REGLUGERÐ
um (4.) breytingu á heilbrigðisreglugerð nr. 149/1990 með síðari breytingum.
1. gr.
6. málsgr. 3. gr. reglugerðarinnar orðist svo:
3.6 Nefndin hefur eftirlit með vatnsveitum, sjóveitum, vatnsbólum og verndarsvæðum þeirra, auk einstakra brunna, sem nýttir eru til vatnstöku, sömuleiðis með hitaveitum og vatni á sjó-, sund- og baðstöðum og lætur taka sýni til rannsóknar samkvæmt reglum þar að lútandi og þegar ástæða þykir til.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verði á III. kafla reglugerðarinnar:
a. Heiti III. kafla verður: Um vatnsveitur, vatnsból og verndarsvæði þeirra, brunna, sjó og hitaveitur.
b. Á eftir 29. gr. kemur ný grein, 29. gr. A svohljóðandi:
29.A.1.1. Hitaveituvatn er hvorki ætlað til drykkjar né í matargerð en er leitt í hús til upphitunar, baða og þvotta. Telji heilbrigðisnefnd ástæðu ti! að upplýsa neytendur sérstaklega um að neyta ekki hitaveituvatns eða að varað skuli sérstaklega við annarri notkun þess getur hún skyldað hitaveitur til að tilkynna það notendum, t.d. með auglýsingu, bréflega eða með prentaðri aðvörun á reikningum, allt eftir tilefni.
29.A.1.2. Áður en ný hitaveita tekur til starfa skal framkvæmd greining á efnainnihaldi vatnsins og þær upplýsingar sendar til heilbrigðisnefndar. Óski heilbrigðisnefnd eftir frekari gögnum skulu henni látin þau í té. Einnig getur heilbrigðisnefnd óskað eftir gögnum varðandi efnainnihald hitaveituvatns frá starfandi hitaveitum. Verði vart við, að grunur um, að hitaveituvatn sem lent er í hús hafi mengast, t.d. vegna sjóblöndunar eða af öðrum orsökum og ef nýtt vinnslusvæði er tekið í notkun ber hitaveitustjóra viðkomandi hitaveitu að tilkynna það til heilbrigðisnefndar.
9.A.1.3. Leyfi Hollustuverndar ríkisins þarf fyrir efnum sem ætluð eru til íblöndunar í heita vatnið, á stöðum þar sem það er talið nauðsynlegt vegna tæringarhættu, úrfellingarhættu eða af öðrum orsökum. Hitaveitur sækja um leyfi ef efnin eru notuð í dreifikerfi en innflytjandi eða framleiðandi efnanna ef um íblöndun hjá einkaaðilum er að ræða. Hitaveitum er skylt að fylgjast með magni íblöndunarefna í dreifikerfum og skulu heilbrigðisnefndir hafa fullan aðgang að gögnum hitaveitna er varðar eftirlit með þeim.
3. gr.
Við ákvæði til bráðabirgða bætist 9. tölul. er hljóði svo:
9. Starfandi hitaveitum, sem þegar nota íblöndunarefni ber að sækja um leyfi til Hollustuverndar ríkisins fyrir 1. júní 1994.
4. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 2. gr. laga um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit nr. 81/1988 með síðari breytingum öðlast þegar gildi.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 17. maí 1993.
Sighvatur Björgvinsson.
Páll Sigurðsson.