Sjávarútvegsráðuneyti

601/2000

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 146, 7. mars 2000, um tegundir sem undanþegnar eru viðskiptum á Kvótaþingi. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð nr. 146, 7. mars 2000,

um tegundir sem undanþegnar eru viðskiptum á Kvótaþingi.

 

1. gr.

Í stað orðanna og loðnu" í 1. gr. kemur: loðnu og rækju á deilisvæði 3L.

 

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt tillögu stjórnar Kvótaþings með stoð í 3. tl. 1. gr. laga nr. 11/1998 um Kvótaþing til að öðlast þegar gildi.

 

Sjávarútvegsráðuneytinu, 28. ágúst 2000.

 

F. h. r.

Þorsteinn Geirsson.

Kristín Haraldsdóttir.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica