Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr.:
a. 2. mgr. orðast svo:
Eftirtaldir aðilar, sem uppfylla skilyrði 2. mgr. 1. gr., eiga rétt til endurgreiðslu og skal þeim endurgreiddur tilgreindur hundraðshluti af álögðum virðisaukaskatti:
Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar 54%
Hitaveita Hvammstanga 14%
Hitaveita Blönduóss 36%
Hitaveita Rafmagnsveitna ríkisins, Siglufirði 53%
Hitaveita Hríseyjar 30%
Hitaveita Akureyrar 62%
Hitaveita Reykjahlíðar 24%
Hitaveita Egilsstaða og Fella 41%
Hitaveita Rangæinga 54%
Selfossveitur vegna Hitaveitu Eyra 39%
Hitaveita þorlákshafnar 10%
Hitaveita Suðurnesja 19%
Bæjarveitur Vestmannaeyja 52%
Orkubú Vestfjarða 59%
Rafmagnsveitur ríkisins 62%
b. Fyrir hlutfallstöluna "62%" í 3. mgr. kemur: 63%
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 42. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, gildir frá 1. janúar 1995.
Fjármálaráðuneytið, 23. desember 1994.
F.h.r.
Indriði H. Þorláksson
Jón Guðmundsson