1. gr.
Í stað orðsins "Innanríkisráðherra" í 7. og 8. gr. reglugerðarinnar kemur: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
2. gr.
12. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Að ósk viðkomandi sveitarfélags er eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga skylt við útreikning á afkomu og fjárhagsstöðu þess skv. 13. og 14. gr. að undanskilja tekjur, útgjöld, eignir, skuldir og skuldbindingar sem hljótast af eignarhlutum þess í veitu- og orkufyrirtækjum, enda verði það fyrir umtalsvert meiri útgjöldum og/eða beri umtalsvert meiri skuldir en annars væri vegna eignarhlutanna.
Ákvæði 1. mgr. fellur úr gildi 1. janúar 2022.
3. gr.
3. töluliður 2. mgr. 14. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Draga skal veltufjármuni frá heildarskuldum og skuldbindingum.
4. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er á grundvelli 3. mgr. 64. gr. og 81. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, öðlast þegar gildi.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 23. apríl 2018.
Sigurður Ingi Jóhannsson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.