Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

292/2013

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 103/2009 um þrávirk lífræn efni. - Brottfallin

1. gr.

Við 1. gr. bætast nýir stafliðir, f- og g-liður, sem orðast svo:

f)

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 756/2010 frá 24. ágúst 2010 um breytingu á IV. og V. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 850/2004 um þrávirk, lífræn mengunarefni, sem vísað er til í tölulið 12w, XV. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 211/2012, þann 7. desember 2012. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 16 frá 14. mars 2013, 2013/EES/16/58 bls. 282-290.

g)

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 757/2010 frá 24. ágúst 2010 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 850/2004 um þrávirk, lífræn mengunarefni að því er varðar I. og III. viðauka, sem vísað er til í tölulið 12w, XV. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahags­svæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 211/2012, þann 7. desember 2012. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 16 frá 14. mars 2013, 2013/EES/16/59 bls. 291-298.



2. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 13. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og 4. gr. laga nr. 45/2008 um efni og efnablöndur.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 2. apríl 2013.

F. h. r.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica