I. KAFLI
Almenn ákvæði.
1. gr.
Markmið.
Markmið reglugerðar þessarar er að tryggja að sérhvert sveitarfélag, eitt eða í samvinnu við önnur, hafi slökkvilið sem er þannig skipulagt, búið, mannað, menntað og þjálfað að það geti leyst af hendi með fullnægjandi hætti þau verkefni sem því eru falin lögum samkvæmt. Jafnframt er það markmiðið að slökkvilið sé skipulagt og stærð þess ákvörðuð út frá þeirri áhættu sem til staðar er í sveitarfélaginu.
Markmið reglugerðarinnar er að skilgreina lágmarkskröfur um tækjakost, húsnæði og mannafla slökkviliða, svo og um vatnsöflun til slökkvistarfa. Jafnframt er það markmið reglugerðarinnar að skilgreina lágmarkskröfur um búnað og þjálfun slökkviliðsmanna vegna mengunaróhappa á landi og vegna björgunar á fastklemmdu fólki úr mannvirkjum og farartækjum. Brunavarnaáætlun, sbr. 13. gr. laga um brunavarnir, skal lýsa hvernig slökkvilið uppfyllir ákvæði reglugerðar þessarar.
2. gr.
Skilgreiningar.
Merking orða og orðasambanda í reglugerð þessari er sem hér segir:
Slökkvilið: Sú starfsemi sveitarfélaga sem fæst við brunavarnir, eldsvoða, mengunaróhöpp og björgun á fastklemmdu fólki úr mannvirkjum og farartækjum á grundvelli ákvæða laga um brunavarnir.
Slökkvistarf: Aðgerðir slökkviliðs til að fást við eldsvoða og mengunaróhöpp á vettvangi sem og björgun á fastklemmdu fólki úr mannvirkjum og farartækjum.
Slökkvistöð: Aðalstarfsstöð slökkviliðs.
Útkallseining: Sá mannafli slökkviliðs ásamt búnaði sem bregst við eftir boðun sem fyrsta viðbragð.
Útkallslið: Sá hluti slökkviliða sem sér um viðbragð eftir boðun.
Útstöð: Starfsstöð slökkviliðs, önnur en aðalstarfsstöð.
Viðbragðstími: Sá tími sem líður frá því að boð berst slökkviliði og þar til fyrstu menn frá slökkviliði hafa hafið störf á vettvangi.
II. KAFLI
Framkvæmd, hlutverk og eftirlit.
3. gr.
Lögbundin verkefni slökkviliða.
Verkefni slökkviliða eru:
4. gr.
Önnur verkefni slökkviliða.
Heimilt er að fela slökkviliði önnur verkefni en þau sem kveðið er á um í 3. gr. reglugerðar þessarar. Þau verkefni mega þó ekki draga úr getu slökkviliðs til að sinna lögbundnum verkefnum sínum. Verkefnin skulu koma fram í brunavarnaáætlun og til hvaða ráðstafana hefur verið gripið að hálfu slökkviliðsins til að tryggja að þau dragi ekki úr getu slökkviliðs til að sinna lögbundnum verkefnum.
5. gr.
Hlutverk sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn ber ábyrgð á starfsemi slökkviliðs, þ.m.t. framkvæmd eldvarnaeftirlits. Sveitarstjórn er skylt að sjá um að starfsemi slökkviliðs uppfylli kröfur reglugerðar þessarar.
Sveitarstjórn ákveður í brunavarnaáætlun umfang þjónustu slökkviliðs, sbr. 3. og 4. gr. og skilgreinir flokkun sveitarfélagsins í útkallssvæði, sbr. einnig ákvæði byggingarreglugerðar um auknar brunavarnir mannvirkja þar sem útkallstími er yfir 15 mínútur.
Sveitarstjórn ræður slökkviliðsstjóra. Slökkviliðsstjóri ræður annað starfslið slökkviliðsins. Í forföllum slökkviliðsstjóra er varaslökkviliðsstjóri yfirmaður slökkviliðs.
6. gr.
Samstarf og samvinna.
Sveitarfélög geta uppfyllt skyldur sínar skv. 3. gr. með samstarfi sín á milli um brunavarnir. Tvö sveitarfélög eða fleiri geta samið um sameiginlegt slökkvilið í formi byggðasamlags í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga. Sveitarfélagi er einnig heimilt að semja við annað sveitarfélag um að hafa með höndum tiltekin verkefni og stjórn slökkviliðs í heild eða að hluta. Um slíkt gilda ákvæði 96. gr. sveitarstjórnarlaga og skal gera skriflegan samning sem tilkynna skal til Mannvirkjastofnunar.
Ef viðbragðstími slökkviliðs aðliggjandi sveitarfélags fyrir ákveðið landsvæði er styttri en frá slökkviliði þess sveitarfélags sem landsvæðið tilheyrir skulu sveitarfélögin gera með sér samninga til að tryggja sem skemmstan viðbragðstíma óháð sveitarfélagamörkum. Í samningum skal tekið fram verklag við beiðni og um greiðslu kostnaðar.
Í sveitarfélögum þar sem ekki er nægur fjöldi íbúa til að manna slökkvilið eða sveitarfélagið hefur af öðrum ástæðum ekki möguleika á að uppfylla ákvæði reglugerðar þessarar með rekstri eigin slökkviliðs skal sveitarfélagið semja við nærliggjandi sveitarfélag um rekstur sameiginlegs slökkviliðs, sbr. þó 4. mgr.
Á fámennum og landfræðilega afskekktum dreifbýlissvæðum, þar sem ekki er hægt að koma því við að vera með útkallslið er heimilt að tryggja öryggi svæðisins með öðrum hætti. Brunavarnir skulu þá tryggðar t.d. í formi aukinna einkabrunavarna og forvarnastarfs sem viðhaldi ásættanlegu öryggi fyrir líf, heilsu, umhverfi og eignir og/eða með rekstri útstöðvar með fyrsta viðbúnaði fyrir utanhúss slökkvistarf og þjálfun íbúa í björgunarstörfum á meðan beðið er eftir slökkviliði. Slíkar ráðstafanir skulu koma fram í brunavarnaáætlun og hljóta samþykki Mannvirkjastofnunar.
7. gr.
Hlutverk slökkviliðsstjóra.
Slökkviliðsstjóri annast framkvæmd reglugerðar þessarar í sínu umdæmi og ber ábyrgð á að kröfur hennar séu uppfylltar.
Slökkviliðsstjóri eða varaslökkviliðsstjóri skal ávallt vera á vakt eða á bakvakt og til staðar á starfssvæði slökkviliðsins. Heimilt er að manna slíkar vaktir með staðgenglum sem uppfylla hæfniskröfur sem gerðar eru til slökkviliðsstjóra.
Við ákvörðun um stöðu slökkviliðsstjóra í skipuriti sveitarfélags og starfshlutfall hans skal gæta að ábyrgð hans og valdheimildum skv. lögum um brunavarnir, stjórnsýslulegu hlutverki og verkefnum skv. brunavarnaáætlun. Skipuritið skal koma fram í brunavarnaáætlun.
III. KAFLI
Upplýsingagjöf, skráning og leiðbeiningar.
8. gr.
Upplýsingagjöf og skráning gagna.
Mannvirkjastofnun getur krafið sveitarfélög um nauðsynlegar upplýsingar um stöðu brunavarna og um búnað og starfsemi slökkvilið í sveitarfélaginu.
Slökkviliðsstjóri skal sjá til þess að Mannvirkjastofnun séu fyrir 1. maí ár hvert sendar upplýsingar um rekstur slökkviliðsins og búnað í samræmi við leiðbeiningar stofnunarinnar. Jafnframt skal slökkviliðsstjóri sjá til þess að eldvarnaeftirlitsskoðanir og útköll séu færð í rafrænan gagnagrunn í samræmi við leiðbeiningar Mannvirkjastofnunar.
9. gr.
Útgáfa leiðbeininga.
Mannvirkjastofnun getur gefið út leiðbeiningar um nánari framkvæmd reglugerðar þessarar, s.s. um búnað og starfsemi slökkviliða og um upplýsingagjöf til Mannvirkjastofnunar.
10. gr.
Rannsókn og skráning slysa og óhappa.
Slökkvilið skal halda skrá yfir öll slys og óhöpp sem verða í starfsemi slökkviliða hvort sem þau valda óvinnufærni starfsmanns eða ekki. Slökkvilið skal fyrir 1. maí ár hvert veita Mannvirkjastofnun yfirlit yfir skráð slys og óhöpp.
Mannvirkjastofnun getur rannsakað slys og óhöpp sem falla undir 1. mgr. óháð rannsókn annarra aðila.
IV. KAFLI
Brunavarnaáætlun.
11. gr.
Brunavarnaáætlun.
Á hverju starfssvæði slökkviliðs skal liggja fyrir brunavarnaáætlun sem unnin er af slökkviliðsstjóra og fengið hefur samþykki Mannvirkjastofnunar og viðkomandi sveitarstjórnar, sbr. 13. gr. laga um brunavarnir. Í brunavarnaáætlun skal gerð grein fyrir því hvernig sveitarfélag uppfyllir skyldur sínar skv. reglugerð þessari. Í brunavarnaáætlun skal m.a. gerð grein fyrir eftirfarandi:
Mannvirkjastofnun skal gefa út leiðbeiningar um efni og gerð brunavarnaáætlunar.
V. KAFLI.
Viðbragð.
12. gr.
Verkefni útkallsliðs.
Verkefni útkallseiningar slökkviliðs eru:
Tryggja skal að önnur verkefni sem slökkviliði er falið að vinna samkvæmt brunavarnaáætlun sveitarfélagsins rýri ekki viðbragðsgetu slökkviliðsins.
13. gr.
Hæfniskröfur útkallsliðs.
Þeir sem ráðnir eru til starfa í útkallslið slökkviliðs skulu fullnægja eftirtöldum skilyrðum:
Í undantekningartilvikum má víkja frá skilyrðum 2. tölul. 1. mgr. hjá slökkviliðum sem falla undir c-lið 1. mgr. 17. gr. reynist ekki unnt að fá menn til starfa sem uppfylla skilyrði um iðnmenntun eða sambærilegt.
Ekki má fela slökkviliðsmanni að sinna útkallsstarfi nema hann hafi lokið viðeigandi grunnnámi í Brunamálaskólanum eða hafi sambærilega menntun sem Mannvirkjastofnun metur jafngilda. Byrjendur, sem hafið hafa störf í slökkviliði en ekki lokið grunnnámi, mega þó gegna útkallsstarfi undir leiðsögn fullmenntaðra slökkviliðsmanna, sbr. reglugerð um Brunamálaskólann og réttindi og skyldur slökkviliðsmanna.
Reykkafarar slökkviliðs skulu uppfylla skilyrði reglugerðar um reykköfun.
Stjórnandi í útkallsliði skal hafa lokið stjórnendanámi í Brunamálaskólanum eða hafa sambærilega menntun sem Mannvirkjastofnun metur jafngilda.
14. gr.
Þjálfun útkallsliðs.
Útkallslið skal vera þannig mannað og hjá því skal vera nægjanleg þekking og reynsla til þess að það ráði við slökkvistarf í þeirri áhættu sem er í sveitarfélaginu.
Gæta skal þess að útkallslið viðhaldi hæfni sinni með reglubundnum æfingum og sé þannig undirbúið til að takast á við verkefni slökkviliðsins.
15. gr.
Skipulag slökkviliðs.
Í brunavarnaáætlun skal sýnt fram á mannaflaþörf slökkviliðsins. Sé ekki sýnt fram á að annað sé nægjanlegt skal miða við eftirfarandi lágmarksfyrirkomulag á rekstri slökkviliðs:
Í þéttbýli með fleiri en 300 íbúum skal vera útkallseining.
Mannvirkjastofnun getur sett leiðbeiningar um skipulag slökkviliðs, þ.m.t. um mat á mannaflaþörf slökkviliðs og viðmiðanir um útreikning á þeim tíma sem slökkviliðið er laust og tiltækt.
16. gr.
Útkallssvæði slökkviliða.
Í brunavarnaáætlun skal gera grein fyrir viðbragðstíma slökkviliðs. Skipta skal útkallssvæði slökkviliðs í eftirfarandi flokka eftir viðbragðstíma:
Útkallssvæði 1: | Svæði þar sem minnst ein útkallseining fyrir slökkvistarf innanhúss er komin á vettvang og vinna hafin innan 10 mín. frá útkalli. |
Útkallssvæði 2: | Svæði þar sem minnst ein útkallseining fyrir slökkvistarf innanhúss er komin á vettvang og vinna hafin innan 15 mín. frá útkalli. |
Útkallssvæði 3: | Svæði þar sem minnst ein útkallseining fyrir slökkvistarf innanhúss, er komin á vettvang og vinna hafin innan 20 mín. frá útkalli. |
Útkallssvæði 4: | Svæði þar sem minnst ein útkallseining fyrir slökkvistarf innanhúss er komin á vettvang eftir meira en 20 mín. frá útkalli. |
Í brunavarnaáætlun skal sýna tímalínur á korti sem skipta starfssvæði slökkviliðs í útkallssvæði eftir viðbragðstíma og verkefnum. Á útkallssvæði 4 skal sýna tímalínur fyrir hverjar viðbættar 15 mínútur.
Slökkviliðsstjóri skal halda yfirlit yfir viðbragðstíma á hverju útkallssvæði og innan hvers verkefnis, sbr. 3. gr., sem skal uppfært árlega eða þegar breytingar verða.
17. gr.
Boðun og útkall.
Slökkviliðsstjóri skal viðhalda upplýsingum um boðun og útkall hjá Neyðarlínu. Hann skal gefa Neyðarlínunni hverju sinni upplýsingar um hverjir veiti viðtöku beiðnum um aðstoð ásamt upplýsingum um þá þjónustu sem í boði er, menntunar- og þjálfunarstig þeirra sem hana veita og tækjabúnað sem tiltækur er.
Slökkviliðin skulu útvega slökkviliðsmönnum móttökutæki sem getur tekið við boðum frá Neyðarlínu. Neyðarlínan skal senda útkallsboð með sannanlegum og rekjanlegum hætti.
Þeir starfsmenn Neyðarlínu sem svara neyðarsímtölum vegna útkalla slökkviliðs skulu hafa fengið fræðslu um starfsemi slökkviliða.
18. gr.
Húsnæði - slökkvistöð.
Húsnæði slökkviliða skal vera í sérstöku brunahólfi minnst EI60 þar sem ekki fer fram önnur starfsemi en sú sem tilheyrir slökkviliðinu. Við slökkvistöð skal vera brunahani.
Mannvirkjastofnun skal gefa út nánari leiðbeiningar um húsnæði og fyrirkomulag slökkvistöðva og útstöðva.
19. gr.
Viðbragðseiningar utan slökkviliða.
Í brunavarnaáætlun skal koma fram ef sérstök viðbragðseining er starfrækt í sveitarfélaginu á vegum annarra en slökkviliðs. Tilgreina skal í brunavarnaáætlun á hvaða grundvelli slíkar einingar starfa, t.d. hvort um sé að ræða ákvörðun slökkviliðsstjóra á grundvelli 24. gr. laga um brunavarnir eða forsendu fyrir útgáfu byggingarleyfis, sbr. ákvæði byggingarreglugerðar. Í brunavarnaáætlun skal gera grein fyrir lágmarksfjölda starfsmanna viðbragðseiningar, um lágmarksþjálfun þeirra og um búnað sem viðbragðseiningin skal hafa tiltækan. Á vettvangi eldsvoða og mengunaróhappa eru slíkir viðbragðsaðilar undir stjórn slökkviliðsstjóra.
Mannvirkjastofnun getur gefið út leiðbeiningar um kröfur til viðbragðseininga utan slökkviliða.
20. gr.
Útkallslið og útkallseiningar.
Þegar útkall verður ber slökkviliðsstjóra skylda til að senda nægjanlegt afl á vettvang til að bregðast við á fullnægjandi hátt. Slökkviliðsstjóri skal setja saman útkallslið sem getur veitt nægjanlegt viðbragð við slysum og atvikum sem slökkviliði ber að sinna samkvæmt lögum um brunavarnir, sbr. 23. gr. Stærð útkallsliðs tekur mið af áhættum í sveitarfélaginu, verkefnum, sbr. 3. gr., og skiptingu þess í útkallssvæði, sbr. 18. gr.
Útkallseining skal að lágmarki vera mönnuð einum fullmenntuðum stjórnanda og nægjanlega mörgum slökkviliðsmönnum til að manna nauðsynleg hlutverk og búnað í útkallinu, sbr. m.a. reglugerð um reykköfun. Sýna skal fram á í brunavarnaáætlun með áhættugreiningu og útreikningum miðað við m.a. þörf fyrir reykköfun, vatn og tækjabúnað í litlum, meðal og stórum áhættum og/eða útköllum hvernig útkallseiningar slökkviliðs eru samsettar og hversu margar þær eru.Sé ekki sýnt fram á að annað sé nægjanlegt skal við skipulagningu slökkviliðs miða við eftirfarandi lágmarksfjölda slökkviliðsmanna í útkallseiningu:
Reykköfun: þrír.
Vatnsöflun: einn.
Stjórnun: einn.
Stjórnandi á vettvangi skal ávallt meta út frá aðstæðum hversu marga slökkviliðsmenn þarf til að annast viðkomandi verkefni. Ef aðstæður á vettvangi eru þannig að lágmarksviðbúnaði skv. 1. mgr. er ekki náð metur stjórnandi hvort forsvaranlegt er að hefja aðgerðir.
Mannvirkjastofnun skal gefa út leiðbeiningar um ákvæði þessarar greinar.
21. gr.
Fjöldi slökkviliðsmanna í útkallsliði slökkviliðs.
Lágmarksfjöldi slökkviliðsmanna í útkallsliði slökkviliðs skal ákveðinn í brunavarnaáætlun sveitarfélags út frá áhættum í sveitarfélaginu, sbr. 22. gr. Að lágmarki skal þó miða við að í stærri aðgerðir komi innan 30 mín.:
Ef slökkviliðsmenn eins slökkviliðs eru staðsettir á mörgum stöðvum skal koma fram í brunavarnaáætlun mat á líkum þess að tvö útköll komi á sama tímabili. Mannvirkjastofnun skal gefa út leiðbeiningar um mat á líkum og hvenær óhætt sé að skilja svæði eftir mann- og búnaðarlaust.
Fjöldi slökkviliðsmanna sem tilheyra einni slökkvistöð/útstöð má aldrei vera minni en ein útkallseining (4-7 manns eftir þjónustuflokki).
VI. KAFLI
Búnaður útkallsliðs.
22. gr.
Búnaður til slökkvistarfs og annarra starfa slökkviliðs.
Slökkvilið skal hafa til umráða fullnægjandi búnað til að geta sinnt verkefnum sínum.
Lágmarksbúnaður skal ákveðinn í brunavarnaáætlun sveitarfélags en skal þó aldrei vera minni en lágmarksbúnaður skv. leiðbeiningum Mannvirkjastofnunar.
Búnaður slökkviliðs skal hafa mikið rekstraröryggi. Til búnaðar teljast bílar, dælur, slöngur og önnur tæki og tól til notkunar við slökkvistarf ásamt búnaði til notkunar við bráðamengun og björgun fólks úr mannvirkjum og farartækjum.
Allur búnaður slökkviliðs skal að lágmarki uppfylla ákvæði þeirra ÍST EN staðla sem taldir eru upp í viðauka I við reglugerð þessa. Sé keyptur búnaður sem framleiddur er eftir öðrum stöðlum skal búnaðurinn einnig uppfylla ÍST EN staðlana. Ætíð skal miða við nýjustu útgáfu staðalsins.
Á svæðum þar sem ekki er hægt að útvega nægjanlegt vatn án fyrirvara til slökkvistarfs skal slökkviliðið geta tekið með sér nægjanlegt vatn á tönkum, þannig fyrirkomið að dæling rofni ekki.
Allur búnaður skal geymdur, þrifinn og honum viðhaldið í samræmi við leiðbeiningar framleiðanda.
Mannvirkjastofnun setur leiðbeiningar um lágmarksbúnað slökkviliða. Stofnunin getur jafnframt gefið út leiðbeiningar um afskriftir og úreldingu búnaðar.
23. gr.
Persónuhlífar og vinnuvernd.
Fylgja skal ákvæðum laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum við framkvæmd starfa slökkviliðs. Slökkviliðsmenn skulu fá nauðsynlegar persónuhlífar til að sinna þeim störfum sem krafist er af þeim.
Þegar keyptar eru persónuhlífar skal eingöngu velja búnað sem uppfyllir kröfur í gildandi stöðlum og reglugerðum.
24. gr.
Fjarskipti.
Slökkvilið skal þannig búið að fjarskipti sem nauðsynleg eru til að slökkvistarf geti farið fram á árangursríkan og tryggan hátt jafnt innan slökkviliðs sem við aðra björgunaraðila, s.s. lögreglu og Neyðarlínu.
25. gr.
Skyndihjálp.
Slökkvilið skal hafa búnað og þjálfun til að geta veitt skyndihjálp.
VII. KAFLI
Íhlutun, gildistaka o.fl.
26. gr.
Íhlutun Mannvirkjastofnunar og ráðherra.
Telji Mannvirkjastofnun að brotin séu ákvæði reglugerðar þessarar og slökkviliðsstjóri geri ekki fullnægjandi ráðstafanir til úrbóta skal Mannvirkjastofnun benda slökkviliðsstjóra á það sem bæta þarf úr og gefa sanngjarnan frest til úrbóta.
Fari slökkviliðsstjóri ekki að tilmælum Mannvirkjastofnunar skal stofnunin tilkynna sveitarstjórn um álit sitt.
Telji Mannvirkjastofnun að sveitarstjórn sinni ekki skyldu sinni samkvæmt reglugerð þessari skal senda sveitarstjórn viðvörun og tilkynna það ráðuneytinu. Bregðist sveitarstjórn ekki við á fullnægjandi hátt getur ráðuneytið gripið til nauðsynlegra aðgerða á kostnað viðkomandi sveitarfélags.
27. gr.
Gildistaka.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 11. og 39. gr. laga nr. 75/2000 um brunavarnir öðlast þegar gildi.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 18. júlí 2018.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson.
Sigríður Auður Arnardóttir.
VIÐAUKI
(sjá PDF-skjal)