Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

603/1998

Reglugerð um breytingu á reglugerð um einkennisbúninga, merki og búnað lögreglumanna nr. 528/1997, með síðari breytingum. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð um einkennisbúninga, merki

og búnað lögreglumanna nr. 528/1997, með síðari breytingum.

1. gr.

            Eftirfarandi breytingar verða á 1. kafla reglugerðarinnar:

a.         Heiti kaflans verður: Einkennisfatnaður lögreglunnar.

b.         2. málsl. töluliðar 1.5 orðast svo: Við buxur 1 skal nota svart belti með einfaldri venjulegri sylgju eða innra belti tækjabeltis.

c.         1. málsl. 6. mgr. töluliðar 1.8 orðast svo: Yfir brjóstvösum skulu vera endurskinsborðar, 2,5 sm breiðir.

d.         Töluliður 1.9 orðast svo:

            1.9       Buxur 2 skulu vera úr svörtu, slitsterku, eldtefjandi efni, þær eru síðar, án uppbrota, með sjö vösum, þar af tveimur vösum á buxnaskálmum neðan við hliðarvasa og vasa fyrir kylfu innan á hliðarvasa öðru hvoru megin. Við buxur 2 skal nota svart belti með einfaldri venjulegri sylgju eða innra belti tækjabeltis. Heimilt er að nota axlabönd ef þau eru svört eða sem líkust skyrtulit.

e.         Nýir töluliðir 1.13 - 1.18 bætast við svohljóðandi:

            1.13     Einkennisbúningur 1: Svartur síður jakki og svartar buxur. Á jakkanum eru axlarsprotar með tveimur 10 mm gylltum borðum og stöðueinkennum, í mittið er jakkinn með svörtu leðurbelti 4 sm breiðu með lögreglusylgju úr kopar. Gyllt flauta í keðju festist í vinstri sprota og vinstra brjóstvasalok. Hvít skyrta, svart bindi, svartir sokkar, svartir lágir skór, hvítir hanskar. Einkennishúfa með hvítum kolli og merki lögreglunnar úr málmi. Lögreglunúmer er ekki á jakka 1 en stöðueinkenni á ermum þar sem það á við. Svartur einhnepptur regnfrakki með einkennnistölum, á honum eru axlasprotar sem á eru dregnir smeygar og stöðueinkenni á ermum.

            1.14     Einkennisbúningur 2: Svartur mittisjakki með axlasprotum sem á eru dregnir smeygar með viðeigandi stöðueinkennum og stöðueinkenni á ermum þar sem það á við. Lögreglumerki á báðum ermum, á baki og hægra megin á brjósti er orðið Lögreglan með endurskinsstöfum, lögreglunúmer á vinstra brjóstvasaloki, svartar buxur með sjö vösum, fölblá skyrta, svart bindi, svartir skór, svartur strokkur, svartir hanskar. Svört einkennishúfa með ísaumuðu taumerki lögreglunnar.

            1.15     Einkennisbúningur 3: Svört síð úlpa og svartar buxur, undir þann fatnað er notaður svartur flísjakki og svartar flísbuxur þegar það hentar. Á úlpunni eru axlasprotar sem á eru dregnir smeygar með viðeigandi stöðueinkennum. Lögreglumerki eru á báðum ermum og stöðueinkenni þar sem það á við. Á baki og vinstra megin á brjósti er orðið Lögreglan með endurskinsstöfum, lögreglunúmer á vinstra brjóstvasaloki, fölblá skyrta, svart bindi, svartir skór, svartur strokkur, svartir hanskar. Svört kuldahúfa með lögreglumerki úr málmi.

            1.16     Endurskinsvesti: Vestið skal vera neongult, með 5 sm endurskinsröndum, vinstra megin að framan og á baki er áprentað orðið Lögreglan og á baki einnig orðið Police.

            1.17     Samsetning einkennisbúninga: Ekki er heimilt að nota hluta einkennisbúninga 2 eða 3 með einkennisbúningi 1 en heimilt er að nota buxur 1 með fölblárri skyrtu við einkennisjakka 2 og 3 og húfu 1 þar sem það er sérstaklega heimilað í reglugerð þessari. Heimilt er að nota saman hluta einkennisfatnaðar 2 og 3, svo sem buxur 2 er heimilt að nota með jakka 3 og flísfatnað með einkennisbúningi 2. Húfu 2 er heimilt að nota með einkennisjakka 3. Flísfatnaður er notaður undir einkennisbúninga. Endurskinsvesti er notað utan um jakka 2, 3 og samfesting. Slík vesti er einnig heimilt, við sérstakar aðstæður, að nota með húfu 2 án annars einkennisfatnaðar. Regnfrakki er eingöngu notaður með einkennisbúningi 1.

            1.18     Notkun einkennisbúnings 1. Einkennisbúningur 1 er hátíðabúningur íslensku lögreglunnar og ber að hafa það í huga við notkun búningsins. Heimilt er að nota einkennisbúning 1 á stórhátíðadögum, svo sem 17. júní, aðfangadag, jóladag, páskadag, hvítasunnudag, þegar lögreglumenn taka þátt í kirkjulegum athöfnum, við sérstakar móttökur eða við önnur tilefni þegar lögreglustjóra þykir við hæfi að lögreglan klæðist hátíðlega.

2. gr.

            Eftirfarandi breytingar verða á 2. kafla reglugerðarinnar:

a.         Töluliður 2.1 orðast svo:

            2.1       Einkennisjakki skal vera svartur mittisjakki eða síðari, sem lokast með rennilás að framan, úr leðri eða sérstöku viðurkenndu efni til hlífðar fyrir ökumenn bifhjóla. Á jakkanum skulu vera tveir brjóstvasar með smelltum lokum og tveir innri vasar. Ermar skulu vera þröngar að framan með rennilás. Við jakkann skal borin gyllt flauta í festi á sama hátt og við jakka 1. Á báðum öxlum skulu vera sprotar úr sama efni og jakkinn. Smeygar með tilheyrandi einkennum skulu dregnir upp á sprotana.

b.         Töluliður 2.4 orðast svo:

            2.4       Hanskar skulu vera úr svörtu leðri, fóðraðir, með svörtum eða hvítum uppslögum. Endurskinsborðar, 5 sm breiðir, skulu vera á uppslögunum og ná allan hringinn.

c.         Töluliður 2.5 orðast svo:

            2.5       Skór skulu vera leðurstígvél með reiðstígvélasniði eða sérstakir bifhjólaskór.

3. gr.

            4. kafli reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

4.1       Lögregluskóli ríkisins ber kostnað af einkennisfatnaði og búnaði embættismanna sem reglugerð þessi tekur til og starfa í fullu starfi við skólann, í réttu hlutfalli við starfstíma þeirra.

4.2       Fatnaður lögreglunema á fyrri önn grunnnáms skal vera fölblá einkennisskyrta án axlasmeyga, svart bindi, svartir sokkar, einkennisbuxur 2 og skór samkvæmt ákvörðun skólastjóra.

4.3       Lögregluskóli ríkisins ber kostnað af fatnaði lögreglunema á fyrri önn grunnnáms sem þeim er úthlutað samkvæmt reglugerð þessari.

4.4       Fatnaður lögreglunema í starfsþjálfun og á síðari önn grunnnáms skal vera almennur einkennisklæðnaður lögreglumanna.

4.5       Skólastjóra er heimilt að ákveða að við störf í skólanum noti lögreglunemar annan nauðsynlegan fatnað, svo sem dökka inniskó, íþróttafatnað, strokk, derhúfu og samfesting. Þessi fatnaður má vera merktur skólanum.

4.6       Ef lögreglunemi hættir námi eða nær ekki tilskildum árangri á prófum námsannar, ber honum að skila þeim fatnaði og búnaði sem hann hefur fengið úthlutað samkvæmt reglugerð þessari.

4.7       Lögreglunemum er einungis heimilt að nota fatnað þann og búnað sem þeir hafa fengið úthlutað samkvæmt reglugerð þessari við nám í Lögregluskóla ríkisins og við lögreglustörf ef því er að skipta.

4. gr.

            Eftirfarandi breytingar verða á 5. kafla reglugerðarinnar:

a.         Heiti 5. kafla verður: Annar einkennisfatnaður og búnaður lögreglunnar.

b.         Við tölulið 5.10 bætist ný málsgrein svohljóðandi:

                        Við sérstök störf er lögreglumönnum heimilt að klæðast bláum samfestingi með lögreglumerkjum á báðum ermum, endurskinsborða á ermum og skálmum og orðið Lögreglan á baki. Sprotar skulu vera á samfestingi sem á eru dregnir smeygar með stöðueinkennum en önnur stöðueinkenni eða lögreglumerki eru ekki á samfestingi.

c.         Töluliður 5.12 orðast svo:

            5.12     Kylfa. Allir lögreglumenn, sem til þess hafa hlotið þjálfun, skulu bera á sér kylfu við störf. Óheimilt er að nota kylfur af annarri gerð en þeirri sem ríkislögreglustjóri hefur samþykkt.

d.         Töluliður 5.13 orðast svo:

            5.13     Handjárn. Allir lögreglumenn skulu bera á sér handjárn við störf. Óheimilt er að nota aðra gerð handjárna en þá sem ríkislögreglustjóri hefur samþykkt.

e.         Töluliður 5.15 orðast svo:

            5.15     Öllum búnaði samkvæmt töluliðum 5.12 til 5.14 skal lögreglumaður skila til viðkomandi lögreglustjóra við starfslok eða ef lögreglumaður tekur launalaust leyfi. Flytjist lögreglumaður milli lögregluumdæma skal hann hafa með sér búnað sinn samkvæmt framangreindum töluliðum.

f.          Töluliður 5.16 orðast svo:

            5.16     Notkun tækjabeltis. Tækjabelti með tilheyrandi búnaði er notað með einkennisbúningum 2 og 3 en ekki með einkennisbúningi 1. Heimilt er að nota tækjabelti utan um jakka 3 og samfestinga.

5. gr.

            Eftirfarandi breytingar verða á 6. kafla reglugerðarinnar:

a.         Heiti 6. kafla verður: Klæðaburður lögreglunnar.

b.         Töluliður 6.1 orðast svo:

            6.1       Klæðnaður almennt. Lögreglumenn skulu klæðast einkennisbúningi 2 eða 3 og nota einkennishúfu 2 eða 3 við dagleg störf, samkvæmt reglugerð þessari. Með einkennisbúningi 2 og 3 skal alltaf nota fölbláa einkennisskyrtu, sbr. tölulið 1.6. Heimilt er að nota einkennisbuxur 1 með einkennisjökkum 2 og 3 en óheimilt er að nota einkennisbuxur 2 eða 3 með einkennisjakka 1.

                        Lögreglumönnum er heimilt að vera án einkennisjakka og húfu við dagleg störf innan lögreglustöðvar og í lögreglubifreiðum. Jafnframt er lögreglumönnum heimilt að vera án einkennisjakka við dagleg störf utandyra á góðviðrisdögum.

c.         Töluliður 6.3 orðast svo:

            6.3       Einkennishúfur. Einkennisklæddur lögreglumaður skal bera einkennishúfu á almannafæri. Einkennishúfa 1 skal borin með jakka 1 og regnfrakka. Aðstoðaryfirlögregluþjónum og hærra settum er heimilt að bera einkennishúfu 1 með öllum einkennisfatnaði.

d.         Töluliður 6.4 orðast svo:

            6.4.      Klæðaburður ríkislögreglustjóra, vararíkislögreglustjóra, lögreglustjóra í Reykjavík, skólastjóra Lögregluskóla ríkisins og varalögreglustjóra í Reykjavík. Ríkislögreglustjóri, vararíkislögreglustjóri, lögreglustjóri í Reykjavík, varalögreglustjóri í Reykjavík og skólastjóri Lögregluskóla ríkisins skulu klæðast einkennisbúningi við dagleg störf, sbr. tölulið 6.1.

                        Ríkislögreglustjóri getur þó heimilað ofangreindum embættismönnum að vera óeinkennisklæddir við dagleg störf í sérstökum tilvikum.

                        Öðrum lögreglustjórum en þeim sem taldir eru í 1. mgr. og staðgenglum þeirra er ekki skylt að klæðast einkennisbúningi við dagleg störf en þeir skulu að jafnaði klæðast einkennisbúningi við opinber eða hátíðleg tækifæri, sérstakar móttökur o.þ.h.

e.         Töluliður 6.5 orðast svo:

            6.5       Óeinkennisklæddir lögreglumenn. Lögreglustjóri getur heimilað lögreglumönnum að starfa óeinkennisklæddir við sérstök lögregluverkefni. Við slík störf er lögreglumönnum heimilt að einkenna sig með því að klæðast húfu 2 og/eða endurskinsvestum.

                        Lögreglustjóri getur heimilað yfir- og aðstoðaryfirlögregluþjónum að vera óeinkennisklæddir við störf að sérstökum verkefnum.

                        Ríkislögreglustjóri getur sett nánari fyrirmæli um til hvaða verkefna heimildir lögreglustjóra ná, samkvæmt þessari grein.

f.          Nýr töluliður 6.8 bætist við svohljóðandi:

            6.8       Ríkislögreglustjóri getur sett nánari fyrirmæli um notkun einkennisklæðnaðar lögreglumanna, lögreglustjóra og skólastjóra lögregluskólans.

6. gr.

            Eftirfarandi breytingar verða á 8. kafla reglugerðarinnar:

a.         Töluliður 8.7 orðast svo:

            8.7       Merki Lögregluskóla ríkisins. Merki Lögregluskóla ríkisins skal vera eins og armmerkið (8.6) að lögun og gerð en til viðbótar að neðan, milli hringjanna, skal vera ísaumað með gylltum þræði Lögregluskólinn í sömu leturgerð og stærð.

                                    Lögreglumenn sem starfa við Lögregluskóla ríkisins og lögreglunemar í starfsþjálfun og á síðari önn skólans skulu bera einkenni eins og aðrir lögreglumenn í lögreglu ríkisins samkvæmt þessari reglugerð. Armmerki Lögregluskóla ríkisins verður ekki notað á einkennisfatnað þeirra. Ef þeir fá annan fatnað getur hann haft merki skólans eftir ákvörðun skólastjóra.

b.         Nýr töluliður bætist við kaflann svohljóðandi

            8.8       Merki Sameinuðu þjóðanna. Íslenskum lögreglumönnum sem starfa í alþjóðlegum lögreglusveitum Sameinuðu þjóðanna er heimilt að nota við slík störf einkennisbúninga íslensku lögreglunnar. Heimilt er að merkja slíka einkennisbúninga með merkjum Sameinuðu þjóðanna. Ríkislögreglustjóri getur sett nánari reglur um þessar merkingar.

7. gr.

            Eftirfarandi breytingar verða á 9. kafla reglugerðarinnar:

a.         1. mgr. töluliðar 9.1 orðast svo:

            9.1       Lögreglunúmer. Allir lögreglumenn skulu bera fjögurra stafa númer í einkennisbúningi sínum, öðrum en búningi 1. Ríkislögreglustjóri annast úthlutun lögreglunúmera og haldast þau óbreytt meðan lögreglumenn eru í starfi.

b.         4. til 6. málsl. 3. mgr. töluliðar 9.1 orðast svo: Lögreglunúmer á einkennisskyrtum skal staðsett ofan við vinstri brjóstvasa og fyrir miðju hans. Lögreglunúmer á jakka 2 og 3 skal staðsett efst á miðju vasaloki vinstri brjóstvasa. Lögreglunúmer er ekki notað á jakka 1.

8. gr.

            Eftirfarandi breytingar verða á 11. kafla reglugerðarinnar:

a.         1. mgr. töluliðar 11.1 orðast svo:

            11.1     Ríkislögreglustjóri. Axlasprotar á jakka 1 og smeygar á öðrum fatnaði skulu vera gylltir. Á hvorum sprota/smeyg skulu vera fjögur lögreglumerki. Á hvorri jakkaermi, ofan við ermahnappa, skulu vera fjórir borðar, 20 mm breiðir. Á hvoru kragahorni á jakka 1 skal vera gyllt skjaldarmerki.

b.         1. mgr. töluliðar 11.2 orðast svo:

            11.2     Vararíkislögreglustjóri, lögreglustjórar og skólastjóri Lögregluskóla ríkisins. Axlasprotar á jakka 1 og smeygar á öðrum fatnaði skulu vera gylltir. Á hvorum sprota/smeyg skulu vera þrjú lögreglumerki. Á hvorri jakkaermi, ofan við ermahnappa, skulu vera þrír borðar, 20 mm breiðir. Á hvoru kragahorni á jakka 1 skal vera gyllt skjaldarmerki.

