1. gr.
Reglugerðir um ríkisaðstoð.
Eftirfarandi reglugerðir framkvæmdastjórnarinnar (ESB) um ríkisaðstoð, sem vísað er til í XV. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með viðkomandi ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar, skulu öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XV. viðauka samningsins og bókun 1 um altæka aðlögun:
2. gr.
Birting.
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 360/2012, sbr. a-lið 1. gr., er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB, nr. 14/2013, 7. mars 2013, bls. 711. Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 225/2012 er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 18/2013, 21. mars 2013, bls. 32.
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1407/2013, sbr. b-lið 1. gr., er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB, nr. 36/2014, 12. júní 2014, bls. 644. Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 98/2014 er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 63/2014, 30. október 2014.
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 651/2014, sbr. c-lið 1. gr., er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB, nr. 23/2015, 23. apríl 2015, bls. 813. Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 152/2014 er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 71/2014, 27. nóvember 2014, bls. 61.
3. gr.
Gildistaka.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 32. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi. Um leið falla eftirfarandi reglugerðir úr gildi:
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 8. desember 2015.
F. h. r.
Lilja Sturludóttir.
Haraldur Steinþórsson.