Sjávarútvegsráðuneyti

146/2000

Reglugerð um tegundir sem undanþegnar eru viðskiptum á Kvótaþingi. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um tegundir sem undanþegnar eru viðskiptum á Kvótaþingi.

1. gr.

Heimilt er að flytja aflamark í Norðuríshafsþorski, hörpudiski, innfjarðarækju og loðnu milli skipa án undangenginna viðskipta á Kvótaþingi.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt tillögu stjórnar Kvótaþings með stoð í 3. tl. 1. gr. laga nr. 11/1998 um Kvótaþing til að öðlast þegar gildi. Frá sama tíma er felld úr gildi reglugerð nr. 604, 14. september 1999, um tegundir sem undanþegnar eru viðskiptum á Kvótaþingi.

Sjávarútvegsráðuneytinu, 7. mars 2000.

Árni M. Mathiesen.

Jón B. Jónasson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica