Umhverfisráðuneyti

591/1997

Reglugerð um breytingu á heilbrigðisreglugerð nr. 149/1990, með síðari breytingum. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

REGLUGERÐ

um breytingu á heilbrigðisreglugerð nr. 149/1990, með síðari breytingum.

 

1. gr.

                Við grein 12.2.1. bætist ný mgr. sem orðist svo:

                Heimilt er þó fötluðu fólki að hafa með sér hjálparhunda á gististaði, veitingastaði, í skóla, á rakarastofur, hárgreiðslustofur og snyrtistofur, heilbrigisstofnanir, íþrótta- og baðstaði, fangelsi, samkomuhús, kirkjugarða og í almenn samgöngutæki, enda sé hinum fatlaða ótvíræð nauðsyn að hjálparhundi. Hundurinn skal merktur sem hjálparhundur og hinn fatlaði skal hafa leyfi fyrir hundinum, sé þess krafist í samþykkt hlutaðeigandi sveitarfélags.

 

2. gr.

                Reglugerð þessi sem sett er með stoð í 2. gr. laga nr. 81/1988 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, með síðari breytingum, öðlast gildi við birtingu.

 

Umhverfisráðuneytinu, 13. október 1997.

 

Guðmundur Bjarnason.

Ingimar Sigurðsson.

 

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica