Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

954/2013

Reglugerð um þrávirk lífræn efni.

1. gr.

Eftirfarandi gerðir Evrópusambandsins sem vísað er til í XV. kafla, II. viðauka samn­ingsins um Evrópska efnahagssvæðið, skulu öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af II. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum samningsins:

 

a)

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 850/2004 frá 29. apríl 2004 um þrá­virk, lífræn mengunarefni og um breytingu á tilskipun 79/117/EBE, sem vísað er til í tölulið 12w, XV. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efna­hags­svæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 107/2007, þann 28. september 2007. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 37 frá 9. júlí 2009, 2009/EES/37/23 bls. 135-152.

   

Þrátt fyrir 1. málsl. a-liðar 1. mgr. gildir eftirfarandi:

   

Í stað orðanna "Innflutningur inn á tollsvæði Bandalagsins" í a-lið 1. mgr. 2. gr. reglugerðar (EB) nr. 850/2004 kemur: Innflutningur inn á tollsvæði EES-ríkja.

 

b)

Reglugerð ráðsins (EB) nr. 1195/2006 frá 18. júlí 2006 um breytingu á IV. við­auka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 850/2004 um þrávirk, líf­ræn mengunarefni, sem vísað er til í tölulið 12w, XV. kafla, II. viðauka samn­ingsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 107/2007, þann 28. september 2007. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 37 frá 9. júlí 2009, 2009/EES/37/24 bls. 153-155.

 

c)

Reglugerð ráðsins (EB) nr. 172/2007 frá 16. febrúar 2007 um breytingu á V. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 850/2004 um þrávirk, líf­ræn mengunarefni, sem vísað er til í tölulið 12w, XV. kafla, II. viðauka samn­ingsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 107/2007, þann 28. september 2007. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 37 frá 9. júlí 2009, 2009/EES/37/25 bls. 156-161.

 

d)

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 323/2007 frá 26. mars 2007 um breytingu á V. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 850/2004 um þrávirk, lífræn mengunarefni og um breytingu á tilskipun 79/117/EBE, sem vísað er til í tölulið 12w, XV. kafla, II. viðauka samn­ingsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 107/2007, þann 28. september 2007. Reglu­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 37 frá 9. júlí 2009, 2009/EES/37/26 bls. 162-163.

 

e)

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 304/2009 frá 14. apríl 2009 um breytingu á IV. og V. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 850/2004 að því er varðar meðhöndlun úrgangs sem inniheldur þrávirk, lífræn mengunarefni, í varmaferlum og málmframleiðsluferlum, sem vísað er til í tölu­lið 12w, XV. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 67/2010, þann 12. júní 2010. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi ESB nr. 56 frá 7. október 2010, 2010/EES/56/25 bls. 238-241.

 

f)

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 756/2010 frá 24. ágúst 2010 um breytingu á IV. og V. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 850/2004 um þrávirk, lífræn mengunarefni, sem vísað er til í tölulið 12w, XV. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 211/2012, þann 7. desember 2012. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 16 frá 14. mars 2013, 2013/EES/16/58 bls. 282-290.

 

g)

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 757/2010 frá 24. ágúst 2010 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 850/2004 um þrávirk, lífræn mengunarefni að því er varðar I. og III. viðauka, sem vísað er til í tölulið 12w, XV. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efna­hags­svæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 211/2012, þann 7. desember 2012. Reglugerðin er birt í EES-vi­ðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 16 frá 14. mars 2013, 2013/EES/16/59 bls. 291-298.

 

h)

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 519/2012 frá 19. júní 2012 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 850/2004 um þrávirk lífræn efni að því er varðar I. viðauka, sem vísað er til í tölulið 12w, XV. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 69/2013, þann 3. maí 2013. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 28 frá 16. maí 2013, 2013/EES/28/27 bls. 263-266.



2. gr.

Umhverfisstofnun gegnir hlutverki lögbærs yfirvalds, sbr. 15. gr. reglugerðar (EB) nr. 850/2004.

3. gr.

Um eftirlit með reglugerð þessari fer samkvæmt XI. kafla efnalaga.

4. gr.

Um brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar fer samkvæmt XIV. kafla efnalaga og 50. gr. laga um meðhöndlun úrgangs.

5. gr.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á eftirfarandi EES-gerðum:

 

1)

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 850/2004 frá 29. apríl 2004 um þrávirk, lífræn mengunarefni og um breytingu á tilskipun 79/117/EBE.

 

2)

Reglugerð ráðsins (EB) nr. 1195/2006 frá 18. júlí 2006 um breytingu á IV. við­auka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 850/2004 um þrávirk, líf­ræn mengunarefni.

 

3)

Reglugerð ráðsins (EB) nr. 172/2007 frá 16. febrúar 2007 um breytingu á V. við­auka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 850/2004 um þrávirk, líf­ræn mengunarefni.

 

4)

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 323/2007 frá 26. mars 2007 um breytingu á V. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 850/2004 um þrávirk, lífræn mengunarefni og um breytingu á tilskipun 79/117/EBE.

 

5)

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 304/2009 frá 14. apríl 2009 um breytingu á IV. og V. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 850/2004 að því er varðar meðhöndlun úrgangs sem inniheldur þrávirk, lífræn mengunarefni, í varmaferlum og málmframleiðsluferlum.

 

6)

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 756/2010 frá 24. ágúst 2010 um breytingu á IV. og V. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 850/2004 um þrávirk, lífræn mengunarefni.

 

7)

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 757/2010 frá 24. ágúst 2010 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 850/2004 um þrávirk, lífræn mengunarefni að því er varðar I. og III. viðauka.

 

8)

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 519/2012 frá 19. júní 2012 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 850/2004 um þrávirk lífræn efni að því er varðar I. viðauka.



6. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 11. tölul. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013 og 13. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs.

Reglugerðin öðlast þegar gildi. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 103/2009 um þrávirk lífræn efni.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 15. október 2013.

Sigurður Ingi Jóhannsson.

Stefán Thors.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica