeirra flugvélagerða, sem eru sérstaklega hávaðasamar.
151.4.2. Við flugvelli skulu gilda hávaðatakmarkanir vegna flugumferðar og sé flugi jafnan hagað svo að sem minnstri truflun valdi íbúum nærliggjandi byggða.
Sjá nánar ákvæði 7. kafla og viðauka 5 í mengunarvarnareglugerð 386/1989.
152. gr.
152.1. Að öðru leyti ber að gæta ákvæða 3. og 9. gr. þessarar reglugerðar, annarra laga, reglugerða og samþykkta, sem um þetta efni fjalla og gilda fyrir sveitarfélagið eða landið allt.
XXIII. KAFLI
Ýmis eiturefni.
153. gr.
153.1. Hollustuvernd ríkisins gefur, í samráði við eiturefnanefnd, leiðbeiningar um meðferð og notkun skordýraeiturs og sveppaeiturs, við garðrækt, skepnuhöld, matvælaframleiðslu og í hýbýlum manna.
153.2. Leyfisskyld eiturefni mega þeir einir fara með og nota sem til þess hafa tilskilin leyfi.
153.3. Skylt er að tilkynna heilbrigðisnefnd um óleyfilega notkun eiturefna sem notuð eru til að eyða skaðlegum skordýrum á húsdýrum, á jurtum, í hýbýlum manna, eða sem notuð eru í öðrum tilgangi.
153.4. Aðilum ber að haga framkvæmdum og aðgerðum og meðferð slíkra eiturefna eftir fyrirmælum heilbrigðisnefndar, sem hefur samráð við Hollustuvernd ríkisins og eiturefnanefnd í slíkum málum.
153.5. Sérstaklega ber að sýna varkárni í notkun eiturefna, þar sem einhvers konar matvælaframleiðsla eða meðferð matvæla fer fram eða matvæli eru geymd.
154. gr.
154.1. Að öðru leyti ber að gæta ákvæða 3. gr. og VI. kafla þessarar reglugerðar, svo og annarra laga og reglugerða, sem um þetta efni fjalla og gilda fyrir sveitarfélagið eða landið allt, sbr. einkum ákvæði laga um eiturefni og hættuleg efni nr. 52/1988 og reglugerðum settum samkvæmt þeim lögum svo sem reglugerð nr. 222/1984 um garðaúðun og reglugerð um meindýraeyða nr. 149 /1989.
XXIV. KAFLI
Um aðstoð heilbrigðisnefnda við sóttvarnir.
155. gr.
155.1. Heilbrigðisnefnd, héraðslæknir og/eða heilsugæslulæknir (yfirlæknir) skulu hafa samráð um sóttvarnir eftir því sem nauðsyn krefur.
155.2. Nú kemur hættuleg farsótt upp, sem borist getur með matvælum, er þá heilbrigðisnefnd heimilt að setja um stundarsakir sérstök fyrirmæli í samráði við héraðslækni og/eða heilsugæslulækni (yfirlækni):
a. Um hreinlæti utanhúss og innan.
b. Um meðferð og dreifingu matvæla.
c. Um annað, er að hollustuháttum lýtur.
d. Um bráðabirgðaráðningu fólks til sóttgæslu og eftirlits.
156. gr.
156.1. Að öðru leyti skal gætt ákvæða laga og reglugerða, sem um þetta efni fjalla og gilda fyrir sveitarfélagið eða landið allt, þ. á. m. alþjóðlegra reglugerða um sóttvarnir í millilandaflutningum og á ferðalögum.
XXV. KAFLI
Lokaákvæði.
157. gr.
157.1. Fyrir brot gegn heilbrigðisreglugerð þessari og fyrirmælum gefnum samkvæmt henni, skal farið samkvæmt lögum nr. 81/1988 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit.
157.2. Ef aðili sinnir ekki innan tiltekins frests fyrirmælum heilbrigðisnefndar, getur hún ákveðið honum sektir allt að 100 000 krónum á dag, þar til úr er bætt, sbr. 4. tl. 27. gr. laga nr. 81/1988.
157.3. Ef aðili vanrækir að vinna verk, sem heilbrigðisnefnd hefur fyrirskipað í samræmi við þessa reglugerð og lög nr. 81/1988 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, er nefndinni heimilt að láta vinna verkið á kostnað hins vinnuskylda, sbr. 5. og 7. tl. 27. gr. laga nr. 81/1988.
157.4. Fyrir reglugerðarbrot, sem rekja má til starfsmanna sjálfra, eru eigi aðeins þeir ábyrgir, heldur einnig viðkomandi fyrirtæki, ef telja má, að vanræksla af hálfu stjórnanda þess sé ástæða brotsins.
157.5. Heilbrigðisnefnd má birta almenningi nafn þess, sem brotið hefur gróflega af sér í sambandi við ákvæði reglugerðar þessarar, en þó skal þeim brotlega áður hafa verið kynnt þessi viðurlög.
158. gr.
158.1. Heilbrigðisnefnd getur með samþykki sveitarstjórnar vent undanþágur frá einstökum ákvæðum þessarar reglugerðar, en þá ber henni að leita umsagnar Hollustuverndar ríkisins um málið.
158.2. Komi upp ágreiningur á milli Hollustuverndar ríkisins og heilbrigðisnefndar, má vísa málinu til heilbrigðismálaráðherra, sem sker úr um ágreininginn.
159. gr.
159.1. Með mál, sem rísa út af brotum gegn reglugerð þessari eða heilbrigðissamþykktum, skal farið að hætti opinberra mála.
XXVI. KAFLI
Gildistaka.
160. gr.
160.1. Heilbrigðisreglugerð þessi er sett með stoð í 2. gr. laga nr. 81/1988 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit og öðlast gildi þegar í stað.
160.2. Með heilbrigðisreglugerð þessari fellur úr gildi heilbrigðisreglugerð nr. 45/1972 með síðari breytingum. Jafnframt falla úr gildi reglugerð nr. 140/1974 um tjald- og hjólhýsasvæði og reglugerð nr. 250/1976 um tilbúning og dreifingu matvæla og annarra neyslu- og nauðsynjavara með síðari breytingum nema hvað varðar nánar tiltekin aukefni, sbr. ákvæði til bráðabirgða í reglugerð nr. 409/1988 um aukefni í matvælum og öðrum nauðsynjavörum.
160.3. Jafnframt falla úr gildi þau ákvæði eftirtalinna heilbrigðissamþykkta sem héldu gildi eftir gildistöku heilbrigðisreglugerðar nr. 45/1972:
Hbs. nr. 108/1947 fyrir Akraneskaupstað.
Hbs. nr. 57/1955 fyrir Akureyrarkaupstað.
Hbs. nr. 57/1908 fyrir Bíldudal, Litlu-Eyri, Hól.
Hbs. nr. 91/1936 fyrir Blönduóshrepp.
Hbs. nr. 60/1927 fyrir Borgarneshrepp.
Hbs. nr. 107/1904 fyrir Breiðdalshrepp í Suður-Múlasýslu.
Hbs. nr. 94/1910 fyrir Búðahrepp í Suður-Múlasýslu.
Hbs. nr. 44/1935 fyrir Dalvíkurkauptún.
Hbs. nr. 30/1964 fyrir Eskifjarðarhrepp í Suður-Múlasýslu.
Hbs. nr. 12/1908 fyrir Eyrarbakkahrepp í Árnessýslu.
Hbs. nr. 79/1906 fyrir Eyrarhrepp í Norður-Ísafjarðarsýslu.
Hbs. nr. 71/1928 fyrir Flatey á Breiðafirði.
Hbs. nr. 137/1961 fyrir Flateyrarhrepp í V.-Ísafjarðarsýslu.
Hbs. nr. 121/1916 fyrir Fljótsdalshrepp í Norður-Múlasýslu.
Hbs. nr. 17/1960 fyrir Garðahrepp.
Hbs. nr. 137/1908 fyrir Geithellnahrepp í Suður-Múlasýslu.
Hbs. nr. 127/1955 fyrir Hafnarfjarðarkaupstað.
Hbs. nr. 24/1949 fyrir Hafnarhrepp í Austur-Skaftafellssýslu.
Hbs. nr. 68/1908 fyrir kauptúnið Haukadal í Vestur-Ísafjarðarsýslu.
Hbs. nr. 89/1914 fyrir kauptúnið Hellissand og sjóþorpið Keflavík í Snæfellsnessýslu.
Hbs. nr. 62/1914 fyrir Hjalteyrarkauptún.
Hbs. nr. 93/1961 fyrir Hofsóshrepp.
Hbs. nr. 78/1906 fyrir Hólshrepp í Norður-Ísafjarðarsýslu.
Hbs. nr. 116/1934 fyrir Hríseyjarhrepp.
Hbs. nr. 97/1913 fyrir Hrófbergshrepp í Strandasýslu.
Hbs. nr. 223/1952 fyrir Húsavíkurkaupstað.
Hbs. nr. 56/1907 fyrir Hvammshrepp í Skaftafellssýslu.
Hbs. nr. 90/1954 fyrir Ísafjarðarkaupstað.
Hbs. nr. 77/1932 fyrir Kaldrananeshrepp í Strandasýslu.
Hbs. nr. 132/1954 fyrir Keflavíkurkaupstað.
Hbs. nr. 95/1910 fyrir Kirkjuhvammshrepp í Vestur-Húnavatnssýslu.
Hbs. nr. 16/1958 fyrir Kópavogskaupstað með br. nr. 108/1965.
Hbs. nr. 99/1960 fyrir Laxárdalshrepp í Dalasýslu.
Hbs. nr. 80/1904 fyrir Litla-Árskógssandssjóþorp í Eyjafjarðarsýslu.
Hbs. nr. 162/1965 fyrir Miðneshrepp.
Hbs. nr. 150/1963 fyrir Mosfellshrepp með br. nr. 8/1966.
Hbs. nr. 8/1928 fyrir Neskauptún í Norðfirði.
Hbs. nr. 177/1966 fyrir Njarðvíkurhrepp í Gullbringusýslu.
Hbs. nr. 105/1904 fyrir Norðfjarðarhrepp í Suður-Múlasýslu.
Hbs. nr. 34/1954 fyrir Ólafsfjarðarkaupstað.
Hbs. nr. 70/1903 fyrir Ólafsvíkursjóþorp.
Hbs. nr. 9/1928 fyrir Patreksfjarðarkauptún.
Hbs. nr. 106/1904 fyrir Reyðarfjarðarhrepp í Suður-Múlasýslu.
Hbs. nr. 11/1950 fyrir Reykjavik með br. nr. 140/1951 og nr. 220/1963.
Hbs. nr. 106/1951 fyrir Sauðárkrókskaupstað.
Hbs. nr. 59/1961 fyrir Seltjarnarneshrepp.
Hbs. nr. 22/1966 fyrir Seyðisfjarðarkaupstað.
Hbs. nr. 83/1929 fyrir Siglufjarðarkaupstað, með br. nr. 106/1936 og viðauka nr. 71/ 1945.
Hbs. nr. 90/1936 fyrir Skagastrandarkauptún.
Hbs. nr. 86/1912 fyrir Stokkseyrarkauptún í Árnessýslu.
Hbs. nr. 69/1903 fyrir Stykkishólmskauptún.
Hbs. nr. 215/1962 fyrir Suðureyrarhrepp.
Hbs. nr. 80/1906 fyrir Súðavíkurhrepp í Norður-Ísafjarðarsýslu.
Hbs. nr. 21/1960 fyrir Vestmannaeyjakaupstað.
Hbs. nr. 104/1904 fyrir Vopnafjarðarkauptún.
Hbs. nr. 69/1908 fyrir Þingeyri í Vestur-Ísafjarðarsýslu.
Ákvæði til bráðabirgða.
1. Ákvæði greina: 23.2.1., 23.2.2., 23.2.3., 23.2.4., taki gildi 1. janúar 1992.
2. Ákvæði greinar 35.2.2. taki gildi 1. janúar 1992.
3. Ákvæði greinar 45.2. taki gildi 1. janúar 1993.
4. Ákvæði greinar 82.16.1. taki gildi 1. janúar 1992.
5. Ákvæði greinar 82.20. taki gildi 1. janúar 1992.
6. Ákvæði greinar 87.3.1. og 87.3.2. taki gildi 1. janúar 1992.
7. Ákvæði greinar 91.1.7. taki gildi 1. janúar 1992.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 23. febrúar 1990.
Guðmundur Bjarnason.
Páll Sigurðsson.