1. gr.
Jöfnun örorkubyrði lífeyrissjóða.
Stuðla skal að því að mismunandi örorkubyrði lífeyrissjóða verði jöfnuð eins og nánar greinir í reglugerð þessari. Ríkissjóður veitir árlegu fjárframlagi til lífeyrissjóða til þess að ná því markmiði samkvæmt ákvæðum VI. kafla laga nr. 113/1990, um tryggingagjald, með síðari breytingum.
Í samræmi við VI. kafla laga nr. 113/1990, skal fjárframlag ríkissjóðs til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóða fyrir árið 2015 nema 0,325% af gjaldstofni tryggingagjalds skv. III. kafla laga nr. 113/1990. Framlagið skal byggjast á upplýsingum ríkisreiknings um áætlaðan gjaldstofn tryggingagjalds næstliðins árs.
Fjármála- og efnahagsráðuneytið annast úthlutun og greiðslu framlags til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóða samkvæmt reglugerð þessari.
2. gr.
Skipting framlagsins milli lífeyrissjóða.
Framlagi til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóða skal skipt milli lífeyrissjóða með eftirfarandi hætti:
3. gr.
Úthlutun fjárframlags árið 2015.
Samkvæmt 19. gr. laga nr. 113/1990, um tryggingagjald, skal fjárframlag til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóða fyrir árið 2015 renna til lífeyrissjóða sem hafa starfsleyfi frá fjármála- og efnahagsráðherra, sbr. ákvæði laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Áætlaður gjaldstofn tryggingagjalds árið 2014 nemur samkvæmt ríkisreikningi 2014 samtals kr. 1.015.399.018.240 og er áætlað fjárframlag ársins 2014 til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóða því með vísan til 1. gr. samtals kr. 3.300.046.809 og skiptist það milli lífeyrissjóða sem hér segir:
Lífeyrissjóður | Fjárhæð kr. | Hlutfall |
Almenni lífeyrissjóðurinn | 32.010.454 | 0,970% |
Eftirlaunasjóður FÍA | 11.649.165 | 0,353% |
Eftirlaunasjóður Reykjanesbæjar | 561.008 | 0,017% |
Lífeyrissj. starfsm. sveitarfélaganna-B L050EsH | 4.323.061 | 0,131% |
Eftirlaunasj. starfsm. Útvegsbanka Íslands | 907.513 | 0,028% |
Festa lífeyrissjóður | 323.685.091 | 9,809% |
Frjálsi lífeyrissjóðurinn | 155.069.200 | 4,699% |
Gildi lífeyrissjóður | 1.120.415.392 | 33,952% |
Íslenski lífeyrissjóðurinn | 15.048.213 | 0,456% |
Lífeyrissj. starfsm. sveitarfélaganna-B L140LsA | 2.079.030 | 0,063% |
Lífeyrissjóður bankamanna - aldur | 20.889.296 | 0,633% |
Lífeyrissjóður bankamanna - hlutfall | 20.179.786 | 0,612% |
Lífeyrissjóður bænda | 11.434.662 | 0,347% |
Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga | 23.380.832 | 0,709% |
Lífeyrissj. starfsm. sveitarfélaganna-B L510LsN | 627.009 | 0,019% |
Lífeyrissjóður Rangæinga | 22.077.313 | 0,669% |
Lífeyrissjóður starfsmanna Akureyrarkaupstaðar | 3.201.045 | 0,097% |
Lífeyrissjóður starfsm. Búnaðarbanka Íslands hf. | 2.425.534 | 0,074% |
Lífeyrissj. starfsm. sveitarfélaganna-B L600LsH | 1.336.519 | 0,041% |
Lífeyrissjóður starfsmanna Kópavogsbæjar | 1.171.517 | 0,036% |
Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar | 20.988.298 | 0,636% |
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins-A | 165.530.348 | 5,016% |
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins-B | 98.836.402 | 2,995% |
Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga-A | 59.136.839 | 1,792% |
Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga-V | 18.150.257 | 0,550% |
Lífeyrissj. starfsm. sveitarfélaganna-B L700LsV | 2.211.031 | 0,067% |
Lífeyrissjóður Tannlæknafélags Íslands | 1.320.019 | 0,040% |
Lífsverk, lífeyrissjóður | 5.329.576 | 0,162% |
Lífeyrissjóður verslunarmanna | 440.457.248 | 13,347% |
Lífeyrissjóður Vestfirðinga | 58.163.325 | 1,763% |
Lífeyrissjóður Vestmannaeyja | 77.584.101 | 2,351% |
Sameinaði lífeyrissjóðurinn | 90.536.784 | 2,744% |
Stafir lífeyrissjóður | 78.673.116 | 2,384% |
Stapi lífeyrissjóður | 345.663.403 | 10,475% |
Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda | 64.994.422 | 1,970% |
Samtals | 3.330.046.809 | 100,000% |
Við greiðslu fjárframlags ársins 2016, í október 2016, skal endurreikna, og leiðrétta ef þörf er á, fjárframlag ársins 2015 á grundvelli endurskoðaðra upplýsinga um gjaldstofn tryggingagjalds ársins 2014.
4. gr.
Leiðrétting fjárframlags ársins 2014.
Endurskoðaður gjaldstofn tryggingagjalds vegna ársins 2013 er kr. 948.696.189.180. Mismunur áætlaðs gjaldstofns tryggingagjalds ársins 2013 skv. 3. gr. reglugerðar nr. 1045/2014, um úthlutun og greiðslu fjárframlags ársins 2014 til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóða, og endurskoðaðs gjaldstofns tryggingagjalds vegna ársins 2013 er kr. 926.198.870 til hækkunar. Fjárframlag ríkissjóðs til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóða fyrir árið 2014 nam 0,325% af gjaldstofni tryggingagjalds, sbr. lög nr. 177/2006, um breyting á lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald. Leiðrétting fjárframlags ársins 2014, frá því sem það var ákvarðað með reglugerð nr. 1045/2014, nemur því samtals kr. 3.010.146, til hækkunar. Áætlað fjárframlag ársins 2015 eins og það er ákvarðað skv. 3. gr. hækkar um þær fjárhæðir sem tilgreindar eru í eftirfarandi töflu:
Lífeyrissjóður | Fjárhæð kr. | Hlutfall |
Almenni lífeyrissjóðurinn | 34.736 | 1,154% |
Eftirlaunasjóður FÍA | 10.164 | 0,338% |
Eftirlaunasjóður Reykjanesbæjar | 500 | 0,017% |
Eftirlaunasj. starfsm. Hafnarfjarðarkaupstaðar (Lífeyrissj. starfsm. sveitarfélaganna-B L050EsH) | 4.356 | 0,145% |
Eftirlaunasj. starfsm. Útvegsbanka Íslands | 877 | 0,029% |
Festa lífeyrissjóður | 306.502 | 10,182% |
Frjálsi lífeyrissjóðurinn | 123.434 | 4,101% |
Gildi lífeyrissjóður | 1.084.665 | 36,034% |
Íslenski lífeyrissjóðurinn | 15.064 | 0,500% |
Lífeyrissjóður Akraneskaupstaðar (Lífeyrissj. starfsm. sveitarfélaganna-B L140LsA) | 2.345 | 0,078% |
Lífeyrissjóður bankamanna - aldur | 19.113 | 0,635% |
Lífeyrissjóður bankamanna - hlutfall | 18.925 | 0,629% |
Lífeyrissjóður bænda | 12.349 | 0,410% |
Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga | 22.397 | 0,744% |
Lífeyrissjóður Neskaupstaðar (Lífeyrissj. starfsm. sveitarfélaganna-B L510LsN) | 503 | 0,017% |
Lífeyrissjóður Rangæinga | 18.247 | 0,606% |
Lífeyrissjóður starfsmanna Akureyrarkaupstaðar | 2.754 | 0,092% |
Lífeyrissjóður starfsm. Búnaðarbanka Íslands hf. | 2.665 | 0,089% |
Lífeyrissjóður starfsm. Húsavíkurkaupstaðar (Lífeyrissj. starfsm. sveitarfélaganna-B L600LsH) | 1.448 | 0,048% |
Lífeyrissjóður starfsmanna Kópavogsbæjar | 1.380 | 0,046% |
Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar | 22.976 | 0,763% |
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins-A | 132.641 | 4,406% |
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins-B | 97.068 | 3,225% |
Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga-A | 50.542 | 1,679% |
Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga-V | 16.043 | 0,533% |
Lífeyrissjóður starfsmanna Vestmannaeyjabæjar (Lífeyrissj. starfsm. sveitarfélaganna-B L700-LsV) | 1.963 | 0,065% |
Lífeyrissjóður Tannlæknafélags Íslands | 1.054 | 0,035% |
Lífsverk, lífeyrissjóður | 4.897 | 0,163% |
Lífeyrissjóður verslunarmanna | 296.781 | 9,859% |
Lífeyrissjóður Vestfirðinga | 57.035 | 1,895% |
Lífeyrissjóður Vestmannaeyja | 74.521 | 2,476% |
Sameinaði lífeyrissjóðurinn | 91.296 | 3,033% |
Stafir lífeyrissjóður | 73.299 | 2,435% |
Stapi lífeyrissjóður | 345.164 | 11,467% |
Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda | 62.442 | 2,074% |
Samtals | 3.010.146 | 100,000% |
5. gr.
Gildistaka o.fl.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 22. gr. laga nr. 113/1990, um tryggingagjald, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi. Jafnframt eru felldar úr gildi eldri reglugerðir sama efnis.
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 25. nóvember 2015.
F. h. r.
Lilja Sturludóttir.
Anna V. Ólafsdóttir.