I. KAFLI
Almenn ákvæði.
1. gr.
Markmið.
Reglugerð þessi er sett í þeim tilgangi að setja skýr viðmið um rekstur og fjárhagsstöðu sveitarfélaga og tryggja virkt eftirlit með því að sveitarfélög uppfylli kröfur um fjárhagslega sjálfbærni samkvæmt sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011.
Markmið reglugerðarinnar er ennfremur að stuðla að gagnsæi og samræmdu verklagi við mat á fjárhagslegri stöðu og afkomu sveitarfélaga og tryggja formfestu í samskiptum þeirra við þá aðila sem hafa eftirlit með fjármálum sveitarfélaga.
2. gr.
Gildissvið.
Reglugerð þessi gildir um eftirlit með fjármálum sveitarfélaga, sbr. VIII. kafla sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, ábyrgð sveitarstjórna á fjármálum og stjórnsýslulega framkvæmd eftirlits. Reglugerðin kveður á um störf eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, málsmeðferð nefndarinnar og aðferðir við mat á fjárhagsstöðu sveitarfélaga, með hliðsjón af þeim viðmiðum sem sett eru í 2. mgr. 64. gr. laganna. Reglugerðin skilgreinir forsendur viðmiðanna, kveður á um leyfileg frávik frá viðmiðum, útreikning þeirra og aðlögunartíma sveitarfélaga að þeim í samræmi við 3. mgr. 64. gr. sveitarstjórnarlaga og II. og III. bráðabirgðaákvæði við lögin.
3. gr.
Skilgreiningar.
Reglulegar tekjur: Útsvar, fasteignaskattur, framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, lóðarleiga, þjónustutekjur og aðrar tekjur sem teljast að jafnaði til reglulegrar starfsemi sveitarfélaga.
Rekstrargjöld: Laun og launatengd gjöld, þ.m.t. breyting á lífeyrisskuldbindingum og allur annar rekstrarkostnaður að undanskildum afskriftum.
Framlegð: Reglulegar tekjur að frádregnum rekstrargjöldum.
Heildarútgjöld: Rekstrargjöld að teknu tilliti til afskrifta og fjármagnsliða.
Rekstrarniðurstaða: Reglulegar tekjur að frádregnum heildarútgjöldum.
Óreglulegir liðir: Tekjur og gjöld sem ekki falla til af reglulegri starfsemi sveitarfélaga.
Rekstrarniðurstaða ársins: Rekstrarniðurstaða að teknu tilliti til óreglulegra liða.
Heildarskuldir og skuldbindingar: Samtala skuldbindinga, langtímaskulda og skammtímaskulda, eins og fram kemur í efnahagsreikningi.
Skuldahlutfall: Heildarskuldir og skuldbindingar í hlutfalli við reglulegar tekjur, án tillits til útreiknings skv. 14. gr.
Skuldaviðmið: Skuldahlutfall að teknu tilliti til útreikninga samkvæmt 14. gr.
Hreint veltufé: Veltufjármunir að frádregnum skammtímaskuldum samkvæmt efnahagsreikningi.
Fjármagnsliðir: Áfallnir vextir, verðbætur og gengismunur.
Peningaleg staða: Heildarskuldir og skuldbindingar að frádregnum peningalegum eignum, þ.e. handbæru fé, kröfum og öðrum eignum sem ætlað er að breyta í handbært fé, eða heildarskuldir og skuldbindingar að frádregnum veltufjármunum og langtímakröfum.
Vaxtaberandi skuldir: Skuldir sem bera fasta eða breytilega vexti.
Veltufjárhlutfall: Hlutfallið á milli veltufjármuna og skammtímaskulda.
II. KAFLI
Ábyrgð sveitarstjórna og meginreglur.
4. gr.
Skyldur varðandi fjármál.
Sveitarstjórn ber ábyrgð á fjárhag sveitarfélags og skal hún tryggja að ákvæðum sveitarstjórnarlaga um fjármál sveitarfélaga sé fylgt.
Sveitarstjórn skal sjá til þess að rekstri, fjárfestingum og ráðstöfun eigna og sjóða sé þannig hagað á hverjum tíma að sveitarfélagið muni til framtíðar geta sinnt skyldubundnum verkefnum sínum. Jafnframt skal sveitarstjórn haga rekstri sveitarfélagsins, fyrirtækja og stofnana þess á þann veg að viðmið samkvæmt reglugerð þessari séu uppfyllt.
Sveitarstjórnir skulu tryggja eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga og starfsmönnum hennar aðgang að starfsstöðvum sveitarfélagsins, bókum, fylgiskjölum og öðrum gögnum sveitarfélags sem nefndin þarf á að halda vegna starfs síns. Auk þess skulu sveitarfélög, ef þurfa þykir, gefa frekari skýringar á fjármálum sínum innan frests sem nefndin tiltekur.
Skriflegar ábendingar og viðvaranir sem sveitarfélagi kunna að berast frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga skulu lagðar fyrir sveitarstjórn til umræðu.
5. gr.
Tilkynningarskylda.
Komist sveitarfélag í fjárþröng þannig að sveitarstjórn telji sér ekki unnt að standa í skilum á afborgunum af lánum, launum og launatengdum gjöldum og öðrum meiriháttar lög- eða samningsbundnum skuldbindingum skal hún tilkynna það til eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Á sama hátt skal sveitarstjórn gera eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga viðvart telji hún að fjármál sveitarfélags eða einstakar fjárhagslegar ráðstafanir séu ekki í samræmi við lög og reglugerðir eða fjármál sveitarfélags stefni að öðru leyti í óefni.
Verði endurskoðandi sveitarfélags var við að reikningsskil og fjármál sveitarfélags séu ekki í samræmi við kröfur sem gerðar eru í lögum eða stjórnvaldsfyrirmælum skal hann þegar í stað greina sveitarstjórn og eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga frá því með skriflegri álitsgerð.
Telji eftirlitsnefnd sig hafa upplýsingar um að aðstæður séu með þeim hætti sem frá greinir í 1. mgr., þótt ekki hafi borist tilkynning frá sveitarstjórn eða endurskoðanda sveitarfélagsins, skal nefndin afla upplýsinga og óska skýringa eða gagna innan ákveðinna tímamarka.
6. gr.
Fjárhagsleg viðmið.
Til að ná markmiðum laga um fjárhagslega sjálfbærni og jafnvægi í rekstri skulu sveitarstjórnir tryggja að:
III. KAFLI
Stjórnsýsla.
7. gr.
Hlutverk ráðuneytisins.
Innanríkisráðherra hefur yfirumsjón með framkvæmd reglugerðar þessarar. Ráðuneytið miðlar til eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga fjárhagslegum upplýsingum sem það aflar frá sveitarfélögum lögum samkvæmt, svo sem upplýsingum úr ársreikningum, fjárhagsáætlunum og öðrum upplýsingum er snerta fjármál einstakra sveitarfélaga, eftir því sem við á.
Þegar tilefni er til skal ráðherra, á grundvelli rökstuddrar tillögu eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, gera samkomulag við sveitarstjórnir um fjárhagsleg málefni þeirra, sbr. 22. gr. reglugerðar þessarar og taka ákvarðanir um önnur úrræði sem lögin og reglugerð þessi heimila.
8. gr.
Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga.
Innanríkisráðherra skipar þriggja manna eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga til fimm ára í senn. Nefndin er sérstakt stjórnvald sem heyrir undir yfirstjórn ráðherra. Ákvarðanir hennar sæta þó ekki kæru til ráðherra.
Nefndarmenn skulu hafa sérstaka þekkingu á fjárhagslegum málefnum sveitarfélaga. Einn fulltrúi í nefndinni skal skipaður samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga en tveir án tilnefningar og skal annar þeirra vera löggiltur endurskoðandi. Þrír varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Ráðherra skipar formann nefndarinnar.
Kostnaður vegna starfsemi eftirlitsnefndar, þ.m.t. þóknun til nefndarmanna, greiðist úr ríkissjóði. Skal þóknunin ákveðin af ráðherra.
9. gr.
Hlutverk eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga.
Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga skal reglulega fylgjast með fjármálum, þ.m.t. ársreikningum og fjárhagsáætlunum sveitarfélaga, og bera þau saman við viðmið og lykiltölur samkvæmt reglugerð þessari. Þegar tilefni er til skal nefndin taka mál til formlegrar athugunar og beita þeim úrræðum sem kveðið er á um í lögum og reglugerð þessari.
Nefndin skal jafnframt hafa almennt eftirlit með því að fjármál og fjármálastjórn sveitarfélaga séu í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga og reglugerða sem settar eru á grundvelli þeirra. Telji nefndin rökstudda þörf á að fram fari athugun á því hvort lög eða reglugerð hafi verið brotin getur nefndin vísað máli til ráðuneytisins til formlegrar meðferðar skv. XI. kafla sveitarstjórnarlaga. Nefndin hefur jafnframt eftirlit með framkvæmd aðlögunaráætlana, sbr. V. kafla, framkvæmd samninga við sveitarstjórnir, sbr. 22. gr. og ákvörðunum ráðherra, sbr. 23. gr. reglugerðar þessarar.
10. gr.
Málsmeðferð og meðalhóf.
Eftirlit með fjármálum sveitarfélaga og ákvarðanir sem teknar eru á grundvelli þessarar reglugerðar skulu byggjast á heildarmati á fjárhagslegri stöðu sveitarfélaga. Við framkvæmd eftirlits og beitingu úrræða skal velja þau úrræði sem líklegust eru til að þau markmið sem að er stefnt nái fram að ganga, að teknu tilliti til sjálfstjórnar sveitarfélaga.
IV. KAFLI
Mat á fjárhagsstöðu sveitarfélaga.
11. gr.
Eftirlit og mat á fjárhagsstöðu.
Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga skal við yfirferð sína á ársreikningum og fjárhagsáætlunum sveitarfélaga athuga hvort sveitarfélag uppfyllir viðmið um rekstur og skuldastöðu, sbr. 64. gr. sveitarstjórnarlaga og 6. gr. reglugerðar þessarar. Sama á við um viðauka við fjárhagsáætlun ef þeir hafa áhrif á rekstrarniðurstöðu eða skuldastöðu sveitarfélagsins.
Athugun á viðmiðum, sbr. 6. gr. og lykiltölum sbr. 15. gr. reglugerðar þessarar, eru meðal annarra þátta grundvöllur heildarmats eftirlitsnefndar á fjárhagsstöðu og fjárhagslegri sjálfbærni sveitarfélaga.
Eftirlitsnefndin getur birt opinberlega almennar grunnupplýsingar um fjárhag sveitarfélaga.
12. gr.
Regla vegna veitu- og orkufyrirtækis.
Ef heildarútgjöld allra veitu- og/eða orkufyrirtækja sem færð eru í B-hluta eru umfram 15% af heildarútgjöldum A- og B-hluta í reikningsskilum sveitarfélags eða ef heildarskuldir og skuldbindingar eru umfram 30% af heildarskuldum og skuldbindingum skal undanskilja reikningsskil viðkomandi veitu- og/eða orkufyrirtækja frá útreikningum á viðmiðum skv. 13. og 14. gr. reglugerðar þessarar.
13. gr.
Viðmið um jafnvægi í rekstri.
Við samþykkt fjárhagsáætlana ber sveitarstjórn að sjá til þess að samanlögð heildarútgjöld til rekstrar vegna A- og B-hluta yfir þriggja ára tímabil verði ekki hærri en sem nemur samanlögðum reglulegum tekjum sveitarfélagsins, stofnana þess og fyrirtækja. Í því felst að samanlögð rekstrarniðurstaða samkvæmt ársreikningi fyrir næstliðið ár, áætluð rekstrarniðurstaða fyrir yfirstandandi ár með hliðsjón af gildandi fjárhagsáætlun og samþykktum viðaukum og fjárhagsáætlun fyrir næsta ár sýni jákvæða rekstrarniðurstöðu samstæðunnar.
14. gr.
Útreikningur skuldahlutfalls og skuldaviðmiðs.
Við útreikning á skuldahlutfalli skv. 2. tölul. 2. mgr. 64. gr. sveitarstjórnarlaga skal taka tillit til allra skulda og skuldbindinga, þar á meðal langtímaskulda, skuldbindinga vegna leigu- og rekstrarsamninga, lífeyrisskuldbindinga, annarra skuldbindinga og skammtímaskulda.
Við útreikning á skuldaviðmiði skv. 2. tölul. 2. mgr. 64. gr. sveitarstjórnarlaga og b-lið 6. gr. reglugerðar þessara skal fylgja eftirfarandi reikniaðferðum:
15. gr.
Aðrar lykiltölur.
Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga reiknar m.a. eftirfarandi lykiltölur við yfirferð á ársreikningum sveitarfélaga:
Við mat á rekstri og fjárhagsstöðu sveitarfélags skal eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga einnig hafa til hliðsjónar eignir og skuldbindingar A- og B-hluta utan efnahags, þ.m.t. ábyrgðir. Við skoðun lykiltalna samkvæmt þessari grein skal nefndin meta sérstaklega reikningsskil A-hluta annars vegar og B-hluta hins vegar.
Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga getur sett nánari vinnureglur um útreikning lykiltalna og samanburð þeirra við viðmið skv. 6. gr. reglugerðar þessarar.
V. KAFLI
Aðlögun sveitarfélaga að fjárhagslegum viðmiðum.
16. gr.
Gerð áætlana um aðlögun.
Sveitarstjórnir þeirra sveitarfélaga sem uppfylltu ekki viðmið skv. 6. gr. reglugerðar þessarar hinn 1. janúar 2012, að teknu tilliti til útreikninga skv. IV. kafla, skulu fyrir 1. september 2012 samþykkja áætlun um hvernig þau hyggjast ná viðmiðunum. Heimilt er að gera ráð fyrir að viðmiðunum verði náð á allt að tíu árum, frá 1. janúar 2013 að telja, sé slíkt nauðsynlegt í því skyni að áætlunin verði raunhæf. Sveitarstjórnir skulu þó leitast við að hafa aðlögunartímann eins stuttan og unnt er.
Byggðarráð eða framkvæmdastjóri, eftir því sem sveitarstjórn ákveður, leggur fyrir sveitarstjórn tillögu um áætlun skv. 1. mgr. innan nægjanlegra tímamarka svo að unnt verði að afgreiða hana fyrir 1. september 2012. Áætlunina skal ræða á a.m.k. tveimur fundum sveitarstjórnar, með a.m.k. tveggja vikna millibili. Tillögum skulu fylgja upplýsingar um forsendur sem byggt er á og lýsing helstu framkvæmda og skuldbindinga sem gert er ráð fyrir á því tímabili sem áætlunin nær yfir.
Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga skal tilkynna sveitarstjórnum fyrir 1. júlí 2012 hvort þær þurfa að semja áætlun skv. 1. mgr. Ráðherra getur veitt sveitarstjórn frest í allt að tíu vikur til að ljúka afgreiðslu áætlunar samkvæmt þessari grein ef brýn nauðsyn krefur, enda liggi fyrir rökstudd beiðni ásamt tímasettri áætlun.
17. gr.
Yfirferð áætlana um aðlögun og mat á forsendum þeirra.
Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga fylgist með áætlunum sveitarfélaga skv. 16. gr. reglugerðar þessarar og leggur mat á forsendur þeirra. Nefndin getur kallað eftir frekari upplýsingum um forsendur áætlana og horfur í fjármálum sveitarfélags áður en hún tekur afstöðu til áætlunar. Eigi síðar en 31. desember 2012 skal nefndin tilkynna sveitarstjórn hvort hún fellst á áætlun sveitarstjórnar.
Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga getur lagt til við ráðherra að gerður verði samningur við sveitarstjórn um fjárhagsleg málefni sveitarfélagsins, þar sem skilgreind eru tímasett markmið um rekstur þess og skuldastöðu innan þess tímabils sem áætlun tekur til, með hliðsjón af viðmiðum skv. 6. gr. og lykiltölum skv. 15. gr. Almennt skal slík tillaga ekki gerð ef aðlögunartímabil skv. 16. gr. er fimm ár eða skemmra. Ef þörf er á getur nefndin einnig lagt til við ráðherra að beitt verði aðgerðum skv. VII. kafla til að tryggja að áætlun gangi eftir, svo sem að lagt verði álag á útsvar og eða fasteignaskatta.
Ef eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga telur áætlun sveitarstjórnar óraunhæfa eða ekki nægilega vandaða getur hún veitt sveitarstjórn hæfilegan frest til að gera nauðsynlegar breytingar á áætluninni eða leggja fram frekari gögn til að sýna að forsendur áætlunarinnar séu nægilega traustar, með hliðsjón af ábendingum nefndarinnar.
Ef sveitarstjórn bregst ekki við ábendingum eftirlitsnefndar, hafnar því að endurskoða áætlunina eða breytingar sveitarstjórnar ganga ekki nógu langt til þess að áætlun geti talist raunhæf að mati nefndarinnar, tilkynnir nefndin sveitarstjórn að hún fallist ekki á áætlunina. Jafnframt skal nefndin tilkynna ráðherra þá niðurstöðu sína. Gilda þá almenn ákvæði VI. og VII. kafla reglugerðar þessarar.
Á meðan aðlögunaráætlun sveitarfélags, samkvæmt þessum kafla, er í gildi skal ekki beita eftirlitsaðgerðum skv. VI. og VII. kafla reglugerðar þessarar nema sérstök ástæða sé til, enda sé áætluninni um stjórn fjármála fylgt í öllum meginatriðum.
18. gr.
Eftirlit með framkvæmd aðlögunaráætlana.
Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur eftirlit með framkvæmd aðlögunaráætlana, samningum og aðgerðum sem ráðherra ákveður. Ef veruleg frávik verða frá áætlun sveitarstjórnar um aðlögun samkvæmt þessum kafla getur sveitarstjórn sent eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga rökstudda beiðni um heimild til þess að endurskoða áætlunina. Skal almennt fallist á slíka beiðni ef forsendur áætlunar hafa ekki gengið eftir.
Telji eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga að verulegur misbrestur hafi orðið á að framfylgja aðlögunaráætlun samkvæmt þessum kafla getur nefndin, að undangengnu heildarmati á fjárhagsstöðu sveitarfélags, sent sveitarstjórn áskorun um að bæta úr því sem áfátt kann að reynast. Verði sveitarstjórn ekki við slíkri áskorun skal nefndin vísa málinu til ráðherra með rökstuddri tillögu.
VI. KAFLI
Málsmeðferð eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga.
19. gr.
Upphaf máls hjá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga.
Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga skal almennt byggja athuganir sínar, samskipti og eftirlitsaðgerðir vegna fjárhagsstöðu einstakra sveitarfélaga á heildstæðu mati á fjárhagsstöðu sveitarfélaga.
Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga tekur mál til formlegrar athugunar af eftirtöldum ástæðum:
Áður en eftirlitsnefndin hefst handa við formlega athugun máls getur hún kallað eftir skýringum eða upplýsingum frá viðkomandi sveitarfélagi. Telji nefndin ekki, að fengnum slíkum skýringum og upplýsingum, tilefni til þess að halda athugun máls áfram skal hún rökstyðja þá ákvörðun og senda tilkynnanda og sveitarstjórn niðurstöðu sína.
20. gr.
Úrræði eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga.
Í því skyni að rækja hlutverk sitt samkvæmt sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011, getur eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga gripið til eftirtalinna aðgerða:
Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga getur enn fremur gert samkomulag við sveitarstjórn um að fram fari úttekt á fjármálum sveitarfélags sem glímir við erfiðleika í þeim efnum. Tilgangurinn með samkomulagi aðila er að greina mögulegar aðgerðir til hagræðingar í rekstri og til að bæta fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Slík úttekt getur farið fram hvort sem er að frumkvæði eftirlitsnefndar eða sveitarstjórnar. Þegar úttektarskýrsla liggur fyrir gerir eftirlitsnefnd viðkomandi sveitarstjórn grein fyrir sjónarmiðum sínum.
Sveitarstjórn skal ávallt eiga kost á að tjá sig áður en tillögur eftirlitsnefndar um aðgerðir til lausnar á fjárhagsvanda eru sendar ráðherra, sbr. f-lið 1. mgr. Skulu athugasemdir sveitarstjórnar fylgja með tillögum nefndarinnar til ráðherra.
Eftirlitsnefndin skal ekki leggja til úrræði sem lýst er í VII. kafla nema aðrar og vægari leiðir dugi ekki til að tryggja að markmið reglugerðar þessarar um fjárhagslega sjálfbærni sveitarfélaga nái fram að ganga.
21. gr.
Aðgerðir vegna tilkynningar um fjárþröng.
Hafi borist tilkynning til eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga um fjárþröng sveitarfélags, sbr. 5. gr., skal nefndin tafarlaust láta fara fram athugun á fjárhagsstöðu og rekstri sveitarfélagsins með það að markmiði að finna leiðir, í samvinnu við sveitarstjórn, til þess að koma sveitarfélaginu úr fjárþröng. Eftir atvikum getur nefndin lagt til við ráðherra að gert verði samkomulag við sveitarstjórn um fjárhagsmálefni þess, sbr. 22. gr. Sveitarstjórn getur einnig lagt fram beiðni um að slíkt samkomulag verði gert.
Ef athugun eftirlitsnefndar bendir til þess að fjárhagsvandi sveitarfélags sé viðvarandi og að ekki verði hægt að færa fjármál þess til betri vegar með gerð samkomulags getur nefndin lagt fram rökstudda tillögu um önnur úrræði, sbr. VII. kafla reglugerðar þessarar.
VII. KAFLI
Aðgerðir til lausnar á fjárhagsvanda.
22. gr.
Samkomulag við sveitarstjórn.
Þegar tilefni er til vegna fjármála eða fjármálastjórnar sveitarstjórnar skulu ráðherra og sveitarstjórn, á grundvelli rökstuddrar tillögu eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, gera samkomulag um fjárhagsleg málefni sveitarfélagsins. Í samkomulaginu skal fjalla um tilgang þess og markmið eftir því sem þörf er á, þar á meðal um rekstur, fjárfestingar og álagningu gjalda og skatta. Ef þörf er á getur ráðherra, samhliða samkomulagi skv. þessari grein, einnig beitt úrræðum skv. 2. og 3. tölul. 23. gr. reglugerðar þessarar.
Viðkomandi sveitarstjórn getur einnig óskað eftir samkomulagi við ráðherra samkvæmt þessari grein. Skal þá leitað umsagnar eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga áður en samkomulag er gert nema afstaða nefndarinnar liggi þegar fyrir.
Þegar samkomulag liggur fyrir skal það staðfest af ráðuneytinu annars vegar og viðkomandi sveitarstjórn hins vegar. Ráðuneytið getur gert þá kröfu að 2/3 fulltrúa á fundi sveitarstjórnar greiði atkvæði með samkomulaginu til að það öðlist gildi.
23. gr.