c.         1. mgr. töluliðar 11.3 orðast svo:

            11.3     Varalögreglustjóri í Reykjavík. Axlasprotar á jakka 1 og smeygar á öðrum fatnaði skulu vera gylltir. Á hvorum sprota/smeyg skulu vera tvö lögreglumerki. Á hvorri jakkaermi, ofan við ermahnappa, skulu vera tveir borðar, 20 mm breiðir. Á hvoru kragahorni á jakka 1 skal vera gyllt skjaldarmerki.

d.         Nýr töluliður 11.4 bætist við svohljóðandi, og breytist röð liða samkvæmt því:

            11.4     Löglærður fulltrúi sem er staðgengill lögreglustjóra. Axlasprotar á jakka 1 og smeygar á öðrum fatnaði skulu vera gylltir. Á hvorum sprota/smeyg skal vera eitt lögreglumerki. Á hvorri jakkaermi, ofan við ermahnappa, skal vera einn borði, 20 mm breiður. Á hvoru kragahorni á jakka 1 skal vera gyllt skjaldarmerki.

                        Á einkennishúfu 1 og 2 skal vera gyllt ól, 14 mm breið. Ofan á skyggninu, meðfram brún þess, skulu vera ísaumaðir tveir gylltir laufborðar, hvor um sig, 13,5x2 sm, sem koma saman á miðju skyggni.

9. gr.

            Eftirfarandi breytingar verða á 13. kafla reglugerðarinnar:

a.         Við tölulið 13.1 bætist nýr málsliður svohljóðandi: Öllum lögreglumönnum sem skipaðir eru til starfa samkvæmt 3. mgr. 28. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 er skylt að eiga tiltækan einkennisfatnað 1, 2 og 3.

b.         Við tölulið 13.2 bætist ný málsgrein svohljóðandi:

                        Ríkislögreglustjóri getur sett nánari reglur um úthlutun einkennisfatnaðar og annan búnað til lögreglunema.

c.         Töluliður 13.3 orðast svo:

            13.3     Héraðslögreglumenn. Héraðslögreglumenn fá afhentan einn jakka 2 og einar buxur 2, eina húfu 2, tvær skyrtur og eitt hálsbindi. Annan fatnað, þar með talið skófatnað og endurnýjun fatnaðar fá þeir eftir ákvörðun viðkomandi lögreglustjóra.

d.         Töluliður 13.5 orðast svo:

            13.5     Meðaltalsúthlutun til lögreglumanna. Með samþykki ríkislögreglustjóra er lögreglustjórum heimilt í stað reglubundinnar úthlutunar einkennisfatnaðar samkvæmt tölulið 14.1 að úthluta lögreglumönnum við sérstakar aðstæður almennri fatabeiðni.

            Ríkislögreglustjóri mælir nánar fyrir um fjárhæð slíkrar úthlutunar.

e.         1. mgr. töluliðar 13.6 orðast svo:

            13.6     Lögreglumaður á bifhjóli lögreglunnar. Þegar lögreglumenn hefja störf á bifhjólum lögreglunnar skal þeim úthlutað eftirtöldum fatnaði: Leðurjakka og leðurbuxum eða jakka og buxum úr sérstöku viðurkenndu efni til hlífðar ökumönnum bifhjóla, öryggishjálmi, leðurhönskum, leðurstígvélum eða sérstökum bifhjólaskóm og hvítu leðurbelti.

10. gr.

            16. kafli reglugerðarinnar fellur niður.

11. gr.

            Heiti reglugerðarinnar verður: Reglugerð um einkennisbúninga, merki og búnað lögreglunnar.

12. gr.

            Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt heimild í 40. gr. lögreglulaga nr. 90 13. júní 1996, öðlast þegar gildi.

13. gr.

            Við 18. kafla bætist ný málsgrein svohljóðandi:

            Ákvæði töluliða 6.1. og 13.1. koma að fullu til framkvæmda 1. mars 2000 hvað varðar lögreglumenn.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 23. september 1998.

Þorsteinn Pálsson.

Björg Thorarensen.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica