Fjármálaráðuneyti

835/2004

Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins um ríkisaðstoð (III). - Brottfallin

1. gr.

Eftirfarandi reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB), sem vísað er til á eftir lið 1f í XV. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 83/2003, frá 20. júní 2003, um breytingu á XV. viðauka (Ríkisaðstoð) við EES-samninginn, skal öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XV. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum samningsins:

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2204/2002, frá 12. desember 2002, um beitingu 87. og 88. gr. EB-sáttmálans gagnvart ríkisaðstoð til eflingar atvinnu.


2. gr.

Reglugerðin og ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 83/2003, sbr. 1. gr., sem birt hefur verið í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB nr. 51, dags. 9. október 2003 (bls. 25), eru birtar sem fylgiskjal með reglugerð þessari.


3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 48. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.


Fjármálaráðuneytinu, 5. október 2004.

F. h. r.
Baldur Guðlaugsson.
Ingvi Már Pálsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica