Landbúnaðarráðuneyti

74/2002

Reglugerð um lífræna framleiðslu landbúnaðarafurða og merkingar. - Brottfallin

Gildissvið.
1. gr.

1. Reglugerðin gildir um eftirtaldar afurðir, séu slíkar afurðir með eða ef til stendur að merkja þær með ábendingu um lífræna framleiðsluaðferð:

a) Óunnar landbúnaðarafurðir úr jurtaríkinu; einnig búfé og óunnar búfjárafurðir, að svo miklu leyti sem reglur um framleiðslu þeirra og eftirlit með þeim eru tilgreindar í I. og III. viðauka.

b) Unnar landbúnaðarafurðir úr jurtaríkinu og búfjárafurðir ætlaðar til manneldis sem eru aðallega úr einu eða fleiri innihaldsefnum úr jurta- og/eða dýraríkinu.

c) Fóður, fóðurblöndur og fóðurefni, sem eru ekki tilgreind í a-lið.


2. Þar eð ekki er kveðið á um neinar nákvæmar reglur í I. viðauka um framleiðslu að því er varðar tilteknar tegundir dýra skulu, þrátt fyrir ákvæði 1. mgr., þær reglur í 5. gr., sem kveða á um merkingu, og reglur í 8. og 9. gr. um eftirlit gilda um þessar tegundir og afurðir úr þeim.
2. gr.

Í reglugerðinni er afurð talin hafa merkingu með ábendingum um lífræna framleiðsluaðferð sé slíkri afurð eða innihaldsefnum hennar eða fóðurefnum lýst á umbúðum, í auglýsingum eða viðskiptaskjölum með þeim merkingum sem notaðar eru í hverju aðildarríki EES-svæðisins og gefa kaupanda til kynna að afurðin, innihaldsefni hennar eða fóðurefni hafi verið framleidd í samræmi við framleiðslureglur, sem mælt er fyrir um í 6. gr., og sérstaklega með eftirfarandi orðum eða afleiddum myndum þeirra eða með styttingu þeirra, einum sér eða samsettum, nema slík orð eigi ekki við um landbúnaðarafurðir í matvælum eða fóðurefnum eða séu bersýnilega ekki í neinum tengslum við framleiðsluaðferðina:

– á spænsku: ecológico,

– á dönsku: økologisk,

– á grísku: βιολογικó

– á ensku: organic,

– á frönsku: biologique,

– á ítölsku: biologico,

– á hollensku: biologisch,

– á portúgölsku: biológico,

– á finnsku: luonnonmukainen,

– á íslensku: lífrænt,

– á norsku: økologisk,

– á sænsku: ekologisk,

– í Þýskalandi: ökologisch,

– í Austurríki: biologisch.


3. gr.

Reglugerðin gildir með fyrirvara um önnur ákvæði EES-samningsins eða innlend ákvæði sem samrýmast honum, um þær afurðir sem eru tilgreindar í 1. gr., svo sem ákvæði um framleiðslu, tilreiðslu, markaðssetningu, merkingu og eftirlit, þar á meðal löggjöf um matvæli og fóður.


Skilgreiningar.
4. gr.

Í reglugerðinni er merking eftirfarandi hugtaka sem hér segir:


1. "Merking": Orð, upplýsingar, vörumerki, sérheiti, myndefni eða tákn sem sett eru á allar umbúðir, skjöl, tilkynningar, merkimiða, hringi eða kraga sem fylgja eða vísa til afurðar sem tilgreind er í 1. gr.; 22. 7. 91 Stjórnartíðindi EB nr. L 198/3.

2. "Framleiðsla": Starfsemi á bújörð sem felst í framleiðslu, pökkun og frummerkingu vara sem eru lífrænt ræktaðar landbúnaðarafurðir, framleiddar á viðkomandi bújörð.

3. "Tilreiðsla": Varðveisla og/eða vinnsla landbúnaðarafurða (þar á meðal slátrun og skurður búfjárafurða) og einnig pökkun og/eða breytingar gerðar á merkingum sem gefa til kynna að um sé að ræða lífræna framleiðslu á ferskum afurðum, rotvörðum afurðum og/eða unnum afurðum.

4. "Markaðssetning": Geymsla eða útstilling með tilliti til sölu, boð um sölu, sala, afhending eða annar sölumáti.

5. "Atvinnurekandi": Einstaklingur eða lögpersóna sem framleiðir, tilreiðir eða flytur inn frá þriðja landi afurðir sem um getur í 1. gr. með markaðssetningu í huga eða sem markaðssetur slíkar afurðir.

6. "Innihaldsefni": Efni, þar með talin aukefni, notuð við tilreiðslu afurðanna sem tilgreindar eru í b-lið 1. mgr. 1. gr., eins og þau eru skilgreind í 4. mgr. 6. gr. tilskipunar ráðsins 79/112/EBE1) um samræmingu á lögum aðildarríkjanna um merkingu, kynningu og auglýsingu matvæla til sölu til neytenda.

7. "Plöntuvarnarefni": Efni samkvæmt skilgreiningu í 1. mgr. 2. gr. tilskipunar ráðsins 79/117/EBE2) frá 21. desember 1978 um bann við sölu og notkun plöntuvarnarefna sem innihalda tiltekin virk efni, eins og henni var síðast breytt með tilskipun ráðsins 89/365/EBE3).

8. "Þvottaefni": Efni og efnablöndur í skilningi tilskipunar ráðsins 73/404/EBE4) frá 22. nóvember 1973 um samræmingu laga aðildarríkjanna varðandi þvottaefni, eins og henni var síðast breytt með tilskipun ráðsins 86/94/EBE5), sem ætluð eru til að hreinsa tilteknar afurðir sem um getur í a-lið 1. mgr. 1. gr.

9. ,,Matvæli í neytendaumbúðum": Vörueining skilgreind í b-lið 3. mgr. 1. gr. tilskipunar ráðsins 79/112/EBE.1)

10. ,,Innihaldslýsing": Innihaldslýsingin sem um getur í 6. gr. tilskipunar ráðsins 79/112/EBE.1)

11. "Búfjárframleiðsla": Framleiðsla húsdýra eða alinna, villtra landdýra (þar á meðal skordýra) og lagartegunda sem eru aldar í fersku, söltu eða ísöltu vatni. Afurðir úr veiddum, villtum land- og lagardýrum teljast ekki lífræn framleiðsla.

12. "Erfðabreytt lífvera": Sérhver lífvera sem fellur undir skilgreiningu 2. gr. í tilskipun ráðsins 90/220/EBE6) frá 23. apríl 1990 um þau tilvik er erfðabreyttum lífverum er sleppt af ásettu ráði út í umhverfið.

13. "Efni leitt af erfðabreyttum lífverum": Sérhvert efni sem er annaðhvort framleitt úr eða framleitt af erfðabreyttum lífverum, en inniheldur þær ekki.

14. "Notkun erfðabreyttra lífvera og efna sem eru leidd af erfðabreyttum lífverum": Notkun þeirra sem matvæli, innihaldsefni matvæla (þar á meðal sem aukefni og bragðefni), tæknileg hjálparefni við vinnslu (þar á meðal leysiefni við útdrátt), fóður, fóðurblöndur og fóðurefni, aukefni í fóðri, tæknileg hjálparefni fyrir fóður, tilteknar afurðir notaðar í fóður (í samræmi við tilskipun ráðsins 82/471/EBE7), plöntuvarnarefni, dýralyf, áburður, jarðvegsnæring, fræ, plöntufjölgunarefni og búfé.

15. "Dýralyf": Efni eins og þau eru skilgreind í 2. mgr. 1. gr. tilskipunar ráðsins 65/65/EBE8) frá 26. janúar 1965 um samræmingu ákvæða í lögum eða stjórnsýslufyrirmælum um lyf.

16. "Smáskammtadýralyf": Efni eins og þau eru skilgreind í 1. mgr. 1. gr. tilskipunar ráðsins 92/74/EBE9) frá 22. september 1992 um að færa út gildissvið tilskipunar 81/851/EBE um samræmingu laga aðildarríkjanna um dýralyf og að bæta við ákvæðum um hómópatadýralyf.

17. "Fóður": Afurðir eins og þær eru skilgreindar í a-lið 2. gr. í tilskipun ráðsins 79/373/EBE10) frá 2. apríl 1979 um markaðssetningu blandaðs fóðurs.

18. "Fóðurefni": Afurðir eins og þær eru skilgreindar í a-lið 2. gr. tilskipunar ráðsins 96/25/EB11) frá 29. apríl 1996 um dreifingu fóðurefnis, breytingu á tilskipunum ráðsins nr. 70/524/EBE, 74/63/EBE, 82/471/EBE og 93/74/EBE og niðurfellingu á tilskipun 77/101/EBE.

19. "Fóðurblöndur": Afurðir eins og þær eru skilgreindar í b-lið 2. gr. tilskipunar 79/373/EBE.

20. "Aukefni í fóðri": Efni eins og þau eru skilgreind í a-lið 2. gr. í tilskipun ráðsins 70/524/EBE12) frá 23. nóvember 1970 um aukefni í fóðri.

21. "Tilteknar afurðir notaðar í fóður": Fóðurafurðir innan gildissviðs tilskipunar ráðsins 82/471/EBE frá 30. júní 1982 um ákveðnar afurðir til fóðrunar dýra.

22. "Eining/bújörð/bú þar sem lífræn framleiðsla er stunduð": Eining, bújörð eða bú sem samræmist ákvæðum þessarar reglugerðar.

23. "Lífrænt framleitt fóður/fóðurefni": Fóður/fóðurefni sem er framleitt í samræmi við þær reglur um framleiðslu sem mælt er fyrir um í 6. gr.

24. ,,Aðlögunarfóður": Fóður/fóðurefni sem framleitt er á landi í lífrænni aðlögun og samræmist þeim reglum um framleiðslu sem mælt er fyrir um í 6. gr., nema hvað varðar aðlögunartímabil þar sem þær reglur gilda í að minnsta kosti eitt ár áður en til uppskeru kemur.

25. "Hefðbundið fóður/fóðurefni": Fóður/fóðurefni sem heyrir ekki undir þá flokka sem tilgreindir eru í 23. og 24. mgr.
1) Stjtíð. EB nr. L 33, 8.2.1979, bls. 1.
2) Stjtíð. EB nr. L 33, 8.2.1979, bls. 36.
3) Stjtíð. EB nr. L 159, 10.6.1989, bls. 58.
4) Stjtíð. EB nr. L 347, 12.12.1973, bls. 51.
5) Stjtíð. EB nr. L 80, 25.3.1986, bls. 51.
6) Stjtíð. EB nr. L 117, 8.5.1990, bls. 15.
7) Stjtíð. EB L 213, 21.7.1982, bls. 8.
8) Stjtíð. EB 22, 9.2.1965, bls. 369.
9) Stjtíð. EB L 297, 13.10.1992, bls. 12.
10) Stjtíð. EB L 86, 6.4.1979, bls. 30.
11) Stjtíð. EB L 125, 23.5.1996, bls. 35.
12) Stjtíð. EB L 270, 14.12.1970, bls. 1.

Merking.
5. gr.
1. Einungis er heimilt að vísa til lífrænna framleiðsluaðferða í merkingu og auglýsingu afurðar sem tilgreind er í a-lið 1. mgr. 1. gr., ef:

a) slíkar merkingar bera greinilega með sér að þær vísa til aðferðar í landbúnaðarframleiðslu;

b) afurðin er framleidd í samræmi við reglur sem mælt er fyrir um í 6. gr. eða innflutt frá þriðja landi samkvæmt þeirri tilhögun sem mælt er fyrir um í 11. gr.;

c) afurðin er framleidd eða innflutt af atvinnurekanda sem þær eftirlitsaðgerðir sem mælt er fyrir um í 8. og 9. gr. gilda um;

d) nafn og kenninúmer vottunarstofu, sem annast eftirlit hjá viðkomandi atvinnurekanda, og kennimerki vottunarstofu og/eða ESB, koma fram í merkingunni.


2. - - -

3. Einungis er heimilt í vörulýsingu afurðar að vísa til lífrænna framleiðsluaðferða í merkingu og auglýsingu afurðar, sem er tilgreind í b-lið 1. mgr. 1. gr., ef:


a) að minnsta kosti 95% af innihaldsefnum afurðarinnar eru afurðir úr landbúnaði, eða fengin úr afurðum, sem eru framleiddar í samræmi við reglurnar sem mælt er fyrir um í 6. gr. eða innfluttar frá þriðju löndum samkvæmt því fyrirkomulagi sem mælt er fyrir um í 11. gr.;

b) öll önnur innihaldsefni afurðarinnar úr landbúnaði eru skráð í C-hluta VI. viðauka eða landbúnaðarráðuneytið hefur heimilað notkun þeirra til bráðabirgða í samræmi við framkvæmdaráðstafanir sem kunna að hafa verið samþykktar á grundvelli 7. mgr.;

c) afurðin inniheldur einungis efni, sem eru talin upp í A-hluta VI. viðauka, sem innihaldsefni af öðrum toga en úr landbúnaði;

d) afurðin eða innihaldsefni hennar úr landbúnaði, sem um getur í a-lið, hafa ekki verið meðhöndluð með öðrum efnum en talin eru upp í B-hluta VI. viðauka;

e) afurðin eða innihaldsefni hennar hafa ekki hlotið meðferð sem felur í sér jónandi geislun;

f) afurðin er tilreidd eða innflutt af atvinnurekanda sem lýtur eftirliti sem mælt er fyrir um í 8. og 9. gr.;

g) nafn ogkenninúmer vottunarstofu, sem annast eftirlit hjá þeim atvinnurekanda sem hefur annast síðasta áfanga í framleiðslu- eða tilreiðsluferlinu, og kennimerki vottunarstofu og/eða ESB, koma fram í merkingunni.

Í ábendingum þar sem vísað er til lífrænna framleiðsluaðferða skal koma skýrt fram að um sé að ræða aðferð í landbúnaðarframleiðslu og þeim skal fylgja vísun til viðkomandi innihaldsefna úr landbúnaði, nema slík tilvísun komi greinilega fram í innihaldslýsingunni;

h) afurðin var framleidd án þess að notaðar væru erfðabreyttar lífverur eða afurðir úr slíkum lífverum.


3a. Þrátt fyrir 1.- 3. mgr. er heimilt að nota vörumerki, með ábendingu sem um getur í 2. gr., fram til 1. júlí 2006, í merkingu og auglýsingu afurða sem samræmast ekki ákvæðum þessarar reglugerðar, svo fremi að:

- umsókn um skráningu vörumerkisins hafi verið lögð fram fyrir 22. júlí 1991 - fyrir 1. janúar 1995 í Finnlandi, Austurríki og Svíþjóð - og það samræmist ákvæðum í fyrstu tilskipun ráðsins 89/104/EBE frá 21. desember 1988 um samræmingu á lögum aðildarríkjanna um vörumerki, og

- á vörumerkinu komi alltaf fram skýr, áberandi og auðlæsileg ábending þess efnis að afurðirnar hafi ekki verið framleiddar í samræmi við lífrænu framleiðsluaðferðina sem kveðið er á um í þessari reglugerð.


4. Einungis er heimilt að bæta innihaldsefnum úr landbúnaði í C-hluta VI. viðauka hafi verið sýnt fram á að þau séu úr landbúnaði og ekki framleidd í nægilegu magni á EES-svæðinu í samræmi við reglurnar í 6. gr. eða ekki sé unnt að flytja þau inn frá þriðju löndum í samræmi við reglurnar í 11. gr.

5. Heimilt er að á plöntuafurðum, sem eru merktar eða auglýstar í samræmi við 1. eða 3. mgr., séu merkingar með ábendingum um aðlögun að lífrænum aðferðum, að því tilskildu að:


a) kröfurnar, sem um getur í 1. eða 3. mgr., séu í einu og öllu uppfylltar, að þeirri undanskilinni sem tekur til lengdar aðlögunartíma sem um getur í 1. mgr. I. viðauka;

b) krafan um að minnsta kosti 12 mánaða aðlögunartíma hafi verið virt fyrir uppskeru;

c) viðkomandi merkingar villi ekki um fyrir kaupanda afurðarinnar að því er lýtur að mismun milli hennar og afurða sem uppfylla allar kröfur 1. eða 3. mgr. Merkingarnar skulu vera með orðalaginu "framleitt í lífrænni aðlögun" og birtar í lit og leturstærð og -gerð sem eru ekki meira áberandi en vörulýsing afurðarinnar. Óheimilt er að orðið "lífrænni" sémeira áberandi en orðin "framleitt í ... aðlögun";

d) í afurðinni sé aðeins eitt innihaldsefni úr ræktaðri plöntuafurð;

e) nafn ogkenninúmer vottunarstofu, sem annast eftirlit hjá þeim atvinnurekanda sem hefur annast síðasta áfanga í framleiðslu- eða tilreiðsluferlinu, komi fram í merkingunni;

f) afurðin hafi verið framleidd án þess að notaðar væru erfðabreyttar lífverur eða afurðir úr slíkum lífverum.


5a. Með fyrirvara um ákvæði 3. mgr. er einungis heimilt að vísa til lífrænna framleiðsluaðferða í merkingu og auglýsingu afurðar, eins og um getur í b-lið 1. mgr. 1. gr., ef:

a) að minnsta kosti 70% af innihaldsefnum afurðarinnar eru afurðir úr landbúnaði, eða fengin úr afurðum, sem eru framleiddar í samræmi við reglurnar sem mælt er fyrir um í 6. gr. eða innfluttar frá þriðju löndum samkvæmt því fyrirkomulagi sem mælt er fyrir um í 11. gr.;

b) öll önnur innihaldsefni afurðarinnar úr landbúnaði eru skráð í C-hluta VI. viðauka eða aðildarríki hefur heimilað notkun þeirra til bráðabirgða í samræmi við framkvæmdaráðstafanir sem kunna að hafa verið samþykktar á grundvelli 7. mgr.;

c) ábendingar, þar sem vísað er til lífrænna framleiðsluaðferða, koma fram í innihaldslýsingunni og ljóst er að þær eiga einungis við um þau innihaldsefni sem fengin eru í samræmi við reglurnar í 6. gr. eða innflutt frá þriðju löndum samkvæmt því fyrirkomulagi sem mælt er fyrir um í 11. gr.; þær eru í sama lit og leturstærð og -gerð er hin sama og í öðrum merkingum með ábendingum í innihaldslýsingunni. Einnig ber að birta þessar ábendingar í sérstakri yfirlýsingu sem skal sjást í sama sjónsviði og vörulýsingin og hafa að geyma upplýsingar um hve hátt hundraðshlutfall innihaldsefnanna, sem eru úr landbúnaði eða eiga rætur að rekja til landbúnaðar, hefur verið framleitt í samræmi við reglurnar sem mælt er fyrir um í 6. gr. eða innflutt frá þriðju löndum samkvæmt því fyrirkomulagi sem mælt er fyrir um í 11. gr. Óheimilt er að birta yfirlýsinguna í lit og leturstærð og -gerð sem eru meira áberandi en vörulýsing afurðarinnar. Yfirlýsingin skal vera svohljóðandi: "X% af innihaldsefnum úr landbúnaði voru framleidd í samræmi við reglur um lífræna framleiðslu";

d) afurðin inniheldur einungis efni, sem eru talin upp í A-hluta VI. viðauka, sem innihaldsefni af öðrum toga en úr landbúnaði;

e) afurðin eða innihaldsefni hennar úr landbúnaði, sem um getur í a-lið, hafa ekki verið meðhöndluð með öðrum efnum en talin eru upp í B-hluta VI. viðauka;

f) afurðin eða innihaldsefni hennar hafa ekki hlotið meðferð sem felur í sér jónandi geislun;

g) afurðin er tilreidd eða innflutt af atvinnurekanda sem lýtur eftirliti sem mælt er fyrir um í 8. og 9. gr.;

h) nafn og kenninúmer vottunarstofu, sem annast eftirlit hjá þeim atvinnurekanda sem hefur séð um síðasta áfanga í framleiðslu- eða tilreiðsluferlinu, kemur fram í merkingunni;

i) afurðin var framleidd án þess að notaðar væru erfðabreyttar lífverur eða afurðir úr slíkum lífverum.


6. - - -

7. Landbúnaðarráðuneytið setur, ef þörf krefur, nánari reglur um framkvæmd ákvæða þessarar greinar og í samræmi við málsmeðferðina í 14. gr.

7a. Landbúnaðarráðuneytið getur heimilað notkun efna sem ekki eru skráð í C-hluta IV. viðauka, til bráðabirgða, sbr. b-lið 2. mgr. 5. gr. og b-lið 5a. mgr. 5. gr., að uppfylltum skilyrðum sem lýst er í 1. mgr. 3. gr. reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar nr. 207/93/EBE1) með síðari breytingum. Þegar slík heimild hefur verið veitt skal hún tilkynnt öðrum EES-ríkjum og framkvæmdastjórn ESB í samræmi við 2. mgr. 3. gr. reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar nr. 207/93/EBE2) með síðari breytingum. Heimild þessa má veita allt að þrívegis, sjö mánuði í hvert skipti. Endurnýjun heimildarinnar og gildistími hennar eru þó háð ákvæðum 3.-6. mgr. 3. gr. reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar nr. 207/93/EBE3) með síðari breytingum.

8. Í A-, B- og C-hlutum VI. viðauka skal setja ákvæði um takmarkandi skrár yfir efni og afurðir, sem um getur í b-, c- og d-lið 3. mgr. og b-, d- og e-lið 5a. mgr., í samræmi við málsmeðferðina í 14. gr.

Heimilt er að tilgreina skilyrði fyrir notkun og kröfur um samsetningu þessara innihaldsefna og efna.