Ákvarðanir ráðherra um fjárhagsleg málefni.
Ef samkomulag skv. 22. gr. hefur ekki skilað árangri, samkomulag hefur ekki náðst eða ekki verður talið að gerð samkomulags muni færa fjármál sveitarfélags til betri vegar getur ráðherra gripið til eftirfarandi ráðstafana, að fenginni rökstuddri tillögu eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga:
24. gr.
Skilyrði sem ráðherra getur sett um stjórn fjármála sveitarfélags.
Skilyrði sem ráðherra getur sett sveitarfélagi um rekstur og stjórnsýslu, sbr. 1. tölul. 23. gr., geta m.a. kveðið á um eftirtalin atriði:
1. |
Sveitarfélag skili mánaðarlega upplýsingum úr bókhaldi sem a.m.k. gefi yfirlit um tekjur, gjöld, handbært fé, eignir og skuldir. |
||
2. |
Sveitarfélag vinni og afgreiði fjárhagsáætlun til allt að 10 ára, þ. á m. um að slík áætlun skuli gerð árlega og fullnægi, eftir því sem við á, reglum um fjögurra ára áætlun. |
||
3. |
Sveitarfélag leiti aðstoðar hjá sérhæfðum ráðgjafa eða öðrum sérfræðingi. |
||
4. |
Fjárhagsáætlanir, þar á meðal áætlun skv. 2. tölul., og starfsemi sveitarfélags að öðru leyti séu í samræmi við tiltekin markmið um: |
||
a) |
framlegð af rekstri, |
||
b) |
samdrátt í rekstri eða samdrátt í ákveðnum þáttum rekstrar, |
||
c) |
takmarkanir á fjárfestingum, |
||
d) |
takmarkanir á lántökum og öðrum skuldbindingum, þar á meðal um gjaldmiðil sem heimilt er að taka lán í, um endurfjármögnun og önnur lánskjör, |
||
e) |
nýtingu tekjustofna og |
||
f) |
annað sem telja má þýðingarmikið fyrir fjármál viðkomandi sveitarfélags. |
||
5. |
Mat skv. 66. gr. sveitarstjórnarlaga skuli framkvæmt af tilteknum aðila eða aðila með tiltekna sérfræðikunnáttu undir þeim viðmiðum sem tilgreind eru í 66. gr. sveitarstjórnarlaga. |
25. gr.
Aðrar aðgerðir.
Ef sýnt þykir að aðgerðir samkvæmt þessum kafla muni ekki leysa fjárhagsvanda sveitarfélags getur ráðherra, að fenginni tillögu eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, ákveðið að skipa sveitarfélagi fjárhaldsstjórn, sbr. 86. gr. sveitarstjórnarlaga.
Einnig getur ráðherra, ef ástæða þykir til í þeim tilgangi að leysa varanlega úr fjárhagsvanda sveitarfélags, beitt sér fyrir sameiningu sveitarfélags í fjárhagsvanda við nágrannasveitarfélag, sbr. 90. gr. sveitarstjórnarlaga.
VIII. KAFLI
Ýmis ákvæði.
26. gr.
Samstarf ráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Árlega skal ráðherra boða til samráðsfundar ráðherra, eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga og Sambands íslenskra sveitarfélaga um framkvæmd reglugerðarinnar og störf eftirlitsnefndar. Þá skal ræða álitamál sem kunna að vera uppi um framkvæmd reglugerðarinnar og meta eftir atvikum hvort hana þurfi að endurskoða.
27. gr.
Gildistökuákvæði.
Reglugerð þessi, sem sett er á grundvelli 3. mgr. 64. gr. og 81. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, öðlast gildi þann 15. júní 2012. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð um eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga nr. 374/2001, með síðari breytingum.
Bráðabirgðaákvæði.
Reglugerð þessa skal endurskoða fyrir 1. janúar 2014.
Innanríkisráðuneytinu, 11. júní 2012.
Ögmundur Jónasson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.