Telji landbúnaðarráðuneytið að bæta beri afurð í fyrrnefndar skrár eða að þeim skuli breytt skal það tryggja að málsskjöl þar sem fram koma ástæður fyrir viðbótinni eða breytingunum séu send hinum aðildarríkjum EES opinberlega og einnig framkvæmdastjórn ESB sem leggur þau fyrir nefndina er um getur í 14. gr.

Beita ber reglunum, sem kveðið er á um í 6. og 7. gr. tilskipunar ráðsins 79/112/EBE4), við útreikninga á hundraðstölunum sem um getur í 3. og 6. mgr.

Í afurð, sem um getur í a- og b-lið 1. mgr. 1. gr., má ekki vera hvort tveggja í senn innihaldsefni framleitt samkvæmt reglunum
í 6. gr. og sama innihaldsefni sem ekki er framleitt samkvæmt þeim reglum.
1) Stjtíð. EB nr. L 25, 2.2.1993, bls. 5.
2) Stjtíð. EB nr. L 25, 2.2.1993, bls. 5.
3) Stjtíð. EB nr. L 25, 2.2.1993, bls. 5.
4) Stjtíð. EB nr. L 33, 8.2.1979, bls. 1.

Framleiðslureglur.
6. gr.
1. Lífræn framleiðsluaðferð felur í sér að við framleiðslu afurða samkvæmt a-lið 1. mgr. 1. gr., annarra en fræja og plöntufjölgunarefna:

a) skuli að minnsta kosti uppfylla kröfur I. viðauka og ef við á, nákvæmar reglur þar að lútandi;

b) sé eingöngu heimilt að nota afurðir úr efnum, sem eru tilgreind í I. viðauka eða talin upp í II. viðauka, sem plöntuvarnarefni, áburð, jarðvegsnæringu, fóður, fóðurefni, fóðurblöndur, aukefni í fóðri, efni notuð í fóður samkvæmt tilskipun ráðsins 82/471/EBE1), hreinsi- og sótthreinsiefni til nota við hreinsun bygginga og tilheyrandi búnaðar fyrir búfé, vörur til nota gegn plágum og sjúkdómum í byggingum og tilheyrandi búnaði fyrir búfé eða í annars konar tilgangi, enda sé tilgangurinn tilgreindur í II. viðauka að því er varðar tilteknar afurðir. Einvörðungu er heimilt að nota afurðirnar samkvæmt sérstökum skilyrðum, sem mælt er fyrir um í I. og II. viðauka, og, að því tilskildu að tilsvarandi notkun sé leyfð í almennum landbúnaði, í samræmi við viðeigandi ákvæði EES-samningsins eða innlend ákvæði sem eru í samræmi við hann;

c) sé einungis notað fræ eða plöntufjölgunarefni sem er framleitt samkvæmt lífrænu aðferðinni sem um getur í 2. mgr.;

d) sé óheimilt að nota erfðabreyttar lífverur eða nokkrar afurðir úr slíkum lífverum, nema um lyf til dýralækninga sé að ræða.


2. Lífræn framleiðsluaðferð felur í sér að við framleiðslu fræja og plöntufjölgunarefna hafi stofnplantan, að því er varðar fræ, og stofnplantan eða stofnplönturnar, að því er varðar plöntufjölgunarefni, verið framleiddar:

a) án þess að notaðar séu erfðabreyttar lífverur eða nokkrar afurðir úr slíkum lífverum og

b) í samræmi við a- og b-lið 1. mgr. í að minnsta kosti eina kynslóð eða, ef um fjölærar plöntur er að ræða, tvö vaxtartímabil.


3. a) Þrátt fyrir ákvæði c-liðar 1. mgr. er heimilt að nota fræ og plöntufjölgunarefni, sem eru ekki framleidd samkvæmt lífrænu aðferðinni, á aðlögunartímabili sem lýkur 31. desember 2003 og með samþykki landbúnaðarráðuneytisins, að því tilskildu að notendur slíks plöntufjölgunarefnis geti sýnt viðkomandi vottunarstofu fram á með fullnægjandi hætti að þeim hafi verið ókleift að afla plöntufjölgunarefnis af réttu afbrigði viðkomandi tegundar, sem fullnægir skilyrðum 2. mgr., á markaði á EES-svæðinu. Í því tilviki skal nota plöntufjölgunarefni, sem hefur ekki verið meðhöndlað með öðrum efnum en talin eru upp í B-hluta II. viðauka, sé það fáanlegt á markaði á EES-svæðinu. Landbúnaðarráðuneytið skal tilkynna hinum aðildarríkjum EES-svæðisins og framkvæmdastjórn ESB um leyfi sem eru veitt samkvæmt þessari málsgrein.

b) Landbúnaðarráðuneytið kann að ákveða eftirfarandi samkvæmt málsmeðferðinni í 14. gr.:

– að setja, fyrir 31. desember 2003, takmarkanir að því er varðar aðlögunarráðstafanirnar sem um getur í a-lið með tilliti til tiltekinna tegunda og/eða gerða plöntufjölgunarefnis og/eða þess að ekki er um kemíska meðhöndlun að ræða,

– að viðhalda, eftir 31. desember 2003, undanþágunni sem kveðið er á um í a-lið með tilliti til tiltekinna tegunda og/eða gerða plöntufjölgunarefna,

– að setja starfsreglur og viðmiðanir að því er varðar undanþáguna sem um getur í a-lið og miðlun upplýsinga þar að lútandi til viðkomandi fagfélaga.

4. Landbúnaðarráðuneytið endurskoðar ákvæði þessarar greinar í kjölfar endurskoðunar framkvæmdastjórnar ESB.
1) Stjtíð. EB nr. L 213, 21.7.1982, bls. 8.
 
6a. gr.
1. Í þessari grein merkir "ungplanta" heilar ungplöntur sem eru ætlaðar til plöntunar með plöntuframleiðslu í huga.

2. Í lífrænu framleiðsluaðferðinni felst að noti framleiðendur ungplöntur verða þær að hafa verið framleiddar í samræmi við 6. gr.

 

7. gr.
1. Landbúnaðarráðuneytið getur ákveðið að fella inn í II. viðauka afurðir sem ekki eru leyfðar við samþykkt þessarar reglugerðar, í tilgangi sem fram kemur í b-lið 1. mgr. 6. gr. og að því tilskildu að eftirfarandi skilyrði séu uppfyllt:

a) Ef afurðirnar eru notaðar til að halda niðri plöntuskaðvöldum eða -sjúkdómum eða til að hreinsa eða sótthreinsa byggingar og tilheyrandi búnað fyrir búfé:

– séu þær nauðsynlegar til að halda niðri skaðlegum lífverum eða tilteknum sjúkdómi þegar aðrir líffræðilegir kostir eða kostir, sem lúta að ræktun, eðlisfræðilegri meðhöndlun eða fjölgun, standa ekki til boða,

– útiloki notkunarskilyrði þeirra hvers kyns beina snertingu við fræ, plöntur, plöntuafurðir eða búfé og búfjárafurðir. Sé hins vegar um fjölærar ræktunarplöntur að ræða er bein snerting heimiluð, en einungis utan vaxtartíma ætra hluta (ávaxta), að því tilskildu að slík notkun hafi ekki óbeint í för með sér að leifar afurðarinnar finnist í ætilegum hlutum, og

– hafi notkun þeirra ekki í för með sér óæskileg áhrif eða stuðli að slíkum áhrifum á umhverfið eða mengi það;

b) Ef afurðirnar eru notaðar sem áburður eða jarðvegsnæring:

– séu þær nauðsynlegar vegna sérstakra næringarþarfa plantna eða jarðvegs, sem ekki er unnt að uppfylla með þeim ráðum sem getið er um í I. viðauka, og

– hafi notkun þeirra ekki í för með sér óæskileg áhrif á umhverfið eða mengi það.

1a. Skilyrðin sem kveðið er á um í 1. mgr. skulu ekki gilda um afurðir sem voru í almennri notkun fyrir samþykkt þessarar reglugerðar í samræmi við reglur um góðar starfsvenjur í lífrænum búskap sem er fylgt á EES-svæðinu.

1b. Að því er varðar steinefni og snefilefni, sem eru notuð í fóður, er heimilt að bæta við í II. viðauka hráefnum annarra afurða til viðbótar, að því tilskildu að þau séu af náttúrulegum uppruna eða, ef ekki er um slíkt að ræða, þau séu framleidd í sömu mynd og náttúrulegar afurðir.

2. Ef nauðsyn ber til er heimilt að tilgreina eftirfarandi fyrir allar afurðir sem taldar eru upp í II. viðauka:

– Nákvæma lýsingu afurðarinnar.

– Notkunarskilyrði hennar og kröfur um samsetningu og/eða leysni, einkum með tilliti til þeirrar nauðsynjar að tryggja lágmarksmagn leifa þessara afurða í neysluhæfum hlutum plantna og neysluhæfum plöntuafurðum og að þær hafi sem minnst áhrif á umhverfið.

– Sérkröfur um merkingu afurða sem um getur í 1. gr., séu slíkar afurðir framleiddar með hjálp tiltekinna afurða sem um getur í II. viðauka.

3. Landbúnaðarráðuneytið skal ákveða breytingar við II. viðauka, annaðhvort vegna viðbótar eða útstrikunar afurða sem um getur í 1. mgr. eða viðbótar eða breytinga á forskriftum sem um getur í 2. mgr., í samræmi við málsmeðferðina í 14. gr.

4. Telji landbúnaðarráðuneytið að bæta beri afurð við II. viðauka eða að honum skuli breytt skal það tryggja að málsskjöl þar sem fram koma ástæður fyrir viðbótinni eða breytingunum séu opinberlega send hinum aðildarríkjum EES-svæðisins og einnig framkvæmdastjórn ESB, sem leggur þau fyrir nefndina sem um getur í 14. gr.

Eftirlitskerfi.
8. gr.
1. Atvinnurekandi sem framleiðir, tilreiðir eða flytur inn frá þriðja ríki afurðir, sem tilgreindar eru í 1. gr., í þeim tilgangi að markaðssetja þær skal:

a) tilkynna um þessa starfsemi til faggiltrar vottunarstofu fyrir lífræna framleiðslu; tilkynningin skal innihalda þær upplýsingar sem tilgreindar eru í IV. viðauka;

b) sjá til þess að eftirlitskerfið sem um getur í 9. gr. sé virkt í fyrirtæki hans.


2. Atvinnurekendur skulu miðla þeim viðbótarupplýsingum sem vottunarstofa telur nauðsynlegar til að halda uppi virku eftirliti með starfsemi þeirra.

3. Vottunarstofa skal tryggja að endurnýjuð skrá með nöfnum og heimilisföngum atvinnurekenda sem eftirlitskerfið gildir um sé aðgengileg fyrir þá sem hagsmuna eiga að gæta.

 

9. gr.
1. Faggilt vottunarstofa fyrir lífræna framleiðslu annast eftirlit með þeim atvinnurekendum sem framleiða, tilreiða eða flytja inn frá þriðju löndum afurðir sem um getur í 1. gr.

2. Hver sá atvinnurekandi sem fer að ákvæðum þessarar reglugerðar og greiðir framlag sitt vegna eftirlitskostnaðar vottunarstofu skal hafa aðgang að eftirlitskerfi hennar.

3. Eftirlitskerfið skal að minnsta kosti felast í því að þeim varúðar- og eftirlitsráðstöfunum sé beitt sem tilgreindar eru í III. viðauka.

4. Löggildingarstofa faggildir vottunarstofur fyrir lífræna framleiðslu og annast eftirlit með þeim, sbr. a-lið 11. mgr.

5. Taka skal mið af eftirfarandi þegar vottunarstofa fyrir lífræna framleiðslu er faggilt:


a) Viðurkenndri aðferð sem fylgja á við eftirlitið ásamt nákvæmri lýsingu á eftirlits- og varúðarráðstöfunum sem vottunarstofa tekur að sér að skylda atvinnurekendur til að virða undir eftirliti hennar.

b) Þeim viðurlögum sem vottunarstofa hyggst beita þegar reglur eru ekki virtar og/eða upp kemst um brot.

c) Viðeigandi aðstöðu sem fyrir hendi er, til að mynda hæfu starfsliði, stjórnunar- og tækniaðstöðu, reynslu af eftirliti og áreiðanleika.

d) Hlutlægni vottunarstofu gagnvart þeim atvinnurekendum sem eru undir eftirliti hennar.


6. Eftir að vottunarstofa hefur verið faggilt skal Löggildingarstofa:

a) tryggja að eftirlit vottunarstofunnar sé hlutlægt;

b) sannreyna gildi eftirlits hennar;

c) kynna sér brigð á reglum og/eða þau brot sem framin eru og viðurlög sem beitt er;

d) afturkalla faggildingu vottunarstofu uppfylli hún ekki kröfurnar í a- og b-lið eða uppfylli hún ekki lengur þau viðmið sem tilgreind eru í 5. mgr. eða kröfurnar sem mælt er fyrir um í 7., 8., 9. og 11. mgr.


6a. Landbúnaðarráðuneytið úthlutar kenninúmeri til vottunarstofu fyrir lífræna framleiðslu, þegar hún hefur öðlast faggildingu, og tilkynnir það öðrum EES-ríkjum, svo og framkvæmdastjórn ESB.

7. Vottunarstofur fyrir lífræna framleiðslu skulu:


a) Tryggja að eftirlits- og varúðarráðstafanir sem tilgreindar eru í III. viðauka séu að minnsta kosti viðhafðar í þeim fyrirtækjum sem eftirlit þeirra nær til.

b) Ekki láta öðrum í té upplýsingar og gögn sem þær afla við framkvæmd eftirlitsins, en þeim sem bera ábyrgð á viðkomandi fyrirtækjum og lögbærum opinberum yfirvöldum.


8. Vottunarstofur fyrir lífræna framleiðslu skulu:

a) HeimilaLöggildingarstofu aðgang að skrifstofum sínum og aðstöðu vegna eftirlits og að upplýsingum auk þess að veita þá aðstoð sem Löggildingarstofa telur nauðsynlega til þess að hún geti rækt skyldur sínar samkvæmt ákvæðum þessarar reglugerðar.

b) Eigi síðar en 31. janúar ár hvert senda Löggildingarstofu og landbúnaðarráðuneytinu skrá yfir atvinnurekendur sem eftirlit þeirra nær til 31. desember árið áður og stutta ársskýrslu um starfsemi sína.


9. Vottunarstofur fyrir lífræna framleiðslu sem um getur í 1. mgr. skulu:

a) Tryggja, þar sem reglur eru ekki virtar þegar beita á ákvæðum 5. og 6. gr. eða þeim ráðstöfunum sem um getur í III. viðauka, að þær merkingar sem kveðið er á um í 2. gr. um lífræna framleiðsluaðferð séu fjarlægðar af allri framleiðslueiningunni eða framleiðslulotunni sem brotið nær til.

b) Banna viðkomandi atvinnurekanda, sem uppvís verður að augljósu broti eða broti sem hefur langvarandi afleiðingar, að markaðssetja afurðir með merkingum með ábendingum um lífræna framleiðsluaðferð um tiltekinn tíma sem er ákvarðaður í samráði við landbúnaðarráðuneytið.


10. Heimilt er að samþykkja eftirfarandi í samræmi við málsmeðferðina í 14. gr.:

a) Nákvæmar reglur um kröfurnar í 5. mgr. og þær ráðstafanir sem taldar eru upp í 6. mgr.

b) Reglur um beitingu ákvæða 9. mgr.


11. Vottunarstofur fyrir lífræna framleiðslu skulu, með fyrirvara um ákvæði 5. og 6. mgr.:

a) faggiltar samkvæmt staðlinum EN 45011;

b) frá 1. janúar 2005 faggiltar samkvæmt kröfum Faggildingarstofnunar IFOAM (IOAS). Vottunarstofa skal í ársskýrslu sinni, sbr. b-lið 8. mgr., gera grein fyrir framkvæmd þessa ákvæðis og skal ákvæðið endurskoðað eigi síðar en 1. janúar 2004.


12. a) Vottunarstofa fyrir lífræna framleiðslu skal tryggja, með fyrirvara um ákvæði III. viðauka, að eftirlit með kjötframleiðslu nái til allra þátta framleiðslunnar, slátrunar, skurðar og allrar annarrar tilreiðslu þar til kemur að sölu til neytenda til að tryggja, að svo miklu leyti sem það er tæknilega mögulegt, að rekja megi feril dýraafurðanna á öllum stigum framleiðslu, vinnslu og tilreiðslu frá einingunni, þar sem framleiðsla búfjárins fer fram, og að einingunni þar sem endanleg pökkun og/eða merking fer fram. Vottunarstofa skal í ársskýrslu sinni, sbr. b-lið 8. mgr., gera grein fyrir framkvæmd þessa ákvæðis. Landbúnaðarráðuneytið skal upplýsa framkvæmdastjórn ESB um þessar ráðstafanir í árlegri eftirlitsskýrslu sinni sem um getur í 15. gr.

b) Að því er varðar búfjárafurðir aðrar en kjöt, eru í III. viðauka sett frekari ákvæði til að tryggja, að svo miklu leyti sem það er tæknilega mögulegt, að unnt sé að rekja feril afurðanna.

c) Þær ráðstafanir, sem gripið er til samkvæmt 9. gr., skulu undir öllum kringumstæðum tryggja að neytendur geti gengið að því vísu að afurðirnar hafi verið framleiddar í samræmi við ákvæði þessarar reglugerðar.

Merking með ábendingu um að afurðir séu í samræmi
við eftirlitskerfið.
10. gr.
1. Einungis er heimilt að ábendingin og/eða kennimerkið, sem fjallað er um í V. viðauka, þess efnis að afurðir falli undir hið sérstaka eftirlitskerfi, sé á merkingu afurðanna, eins og um getur í 1. gr., ef afurðirnar:

a) eru í samræmi við kröfurnar í 1. eða 3. mgr. 5. gr.;

b) hafa heyrt undir það eftirlitskerfi sem um getur í 9. gr. á öllum stigum framleiðslu og tilreiðslu;

c) eru seldar beint af framleiðanda eða þeim sem tilreiðir þær til neytenda í lokuðum pakkningum eða markaðssettar sem matvæli í neytendaumbúðum. Ef um er að ræða beina sölu til neytenda af hálfu framleiðanda eða þess sem tilreiðir þær er lokaðra umbúða ekki krafist þegar í merkingum kemur skýrt og afdráttarlaust fram um hvaða afurð er að ræða;

d) eru merktar á merkimiðum með nafni og/eða fyrirtækjaheiti framleiðanda, þess sem tilreiðir þær eða seljanda og einnig nafni og kenninúmeri vottunarstofu sem annast eftirlit með framleiðslunni og á merkimiðum eru þær ábendingar sem er krafist samkvæmt ákvæðum reglugerða um merkingu matvæla í samræmi við íslenskar reglur þar að lútandi og samninginn um EES.


2. Óheimilt er að setja fullyrðingu á merkingu eða í auglýsingu sem gefur kaupendum í skyn að í merkingunni, sem lýst er í V. viðauka, felist trygging fyrir meiri bragðgæðum, næringu eða hollustu.

3. Vottunarstofur fyrir lífræna framleiðslu skulu:


a) tryggja, þar sem fram kemur að reglur eru ekki virtar samkvæmt ákvæðum 5. og 6. gr. eða þeim ráðstöfunum sem um getur í III. viðauka, að merkingin semlýst er í V. viðauka sé fjarlægð af allri framleiðslueiningunni eða framleiðslulotunni sem brotið nær til;

b) afturkalla heimild til handa viðkomandi atvinnurekanda, sem uppvís verður að augljósu broti eða broti sem hefur langvarandi afleiðingar, að nota merkinguna sem lýst er í V. viðauka um tiltekinn tíma sem er ákvarðaður í samráði við landbúnaðarráðuneytið.


4. Heimilt er að samþykkja reglur um afturköllun merkingarinnar sem lýst er í V. viðauka, ef upp kemst um tiltekin brot á 5., 6. og 7. gr. eða kröfum og ráðstöfunum í III. viðauka er ekki sinnt.
 
Almennar ráðstafanir.
10a. gr.
1. Verði þess vart að reglur séu ekki virtar eða að brotið sé gegn framkvæmdarákvæðum þessarar reglugerðar hvað afurð frá öðru aðildarríki EES-svæðisins varðar, sem er með ábendingar eins og um getur í 2. gr. og/eða V. viðauka, skal það tilkynnt aðildarríkinu, sem tilnefndi eftirlitsyfirvöldin eða viðurkenndi eftirlitsaðilann, og framkvæmdastjórn ESB þar um.
 
Innflutningur frá þriðju ríkjum.
11. gr.
1. Með fyrirvara um ákvæði 5. gr. er einungis heimilt að markaðssetja afurðir sem tilgreindar eru í 1. gr. og fluttar inn frá þriðja landi, ef:

a) þær eru upprunnar í þriðja landi sem er tilgreint í skrá í X. viðauka;

b) lögbært yfirvald eða aðili í því þriðja landi sem um ræðir hefur gefið út eftirlitsvottorð þar sem fram kemur að vörusendingin sem tilgreind er í vottorðinu:


- sé framleidd í framleiðslukerfi sem sambærilegar reglur gilda um og mælt er fyrir um í 6. og 7. gr., og

- hafi heyrt undir eftirlitskerfi sem staðfest hefur verið að sé sambærilegt við eftirlitskerfi það sem lýst er í 8. og 9. gr. samkvæmt athugun í samræmi við2. gr. reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar nr. 94/92/EB1).

2. Breyting á skrá þeirri sem um getur í a-lið 1. mgr. er háð ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB, sbr. reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 94/92/EB1).

3. Vottorðið sem um getur í b-lið 1. mgr. skal:


a) fylgja vörunum í frumriti til fyrirtækis fyrsta viðtakanda; eftir það skal innflytjandi varðveita vottorðið í að minnsta kosti tvö ár og skal vottunarstofa hafa aðgang að því;

b) vera í samræmi við reglur og samkvæmt fyrirmynd sem lýst er XI. viðauka.


4. Landbúnaðarráðuneytið getur sett nánari reglur um framkvæmd ákvæða þessarar greinar.

5. Beiðni frá þriðja landi um að komast á skrána sem um getur í a-lið 1. mgr. skal vísað til framkvæmdastjórnar ESB, sbr. reglugerð framkvæmdastjórnar ESB nr. 94/92.

6. a) Með því að víkja frá ákvæðum 1. mgr. skalvottunarstofa, að fenginni staðfestingu landbúnaðarráðuneytisins, heimila innflytjanda eða innflytjendum að markaðssetja, til 31. desember 2005, innfluttar afurðir frá þriðja landi sem ekki er í skránni sem um getur í a-lið 1. mgr., að því tilskildu að innflytjandinn eða innflytjendurnir sýni vottunarstofu fram á með óyggjandi hætti að innfluttu afurðirnar séu framleiddar í samræmi við framleiðslureglur sem eru sambærilegar við reglurnar sem mælt er fyrir um í 6. gr. og heyri undir eftirlitsráðstafanir sambærilegar við þær sem um getur í 8. og 9. gr. og að slíkum eftirlitsráðstöfunum verði stöðugt beitt og á árangursríkan hátt.


b) Heimildin fellur úr gildi um leið og ákvörðun er tekin um að bæta þriðja landi í skrána sem um getur í a-lið 1. mgr., nema hún taki til afurðar sem kemur frá landsvæði, sem ekki er nánar tilgreint í ákvörðuninni sem um getur í a-lið 1. mgr., og var ekki skoðuð í tengslum við beiðnina sem hlutaðeigandi þriðja land sendi. Þriðja landið skal vera því samþykkt að það fyrirkomulag leyfisveitinga, sem kveðið er á um í þessari málsgrein, gildi áfram.

c) Hafi vottunarstofafengið óyggjandi sannanir frá innflytjanda skalvottunarstofa kynna landbúnaðarráðuneytinu málsgögn sem staðfestir heimild til innflutnings. Ráðuneytið skal tilkynna framkvæmdastjórn ESB og hinum EES-ríkjunum þegar í stað um viðkomandi þriðja land sem afurðir eru fluttar inn frá og leggja fram nákvæmar upplýsingar um framleiðslu og eftirlitsfyrirkomulag ásamt tryggingum fyrir því að því verði stöðugt beitt og á árangursríkan hátt.

d) Málið skal sent nefndinni sem um getur í 14. gr. til rannsóknar.

e) Ekki er krafist tilkynningarinnar sem um getur í b-lið fjalli hún um framleiðslu og eftirlitsfyrirkomulag sem annað aðildarríki EES hefur þegar tilkynnt um, samkvæmt ákvæðum b-liðar, nema mikilvægar nýjar sannanir komi fram sem réttlæta að rannsóknin og ákvörðunin sem um getur í c-lið verði endurskoðaðar.


7. Landbúnaðarráðuneytið getur farið fram á að framkvæmdastjórn ESB viðurkenni eftirlitsaðila þriðja ríkis og bæti honum á
skrána sem um getur í a-lið 1. mgr.
) Stjtíð. EB nr. L 11, 17.1.1992, bls. 14.

Frjálsir flutningar innan EES-svæðisins.
12. gr.

Óheimilt er að banna eða takmarka markaðssetningu afurða sem tilgreindar eru í 1. gr. og uppfylla kröfur þessarar reglugerðar af ástæðum sem varða framleiðsluaðferð, merkingu eða kynningu framleiðsluaðferðarinnar.

Um viðskipti með lífrænar landbúnaðarafurðir við önnur ríki EES-svæðisins gilda að öðru leyti þær gerðir sem vísað er til í I. viðauka EES-samningsins að eigi við um Ísland.


Stjórnvaldsákvæði og framkvæmd.
13. gr.

Landbúnaðarráðuneytið setur nánari reglur, ef þörf krefur, um afmarkaða þætti í framkvæmd þessarar reglugerðar.


14. gr.

Fyrirhugaðar ráðstafanir vegna framkvæmdar þessarar reglugerðar sem háðar eru samþykki EES-ríkjanna og/eða ESB skal bera undir sameiginlegu EES-nefndina og framkvæmdastjórn ESB sem leggur málið fyrir nefnd þá, sem framkvæmdastjórn ESB skipar sér til aðstoðar við framkvæmd þessara mála og Ísland og Noregur eiga áheyrnarfulltrúa í.


15. gr.

Landbúnaðarráðuneytið skal, fyrir 1. júlí ár hvert, tilkynna sameiginlegu EES-nefndinni og framkvæmdastjórn ESB um ráðstafanir sem gerðar hafa verið árið á undan til að hrinda ákvæðum þessarar reglugerðar í framkvæmd, og einkum senda:


– skrá yfir atvinnurekendur sem 31. desember árið á undan höfðu sent tilkynningu samkvæmt a-lið 1. mgr. 8. gr. og heyra undir eftirlitskerfið sem um getur í 9. gr.,

– skýrslu um eftirlit sem fer fram samkvæmt 6. mgr. 9. gr.


Að auki skal landbúnaðarráðuneytið, fyrir 31. mars ár hvert, tilkynna sameiginlegu EES-nefndinni og framkvæmdastjórn ESB um skrá yfir vottunarstofur fyrir lífræna framleiðslu sem viðurkenndar voru 31. desember árið á undan, réttarstöðu þeirra og rekstrarskipulag, viðurkennda aðferð þeirra við eftirlitið, viðurlög og merki þeirra, ef við á.


15a. gr.

Að því er varðar þær ráðstafanir, sem fram koma í reglugerð þessari, einkum þær sem landbúnaðarráðuneytið skal beita sér fyrir með það í huga að ná þeim markmiðum sem mælt er fyrir um í 9. og 11. gr. og í tæknilegu viðaukunum, skal það beita sér fyrir við gerð fjárlaga að til þeirra sé árlega veitt nauðsynlegum fjármunum.


Önnur ákvæði.
16. gr.

Brot á ákvæðum reglugerðarinnar varða sektum nema þyngri refsing liggi við skv. öðrum lögum.

Með mál skal fara að hætti opinberra mála, sbr. lög um meðferð opinberra mála nr. 19/1991.


17. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 162/1994 um lífræna landbúnaðarframleiðslu, ásamt síðari breytingum og með hliðsjón af grunnreglum Alþjóðasambands lífrænna landbúnaðarhreyfinga (IFOAM) og með hliðsjón af eftirtöldum reglugerðum ráðsins: 2092/91/EBE, 2083/92/EBE, 1468/94/EB, 1935/95/EB, 1804/1999/EB og reglugerðum framkvæmdastjórnarinnar: 94/92/EBE, 1535/92/EBE, 3457/92/EBE, 3713/92/EBE, 207/93/EBE, 1593/93/EBE, 2608/93/EBE, 468/94/EB, 688/94/EB, 2381/94/EB, 2580/94/EB, 529/95/EB, 1201/95/EB, 1202/95/EB, 418/96/EB, 522/96/EB, 314/97/EB, 345/97/EB, 1488/97/EB, 1367/98/EB, 1900/98/EB, 330/99/EB, 331/2000/EB, 548/2000/EB, 1073/2000/EB, 1437/2000/EB, 1566/2000/EB, 1616/2000/EB, 2020/2000/EB, 2426/2000/EB, 349/2001/EB, 436/2001/EB, 1788/2001/EB og 2589/2001.

Reglugerðin tekur þegar gildi. Jafnframt er úr gildi felld reglugerð nr. 219/1995 um lífræna landbúnaðarframleiðslu og breytingar á henni nr. 90/1998, 395/1999 og 946/2000 þó halda ákvæði reglugerðarinnar og breytinga sem gerðar hafa verið á henni um fiskeldi og villtar lagarjurtir og nýtingu þeirra gildi sínu.


Landbúnaðarráðuneytinu, 16. janúar 2002.
 

F. h. r.

Guðmundur B. Helgason.

Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir.
 

I. VIÐAUKI

Meginreglur um lífræna landbúnaðarframleiðslu.

A) Plöntur og plöntuafurðir.

1. Að öllu jöfnu skal hafa verið farið að meginreglum þessa viðauka á ræktunarskikum á að minnsta kosti tveggja ára aðlögunartíma áður en sáning fer fram eða, þegar um er að ræða uppskeru fjölærra plantna annarra en fóðurjurta, í að minnsta kosti þrjú ár fyrir fyrstu uppskeru afurða sem um getur í a-lið 1. mgr. 1. gr. Í vissum tilvikum getur vottunarstofa með samþykki landbúnaðarráðuneytisins ákveðið að lengja eða stytta þetta tímabil með tilliti til fyrri notkunar ræktunarskika.

Landbúnaðarráðuneytið getur heimilað styttingu aðlögunartímans niður í algert lágmark, hafi ráðuneytið fyrirskipað meðhöndlun ræktunarlands með efnum, sem ekki eru skráð í B-hluta II. viðauka, til þess að halda niðri skaðvöldum eða sjúkdómum í tilteknum nytjaplöntum.


– Stytting aðlögunartímans er háð því að öllum eftirfarandi skilyrðum hafi verið fullnægt:

– Aðlögun ræktunarskika sé þegar lokið eða hún standi yfir.

– Eftir að viðkomandi plöntuvarnarefni hefur brotnað niður sé tryggt að aðeins hafi orðið eftir óverulegt magn efnaleifa bæði í jarðvegi og plöntum, ef um ræktun fjölærra plantna er að ræða.

– Landbúnaðarráðuneytið hafi tilkynnt öðrum aðildarríkjum EES-svæðisins um þá ákvörðun sína að fyrirskipa meðferð og í hve ríkum mæli hafi verið ákveðið að stytta aðlögunartímann.

– Í kjölfar meðferðar er óheimilt að selja uppskeru merkta sem lífræna.


2.

2.1. Frjósemi og lífrænni virkni jarðvegsins skal fyrst og fremst viðhalda eða auka hana, þar sem við á, með því að:


a) rækta belgjurtir, áburðarplöntur eða djúprættar plöntur samkvæmt viðeigandi langtíma sáðskiptaáætlun;

b) nota búfjáráburð frá lífrænni búfjárrækt í samræmi við ákvæði og takmarkanir sem fram koma í lið 7.1 í B-hluta þessa viðauka;

c) nota önnur lífræn efni, sem t.d. eru jarðgerð, frá býlum sem framleiða samkvæmt þessari reglugerð.


2.2. Heimilt er, í undantekningartilvikum, að nota annan lífrænan áburð eða steinefni sem nefnd eru í II. viðauka til uppbótar að því marki sem hér segir:

- Ef ekki er unnt að sjá nytjaplöntum í sáðskiptum fyrir nægum næringarefnum eða jarðvegsbótum með þeim aðferðum sem tilgreindar eru í lið 2.1.a-c hér að ofan.

- Efni sem nefnd eru í II. viðauka og vísa til búfjáráburðar og/eða annars úrgangs sem dýr leggja frá sér má einungis nota, ásamt með þeim búfjáráburði sem vísað er til í lið 2.1.b hér að ofan, með þeim takmörkunum sem getið er um í lið 7.1 í B-hluta þessa viðauka.


2.3. Heimilt er að nota viðeigandi jurtaefnablöndur eða örverublöndur, þó ekki erfðabreyttar samkvæmt skilgreiningu 12. liðar 4. gr., til að örva jarðgerð. Einnig er heimilt, í sama tilgangi svo og við framkvæmd ákvæða 2.1 hér að ofan, að nota svonefndar "bíódýnamískar efnablöndur" úr steindufti, búfjáráburði eða plöntum.

2.4. Viðeigandi örverublöndur, sem ekki hefur verið erfðabreytt samkvæmt skilgreiningu 12. mgr. 4. gr. og leyfðar eru í almennum landbúnaði, er heimilt að nota til að bæta almennt ástand jarðvegs eða framboð næringarefna í jarðvegi eða plöntum, hafi vottunarstofa viðurkennt þörf á því.

3. Halda skal skaðvöldum, sjúkdómum og illgresi niðri með því að samræma eftirfarandi ráðstafanir:


- Val á hentugum tegundum og afbrigðum.

- Viðeigandi sáðskiptaáætlun.

- Vélrænar ræktunaraðferðir.

- Verndun náttúrulegra útrýmenda skaðvalda með viðeigandi ráðstöfunum (t.d. limgerðum og hreiðurstæðum og með því að sleppa rándýrum lausum).

- Notkun illgresisbruna.


Einungis er heimilt að nota varnarefni sem skráð eru í II. viðauka ef uppskera er í yfirvofandi hættu.

4. Söfnun neysluhæfra plantna og plöntuhluta sem vaxa villt á svæðum úti í náttúrunni, í skógum og á landbúnaðarsvæðum er litið á sem lífræna ræktunaraðferð, að því tilskildu að:


- svæðin hafi ekki hlotið meðferð með öðrum efnum en þeim sem um getur í II. viðauka í þrjú ár áður en söfnun fer fram;

- söfnunin hafi ekki áhrif á jafnvægi náttúrulegs búsvæðis eða viðhald tegunda á söfnunarsvæðinu.


5. Við framleiðslu á sveppum má nota undirlag ef það samanstendur einungis af eftirfarandi efnisþáttum:

5.1. Búfjáráburði (þar með töldum þeim afurðum sem um getur í fyrsta til fjórða undirlið í A-hluta II. viðauka við þessa reglugerð):


a) sem annaðhvort kemur frá býlum sem framleiða með lífrænum aðferðum; eða

b) uppfyllir þau skilyrði sem um getur í liðum 1-4 í A-hluta II. viðauka við þessa reglugerð, þó ekki meira en sem nemur 25% (*), og einungis þegar afurðin, sem er tilgreind í a-lið, er ekki fáanleg;


5.2. afurðum sem eru upprunnar í landbúnaði, nema þær sem eru tilgreindar í lið 5.1 (t.d. hálmur), frá bújörðum sem framleiða með lífrænum aðferðum;

5.3. mó sem hefur ekki verið meðhöndlaður efnafræðilega;

5.4. trjávið sem hefur ekki verið meðhöndlaður efnafræðilega eftir að hann var höggvinn;

5.5. steinefnaafurðum, sem nefndar eru í A-hluta II. viðauka þessarar reglugerðar, vatni og jarðvegi.
____________

(*) Þetta prósentuhlutfall er reiknað út miðað við þyngd allra þátta undirlagsins (fyrir utan yfirbreiðsluefni og viðbætt vatn) áður en myltað er.

B) Búfé og búfjárafurðir af eftirtöldum tegundum: nautgripir (þar á meðal af ættkvíslinni bubalus og vísundategundir), svín, sauðfé, geitfé, dýr af hestaætt og alifuglar.

1. Almennar meginreglur.

1.1. Búfjárframleiðsla er óaðskiljanlegur þáttur í rekstri margra bújarða þar sem lífrænn búskapur er stundaður.

1.2. Búfjárframleiðsla verður að stuðla að jafnvægi í landbúnaði með því að sjá fyrir næringarþörfum plantna og auðga jarðveginnaf lífrænum efnum. Hún getur þannig stuðlað að því að koma á og viðhalda náttúrulegri hringrás milli jarðvegs og plantna, plantna og dýra og dýra og jarðvegs. Framleiðsla án lands ("production hors sol") samræmist því í þessu samhengi ekki ákvæðum þessarar reglugerðar.

1.3. Kerfisbundin ræktun plantna/dýra og hagabeit nýtir endurnýjanlegar náttúruauðlindir (búfjáráburð, belgjurtir og fóðurjurtir) og getur á þann hátt haldið við frjósemi jarðvegs og bætt hann til langframa og stuðlað þannig að þróun sjálfbærs landbúnaðar.

1.4. Lífræn búfjárrækt er starfsemi sem krefst landrýmis. Búféð verður að geta hreyft sig utanhúss, nema þar sem heimilaðar eru undantekningar í þessum viðauka, og takmarka verður fjölda dýra á hverja flatareiningu til að tryggja samþætta ræktun búfjár og plantna á framleiðslueiningunni, þannig að halda megi allri mengun í lágmarki, einkum í jarðvegi og yfirborðs- og grunnvatni. Fjöldi búfjár verður að vera í réttu hlutfalli við það landrými sem er fyrir hendi til þess að koma í veg fyrir að vandi skapist vegna ofbeitar og jarðvegseyðingar og til þess að hægt sé að dreifa búfjáráburði þannig að forðast megi neikvæð áhrif á umhverfið. Ítarlegar reglur um notkun búfjáráburðar eru settar fram í 7. lið.

1.5. Í lífrænum búskap skal allt búféð innan sömu framleiðslueiningar alið í samræmi við ákvæði þessarar reglugerðar.

1.6. Heimilt er að hafa búfé, sem er ekki alið í samræmi við ákvæði þessarar reglugerðar, á bújörðinni, að því tilskildu að það sé alið innan eininga þar sem hús og spildur eru skýrt aðgreind frá þeim einingum þar sem stunduð er framleiðsla í samræmi við ákvæði þessarar reglugerðar og að um aðra tegund sé að ræða.

1.7. Þrátt fyrir þessa meginreglu er heimilt að búfé, sem er ekki alið í samræmi við ákvæði þessarar reglugerðar, nýti um takmarkaðan tíma ár hvert beitiland innan eininga sem samrýmast þessari reglugerð, að því tilskildu að dýrin séu alin í dreifbærum búskap (extensive husbandry) (eins og skilgreint er í 5. mgr. 6. gr. reglugerðar nr. 950/97/EB1) eða, þegar um aðrar tegundir er að ræða sem eru ekki nefndar í þeirri reglugerð, að fjöldi dýra á hektara samsvari 170 kg köfnunarefnis á ári á hektara eins og skilgreint er í VII. viðauka við þessa reglugerð) og að því tilskildu að önnur dýr, sem kröfur í þessari reglugerð gilda um, séu ekki samtímis á sama beitilandi. Afla skal fyrirfram heimildar vottunarstofu fyrir þessari undanþágu.

1.8. Í öðru lagi má víkja frá þessari meginreglu þannig að dýrum, sem eru alin í samræmi við ákvæði þessarar reglugerðar, má beita á almenning og/eða afrétt, að því tilskildu að:


a) landið hafi ekki verið meðhöndlað með öðrum afurðum en þeim sem eru leyfðar samkvæmt II. viðauka við þessa reglugerð, um þriggja ára skeið hið minnsta,

b) öll dýr, sem nýta viðkomandi land og falla ekki undir kröfurnar í þessari reglugerð, hafi verið alin í dreifbærum búskap, eins og skilgreint er í 5. mgr. 6. gr. reglugerðar nr. 950/97/EB1), eða, þegar um aðrar tegundir er að ræða sem eru ekki nefndar í þeirri reglugerð, að fjöldi dýra á hektara samsvari 170 kg köfnunarefnis á ári á hektara eins og skilgreint er í VII. viðauka við þessa reglugerð,

c) að afurðir frá búfé, sem er alið í samræmi við ákvæði þessarar reglugerðar, skuli ekki, meðan búféð nýtir þetta land, teljast koma frá lífrænni framleiðslu, nema sannað verði, svo að vottunarstofu þyki fullnægjandi, að búféð sé nægilega aðgreint frá dýrum sem uppfylla ekki kröfur þessarar reglugerðar.

____________
1) Stjtíð. EB nr. L 142, 2.6.1997, bls. 1.

2.Aðlögun.

2.1. Aðlögun á landi þar sem lífræn búfjárframleiðsla fer fram.

2.1.1. Þegar framleiðslueining er aðlöguð skal meðferð alls þess svæðis hennar, sem notað er til fóðrunar búfjár samræmast ákvæðum þessarar reglugerðar, þ. á m. um aðlögunartíma, sem tilgreindur er í A-hluta þessa viðauka.

2.1.2. Þrátt fyrir þessa meginreglu er heimilt að stytta aðlögunartímann í eitt ár, að því er varðar bithaga, útihólf og gerði, fyrir tegundir sem eru ekki grasbítar. Stytta má þetta tímabil í sex mánuði hafi viðkomandi land að undanförnu ekki hlotið meðferð með öðrum afurðum en tilgreind eru í II. viðauka við þessa reglugerð. Afla skal heimildar vottunarstofu fyrir þessari undanþágu.

2.2. Aðlögun að því er varðar búfé og búfjárafurðir.

2.2.1. Eigi að selja afurðir búfjár sem lífrænar afurðir skal ala allt búféð í samræmi við ákvæði þessarar reglugerðar hið minnsta:


- í tólf mánuði þegar dýr af hestaætt og nautgripir (þar á meðal af ættkvíslinni Bubalus og vísundategundir) eru alin til kjötframleiðslu, og í öllum tilvikum í þrjá fjórðu hluta af æviskeiði þeirra,

- í sex mánuði þegar um smærri jórturdýr og svín er að ræða. Á þeim þriggja ára aðlögunartíma, sem rennur út 24. ágúst 2003, skal tímabilið, hvað varðar svín, hins vegar vera fjórir mánuðir,

- í sex mánuði þegar um er að ræða dýr sem eru alin til mjólkurframleiðslu. Á þeim þriggja ára aðlögunartíma, sem rennur út 24. ágúst 2003, skal tímabilið hins vegar vera þrír mánuðir,

- í tíu vikur þegar um er að ræða alifugla, sem eru aldir til kjötframleiðslu og eru teknir í eldi áður en þeir eru orðnir þriggja daga gamlir,

- í sex vikur þegar um er að ræða fugla sem eru aldir til eggjaframleiðslu,

- eftir að fyrsta framleiðsluskeiði aðlögunar lýkur skal allt búfé sem ætlað er til kjötframleiðslu, getið, fætt og alið í samræmi við ákvæði reglugerðar þessarar.


2.3. Samhliða aðlögun.

2.3.1. Ef aðlögun búfjár, beitilands og fóðuröflunarsvæða á sömu bújörð fer fram samtímis skal, þrátt fyrir ákvæði liða 2.2.1, 4.2 og 4.4, stytta heildaraðlögunartímann í 24 mánuði, að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:


a) Undanþágan gildi aðeins um þau dýr, sem eru fyrir á bújörðinni, og afkvæmi þeirra og einnig um það land sem er notað til fóðuröflunar og beitar áður en aðlögunin hefst.

b) Dýrin séu einkum fóðruð á afurðum framleiðslueiningarinnar.


3. Uppruni dýranna.

3.1. Við val á kynjum eða stofnum ber að hafa í huga hæfni dýranna til að laga sig að staðarskilyrðum, lífsþrótt þeirra og mótstöðu gegn sjúkdómum. Auk þessa skal við val á kynjum eða stofnum dýra forðast sérstaka sjúkdóma eða heilbrigðisvanda sem tengist sumum kynjum eða stofnum sem eru notuð í þéttbærum búskap (intensive production) (svo sem svínastreitu (porcine stress syndrome), vatnsvöðva (PSE-heilkenni), bráðadauða, bráðafósturlát og erfiðleika í fæðingu sem kalla á keisaraskurð). Innlend kyn og stofnar skulu njóta forgangs umfram önnur.

3.2. Búféð skal fengið frá framleiðslueiningum sem samræmast þeim reglum um mismunandi greinar búfjárframleiðslu sem kveðið er á um í 6. gr. og í þessum viðauka. Þetta framleiðslukerfi skal notað allt æviskeið þess.

3.3. Fyrsta undanþága frá lið 3.2 er, að fyrirfram fenginni heimild vottunarstofu, aðlögun búfjár sem fyrir er á bújörðinni og ekki hefur verið alið í samræmi við ákvæði þessarar reglugerðar.

3.4. Önnur undanþága frá lið 3.2 er sú, þegar hjörð eða bústofni er komið upp í fyrsta sinn og ekki eru fáanleg nógu mörg lífrænt alin dýr, að flytja má búfé úr hefðbundnu eldi til lífræns eldis að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:


- Varphænur mega ekki vera eldri en 18 vikna.

- Hænuungar, sem ætlaðir eru til kjötframleiðslu, skulu vera yngri en þriggja daga þegar þeir eru fluttir frá framleiðslueiningunni þar sem þeir voru aldir.

- Bufflakálfar skulu vera yngri en sex mánaða.

- Kálfar og folöld skulu alin samkvæmt ákvæðum þessarar reglugerðar þegar eftir að þau eru vanin undan og í öllum tilvikum skulu þau vera yngri en sex mánaða.

- Lömb og kiðlingar skulu alin samkvæmt ákvæðum þessarar reglugerðar þegar eftir að þau eru vanin undan og í öllum tilvikum skulu þau vera yngri en 45 daga.

- Grísir skulu aldir samkvæmt ákvæðum þessarar reglugerðar þegar eftir að þeir eru vandir undan og í öllum tilvikum skulu þeir vega minna en 25 kg.


3.5. Afla ber heimildar fyrirfram frá vottunarstofu fyrir þessari undanþágu sem gildir fyrir aðlögunartímann sem lýkur 31. desember 2003.

3.6. Þriðja undanþága frá lið 3.2 er, að fyrirfram fenginni heimild vottunarstofu, endurnýjun eða enduruppbygging hjarðar eða bústofns þegar lífrænt alin dýr eru ekki á boðstólum og í eftirfarandi tilvikum:


a) Hlutfallslega mörg dýr hafa drepist vegna kringumstæðna sem rekja má til heilbrigðisvanda eða stóráfalla,

b) varphænur eru ekki eldri en 18 vikna,

c) alifuglar til kjötframleiðslu eru yngri en þriggja daga og grísir eru teknir inn þegar eftir að þeir eru vandir undan og þeir verða að vega minna en 25 kg.


Tilvik í b- og c-lið eru leyfð á aðlögunartímabilinu sem lýkur 31. desember 2003.

3.7. Að því er varðar svín, unghænur og alifugla til kjötframleiðslu verður þessi undanþága, sem gildir á aðlögunartímanum, endurskoðuð áður en hún fellur úr gildi til að kanna hvort rök eru fyrir því að framlengja tímamörkin.

3.8. Fjórða undanþága frá lið 3.2, að fyrirfram fenginni heimild vottunarstofu, er árlegur aðflutningur kvendýra (sem ekki hafa áður eignast afkvæmi) úr hefðbundnum búskap að hámarki 10% af fullorðnum hestum og nautgripum (þ. á m. eru tegundir af ættkvíslinni Bubalus og vísundategundir) og 20% af fullorðnum svínum, sauðfé og geitfé sem fyrir er á bújörðinni, í því skyni að örva náttúrulegan vöxt og til þess að endurnýja hjörðina eða bústofninn, þegar lífrænt alin dýr eru ekki á boðstólum.

3.9 Hundraðshlutatölurnar, sem mælt er fyrir um í framangreindri undanþágu, skulu ekki gilda um framleiðslueiningar þar sem eru færri en 10 fullorðnir hestar eða 10 nautgripir eða færri en fimm svín, sauðkindur eða geitur. Hvað varðar þessar einingar skal öll endurnýjun af því tagi, sem um getur hér að framan, takmarkast að hámarki við eitt dýr á ári.

3.10. Hækka má þessar tölur í allt að 40% að fengnu áliti og samþykki vottunarstofu í eftirfarandi sértilvikum:


- Þegar kemur til meiri háttar stækkunar á búinu.

- Þegar skipt er um dýrakyn.

- Þegar unnið er að þróun nýrra búfjárgreina.


3.11. Fimmta undanþága frá lið 3.2 er heimild til að flytja karldýr úr hefðbundnum búskap, að því tilskildu að dýrin séu ávallt upp frá því alin samkvæmt ákvæðum þessarar reglugerðar.

3.12. Þegar búfé er fengið frá einingum sem samræmast ekki ákvæðum þessarar reglugerðar skal, í samræmi við skilyrði og takmarkanir, sem um getur í liðum 3.3 til 3.11 hér að framan, fylgja þeim ákvæðum um aðlögunartíma sem mælt er fyrir um í lið 2.2.1, ef selja á afurðirsem lífrænar afurðir, og skal farið að öllum ákvæðum þessarar reglugerðar á þeim tilgreinda tíma.

3.13. Ef búfé er fengið frá einingum sem samræmast ekki þessari reglugerð ber að huga sérstaklega að ráðstöfunum sem varða heilbrigði dýranna. Vottunarstofa getur, í ljósi aðstæðna á hverjum stað, gripið til sérstakra ráðstafana á borð við kembirannsóknir og að setja dýr í sóttkví um tíma.

4. Fóður.

4.1. Fóðri er ætlað að tryggja gæði fremur en hámarksframleiðslu, en það skal jafnframt fullnægja næringarþörfum búfjár á öllum þroskastigum þess. Slátureldi (fattening practices) er heimilað svo fremi að hverfa megi frá því hvenær sem er í eldisferlinu. Þvingunareldi (force-feeding) er bannað.

4.2. Búféð skal alið á lífrænt framleiddu fóðri.

4.3. Búféð skal ennfremur alið í samræmi við þær reglur sem eru settar fram í þessum viðauka og einkum skal nota fóður frá einingunni eða, ef því verður ekki við komið, fóður frá öðrum einingum eða fyrirtækjum sem falla undir ákvæði þessarar reglugerðar.

4.4. Að meðaltali má allt að 30% af hverjum fóðurskammti vera aðlögunarfóður, þ.e. af landi sem hefur verið a.m.k. eitt ár í lífrænni aðlögun. Ef aðlögunarfóðrið er framleitt á bújörðinni sjálfri má það nema allt að 60% af hverjum fóðurskammti.

4.5. Ala skal ungviði spendýra að mestu leyti á náttúrulegri mjólk, helst móðurmjólk. Öll spendýr skulu alin á náttúrulegri mjólk í tiltekinn lágmarkstíma sem fer eftir viðkomandi tegund og skal hann vera þrír mánuðir fyrir nautgripi (meðal annars af ættkvíslinni Bubalus og vísundategundir) og hesta, 45 dagar fyrir sauðfé og geitur og 40 dagar fyrir svín.

4.6. Framleiðendur skulu haga beit í samræmi við opinberar reglur um sjálfbæra nýtingu beitilands.

4.7. Við fóðrun grasbíta skal halda dýrunum sem mest að beit, eftir því sem við verður komið á hverjum árstíma. Að minnsta kosti 60% þurrefnis í daglegum fóðurskammti skal vera nýtt eða þurrkað gróffóður eða vothey. Með leyfi vottunarstofu er þó heimilt að minnka þetta hlutfall í 50% fyrir dýr í mjólkurframleiðslu í mest þrjá mánuði snemma á mjólkurskeiðinu.

4.8. Á aðlögunartímabili, sem rennur út 24. ágúst 2005, er heimiluð sú undanþága frá ákvæði í lið 4.2 að leyfa notkun takmarkaðs hlutfalls hefðbundins fóðurs ef bóndinn hefur ekki tök á að afla fóðurs eingöngu frá lífrænni framleiðslu. Mesta leyfilega hlutfall hefðbundins fóðurs á hverju ári er 10%, þegar um grasbíta er að ræða, og 20% fyrir aðrar tegundir. Þessar tölur skal reikna á ársgrundvelli sem hundraðshluta af þurrefni fóðurs sem er framleitt úr landbúnaðarafurðum. Mesta leyfilega hlutfall hefðbundins fóðurs í daglegum skammti, utan þess tíma sem dýr fara milli bithaga, er 25%, reiknað sem hundraðshluti þurrefnis.

4.9. Ef uppskera fóðurjurta misferst, einkum vegna óvenjulegs tíðarfars, getur landbúnaðarráðuneytið veitt undanþágu frá ákvæðum í lið 4.8 og leyft í takmarkaðan tíma og fyrir sérstakt svæði aukinn hundraðshluta hefðbundins fóðurs, svo fremi að rök séu færð fyrir slíkri undanþágu. Vottunarstofa skal veita einstökum rekstraraðilum þessa undanþágu að fengnu samþykki landbúnaðarráðuneytisins.

4.10. Að því er alifugla varðar skal fóður þeirra í slátureldi innihalda að minnsta kosti 65% korn.

4.11. Bæta skal nýju eða þurrkuðu gróffóðri eða votheyi í daglegan fóðurskammt svína og alifugla.

4.12. Eingöngu er heimilt að nota þær afurðir, sem eru tilgreindar í liðum 1.5 og 3.1 í D-hluta II. viðauka, sem aukefni (íblöndunarefni) og tæknileg hjálparefni við framleiðslu á votheyi.

4.13. Hefðbundin fóðurefni úr landbúnaði má því aðeins nota í fóður að þau séu tilgreind í 1. lið í

C-hluta II. viðauka (fóðurefni úr jurtaríkinu), með fyrirvara um þá takmörkun á magni sem kveðið er á um í þessum viðauka, og því aðeins að leysiefni hafi ekki verið notuð við framleiðslu þeirra eða vinnslu.

4.14. Fóðurefni úr dýraríkinu (hvort sem þau eru framleidd á hefðbundinn eða lífrænan hátt) má því aðeins nota að þau séu tilgreind í 2. lið í C-hluta II. viðauka, með fyrirvara um þá takmörkun á magni sem kveðið er á um í þessum viðauka.

4.15 Eigi síðar en 24. ágúst 2004 verða 1., 2. og 3. liður í C-hluta og D-hluta II. viðauka endurskoðaðir, einkum með það að markmiði að fella brott þau hefðbundnu fóðurefni úr landbúnaði sem eru lífrænt framleidd í nægilegum mæli á EES-svæðinu.

4.16. Eingöngu er heimilt að nota í fóður afurðir, sem eru tilgreindar í 3. lið í C-hluta II. viðauka (fóðurefni úr steinaríkinu) og í lið 1.1 (snefilefni) og lið 1.2 (vítamín, forvítamín og efnafræðilega vel skilgreind efni með svipuð áhrif) í D-hluta, til að fullnægja næringarþörf búfjár.

4.17. Eingöngu er heimilt að nota í fóður afurðir, sem eru tilgreindar í lið 1.3 (ensím), 1.4 (örverur), 1.6 (bindiefni, kekkjavarnar- og storkuefni), í 2. lið (tilteknar afurðir notaðar í fóður) og 3. lið (tæknileg hjálparefni fyrir vinnslu fóðurs) D-hluta II. viðauka, í þeim tilgangi sem er tilgreindur að því er varðar framangreinda flokka. Hvorki skal nota sýklalyf, hníslalyf, önnur lyf, vaxtarhvata né nokkurt annað efni, sem er ætlað að örva vöxt eða framleiðslu, í fóður.

4.18. Óheimilt er að nota erfðabreyttar lífverur eða afurðir úr þeim við framleiðslu fóðurs, fóðurefna, fóðurblandna, aukefna í fóður, tæknilegra hjálparefna fyrir vinnslu fóðurs eða tiltekinna afurða sem eru notaðar í fóður.

5. Sjúkdómavarnir og dýralæknismeðferð.

5.1. Sjúkdómavarnir í lífrænni búfjárframleiðslu skulu byggjast á eftirfarandi meginreglum:


a) Vali á heppilegum kynjum eða stofnum dýra, eins og tilgreint er nánar í 3. lið.

b) Starfsháttum í búfjárrækt sem henta þörfum hverrar tegundar og efla mótstöðu gegn sjúkdómum og fyrirbyggja sýkingar.

c) Notkun gæðafóðurs sem ásamt reglulegri hreyfingu og aðgangi að beitilandi örvar náttúrulegar ónæmisvarnir dýrsins.

d) Að tryggja hæfilegan þéttleika dýra og forðast þannig ofsetningu og hvers kyns heilbrigðisvanda sem af henni hlytist.


5.2. Meginreglur þær, sem eru settar fram hér að framan, ættu að halda heilbrigðisvanda hjá dýrunum í slíku horfi að forvarnir nægi að mestu til að halda honum niðri.

5.3. Ef dýr veikist eða verður fyrir áverka, þrátt fyrir allar framangreindar, fyrirbyggjandi ráðstafanir, skal það þegar í stað hljóta meðferð, í einangrun ef nauðsyn krefur, og því skal komið í hús þannig að viðunandi teljist.

5.4. Í lífrænum búskap skal fylgja eftirfarandi meginreglum við notkun dýralyfja:


a) Fremur skal nota jurtalækningalyf (svo sem plöntuseyði (nema sýklalyf) eða kjarna), smáskammtaafurðir (svo sem efni úr jurta-, dýra- eða steinaríkinu) og snefilefni og afurðir, sem eru tilgreind í 3. lið í C-hluta II. viðauka, en efnafræðilega samsett, hefðbundin dýralyf eða sýklalyf, svo fremi að læknandi áhrif þeirra komi að gagni fyrir viðkomandi dýrategund og það ástand sem meðferðin beinist að.

b) Ef notkun framangreindra efna reynist ekki koma að gagni eða ólíklegt þykir að hún skili tilætluðum árangri gegn sjúkdómi eða áverka og meðferð er nauðsynleg til að varna því að dýrið líði þjáningu eða neyð er heimilt að beita efnafræðilega samsettum, hefðbundnum dýralyfjum eða sýklalyfjum, enda sé það á ábyrgð dýralæknis.

c) Óheimilt er að nota efnafræðilega samsett, hefðbundin dýralyf eða sýklalyf sem fyrirbyggjandi meðferð í lífrænum búskap.


5.5. Auk framangreindra meginreglna skulu eftirfarandi reglur gilda:

a) Bannað er að nota efni sem örva vöxt eða framleiðslu (þar á meðal eru sýklalyf, hníslalyf og önnur tilbúin hjálparefni sem stuðla að auknum vexti) og að nota hormón eða áþekk efni í því skyni að stjórna æxlun (svo sem til þess að framkalla eða samstilla gangmál). Heimilt er þó að gefa einstökum dýrum hormón, enda sé það liður í meðferð dýralæknis.

b) Meðferð sem dýralæknir veitir dýrum, eða meðferð, sem beinist að byggingum, búnaði og aðstöðu og er lögboðin samkvæmt íslenskri löggjöfeða ákvæðum EES-samningsins, skal heimil, þar á meðal notkun ónæmisfræðilegra dýralyfja, hafi sjúkdómur komið upp á tilteknu svæði þar sem framleiðslueiningin er.


5.6. Þegar áformað er að nota dýralyf er skylt að skrá tegund lyfsins greinilega (þar á meðal upplýsingar um þau lyfjafræðilega virku efni sem um ræðir) ásamt nákvæmum upplýsingum um sjúkdómsgreininguna, stærð skammta, aðferð við lyfjagjöf, lengd meðferðar og lögbundinn útskilnaðartíma. Þessum upplýsingum skal komið á framfæri við vottunarstofu áður en búféð eða búfjárafurðirnar eru settar á markað sem lífrænt framleiddar. Skylt er að auðkenna það búfé, sem hlýtur meðferð, á skýran hátt, hvert dýr, ef um stór dýr er að ræða, en hvert dýr eða hvern hóp ef um alifugla eða smærri dýr er að ræða.

5.7. Útskilnaðartíminn frá því að dýri er síðast gefið hefðbundið dýralyf við eðlilegar notkunaraðstæður og þar til framleiddar eru lífrænar afurðir úr dýrinu skal minnst vera tvöfaldur lögboðinn útskilnaðartími, en minnst 48 klukkustundir ef þessi tími er ekki tilgreindur. Vottunarstofa skal setja nánari reglur um útskilnaðartíma eftir tegundum búfjárafurða og lyfja, sem þó skal eigi vera lengri en þrefaldur lögboðinn útskilnaðartími.

5.8. Ef dýr eða hópur dýra gengst á einu ári undir tvær eða fleiri, að hámarki þrjár, meðferðir (eða eina eða fleiri meðferðir ef framleiðsluskeið (productive lifecycle) þeirra er styttra en eitt ár) þar sem gefin eru efnafræðilega samsett, hefðbundin dýralyf eða sýklalyf, að undanteknum bólusetningum, meðferð vegna sníkjudýra og hvers kyns útrýmingaráætlunum, sem landbúnaðarráðuneytið hlutast til um, er óheimilt að selja viðkomandi búfé, eða afurðir úr því, sem lífrænar afurðir og búféð verður að ganga gegnum aðlögunartíma, sem mælt er fyrir um í 2. lið þessa viðauka, með fyrirvara um samþykki vottunarstofu.

6. Ræktunaraðferðir, flutningur og sanngreining búfjárafurða.

6.1. Ræktunaraðferðir.

6.1.1. Í meginatriðum skal fjölgun lífrænt alins búfjár byggjast á náttúrulegum aðferðum. Sæðing er þó heimil. Fjölgun með annars konar tæknifrjóvgun eða öðrum hjálparaðferðum (til dæmis flutningi fósturvísa) er bönnuð.

6.1.2. Óheimilt er að stunda það í lífrænum búskap að bregða til dæmis teygju um dindil sauðkinda, taglskella/halaklippa dýr, klippa/skerða tennur eða gogga eða afhorna dýr.Vottunarstofa getur þó leyft sumar þessara aðgerða ef þær eru gerðar í varúðarskyni (til dæmis afhornun ungra dýra) eða ef þeim er ætlað að bæta heilbrigði, líðan eða þrifnað dýranna. Slíkar aðgerðir skulu kunnáttumenn framkvæma á því aldursskeiði dýranna þegar þau finna minnst fyrir því og þess skal gætt að dýrin líði sem minnst vegna þeirra.

6.1.3. Vönun er leyfð í því skyni að viðhalda gæðum afurða og hefðbundnum framleiðsluaðferðum (aligrísir, nautkálfar, geldhanar o.s.frv.) en einungis að uppfylltum þeim skilyrðum sem fram koma í síðasta málslið liðar 6.1.2.

6.1.4. Bannað er að binda búfé. Vottunarstofa getur þó heimilað frávik frá þessari meginreglu og að binda megi einstök dýr á grundvelli þess rökstuðnings rekstraraðilans að það sé nauðsynlegt í öryggisskyni eða gert með velferð dýranna í huga, enda séu þau einungis bundin í takmarkaðan tíma.

6.1.5. Gera má þá undanþágu frá ákvæðunum, sem mælt er fyrir um í lið 6.1.4, að heimilt sé að binda nautgripi í byggingum, sem reistar höfðu verið fyrir gildistöku þessarar reglugerðar, með þeim fyrirvara að dýrunum sé séð fyrir reglulegri hreyfingu og að við eldið sé tekið mið af kröfum um velferð dýranna og þau séu á svæði með hálmi, heyi eða öðrum undirburði og að við hirðingu þeirra sé hverju og einu sinnt. Þessi undanþága, sem vottunarstofa verður að veita, gildir á aðlögunartímabilinu sem lýkur 31. desember 2010.

6.1.6. Á grundvelli annarrar undanþágu er heimilt að binda nautgripi á smáum bújörðum ef ekki er hægt að halda gripunum í hópum sem hæfa atferlisþörfum þeirra, svo fremi að þeim sé sleppt lausum minnst tvisvar sinnum í viku í bithaga eða gerði eða hólf þar sem þeir geta hreyft sig. Þessi undanþága, sem vottunarstofa skal veita, gildir um bújarðir.

6.1.7. Fyrir 31. desember 2006 mun landbúnaðarráðuneytið leggja fram skýrslu um framkvæmd ákvæða liðar 6.1.5.

6.1.8. Ef búfé er alið í hópum verður stærð hópsins að ráðast af þroskastigi þess og atferlisþörfum viðkomandi tegundar. Bannað er að halda búfé við þannig aðstæður eða fóðra það þannig að aukin hætta sé á blóðleysi.

6.1.9. Fyrir alifugla skal lágmarksaldur við slátrun vera:


81 dagur fyrir kjúklinga,

150 dagar fyrir geldhana,

49 dagar fyrir pekingendur,

70 dagar fyrir moskusandarkollur,

84 dagar fyrir moskusandarsteggi,

92 dagar fyrir stokkendur,

94 dagar fyrir perluhænsni,

140 dagar fyrir kalkúna og aligæsir.


Virði framleiðendur ekki þessar reglur um lágmarksaldur við slátrun verða þeir að rækta hægvaxta stofna.

6.2. Flutningur.

6.2.1. Við flutning búfjár skal þess gætt að dýrin verði fyrir sem minnstri streitu í samræmi við viðeigandi íslenska löggjöf eða EES-samninginn. Dýrin skulu sett um borð og tekin frá borði með varfærni og án þess að beitt sé nokkurs konar raförvun til þess að þvinga þau. Bannað er að nota hvers kyns róandi, hefðbundin lyf, hvort sem er fyrir flutning eða í flutningi.

6.2.2. Fara skal þannig með búféð á tímabilinu fyrir slátrun og við slátrunina að það verði fyrir sem minnstri streitu.

6.3. Sanngreining búfjárafurða.

6.3.1. Á öllum stigum framleiðslu, tilreiðslu, flutnings og markaðssetningar skal vera unnt að sanngreina búfé og búfjárafurðir.

7. Búfjáráburður.

7.1. Heildarmagn áburðar, eins og það er skilgreint í tilskipun 91/676/EBE1), sem er notað á bújörðinni, má ekki vera meira en 170 kg köfnunarefnis á ári/hektara af landi sem er nýtt til landbúnaðar, það magn sem er tilgreint í III. viðauka við framangreinda tilskipun. Ef þörf krefur skal draga úr þéttleika búfjárins til að komast megi hjá því að farið sé yfir framangreind viðmiðunarmörk.

7.2. Til að ákvarða hæfilegan þéttleika búfjár sem vísað er til hér að framan skal landbúnaðarráðuneytið fastsetja hversu margar búfjáreiningar jafngilda 170 kg af köfnunarefni á ári/hektara af landi, sem er nýtt til landbúnaðar, að því er varðar hina ýmsu flokka dýra, og hafa til hliðsjónar þær tölur sem mælt er fyrir um í VII. viðauka.

7.3. Landbúnaðarráðuneytið skal tilkynna ESA/sameiginlegu EES-nefndinni hvers kyns frávik frá þessum tölum og færa fram rök sem réttlæta slíkar breytingar. Þessi krafa á einungis við um útreikninga á hámarksfjölda búfjár í því skyni að tryggja að ekki sé farið yfir mörkin 170 kg af köfnunarefni úr búfjáráburði á ári/hektara. Þetta er með fyrirvara um kröfur um þéttleika búfjár með tilliti til heilbrigði og velferðar dýranna sem mælt er fyrir um í 8. lið og í VIII. viðauka.

7.4. Bújarðir, þar sem lífræn framleiðsla er stunduð, geta tekið upp samvinnu við aðrar bújarðir og fyrirtæki, sem fara að ákvæðum þessarar reglugerðar, með það í huga að koma frá sér umframáburði frá lífrænni framleiðslu. Reikna skal hámarkið 170 kg af köfnunarefni úr búfjáráburði á ári/hektara af landi sem er nýtt til landbúnaðar út frá öllum einingum þar sem lífræn framleiðsla er stunduð og hlut eiga að slíkri samvinnu.

7.5. Landbúnaðarráðuneytið getur sett lægri mörk en þau sem eru tilgreind í liðum 7.1 til 7.4, enda sé tekið tillit til einkenna viðkomandi svæðis, notkunar köfnunarefnisáburðar af öðru tagi á landinu og þess köfnunarefnis sem plönturnar geta nýtt úr jarðveginum.

7.6 Geymsluaðstaða fyrir búfjáráburð verður að vera þannig að ekki komi til mengunar vatns vegna beinnar losunar eða frárennslis eða vegna þess að áburðurinn sígur út í jarðveginn.

7.7 Til að tryggja trausta meðferð áburðar skal geymslugeta slíkrar aðstöðu fyrir búfjáráburð vera meiri en þarf til að rúma þann áburð sem fellur til á því lengsta tímabili ársins þegar það annaðhvort hentar ekki (samkvæmt gildandi reglum um góðar starfsvenjur í landbúnaði) að bera áburð á land eða það er bannað, í tilvikum þar sem framleiðslueiningin er staðsett á svæði sem hefur verið skilgreint viðkvæmt að því er varðar nítrat.
____________
1) Stjtíð. EB nr. L 375, 31.12.1991, bls. 1.

8. Gerði og gripahús.

8.1. Almennar meginreglur.

8.1.1. Húsakostur fyrir búfé skal vera þannig að hann uppfylli líffræðilegar og eðlislægar þarfir dýranna (til dæmis hvað varðar aðbúnað og nauðsynlegt frelsi til að hreyfa sig). Búféð skal hafa greiðan aðgang að fóðri og vatni. Einangrun, upphitun og loftræsting húsa skal vera þannig að hringrás lofts, rykmagn, hiti, loftraki og styrkur gastegunda haldist innan slíkra viðmiðunarmarka að tryggt sé að dýrin verði ekki fyrir skaða. Byggingar skulu vera með góðri, náttúrulegri loftræstingu og hleypa inn nægu dagsljósi.

8.1.2. Gerði og önnur útisvæði skulu, þar sem þörf krefur, veita nægilega vörn gegn regni, vindi, sól og miklum hitum/kuldum og skal taka tillit til veðurskilyrða viðkomandi staðar og þarfa þess búfjárkyns sem á í hlut.

8.2. Þéttleiki dýra og aðgerðir gegn ofbeit.

8.2.1. Á hverju býli skal vera nægur húsakostur sem heldur veðri og vindum fyrir allt búfé.

8.2.2. Þéttleiki dýra í húsum skal vera slíkur að tryggt sé að vel fari um dýrin og þeim líði vel og skal einkum taka tillit til tegundar, kyns og aldurs viðkomandi dýra. Einnig skal taka tillit til eðlislægra þarfa dýranna sem eru einkum komnar undir stærð hópsins og kyni dýranna. Ákjósanlegasti þéttleiki stuðlar að því að tryggja velferð dýranna með því að þau geti staðið eðlilega, eigi hægt með að leggjast, snúa sér, þau geti sinnt eðlislægum líkamsþrifum og komið við öllum eðlilegum stellingum og hreyfingum, svo sem að þau geti teygt úr sér og að fuglar geti blakað vængjum.

8.2.3. Í VIII. viðauka er mælt fyrir um minnsta leyfilegan yfirborðsflöt inni í húsum og í gerðum og útisvæðum sem og aðra eiginleika húsakosts fyrir mismunandi tegundir og flokka dýra.

8.2.4. Þéttleiki dýra á beitilandi, öðru graslendi, á heiðum, afréttum eða í votlendi og öðru ósnortnu eða lítt snortnu landi skal ekki vera meiri en svo að ekki hljótist af traðk eða ofbeit.

8.2.5. Allan húsakost, réttir eða annars konar aðhald, búnað og áhöld skal þrífa og sótthreinsa reglulega til að koma í veg fyrir að dýrin smiti hvert annað og að sjúkdómsberandi lífverur nái að hreiðra um sig. Við slík þrif og sótthreinsun gripahúsa og búnaðar er eingöngu heimilt að nota þau efni sem eru tilgreind í E-hluta II. viðauka. Skít, hland og óétið eða spillt fóður skal fjarlægja svo oft sem nauðsyn krefur til að varna óþef og sporna gegn því að skordýr eða nagdýr dragist að. Við eyðingu skordýra og annarra meindýra í gripahúsum og öðrum stöðum, þar sem búfé er haldið, er eingöngu heimilt að nota þau efni sem eru tilgreind í 2. lið í B-hluta II. viðauka.

8.3. Spendýr.

8.3.1. Með fyrirvara um ákvæðin í lið 5.3 skulu öll spendýr hafa aðgang að beitilandi, gerði eða öðru útisvæði sem má vera yfirbyggt að hluta og dýrin eiga að geta nýtt sér þessi svæði hvenær sem lífeðlisfræðilegt ástand þeirra, veðrátta og ástand landsins leyfir nema ef íslensk löggjöf, sem lýtur að vanda á sviði dýraheilbrigði kveður á um annað. Grasbítar skulu hafa aðgang að beitilandi hvenær sem skilyrði leyfa.

8.3.2. Þegar grasbítum er haldið að beit á beitartímabilinu og þeir eru í lausagöngu í húsi á veturna má falla frá þeirri skyldu að sjá þeim fyrir gerðum eða annars konar útisvæðum að vetrarlagi.

8.3.3. Þrátt fyrir síðasta málslið í lið 8.3.1 skulu naut eldri en ársgömul hafa aðgang að beitilandi eða gerði/útisvæði.

8.3.4. Gera má þá undanþágu frá lið 8.3.1 að lokaáfangi slátureldis hjá nautgripum, svínum og sauðfé, sem eru alin til kjötframleiðslu, megi fara fram í húsi, svo fremi að þetta innistöðutímabil vari ekki lengur en sem nemur fimmtungi af ævi þeirra og í engum tilvikum lengur en þrjá mánuði, nema því aðeins að veðrátta hamli, sbr. og lið 8.3.1.

8.3.5. Gripahús skulu vera með sléttum en ekki hálum gólfum. Minnst helmingur gólfflatarins skal vera heill, það er að segja hvorki rimlar né grindur.

8.3.6. Í húsunum skulu vera nægilega stór og þægileg, hreinleg og þurr svæði, þar sem dýrin geta legið og hvílst, og gólfið skal vera heilt en ekki rimlar. Á hvíldarsvæðinu skal vera nægilegt og þurrt undirlag. Undirlagið skal vera hálmur eða annað heppilegt náttúruefni. Undirlagið má bæta og auðga með hvers kyns jarðefnum sem leyfð eru til áburðar í lífrænum búskap og samræmast ákvæðum í A-hluta II. viðauka.

8.3.7. Að því er varðar eldi kálfa skulu öll bú, án undantekningar, samræmast tilskipun 91/629/EBE1) þar sem mælt er fyrir um lágmarksdýraverndarkröfur fyrir kálfa. Bannað er að hafa kálfa eina í stíu eftir að þeir eru einnar viku gamlir.

8.3.8. Að því er varðar eldi svína skulu öll bú, án undantekningar, samræmast tilskipun 91/630/EBE2) þar sem mælt er fyrir um lágmarksdýraverndarkröfur fyrir svín. Gyltur skal þó hafa í hópum nema á síðustu stigum fyrir got og meðan grísir eru á spena. Mjólkurgrísi má hvorki hafa á pöllum (flat decks) né í grísabúrum. Útigerði skulu vera þannig að dýrin geti rótað þar og grafið og látið frá sér úrgang. Að því er rótið varðar má notast við ýmiss konar undirlag.

8.4. Alifuglar.

8.4.1. Alifugla skal ala þannig að þeir komist út og ekki má hafa þá í búrum.

8.4.2. Vatnafuglar skulu hafa aðgang að straumvatni, tjörn eða stöðuvatni hvenær sem veðrátta leyfir svo að virtar séu kröfur um velferð dýranna eða skilyrði um hreinlæti.

8.4.3. Húsakostur fyrir alla alifugla verður að uppfylla eftirfarandi lágmarksskilyrði:


- Að minnsta kosti þriðjungur gólfflatar skal vera heill, það er hvorki rimlar né grindur, og með undirlagi úr efni á borð við hálm/moð, hefilspæni, sand eða torf.

- Í húsum fyrir varphænur skal nægilega stór hluti gólfflatar, sem hænurnar hafa aðgang að, vera ætlaður til að safna driti þeirra.

- Þar skulu vera prik að fjölda og lengd sem er í réttu hlutfalli við stærð hópsins og fuglanna, eins og mælt er fyrir um í VIII. viðauka.

- Þar skulu vera op til út- og inngöngu við hæfi fuglanna og samanlögð lengd opanna skal minnst vera 4 m fyrir hverja 100 m² gólfflatar sem fuglarnir hafa aðgang að í húsunum.

- Í hverju húsi ætlað alifuglum mega ekki vera fleiri en:


- 4800 kjúklingar,

- 3000 varphænur,

- 5200 perluhænsni,

- 4000 moskusandar- eða pekingandarkollur eða 3200 moskusandar- eða pekingandarsteggir eða annars konar endur,

- 2500 geldhanar, gæsir eða kalkúnar.


- Á hverri framleiðslueiningu má nýtanlegt heildarflatarmál húsa, sem eru ætluð undir alifugla til kjötframleiðslu, ekki fara yfir 1.600 m².

8.4.4. Að því er varðar varphænur er heimilt að nota gervilýsingu til viðbótar dagsbirtu svo að veita megi að hámarki 16 klukkustunda birtu á dag með samfelldri næturhvíld án gervilýsingar í minnst 8 klukkustundir.

8.4.5. Alifuglar skulu hafa aðgang að útigerði hvenær sem veðrátta leyfir og, þegar slíkt er mögulegt, hafa aðgang að því minnst þriðjung æviskeiðsins. Útigerðin skulu að mestu leyti vera gróin svæði þar sem dýrin geta fundið sér skjól og dýrin skulu hafa greiðan aðgang að nægilega mörgum drykkjarílátum og fóðurtrogum.

8.4.6. Af heilbrigðisástæðum skulu byggingar standa tómar að loknu eldi hverrar lotu alifugla. Á þeim tíma skal þrífa og sótthreinsa byggingar og innréttingar. Að loknu eldi hverrar lotu alifugla skal ennfremur láta gerði standa auð, bæði af heilbrigðisástæðum og til að gróður nái að vaxa á ný. Landbúnaðarráðuneytið fastsetur þann tíma sem gerði skulu standa auð og tilkynnir ákvörðun sína ESA/sameiginlegu EES-nefndinni. Þessar kröfur gilda ekki um fáa alifugla sem ganga frjálsir allan daginn en eru ekki í gerðum.

8.5. Almenn undanþága um húsakost fyrir búfé.

8.5.1. Þrátt fyrir kröfurnar, sem eru settar fram í liðum 8.3.1, 8.4.2, 8.4.3 og 8.4.5, og þéttleika búfjár, sem mælt er fyrir um í VIII. viðauka, getur landbúnaðarráðuneytið heimilað, á aðlögunartímabilinu sem lýkur 31. desember 2010, undanþágur frá kröfum í þessum liðum og í VIII. viðauka. Þessi undanþága gildir eingöngu um bújarðir, þar sem búfjárframleiðsla er stunduð, hafi byggingar, sem þar eru, verið reistar fyrir gildistöku þessarar reglugerðar.

8.5.2. Þeir rekstraraðilar, sem nýta sér þessa undanþágu, skulu leggja áætlun fyrir vottunarstofu þar sem grein er gerð fyrir þeirri tilhögun sem tryggir að farið verði að ákvæðum þessarar reglugerðar þegar undanþágan fellur úr gildi.
____________
1) Stjtíð EB nr. L 340, 11.12.1991, bls. 28.
2) Stjtíð EB nr. L 340, 11.12.1991, bls. 33.

C) Býflugnarækt og býflugnaafurðir.

1.Almennar meginreglur.

1.1. Býflugnarækt er mikilvæg búgrein vegna þess að frævun flugnanna stuðlar að verndun umhverfisins og aukinni framleiðslu í landbúnaði og skógrækt.

1.2. Hvort býflugnaræktarafurðirnar eru skilgreindar sem lífrænt framleiddar er að mestu leyti komið undir meðhöndlun býkúpnanna og gæðum umhverfisins. Skilgreining er einnig háð því hvernig tekju, vinnslu og geymslu býflugnaræktarafurðanna er háttað.

1.3. Ef rekstraraðili rekur nokkrar býflugnaræktareiningar á sama svæði verða allar einingarnar að samræmast kröfum þessarar reglugerðar. Rekstraraðili getur þó vikið frá þessari meginreglu og rekið einingar, sem samræmast ekki þessari reglugerð, svo fremi að allar kröfur í þessari reglugerð séu uppfylltar að undanteknum þeim ákvæðum sem mælt er fyrir um í lið 4.2 um staðsetningu býflugnabúa. Í slíku tilviki er óheimilt að selja afurðina með tilvísun til lífrænna framleiðsluaðferða.

2. Aðlögunartími.

2.1. Því aðeins má selja afurðir úr býflugnarækt með tilvísun til lífrænnar framleiðsluaðferðar að farið hafi verið að ákvæðum þessarar reglugerðar í minnst eitt ár. Á aðlögunartímanum skal endurnýja vax í samræmi við þær kröfur sem mælt er fyrir um í lið 8.3.

3. Uppruni býflugnanna.

3.1. Við val á kynjum ber að hafa í huga hæfni dýranna til að laga sig að staðarskilyrðum, lífsþrótt þeirra og mótstöðu gegn sjúkdómum. Fyrst og fremst skal velja evrópsk kyn af tegundinni Apis mellifera og staðbrigði af þeim.

3.2. Til býflugnabúanna skal stofna með því að skipta upp búum sem fyrir eru eða með því að taka flugnasveima eða býkúpur frá einingum er samræmast þeim ákvæðum sem mælt er fyrir um í þessari reglugerð.

3.3. Fyrsta undanþága frá lið 3.2, að fyrirfram fenginni heimild vottunarstofu, er aðlögun að býflugnabúi sem fyrir er á framleiðslueiningunni, sem ekki hefur verið rekið í samræmi við ákvæði þessarar reglugerðar.

3.4. Önnur undanþága frá lið 3.2 er að á aðlögunartíma, sem rennur út 24. ágúst 2002, er leyft að afla flugnasveima án býkúpu frá býflugnaræktanda, sem stundar ekki framleiðslu í samræmi við þessa reglugerð, með fyrirvara um aðlögunartímann, sbr. lið 2.1.

3.5. Þriðja undanþága frá lið 3.2 er að vottunarstofa skal, ef hlutfallslega mörg dýr hafa drepist vegna aðstæðna sem rekja má til heilbrigðisvanda eða stóráfalla, veita leyfi til að endurstofna býflugnabúin, þegar býflugnabú sem samræmast þessari reglugerð eru ekki á boðstólum, með fyrirvara um aðlögunartímann, sbr. 2.1.

3.6. Fjórða undanþága frá lið 3.2 er að við endurnýjun býflugnabúanna er leyft að taka árlega inn á lífrænu framleiðslueininguna 10% býdrottninga og sveima, sem samræmast ekki þessari reglugerð, að því tilskildu að býdrottningarnar og sveimarnir séu í býkúpum með vaxkökum eða tilbúnum vaxtöflum (comb foundation) frá lífrænum framleiðslueiningum. Í slíku tilviki er enginn aðlögunartími.

4. Staðarval fyrir býflugnabú.

4.1. Landbúnaðarráðuneytið getur tilgreint land eða svæði þar sem ekki er raunhæft að stunda býflugnarækt sem samræmist þessari reglugerð. Býflugnaræktandinn skal, eins og kveðið er á um í fyrsta undirlið 2. liðar í hluta A1 í III. viðauka, afhenda vottunarstofu uppdrátt í heppilegum mælikvarða sem sýnir hvar býkúpur eru. Ef engin slík svæði eru tilgreind verður býflugnaræktandinn að leggja viðeigandi gögn og upplýsingar fyrir vottunarstofu, þar á meðal viðunandi greiningar ef nauðsyn krefur, sem sýna að þau svæði, sem býflugnabú hans hafa aðgang að, uppfylli þau skilyrði sem kröfur eru gerðar um í þessari reglugerð.

4.2. Staðarvali fyrir býflugnabú skal haga þannig að:


a) framboð í náttúrunni af hunangslegi, hunangsdögg og frjókornum fyrir býflugurnar sé nægjanlegt og að þær hafi aðgang að vatni;

b) innan 3 km geisla frá búinu séu hunangslagar- og frjókornagjafar mestmegnis lífrænt ræktaðar plöntur og/eða villtur gróður, samkvæmt kröfum í 6. gr. og í I. viðauka við þessa reglugerð, og plöntur sem uppfylla ekki ákvæði þessarar reglugerðar en hafa verið meðhöndlaðar samkvæmt aðferðum sem hafa lítil áhrif á umhverfið, til dæmis þeim sem lýst er í áætlunum sem þróaðar voru í tengslum við reglugerð (EBE) nr. 2078/921) og geta ekki haft veruleg áhrif á það hvort framleiðslan er skilgreind sem lífræn eða ekki;

c) búið sé nægilega langt frá hugsanlegum mengunarvöldum (öðrum en landbúnaði), til dæmis þéttbýlisstöðum, miklum umferðaræðum, iðnaðarsvæðum, sorphaugum og sorpbrennsluofnum. Vottunarstofa skal gera ráðstafanir til að tryggja að farið sé að þessari kröfu.


Framangreindar kröfur gilda ekki um svæði þar sem blómgun verður ekki eða þegar vetrarhvíld ríkir í býkúpunum.
____________
1) Stjtíð. EB nr. 215, 30.7.1992, bls. 85.

5. Fóður.

5.1. Undir lok framleiðsluskeiðsins skal skilja eftir nægilegan forða af hunangi og frjókornum í býkúpunum til að tryggja að býflugurnar lifi veturinn.

5.2. Heimilt er að fóðra býflugurnar ef vafi leikur á að þær komist af sökum erfiðra veðurskilyrða. Fóðrið skal vera lífrænt framleitt hunang, helst framleiðsla frá sömu lífrænu framleiðslueiningu.

5.3. Fyrsta undanþága frá lið 5.2 er að landbúnaðarráðuneytið getur leyft að notuð sé lausn úr lífrænt framleiddum sykri eða lífrænt framleiddum sykurmelassa til fóðrunar, einkum þegar veðurskilyrði valda því að hunang kristallast.

5.4. Önnur undanþágan er að vottunarstofa getur, á aðlögunarbili sem rennur út 24. ágúst 2002, leyft fóðrun með sykurlausn, sykurmelassa eða hunangi sem er ekki framleitt samkvæmt ákvæðum þessarar reglugerðar.

5.5. Eftirfarandi upplýsingar um fóðrun skal færa í skrá býflugnabúanna: tegund afurðar, dagsetningar, magn og hvaða býkúpur nutu fóðrunar.

5.6. Í býflugnarækt, sem samræmist þessari reglugerð, er óheimilt að nota aðrar afurðir en þær sem eru tilgreindar í liðum 5.1 til 5.4.

5.7. Fóðrun býflugna má eingöngu fara fram á tímabilinu frá lokum síðustu hunangssöfnunar og þar til 15 dögum áður en framboð verður næst á hunangslegi og hunangsdögg.

6. Sjúkdómavarnir og dýralæknismeðferð.

6.1. Sjúkdómavarnir í býflugnarækt skulu byggjast á eftirfarandi meginreglum:


a) Vali á heppilegum, harðgerðum kynjum.

b) Notkun tiltekinna aðferða sem vekja mótstöðuþrótt gegn sjúkdómum og hindra sýkingar, svo sem regluleg endurnýjun drottninga, kerfisbundið eftirlit með býkúpum í því skyni að greina hvers kyns frávik í heilbrigðisástandi, eftirlit með karlbýflugum í býkúpunum, regluleg sótthreinsun efna og áhalda, eyðing mengaðra efna eða mengunarvalda, regluleg endurnýjun á bývaxi og trygging fyrir nægilegum birgðum frjókorna og hunangs í býkúpum.


6.2. Ef sjúkdómur eða annað herjar á býkúpurnar, þrátt fyrir allar framangreindar fyrirbyggjandi ráðstafanir, skulu þær þegar í stað hljóta meðferð og ef nauðsyn krefur má koma þeim fyrir í einangruðum býflugnabúum.

6.3. Í býflugnarækt, sem samræmist þessari reglugerð, skal virða eftirfarandi meginreglur við notkun dýralyfja:


a) Notkun þeirra er heimil svo fremi að samsvarandi notkun sé leyfð í samræmi við viðeigandi ákvæði EES-samningsins eða innlend ákvæði sem eru í samræmi við hann.

b) Jurtalækninga- og smáskammtalyf skulu notuð fremur en efnafræðilega samsett, hefðbundin lyf, að því tilskildu að lækningaverkun þeirra sé árangursrík gegn því ástandi sem meðferðin beinist að.

c) Ef notkun framangreindra efna reynist ekki koma að gagni eða ólíklegt þykir að hún skili tilætluðum árangri gegn sjúkdómi eða öðru sem herjar á þannig að hætta sé á að búin eyðist, er heimilt að nota efnafræðilega samsett, hefðbundin dýralyf, enda sé það á ábyrgð dýralæknis eða annarra manna sem hafa til þess opinbert leyfi, með fyrirvara um þær meginreglur sem mælt er fyrir um í a- og b-liðum hér að framan.

d) Óheimilt er að nota efnafræðilega samsett, hefðbundin lyf sem fyrirbyggjandi meðferð.

e) Með fyrirvara um meginregluna í a-lið hér að framan er heimilt að nota maura-, mjólkur-, edik- og oxalsýru, svo og efnin mentól, þýmól, evkalyptól og kamfóru, gegn smiti af völdum Varroa jacobsoni.


6.4. Auk framangreindra meginreglna er leyfð sú meðferð, sem dýralæknir veitir, eða meðferð á býkúpum, vaxkökum o.s.frv. sem er lögboðin samkvæmt innlendri löggjöf eða EES-samningnum.

6.5. Ef meðferð með efnafræðilega samsettum, hefðbundnum lyfjum er veitt skal meðhöndluðu sambúunum komið fyrir í einangruðum býflugnabúum meðan meðferðin varir og fjarlægja skal allt vax og setja í staðinn vax sem samræmist þeim skilyrðum sem mælt er fyrir um í þessari reglugerð. Um þessi sambú gildir að aðlögunartíminn skal vera eitt ár.

6.6. Kröfurnar, sem mælt er fyrir um í næsta lið á undan, gilda ekki um afurðir sem eru tilgreindar í e-lið liðar 6.3.

6.7. Þegar áformað er að nota dýralyf er skylt að skrá tegund lyfsins greinilega (þar á meðal upplýsingar um það lyfjafræðilega virka efni sem um ræðir) ásamt nákvæmum upplýsingum um sjúkdómsgreininguna, stærð skammta, aðferð við lyfjagjöf, lengd meðferðar og lögbundinn útskilnaðartíma og tilkynna það vottunarstofu áður en afurðirnar eru markaðssettar sem lífræn framleiðsla.

7. Ræktunaraðferðir og sanngreining.

7.1. Við söfnun býræktarafurðanna er bannað að aflífa býflugurnar í vaxkökunum.

7.2. Bannað er að klippa vængi drottninganna eða limlesta þær á annan hátt.

7.3. Heimilt er að skipta um drottningu ef fyrri drottning er jafnframt aflífuð.

7.4. Því aðeins er heimilt að aflífa karllirfur að þær séu smitaðar af Varroa jacobsoni.

7.5. Notkun tilbúinna fæliefna er bönnuð meðan hunangstekja fer fram.

7.6. Skylt er að skrá svæðið, þar sem býflugnabúið er, ásamt auðkenni býkúpnanna. Tilkynna ber vottunarstofu, innan frests sem vottunarstofa samþykkir, flutning á býflugnabúum.

7.7. Sérstaklega skal tryggja að hunangstekja, vinnsla og geymsla býræktarafurðanna fari fram á þann hátt sem hæfilegur þykir. Skylt er að skrá allar ráðstafanir sem eru gerðar í því skyni að fara að þessum kröfum.

7.8. Færa skal í skrá býflugnabúsins hvenær kassar (supers) með vaxkökum eru fjarlægðir úr búunum og hvenær hunangið er skilið úr þeim.

8. Gerð býkúpnanna og efni sem eru notuð við býrækt.

8.1. Býkúpurnar skulu í meginatriðum vera úr náttúruefni sem engar líkur eru á að mengi umhverfið eða býræktarafurðirnar.

8.2. Að undanteknum þeim afurðum, sem eru nefndar í e-lið liðar 6.3, er óheimilt að nota önnur efni í býkúpunum en náttúruafurðir á borð við býþétti (própólis), vax og jurtaolíur.

8.3. Bývaxið, sem er notað í nýjar vaxplötur, verður að vera frá lífrænum framleiðslueiningum. Vottunarstofa getur í sérstökum tilvikum veitt undanþágu, einkum ef um nýjar stöðvar er að ræða eða á aðlögunartímabilinu, fyrir notkun á bývaxi, sem er ekki frá slíkum einingum, enda sé lífrænt framleitt bývax ekki fáanlegt á markaðnum, og að því tilskildu að það sé úr vaxlokum hunangshólfanna.

8.4. Bannað er að skilja hunang úr vaxkökum sem í er ungviði.

8.5. Eingöngu er heimilt að nota viðeigandi afurðir, sem eru tilgreindar í 2. lið í B-hluta II. viðauka, til að verja efni (ramma, býkúpur og vaxplötur), einkum gegn plágum.

8.6. Heimilt er að beita til dæmis gufu eða beinum loga.

8.7. Við þrif og sótthreinsun efna, bygginga, búnaðar, áhalda eða afurða, sem eru notuð í býflugnarækt, er eingöngu heimilt að nota viðeigandi efni sem eru tilgreind í E-hluta II. viðauka.

II. VIÐAUKI

A) Áburðarefni og jarðvegsnæring.

Almenn skilyrði sem gilda fyrir öll efnin:

- Notkun fari eftir ákvæðum I. viðauka,

- notkun fari aðeins eftir ákvæðum gildandi laga um markaðssetningu og notkun viðkomandi efna í almennum landbúnaði.

Afurðir einungis til notkunar í jarðvegsnæringu og áburð í samræmi við ákvæði 2. liðar A-hluta viðauka I.

Heiti
Lýsing; kröfur um samsetningu; notkunarskilyrði

Afurðir samsettar úr eða sem innihalda einvörðungu eftirtalin efni:


Búfjáráburður

Afurð sem er blanda af búfjárskít og -hlandi og jurtaefni (hálmi).

Notkunarþörf skal viðurkennd af vottunarstofu.

Ábending um dýrategund.

Aðeins frá dreifbærri búfjárrækt og aðeins í skilningi ákvæða 4. mgr. 6. gr. reglugerðar ráðsins nr. 2328/91/EBE1), eins og henni var síðast breytt með reglugerð ráðsins nr. 3669/93/EBE2).


Þurrkaður búfjáráburður og afvatnaður alifuglaáburður

Notkunarþörf skal viðurkennd af vottunarstofu.

Ábending um dýrategund.

Aðeins frá umfangsmikilli búfjárrækt og aðeins í skilningi ákvæða 4. mgr. 6. gr. reglugerðar ráðsins nr. 2328/91/EBE1).


Blöndur úr lífrænum úrgangi gerðar úr skít og hlandi búfjár, m.a. alifuglaáburður og blöndur úr lífrænum úrgangi gerðar úr búfjáráburði

Notkunarþörf skal viðurkennd af vottunarstofu.

Ábending um dýrategund.

Aðeins frá búfjárrækt á bújörðum.


Fljótandi úrgangur frá búfé (blanda af föstum og fljótandibúfjáráburði, hland, o.s.frv.)

Notaður eftir að gerjun undir stjórn hefur átt sér stað og/eða hæfilega blöndun.

Notkunarþörf skal viðurkennd afvottunarstofu.

Ábending um dýrategund.

Aðeins frá búfjárrækt á bújörðum.


Moltnað eða gerjað húsasorp

Molta úr flokkuðu húsasorpi, sem hefur moltnað eða fengið loftfirrða gerjun til framleiðslu á gasi.

Aðeins úrgangur úr jurta- og dýraríki.

Aðeins ef framleitt í lokuðu söfnunarkerfi sem er undir eftirliti og heimilt er skv. gildandi lögum.

Hámarksmagn í mg/kg af þurrefni: kadmíum: 0,7; kopar: 70; nikkel: 25; blý: 45; sink: 200; kvikasilfur: 0,4; króm (alls): 70; króm (VI): 0(*).

Aðeins á tímabili sem lýkur 31. mars 2002.

Vottunarstofa skal viðurkenna notkunarþörf.


Mór

Notkun takmörkuð við garðyrkju (garðyrkjustöðvar, blóma- og trjárækt, gróðrarstöðvar).

Leir (t.d. perlusteinn, vermikúlít o.s.frv.)


Úrgangur frá svepparæktun

Upphafleg samsetning næringarefnablöndunnar skal takmarkast við afurðir sem taldar eru upp í þessari skrá.

Úrgangur frá ormum (blöndur úr lífrænum úrgangi orma) og skordýrum


Gúanó

Notkunarþörf skal viðurkennd af vottunarstofu.

Moltuð eða gerjuð jurtaefnablanda

Afurð úr blöndu jurtaefna sem hafa verið moltuð eða fengið loftfirrða gerjun vegna lífgasframleiðslu.

Notkunarþörf skal viðurkennd af vottunarstofu.


Eftirfarandi afurðir eða aukaafurðir úr dýraríkinu:

—blóðmjöl

—hófamjöl

—hornamjöl

—beinamjöl eða gelatínsneytt beinamjöl

—fiskimjöl

—kjötmjöl

—fiður, hár og "chiquette"-mjöl

—ull

—feldur/skinn

—hár

—mjólkurafurðir


Notkunarþörf skal viðurkennd af vottunarstofu.

Staðfest skal að afurðir, aukaafurðir og úrgangur frá sláturhúsum komi af riðufríum svæðum. Þær má ekki nota til áburðar á búfjárbýlum.

-

-

-

-

-

-

-

-

hámarksmagn króms (VI) í mg/kg af þurrefni: 0 (*).

-

-


Afurðir og aukaafurðir úr jurtaríkinu til áburðar

(t.d. mjöl úr olíufrækökum, kakaóhýði, maltstrá,

o.s.frv.)



Þang og þangafurðir

Aflað beint með:

i) eðlisfræðilegum aðferðum, m.a. afvötnun, frystingu og mölun,

ii) útdrætti með vatni eða súrum eða basískum vatnslausnum,

iii) gerjun,

vottunarstofa skal viðurkenna þörf.


Sag og tréflísar

Viður sem er ekki meðhöndlaður með kemískum efnum eftir að hann er höggvinn.

Blöndur úr lífrænum úrgangi gerðar úr berki

Viður sem er ekki meðhöndlaður með kemískum efnum eftir að hann er höggvinn.

Viðaraska

Úr viði sem er ekki meðhöndlaður með kemískum efnum eftir að hann er höggvinn.

Mjúkur fosfatsteinn

Afurð skilgreind í tilskipun ráðsins 76/116/EBE3), eins og henni var síðast breytt með tilskipun ráðsins 89/284/EBE4).

Kadmíuminnihald 90 mg/kg af P2O 5 eða minna.


Álkalsíumfosfat

Afurð skilgreind í tilskipun ráðsins 76/116/EBE3), eins og henni var síðast breytt með tilskipun ráðsins 89/284/EBE4).

Kadmíuminnihald 90 mg/kg af P2O 5 eða minna.

Notkun takmörkuð við basískan jarðveg (pH > 7,5).


Gjall (á ensku: Basic slag; á sænsku: Basisk slagg; á dönsku: Jernværksslagger)

Notkunarþörf skal viðurkennd af vottunarstofu.

Kalíumhrásalt (t.d. kaínít, sylvínít, o.s.frv.)

Notkunarþörf skal viðurkennd af vottunarstofu.

Kalíumsúlfat, hugsanlega með magníumsalti

Afurð unnin úr kalíumhrásalti með útdrætti, og sem hugsanlega inniheldur magnesíumsölt.

Notkunarþörf skal viðurkennd af vottunarstofu.


Eimingarsafi og eimingarsafaútdráttur

Að ammóníumeimingarsafa undanskildum.

Náttúrulegt kalsíumkarbónat

(t.d. krít, mergill, mulinn kalksteinn, þörungakalk

(Breton ameliorant), fosfatkrít)



Náttúrulegt magníum- og kalsíumkarbónat

(t.d. dólómítkalk, mulinn magníumkalksteinn,

o.s.frv.)


Aðeins náttúrulegt.

Notkunarþörf skal viðurkennd af vottunarstofu.


Magníumsúlfat (t.d. kíserít)


Kalsíumklóríðlausn

Meðhöndlun eplatrjáblaða eftir að kalsíumhörgull hefur komið í ljós.

Notkunarþörf skal viðurkennd af vottunarstofu.


Kalsíumsúlfat (gifs)

Afurð skilgreind í tilskipun ráðsins nr. 76/116/EBE3), eins og henni var síðast breytt með tilskipun ráðsins nr. 89/284/EBE).

Aðeins náttúrulegt.


Kalkleðja frá sykurhreinsunarstöðvum

Vottunarstofa skal viðurkenna notkunarþörfina.

Hreinn brennisteinn

Afurð skilgreind í tilskipun ráðsins 76/116/EBE3), eins og henni var síðast breytt með tilskipun ráðsins 89/284/EBE4).

Notkunarþörf skal viðurkennd af vottunarstofu.


Snefilefni

Snefilefni sem um getur í tilskipun ráðsins 89/530/EBE5).

Notkunarþörf skal viðurkennd af vottunarstofu.


Natríumklóríð

Aðeins steinsalt.

Notkunarþörf skal viðurkennd af vottunarstofu.


Steinduft


(*) Ákvörðunarmörk
1)

Stjtíð. EB nr. L 218, 6.8.1991, bls. 1.
2) Stjtíð. EB nr. L 338, 31.12.1993, bls. 26.
3) Stjtíð. EB nr. L 24, 30.1.1976, bls. 21.
4) Stjtíð. EB nr. L 111, 22.4.1989, bls. 34.
5) Stjtíð. EB nr. L 281, 30.9.1989, bls. 116.

B) Varnarefni.

1. Plöntuvarnarefni.

Almenn skilyrði sem gilda fyrir öll efni sem innihalda eða eru sett saman úr eftirtöldum virkum efnum:

- Notkun fari eftir ákvæðum A-hluta I. viðauka,

- þau fullnægi sérákvæðum gildandi laga um plöntuvarnarefni í aðildarríkinu þar sem efnið er notað (ef við á (*)).

I. Efni úr jurta- eða dýraríki.

Heiti
Lýsing; kröfur um samsetningu; notkunarskilyrði

Asadíraktín, útdráttur úr Azadirachta indica

(trjátegund)


Skordýraeitur;

vottunarstofa skal viðurkenna notkunarþörfina.


(*) Býflugnavax

Efni til að bera á sár á trjám.

Gelatín

Skordýraeitur.

(*) Vatnsrofin prótín

Aðdráttarefni; til leyfilegrar notkunar einvörðungu með öðrum viðeigandi efnum sem um getur í þessum B-hluta við II. viðauka.

Lesitín

Sveppaeyðir.

Útdráttur (vatnslausn) úr Nicotiana tabacum

Skordýraeitur;

eingöngu gegn blaðlús í ávaxtatrjám á heittempruðum svæðum (t.d. appelsínu- og sítrónutrjám) og við ræktun í hitabeltinu (t.d. banana); ber einungis að nota í byrjun vaxtartímans;

vottunarstofa skal viðurkenna notkunarþörfina;

aðeins á tímabili sem lýkur 31. mars 2002.


Plöntuolíur (t.d. myntu-, furu- og kúmenolía)

Skordýraeitur, mauraeitur, sveppaeyðir og spírunarlati.

Pýretrín, útdráttur úr Chrysanthemum

cinerariaefolium


Skordýraeitur.

Vottunarstofa skal viðurkenna notkunarþörfina.


Kvassía, útdráttur úr Quassia amara

Skordýraeitur, fráhrindandi efni.

Rótenón, útdráttur úr Derris spp., Lonchocarpus

spp. og Terphrosia spp.


Skordýraeitur;

vottunarstofa skal viðurkenna notkunarþörfina.


(*) Efnin, sem eru merkt með (*), eru í tilteknum aðildarríkjum ekki talin til plöntuvarnarefna og því gilda ákvæði laga um plöntuvarnarefni ekki um þau

II. Örverur notaðar til lífrænnar plágueyðingar.

Heiti
Lýsing; kröfur um samsetningu; notkunarskilyrði
Örverur (gerlar, veirur og sveppir) t.d.Bacillus

thuringensis, Granulosis virus, o.s.frv.


Eingöngu efni sem eru ekki erfðabreytt í skilningi

tilskipunar ráðsins 90/220/EBE1).

1)

Stjtíð. EB nr. L 117, 8.5.1990, bls. 15.

III. Efni til notkunar í gildrum og/eða skömmturum.

Almenn skilyrði:

- gildrurnar og/eða skammtararnir skulu hindra að efnin komist út í umhverfið og koma í veg fyrir að þau komist í snertingu við plönturnar sem verið er að rækta;

- safna ber gildrunum saman að notkun lokinni og farga þeim á öruggan hátt.

Heiti
Lýsing; kröfur um samsetningu; notkunarskilyrði

(*) Díammóníumfosfat

Aðdráttarefni;

einungis í gildrum.


Metaldehýð

Lindýraeitur;

eingöngu í gildrum sem innihalda efni sem hrinda frá æðri dýrategundum;

aðeins á tímabili sem lýkur 31. mars 2002.


Ferómón

Aðdráttarefni; truflar kynhegðun;

aðeins í gildrum og skömmturum.


Pýretróíð (eingöngu deltametrín eða lambdasýhal-ótrín)

Skordýraeitur;

eingöngu í gildrum sem innihalda sérstök aðdráttarefni;

eingöngu gegn Batrocera oleaeog Ceratitis capitata wied;

vottunarstofa skal viðurkenna notkunarþörfina;

aðeins á tímabili sem lýkur 31. mars 2002.


(*) Efnin, sem eru merkt með (*), eru í tilteknum aðildarríkjum ekki talin til plöntuvarnarefna og því gilda ákvæði laga um plöntuvarnarefni ekki um þau.

IV. Önnur efni sem hefðbundin notkun er fyrir í lífrænum búskap.

Heiti
Lýsing; kröfur um samsetningu; notkunarskilyrði

Kopar sem koparhýdroxíð, koparoxýklóríð,

(þríbasískt) koparsúlfat, kúpróoxíð


Sveppaeyðir;

aðeins á tímabili sem lýkur 31. mars 2002;

vottunarstofa skal viðurkenna notkunarþörfina.


(*) Etýlen

Efni til að þroska banana.

Kalíumsalt af fitusýrum (grænsápa)

Skordýraeitur.

(*) Kalíumálúm (kalínít)

Efni sem kemur í veg fyrir þroska banana

Brennisteinskalk (Kalsíumpólýsúlfíð)

Sveppaeyðir, skordýraeitur, mauraeitur.

Vottunarstofa skal viðurkenna notkunarþörfina.


Steinolía

Skordýraeitur, mauraeitur.

Jarðolíur

Skordýraeitur, sveppaeyðir;

einungis fyrir ávaxtatré, vínvið, ólífutré og við ræktun í hitabeltinu (t.d. banana);

aðeins á tímabili sem lýkur 31. mars 2002;

vottunarstofa skal viðurkenna notkunarþörfina.


Kalíumpermanganat

Sveppaeyðir, gerlaeyðir;

einungis fyrir ávaxtatré, ólífutré og vínvið.


(*) Kvarssandur

Fráhrindandi efni.

Brennisteinn

Sveppaeyðir, mauraeitur, fráhrindandi efni.

Efnin, sem eru merkt með (*), eru í tilteknum aðildarríkjum ekki talin til plöntuvarnarefna og því gilda ákvæði laga um plöntuvarnarefni ekki um þau.

2. Efni notuð til að halda niðri plágum og sjúkdómum í byggingum og tilheyrandi búnaði fyrir búfé:

Efni tilgreind í 1. lið.

Nagdýraeyðar.

C) Fóðurefni.

1. Fóðurefni úr jurtaríkinu.

1.1. Korn ásamt afurðum og aukaafurðum þess. Eftirtalin efni eru í þessum flokki:

Hafragrjón, -flögur, -fóðurmjöl, -hýði og -klíð; byggkorn, -prótín og -fóðurmjöl; hrísgrjón, brotinn rís, rísklíð og -kímkaka; hirsikorn; rúgkorn, -fóðurmjöl, -fóður og -klíð; dúrrukorn; hveitikorn, -fóðurmjöl, -hýði, -glútenfóður, -glúten og -kím; speldiskorn; rúghveitikorn, maískorn, -klíð, -fóðurmjöl, -kímkaka og -glúten; maltspírur; hrat frá bruggun.

1.2. Olíufræ og olíurík aldin ásamt afurðum og aukaafurðum þeirra. Eftirtalin efni eru í þessum flokki:

Repjufræ, -kaka og -hýði; sojabaunir, einnig ristaðar, -kaka og -hýði; sólblómafræ og -kaka; baðmullarfræ og -kaka; hörfræ og -kaka; sesamfræ og -kaka; pálmakjarnakaka; arfanæpufrækaka og -hýði; graskersfrækaka; ólífumauk (sem fellur til við pressun eða ámóta vinnslu).

1.3. Belgjurtafræ ásamt afurðum og aukaafurðum þess. Eftirtalin efni eru í þessum flokki:

Hrútsertur (fræ); linsuflækjufræ; varpabaunir (fræ) sem hafa fengið viðeigandi hitameðferð; ertur (fræ), ertufóðurmjöl og -klíð; hestabaunir sem fræ, hestabaunafóðurmjöl og -klíð; flækjufræ og lúpínufræ.

1.4. Hnýði og rótarávextir ásamt afurðum og aukaafurðum þeirra. Eftirtalin efni eru í þessum flokki:

Sykurrófnamauk, þurrkaðar rófur, kartöflur, sætuhnúðar (hnýði), manjókrætur, kartöflumauk (aukaafurð sem fellur til við útdrátt kartöflusterkju), kartöflusterkja, kartöfluprótín og tapíóka.

1.5. Önnur fræ og aldin ásamt afurðum og aukaafurðum þeirra. Eftirtalin efni eru í þessum flokki:

Jóhannesarbrauðskálpar, sítrushrat, eplahrat, tómathrat og greiphrat.

1.6. Fóðurjurtir og gróffóður. Eftirtalin efni eru í þessum flokki:

Refasmári, refasmáramjöl, smári, smáramjöl, gras og grænfóður (úr fóðurjurtum), grasmjöl, hey, vothey, kornhálmur og rótarávextir til fóðurs.

1.7. Aðrar plöntur ásamt afurðum og aukaafurðum þeirra. Eftirtalin efni eru í þessum flokki:

Melassi sem bindiefni í fóðurblöndum, þörungamjöl (unnið með þurrkun og mölun og skolað til að minnka innihald joðs), duft og kjarni (extracts) úr plöntum, plöntuprótínkjarni (eingöngu fyrir ung dýr), krydd og kryddjurtir.

2. Fóðurefni úr dýraríkinu.

2.1. Mjólk og mjólkurafurðir. Eftirtalin efni eru í þessum flokki:

Hrámjólk, eins og hún er skilgreind í 2. gr. í tilskipun 92/46/EBE1), mjólkurduft, undanrenna, undanrennuduft, áfir, áfaduft, mysa, mysuduft, sykurskert mysuduft, mysuprótínduft (dregið út með eðlisfræðilegum aðferðum), kasínduft og laktósaduft.

2.2. Fiskur og önnur sjávardýr ásamt afurðum og aukaafurðum þeirra. Eftirtalin efni eru í þessum flokki:

Fiskur, fiskilýsi og óhreinsað þorska(lifrar)lýsi; efni sem myndast við sjálfsrof, vatnsrof og prótínrof, fengin með ensímverkun, úr fiski, lindýrum eða krabbadýrum og hvort sem þau eru í leysanlegu formi eða ekki, eingöngu ætluð ungum dýrum; fiskimjöl.
____________
1) Stjtíð. EB nr. L 268, 14.9.1992, bls. 1.

3. Fóðurefni úr steinaríkinu.

Eftirtalin efni eru í þessum flokki:

Natríum:

- óhreinsað sjávarsalt

- óunnið steinsalt

- natríumsúlfat

- natríumkarbónat

- natríumbíkarbónat

- natríumklóríð

Kalsíum:

- þörungakalk (lithotamnion) og mergill

- skeljar sjávardýra (þar á meðal blekfiskaskeljar)

- kalsíumkarbónat

- kalsíumlaktat

- kalsíumglúkonat

Fosfór:

- díkalsíumfosfat (botnfall úr beinum)

- flúrsneytt díkalsíumfosfat

- flúrsneytt mónókalsíumfosfat

Magnesíum:

- vatnsfrítt magnesíumoxíð

- magnesíumsúlfat

- magnesíumklóríð

- magnesíumkarbónat

Brennisteinn:

- Natríumsúlfat.

D) Aukefni í fóðri, tiltekin efni notuð í fóður (tilskipun ráðsins 82/471/EBE)1)og tæknileg hjálparefni við vinnslu notuð í fóður.
____________
1) Stjtíð. EB nr. L 213, 21.7.1982, bls. 8.

1. Aukefni í fóðri.

1.1. Snefilefni. Eftirtalin efni eru í þessum flokki:

E1 Járn:

járn-(II)-karbónat

járn-(II)-súlfat, einvatnað (mónóhýdrat)

járn-(III)-oxíð

E2 Joð:

kalsíumjoðat, vatnsfrítt

kalsíumjoðat, sexvatnað

kalíumjoðíð

E3 Kóbalt:

kóbalt-(II)-súlfat, einvatnað og/eða sjövatnað

basískt kóbalt-(II)-karbónat, einvatnað

E4 Kopar:

kopar-(II)-oxíð

basískt kopar-(II)-karbónat, einvatnað

kopar-(II)-súlfat, fimmvatnað

E5 Mangan:

mangan-(II)-karbónat

mangan-(II og III)-oxíð

mangan-(II)-súlfat, ein- og/eða fjórvatnað

E6 Sink:

sinkkarbónat

sinkoxíð

sinksúlfat, ein- og/eða sjövatnað

E7 Mólýbden:

ammoníummólýbdat, natríummólýbdat

E8 Selen:

natríumselenat

natríumselenít

1.2. Vítamín, forvítamín og efnafræðilega vel skilgreind efni með áþekka verkun. Eftirtalin efni eru í þessum flokki:

Vítamín sem eru leyfð samkvæmt tilskipun 70/524/EBE1):

- einkum þau sem eru unnin úr náttúrulegum hráefnum í fóðurefnum, eða

- tilbúin vítamín sem eru eins og náttúruleg vítamín, eingöngu fyrir einmaga dýr.

1.3. Ensím: Eftirtalin efni eru í þessum flokki:

Ensím sem eru leyfð samkvæmt tilskipun 70/524/EBE.

1.4. Örverur. Eftirfarandi örverur eru í þessum flokki:

Örverur sem eru leyfðar samkvæmt tilskipun 70/524/EBE.

1.5. Rotvarnarefni. Eftirtalin efni eru í þessum flokki:

E 236 Maurasýra, eingöngu til nota í vothey

E 260 Ediksýra, eingöngu til nota í vothey

E 270 Mjólkursýra, eingöngu til nota í vothey

E 280 Própíónsýra, eingöngu til nota í vothey

1.6. Bindiefni, kekkjavarnarefni og storkuefni. Eftirtalin efni eru í þessum flokki:

E 551b Silíkat í sviflausn

E 551c Kísilgúr

E 553 Sepíólít

E 558 Bentónít

E 559 Kaólínítleir

E 561 Vermikúlít

E 599 Perlít
____________
1) Stjtíð. EB nr. L 270, 14.12.1970, bls. 1.

2. Tilteknar afurðir notaðar í fóður.

Eftirfarandi afurðir eru í þessum flokki:

3. Tæknileg hjálparefni við vinnslu notuð í fóður.

3.1. Tæknileg hjálparefni fyrir vothey. Eftirtalin efni eru í þessum flokki:

Sjávarsalt, óunnið steinsalt, ensím, ger, mysa, sykur, sykurrófnamauk, kornmjöl, melassi og mjólkursýru-, ediksýru-, maurasýru- og própíónsýrugerlar.

Ef gerjun verður ónóg vegna veðurfarslegra skilyrða getur vottunarstofa heimilað notkun mjólkur-, maura-, própíón- og ediksýru við verkun votheys.

E) Efni leyfð til nota við hreinsun og sótthreinsun bygginga og tilheyrandi búnaðar fyrir dýr (t.d. búnaðar og áhalda).

Kalíum- og natríumsápa

Vatn og gufa

Leskjað kalk

Kalk

Óleskjað kalk

Natríumhýpóklórít (t.d. sem fljótandi bleikiefni)

Vítissódi

Kalíumhýdroxíð

Vetnisperoxíð

Náttúrulegir kjarnar úr plöntum

Sítrónu-, peredik-, maura-, mjólkur-, oxal- og ediksýra

Alkóhól

Saltpéturssýra (búnaður í mjólkuriðnaði/-framleiðslu)

Fosfórsýra (búnaður í mjólkuriðnaði/-framleiðslu)

Formaldehýð

Vörur til að hreinsa og sótthreinsa júgur og mjólkuráhöld

Natríumkarbónat

F) Aðrar afurðir.


III. VIÐAUKI

Lágmarkskröfur um eftirlit og varúðarráðstafanir
samkvæmt eftirlitskerfinu sem um getur í 8. og 9. gr.


A.1) Plöntur og plöntuafurðir ræktaðar eða fengnar með tínslu/söfnun.

1. Framleiðsla skal fara fram innan einingar þar sem ræktunarspildur og framleiðslu- og geymslustaðir eru skýrt afmarkaðir frá öðrum einingum þar sem framleiðsla er ekki í samræmi við ákvæði þessarar reglugerðar. Heimilt er að vinnslu- og/eða pökkunarstaðir séu hluti einingarinnar takmarkist starfsemi hennar við vinnslu og pökkun eigin landbúnaðarafurða.

2. Þegar eftirliti er komið á skulu framleiðandi, jafnvel þó starfsemi hans takmarkist við söfnun villtra plantna, og vottunarstofa taka saman:

- ítarlega lýsingu á einingunni, sem m.a. sýnir geymslu- og framleiðslustaði og ræktunarspildur og/eða söfnunarsvæði og, þar sem við á, staði þar sem tiltekin vinnsla og pökkun fer fram,

- áætlun um allar hagnýtar ráðstafanir sem framleiðanda ber að gera innan einingarinnar til að tryggja að farið sé að ákvæðum þessarar reglugerðar – og

- þegar um er að ræða söfnun villtra plantna, ábyrgðir þriðju aðila, ef við á og máli skiptir, gagnvart framleiðandanum sem tryggja að farið sé að ákvæðum 4. liðar A-hluta I. viðauka.

Þessi gögn, ásamt upplýsingum um tilheyrandi ráðstafanir skulu koma fram í úttektarskýrslu sem viðkomandi framleiðandi skal einnig undirrita.

Einnig skal tilgreina í skýrslunni:


- hvaða dag afurðir sem ekki er heimilt að nota samkvæmt b-lið 1. mgr. 6. gr. voru síðast notaðar á viðkomandi ræktunarspildum og/eða söfnunarsvæðum,

- skuldbindingu framleiðanda þess efnis að haga aðgerðum í samræmi við ákvæði 5. og 6. gr. og að samþykkja að ráðstöfunum sem um getur í 9. mgr. 9. gr. og ef við á, 3. mgr. 10. gr. verði beitt ef brot er framið.

3. Á hverju ári fyrir þann dag sem vottunarstofa tilgreinir skal framleiðandi tilkynna henni um framleiðsluáætlun sína um lífrænar afurðir þar sem fram kemur sundurliðun eftir ræktunarspildum.

4. Færa skal skriflegt bókhald og/eða halda skýrslur sem gera vottunarstofu kleift að átta sig á uppruna, eðli og magni alls hráefnis sem keypt er og notkun þess; einnig skal færa skriflegt bókhald eða halda skýrslur um eðli, magn og viðtakendur allra landbúnaðarafurða sem eru seldar. Færa skal fyrir hvern dag það magn sem selt er beint til neytenda. Vinni einingin sjálf sínar landbúnaðarafurðir skulu upplýsingarnar sem um getur í þriðju undirgrein 2. liðar B-hluta þessa viðauka koma fram í bókhaldinu.

5. Bannað er að geyma innan einingarinnar aðrar afurðir sem nota á við framleiðslu en þær sem eru í samræmi við ákvæði b-liðar 1. mgr. 6. gr. og 7. gr.

6. Vottunarstofa skal framkvæma fullkomið eftirlit á einingunni á staðnum að minnsta kosti einu sinni á ári fyrir utan eftirlitsferðir sem ekki er tilkynnt fyrirfram um. Heimilt er að taka prófsýni af afurðum sem eru óleyfilegar samkvæmt ákvæðum þessarar reglugerðar. Samt sem áður er skylt að taka slík sýni þar sem grunur leikur á um notkun óleyfilegra afurða. Að hverri eftirlitsferð lokinni skal semja úttektarskýrslu sem ábyrgðarmaður einingarinnar undirritar einnig.

7. Framleiðandinn skal, vegna eftirlitsins, veita vottunarstofu aðgang að geymslu- og framleiðslustöðum og ræktunarskikum og einnig að bókhaldi og fylgiskjölum sem máli skipta. Hann skal veita vottunarstofu allar þær upplýsingar sem taldar eru nauðsynlegar vegna eftirlitsins.

8.1. Einungis er heimilt að flytja afurðir sem um getur í 1. gr. til annarra eininga, meðal annars heildsala og smásala, í viðeigandi umbúðum eða ílátum sem þannig er lokað að ekki er unnt að skipta um innihald í þeim og með merkimiða þar sem fram kemur, með fyrirvara um aðrar merkingar sem krafist er samkvæmt lögum:


a) nafn og heimilisfang þess sem ber ábyrgð á framleiðslu eða vinnslu afurðarinnar, eða sé annars söluaðila getið, yfirlýsing sem gerir viðtakanda og vottunarstofu kleift að bera á ótvíræðan hátt kennsl á þann sem ábyrgur er fyrir framleiðslu afurðarinnar;

b) heiti afurðarinnar, ásamt tilvísun til lífrænu framleiðsluaðferðarinnar í samræmi við ákvæði 5. gr.


8.2. Þó er þess ekki krafist að umbúðum eða ílátum sé lokað:


a) fari flutningar fram milli framleiðanda og annars atvinnurekanda sem báðir eru háðir eftirlitskerfinu sem um getur í 9. gr., og

b) sé fylgiskjal með afurðunum þar sem upplýsingarnar sem krafist er samkvæmt undirgreininni hér að framan koma fram.


9. Starfræki rekstraraðili nokkrar ræktunareiningar á sama svæði, þar sem framleiddar eru afurðir sem ekki falla undir ákvæði 1. gr., og geymslur fyrir aðföng (t.d. áburð, plöntuvarnarefni, fræ), skulu þessar einingar og geymslur einnig lúta ákvæðum um eftirlit sem fram koma í fyrsta undirlið 2. liðar og í liðum 3 og 4. Óheimilt er að rækta sömu plöntuafbrigði á þessum einingum og ræktuð eru á einingu þeirri sem um getur í 1. lið.

Framleiðendum er engu að síður heimilt að víkja frá reglunni sem um getur í síðasta málslið málsgreinarinnar hér á undan:


a) ef um framleiðslu á fjölærum ræktunarafurðum er að ræða (ávaxtaræktun, vín og humlar), að því tilskildu að eftirfarandi skilyrðum sé fullnægt:
1. Framleiðslan sem um ræðir sé hluti aðlögunararáætlunar sem framleiðandi skuldbindur sig til að fylgja, en samkvæmt henni skal hefja lífræna aðlögun á síðasta hluta þess svæðis sem um ræðir á sem skemmstum tíma og má hann ekki undir neinum kringumstæðum vera lengri en fimm ár.

2. Gripið hafi verið til viðeigandi ráðstafana til að tryggja að afurðir frá öllum viðkomandi einingum séu ávallt skildar að.

3. Vottunarstofu sé tilkynnt um uppskeru allra viðkomandi afurða með að minnsta kosti 48 klukkustunda fyrirvara.

4. Framleiðandi tilkynni vottunarstofu strax að uppskeru lokinni hve mikil hún er nákvæmlega í viðkomandi einingum og um sérstök einkenni (t.d. gæði, lit, meðalþyngd, o.s.frv.) og staðfesti að gripið hafi verið til ráðstafana til að skilja afurðir að.

5. Vottunarstofa hafi samþykkt aðlögunaráætlunina og þær ráðstafanir sem um getur í 1. og 2. lið. Staðfesta ber fyrrnefnt samþykki árlega eftir að aðlögunaráætluninni hefur verið hrint í framkvæmd.

b) ef um er að ræða svæði til landbúnaðarrannsókna sem landbúnaðarráðuneytið hefur samþykkt, að því tilskildu að skilyrðum 2., 3. og 4. liðar í a-lið og þeim hluta af skilyrðum 5. liðar í a-lið sem við eiga hafi verið fullnægt;

c) ef um er að ræða fræframleiðslu, framleiðslu plöntufjölgunarefna og örgræðlinga, að því tilskildu að skilyrðum 2., 3. og 4. liðar í a-lið og þeim hluta af skilyrðum 5. liðar í a-lið sem við eiga hafi verið fullnægt.


A.2) Búfé og búfjárafurðir.

1. Þegar eftirliti, sem nær sérstaklega til búfjárframleiðslu, er komið á skulu framleiðandi og vottunarstofa taka saman:

- nákvæma lýsingu á gripahúsum, beitilandi, hólfum, gerðum o.s.frv. og, eftir því sem við á, aðstöðu vegna geymslu, pökkunar og vinnslu að því er varðar búfé, búfjárafurðir, hráefni og aðföng;

- nákvæma lýsingu á geymslum fyrir búfjáráburð;

- áætlun um dreifingu slíks áburðar, sem vottunarstofa hefur samþykkt, ásamt nákvæmri lýsingu á þeim svæðum sem eru lögð undir ræktun nytjaplantna;

- greinargerð, eftir því sem við á, um samninga sem gerðir eru við önnur býli um dreifingu búfjáráburðar;

- stjórnunaráætlun (management plan) fyrir framleiðslueiningu lífrænt ræktaðs búfjár (til dæmis um fóðrun, tímgun og heilbrigði) – og

- greinargerð um allar raunhæfar ráðstafanir sem ber að gera á býlinu í því skyni að tryggja að farið sé að ákvæðum þessarar reglugerðar.

Lýsingin og viðkomandi ráðstafanir skulu settar fram í úttektarskýrslu sem viðkomandi framleiðandi skal einnig undirrita.

Í skýrslunni skal ennfremur koma fram skuldbinding framleiðandans um að hann muni stunda rekstur sinn í samræmi við ákvæði 5. og 6. gr. og að hann samþykki, ef um brot á reglum er að ræða, að þær ráðstafanir, sem um getur í 9. mgr. 9. gr. og, ef við á, í 3. mgr. 10. gr., komi til framkvæmda.

2. Almennar kröfur um eftirlit sem fram koma í liðum 1 og 4-8 í hluta A.1, sem gilda um nytjaplöntur og plöntuafurðir, gilda einnig um búfé og búfjárafurðir.

Heimiluð er sú undanþága frá þessum reglum að leyft er að geyma hefðbundin dýralyf og sýklalyf á bújörðum, enda hafi dýralæknir gefið út lyfseðil fyrir þeim í tengslum við meðferð eins og um getur í I. viðauka, og þau séu geymd undir eftirliti, og að það sé skráð í skýrslum búsins.

3 Skylt er að auðkenna búféð á varanlegan hátt með tækni sem sniðin er að hverri tegund, hvert dýr, ef um stór spendýr er að ræða, en hvert dýr eða hvern hóp ef um alifugla eða smærri spendýr er að ræða.

4. Upplýsingar um búféð skal færa í búfjárskýrslu sem vottunarstofa getur gengið að hvenær sem er á bújörðinni.

Slíkar skýrslur, sem veita eiga nákvæma lýsingu á bústofninum og meðferð hans, skulu innihalda eftirfarandi upplýsingar:

- aðfengið búfé, eftir tegundum: uppruni og komudagur, aðlögunartími, auðkenni og forsaga um meðferð af hálfu dýralæknis,

- brottflutningur búfjár af bújörðinni eftir tegundum: aldur, fjöldi dýra, þyngd ef um sláturdýr er að ræða, auðkenni og ákvörðunarstaður,

- hvers kyns vanhöld dýra og ástæður þeirra,

- fóður: tegund, þar á meðal fóðurbætir (feed supplements), hlutfall mismunandi innihaldsefna í skömmtum og tímabil, þegar dýrin geta gengið frjáls í högum, og tímabil þegar dýrin geta farið milli bithaga í þeim tilvikum þar sem takmarkanir gilda,

- forvarnir gegn sjúkdómum og meðferð og umönnun dýralæknis: dagsetning meðferðar, sjúkdómsgreining, tegund efnis sem er notað við meðferð, tilhögun meðferðar og lyfseðlar dýralæknis, er varða meðferðina, ásamt rökstuðningi, og útskilnaðartíminn sem tilskilinn er áður en búfjárafurðir mega fara á markað.

5. Ef framleiðandi rekur nokkur búfjárbýli á sama svæði heyra þær einingar, þar sem búfjárframleiðsla eða framleiðsla búfjárafurða er stunduð og sem falla ekki undir 1. gr., einnig undir eftirlitskerfið að því er varðar fyrsta, annan og þriðja undirlið 1. liðar í þessum hluta um búfé og búfjárafurðir svo og ákvæði um hirðingu og fóðrun dýranna, búfjárskýrslur og meginreglurnar um geymslu þess sem er notað við eldið.

B) Einingar þar sem tilreiðsla plöntu- og búfjárafurða og matvæla úr plöntu- og búfjárafurðum fer fram.

1. Þegar eftirliti er komið á skulu framleiðandi og vottunarstofa taka saman:

- ítarlega lýsingu á einingunni, sem m.a. sýnir aðstöðu sem notuð er til vinnslu, pökkunar og geymslu landbúnaðarafurða áður en og eftir að þessar aðgerðir fara fram,

- yfirlit um allar hagnýtar ráðstafanir sem gera skal innan einingarinnar til að tryggja að farið sé að ákvæðum þessarar reglugerðar.

Þessi lýsing skal ásamt tilheyrandi ráðstöfunum koma fram í eftirlitsskýrslu sem ábyrgðarmaður einingarinnar skal einnig undirrita.

Einnig skal skýrslan innihalda skuldbindingu atvinnurekandans þess efnis að haga aðgerðum þannig að þær séu í samræmi við ákvæði 5. gr. og að samþykkja að ráðstöfunum sem um getur í 9. mgr. 9. gr. og, ef við á, 3. mgr. 10. gr. sé beitt ef brot er framið.

2. Færa skal skriflegt bókhald sem gerir vottunarstofu kleift að átta sig á:

- uppruna, eðli og magni landbúnaðarafurða sem um getur í 1. gr. og sendar hafa verið til einingarinnar,

- eðli, magni og viðtakendum afurða sem um getur í 1. gr. og sendar hafa verið frá einingunni,

- hvers kyns öðrum upplýsingum, t.d. um uppruna, eðli og magn innihaldsefna, aukefna og framleiðsluefna sem send hafa verið til einingarinnar og samsetningu unninna afurða, sem vottunarstofa krefst til þess að viðeigandi eftirlit með aðgerðum geti farið fram.

3. Ef afurðir sem ekki er getið um í 1. gr. eru einnig unnar, pakkaðar eða geymdar innan viðkomandi einingar:

- skulu vera aðskilin svæði innan einingarinnar á athafnasvæðinu þar sem unnt er að geyma afurðir, sem um getur í 1. gr., áður en og eftir að aðgerðir fara fram,

- skulu aðgerðir standa óslitið yfir uns allri framleiðslulotunni hefur verið lokið á öðrum stað og tíma en samsvarandi aðgerðir sem gerðar eru á afurðum sem ákvæði 1. gr. gilda ekki um,

- skal tilkynna um slíkar aðgerðir fyrirfram og innan tímamarka sem vottunarstofa samþykkir komi þær sjaldan til framkvæmda,

- skal grípa til allra ráðstafana til að tryggja að unnt sé að bera kennsl á framleiðslunaog forðast blöndun hennar við afurðir sem ekki eru framleiddar í samræmi við ákvæði þessarar reglugerðar.

4. Vottunarstofa skal framkvæma ítarlega úttekt á einingunni með heimsókn á staðinn að minnsta kosti einu sinni á ári, auk fyrirvaralausra úttekta. Heimilt er að taka prófsýni vegna efna sem eru óleyfileg samkvæmt ákvæðum þessarar reglugerðar. Skylt er þó að taka slík sýni ef grunur leikur á um notkun óleyfilegra afurða. Að hverri úttekt lokinni skal semja úttektarskýrslu sem ábyrgðarmaður einingarinnar skal einnig undirrita.

5. Vegna eftirlitsins skal atvinnurekandinn veita vottunarstofu aðgang að einingunni, bókhaldi hennar og fylgiskjölum sem máli skipta. Hann skal veita vottunarstofu allar þær upplýsingar sem taldar eru nauðsynlegar vegna eftirlitsins.

6. Einungis er heimilt að flytja afurðir sem um getur í 1. gr. til annarra eininga, meðal annars heildsala og smásala, í viðeigandi umbúðum eða ílátum sem þannig er lokað að ekki er unnt að skipta um innihald í þeim og með merkimiða þar sem fram kemur, með fyrirvara um aðrar merkingar sem krafist er samkvæmt lögum:


a) nafn og heimilisfang þess sem ber ábyrgð á framleiðslu eða vinnslu afurðarinnar eða, sé annars söluaðila getið, yfirlýsing sem gerir viðtakanda og vottunarstofu kleift að bera á ótvíræðan hátt kennsl á þann sem ábyrgur er fyrir framleiðslu afurðarinnar;

b) heiti afurðarinnar, ásamt tilvísun til lífrænu framleiðsluaðferðarinnar í samræmi við viðeigandi ákvæði 5. gr.


Þegar atvinnurekandi tekur við afurð eins og um getur í 1. gr. skal hann kanna hvort umbúðir eða ílát séu lokuð sé þess krafist og hvort merkingar sem um getur í málsgreininni hér að framan, lið 8.1 í hluta A.1 eða 8. lið í C-hluta, séu á sínum stað. Geta skal um niðurstöður þessarar sannprófunar með skýrum hætti í bókhaldinu sem um getur í 2. lið B-hluta. Leiði könnunin í ljós minnsta vafa um að viðkomandi afurð sé frá atvinnurekanda sem eftirlitskerfið sem kveðið er á um í 9. gr. gildir um er því aðeins heimilt að nota hana til vinnslu eða pakka henni að þeim vafa hafi verið eytt, nema að hún sé markaðssett án merkingar sem vísar til lífrænu framleiðsluaðferðarinnar.

C) Innflytjendur plöntu- og búfjárafurða og matvæla úr plöntu- og/eða búfjárafurðum frá þriðju löndum.

1. Þegar eftirlitier komið áskulu innflytjandi og vottunarstofa taka saman:

- ítarlega lýsingu á athafnasvæði og starfsemi innflytjanda, þar sem fram kemur eins og unnt er hvar afurðir koma inn á EES-svæðið, og annarri aðstöðu sem innflytjandinn hyggst nota til geymslu á innfluttum afurðum;

- yfirlit um allar hagnýtar ráðstafanir sem innflytjandinn skal gera til að tryggja að farið sé að ákvæðum þessarar reglugerðar.

Þessi lýsing ásamt tilheyrandi ráðstöfunum skal koma fram í úttektarskýrslu sem innflytjandinn skal einnig undirrita.

Einnig skal koma fram í skýrslunni að innflytjandinn hafi skuldbundið sig til að:

- haga innflutningsstarfseminni í samræmi við ákvæði 11. gr. og að samþykkja að ráðstöfunum sem um getur í 9. mgr. 9. gr. verði beitt ef brot er framið;

- tryggja að við úttekt hafi vottunarstofan eða, þegar geymslustaðir eru í öðru EES-ríki eða héraði, viðurkenndur eftirlitsaðili í viðkomandi EES-ríki eða héraði aðgang að öllum geymslustöðum sem innflytjandinn hyggst nota.

2. Færa skal bókhald sem gerir vottunarstofu kleift að rekja fyrir hverja framleiðslulotu sem um getur í 1. gr. og flutt er inn frá þriðja landi:

- uppruna, eðli og magn viðkomandi framleiðslulotu og, ef vottunarstofa óskar, allar upplýsingar um fyrirkomulag flutninga frá útflytjanda í þriðja landi til athafnasvæðis innflytjanda eða geymslustaðar;

- eðli, magn og viðtakendur viðkomandi framleiðslulotu og, ef vottunarstofa óskar, allar upplýsingar um fyrirkomulag flutninga frá athafnasvæði innflytjanda eða geymslustað til viðtakenda.

3. Innflytjandinn skal láta vottunarstofu í té vitneskju um hverja innflutta sendingu til EES-svæðisins, meðal annars allar upplýsingar sem vottunarstofan kann að óska eftir, eins og afrit af eftirlitsvottorði um innflutning lífrænna afurða. Þegar dreifing viðkomandi afurða á sér stað í öðru EES-ríki er vottunarstofunni heimilt að senda upplýsingarnar til aðila sem viðurkenndur er til að annast eftirlit í viðkomandi ríki til að eftirlit með innfluttu sendingunni geti farið fram á staðnum.

4. Ef innfluttar afurðir sem um getur í 1. gr. eru geymdar á geymslustöðum þar sem aðrar landbúnaðarafurðir eða matvæli eru einnig unnar, pakkaðar eða geymdar skal:

- halda afurðunum sem um getur í 1. gr. aðskildum frá öðrum landbúnaðarafurðum og/eða matvælum;

- gera allar ráðstafanir til að tryggja að unnt sé að bera kennsl á framleiðslulotur og að koma í veg fyrir að þeim sé blandað saman við afurðir sem ekki eru fengnar í samræmi við ákvæði þessarar reglugerðar.

5. Vottunarstofa skal framkvæma ítarlega úttekt á athafnasvæði innflytjandans að minnsta kosti einu sinni á ári, auk fyrirvaralausra úttekta og, ef við á, skoða úrtak annarra geymslustaða sem innflytjandinn notar.

Vottunarstofa skal skoða bókhaldið sem getið er um í 2. lið C-hluta og vottorðin sem um getur í b-lið 1. mgr. og 3. mgr. 11. gr. Heimilt er að taka prófsýni vegna efna sem eru óleyfileg samkvæmt ákvæðum þessarar reglugerðar. Skylt er þó að taka slík sýni ef grunur leikur á um notkun óleyfilegra afurða. Að hverri úttekt lokinni skal semja úttektarskýrslu sem ábyrgðarmaður einingarinnar skal einnig undirrita.

6. Vegna eftirlitsins skal innflytjandinn veita vottunarstofu aðgang að athafnasvæði sínu og að bókhaldi og fylgiskjölum sem máli skipta, einkum innflutningsvottorðum. Hann skal veita vottunarstofu allar þær upplýsingar sem teljast nauðsynlegar vegna eftirlitsins.

7. Flytja skal afurðir sem um getur í 1. gr. inn frá þriðja landi í viðeigandi umbúðum eða ílátum sem þannig er lokað að ekki er unnt að skipta um innihald í þeim og þar sem fram koma deili á útflytjanda og önnur merki og tölur sem gera kleift að bera kennsl á vörusendinguna með eftirlitsvottorðinu.

Þegar atvinnurekandi tekur við afurð eins og um getur í 1. gr. skal hann kanna hvort umbúðir eða ílát séu lokuð og samræmi milli auðkenna vörusendingar og vottorðsins sem um getur í b-lið 1. mgr. 11. gr. eða sambærilegs vottorðs sé þess krafist af yfirvöldum samkvæmt ákvæðum sem samþykkt eru í samræmi við 6. mgr. 11. gr. Geta skal um niðurstöður þessarar sannprófunar með skýrum hætti í bókhaldinu sem um getur í 2. lið C-hluta. Leiði könnunin í ljós minnsta vafa um hvort viðkomandi afurð sé frá þriðja landi sem ekki er viðurkennt eða útflytjanda í þriðja landi sem ekki er viðurkenndur samkvæmt ákvæðum 11. gr. er einungis heimilt að markaðssetja afurðina, vinna úr henni eða pakka henni, eftir að þeim vafa hefur verið eytt, nemaað hún sé markaðssett án merkingar sem vísar til lífrænu framleiðsluaðferðarinnar.

8. Einungis er heimilt að flytja afurðir, sem um getur í 1. gr., til annarra eininga, meðal annars heildsala og smásala, í viðeigandi umbúðum eða ílátum sem þannig er lokað að ekki er unnt að skipta um innihald í þeim og með merkimiða þar sem fram kemur, með fyrirvara um aðrar merkingar sem krafist er samkvæmt lögum:


a) nafn og heimilisfang innflytjanda afurðarinnar eða yfirlýsing sem gerir viðtakanda og vottunarstofu kleift að bera á ótvíræðan hátt kennsl á innflytjanda afurðarinnar;

b) heiti afurðarinnar, ásamt tilvísun til lífrænu framleiðsluaðferðarinnar í samræmi við viðeigandi ákvæði 5. gr.

IV. VIÐAUKI

Upplýsingar sem koma skulu fram í tilkynningunni
sem kveðið er á um í a-lið 1. mgr. 8. gr.

a) Nafn og heimilisfang atvinnurekanda.

b) Staðsetning athafnasvæðis og, þar sem við á, ræktunarskika (upplýsingar úr þinglýsingarbók) þar sem aðgerðir fara fram.

c) Eðli aðgerða og afurða.

d) Skuldbinding atvinnurekanda um að framkvæma aðgerðir í samræmi við ákvæði 5., 6., 7. og/eða 11. gr.

e) Ef um er að ræða bújörð, á hvaða degi framleiðandi hætti að nota á viðkomandi ræktunarskikum afurðir sem samrýmast ekki ákvæðum b-liðar 1. mgr. 6. gr. og 7. gr.

f) Nafn faggiltrar vottunarstofu fyrir lífræna framleiðslu sem atvinnurekandi hefur falið eftirlit með fyrirtæki sínu.


V. VIÐAUKI

Ábending og kennimerki til notkunar við
merkingu lífrænna landbúnaðarafurða, sbr. 10. gr.


Inngangur.

Við birtingu kennimerkis EES-svæðisins, sem vísað er til í B-hluta þessa viðauka, í merkingum, skal farið að skilyrðum sem sett eru í 10. gr. þessarar reglugerðarog í B-hluta þessa viðauka.

A) Ábending um að afurðir heyri undir eftirlitskerfið.

Ábending þess efnis að afurð heyri undir eftirlit samkvæmt eftirlitskerfinu skal koma fram á sama

tungumáli eða tungumálum og notuð eru fyrir merkingar.

ES: Agricultura Ecológica – Sistema de control CE

DK: Økologisk Landbrug – EF kontrolordning

D: Biologische Landwirtschaft – EG-Kontrollsystem eða Ökologischer Landbau – EG-Kontrollsystem

GR: βιολογιχή Γεωργδα – Σῳστημα Ελἕγξου

EN: Organic farming – EC Control System

F: Agriculture biologique – Système de contrôle CE

I: Agricoltura Biologica – Regime di controllo CE

NL: Biologische landbouw – EG-controlesysteem

P: Agricultura Biológica – Systema de Controlo CE

FI: Luonnonmukainen maataloustuotanto – EY:n valvontajärjestelmä

SV: Ekologiskt jordbruk – EG-kontrollsystem

N: Økologisk landbruk – EF kontrollsystem

IS: Lífrænn landbúnaður – Eftirlitskerfi EES/ESB

B) Kennimerki EES-svæðisins.

1. Skilyrði fyrir birtingu og notkun kennimerkis EES-svæðisins.


1.1. Kennimerki EES-svæðisins sem vísað er til hér að ofan skal vera samkvæmt þeim fyrirmyndum sem sýndar eru í lið 2 í þessum hluta viðauka V.

1.2. Ábendingar sem koma skulu fram í kennimerkinu eru nefndar ílið3 í þessum hluta viðauka V. Heimilt er að samtengja kennimerkið við ábendinguna sem nefnd er í A-hluta þessa viðauka.

1.3. Við notkun á kennimerki EES-svæðisins og ábendingum sem getið er um ílið3 í þessum viðauka skal farið eftir tæknilegum reglum um endurgerð merkisins sem fram koma í grafískum leiðbeiningum í lið4 í þessum hluta viðauka V.


2. Fyrirmynd.


(Merkið í lit með íslenskri ábendingu: LÍFRÆNN LANDBÚNAÐUR)

(Yfir merkinu skal standa: Íslenska)


3. Ábendingar sem setja skal inn í kennimerki EES-svæðisins.

3.1. Einfaldar ábendingar:


ES: AGRICULTURA ECOLÓGICA

DK: ØKOLOGISK JORDBRUG

D: BIOLOGISCHE LANDWIRTSCHAFT eða

ÖKOLOGISCHER LANDBAU

GR: ΒΙΟΛΟΓΙΚ ΓΕΩΡΓΑ

EN: ORGANIC FARMING

F: AGRICULTURE BIOLOGIQUE

I: AGRICOLTURA BIOLOGICA

NL: BIOLOGISCHE LANDBOUW

P: AGRICULTURA BIOLÓGICA

FI: LUONNONMUKAINEN MAATALOUSTUOTANTO

SV: EKOLOGISKT JORDBRUK

N: ØKOLOGISK LANDBRUK

IS: LÍFRÆNN LANDBÚNAÐUR


3.2. Samsetning tveggja ábendinga:

Samsetningar tveggja ábendinga sem vísa til tungumálanna sem nefnd eru í 3.1 má nota í samræmi við eftirfarandi dæmi:
NL/F: BIOLOGISCHE LANDBOUW – AGRICULTURE BIOLOGIQUE

FI/SV: LUONNONMUKAINEN MAATALOUSTUOTANTO – EKOLOGISKT JORDBRUK

F/D: AGRICULTURE BIOLOGIQUE – BIOLOGISCHE LANDWIRTSCHAFT


4. Grafískar leiðbeiningar.


4.1. Grafískar leiðbeiningar eru hjálpargagn atvinnurekenda við gerð eftirmyndar af kennimerkinu.

4.2. Almenn notkun kennimerkisins.

4.2.1. Litað kennimerki.


Þegar merkið er notað í lit skal nota annað hvort:

(a) Beina litagerð:

- Grænn: Pantone 367.

- Blár: Pantone Reflex blár.

- Texti í bláu.

(b) Fjórlita vinnslu:

- Grænn: 30,5% cyaan + 60% gult.

- Blár: 100% cyaan + 80% magenta.

- Texti í bláu.

Litað kennimerki

 

4.2.2. Einlitt kennimerki: Kennimerki í svörtu og hvítu.

Kennimerkið má nota eins og hér er sýnt:

Einlitt kennimerki

4.2.3. Aðgeining frá bakgrunnslitum.

Ef merkið er notað í lit á lituðum bakgrunni sem veldur því að erfitt er að lesa það, skal nota afmarkandi ytri hring um merkið til að greina það betur frá bakgrunnslitunum eins og hér er sýnt:
 
Aðgreining frá bakgrunnslit
 

4.2.4. Stafagerð.

Nota skal feitletraða samþjappaða stóra stafi af gerðinni Frutiger. (Frutiger bold condensed in capitals.) Stafastærð skal smækka í samræmi við viðmið sem fram koma í lið 4.2.6.
4.2.5. Tungumál.
Notandi er frjáls að því að velja það eða þau tungumál sem hann kýs í samræmi við þá kosti sem gefnir eru upp í lið 3.
4.2.6. Smækkun.
Ef notkun kennimerkisins á mismunandi tegundum merkinga veldur því að smækkun er nauðsynleg, skulu lágmarksstærðir þess vera:
(a) Fyrir kennimerki með einfaldri ábendingu: lágmarksstærð 20 mm í þvermál.

(b) Fyrir kennimerki með samsetningu tveggja ábendinga: lágmarksstærð 40 mm í þvermál.

4.2.7. Tilteknar notkunaraðstæður.
Tilgangurinn með notkun kennimerkisins er að koma á framfæri ákveðnu gildi afurðanna. Áhrifaríkasta notkun kennimerkisins er því í litum, því þannig er það meira áberandi og er auð- og fljótgreinanlegra fyrir neytandann.

Eingöngu er mælt með notkun kennimerkisins í einlit (svörtu og hvítu) eins og sýnt er í lið 4.2.2 þegar óhentugt er að nota það í lit.

4.3. Upprunaleg Brómíð (Original Bromides).


4.3.1. Tveggja lita val:

 Litað kennimerkiTveggja lita val

4.3.2. Útlínur:


 

Útlínur
4.3.3. Svarthvítt:

 

Svarthvítt
4.3.4. Litasýnishorn:

LitasýnishornLitasýnishorn

 
VI. VIÐAUKI

Leyfileg innihaldsefni og hjálparefni.


Inngangur.

Í þessum viðauka gilda eftirfarandi skilgreiningar:

1. Innihaldsefni: Efni samkvæmt skilgreiningu í 4. gr. þessarar reglugerðar með þeim takmörkunum sem um getur í 4. mgr. 6. gr. tilskipunar ráðsins 79/112/EBE1) frá 18. desember 1978 um samræmingu á lögum aðildarríkjaESB um merkingu, kynningu og auglýsingu matvæla til sölu til neytenda.

2. Innihaldsefni úr landbúnaði:

a) Einstakar landbúnaðarafurðir og afurðir þeirra framleiddar með viðeigandi skolun, hreinsun, hitameðferð og/eða vélrænum aðferðum og/eða eðlisfræðilegum aðferðum sem valda því að rakainnihald afurðarinnar minnkar;

b) einnig afurðir framleiddar úr þeim afurðum sem getið er í a-lið með öðrum aðferðum sem eru notaðar í matvælavinnslu, nema þessar afurðir séu taldar aukefni í matvælum eða bragðefni samkvæmt skilgreiningu í 5. og 7. lið hér að aftan.

3. Innihaldsefni, ekki úr landbúnaði: Önnur innihaldsefni en innihaldsefni úr landbúnaði sem tilheyra að minnsta kosti einum af eftirtöldum flokkum:

3.1. Aukefni í matvælum, þar með talin aukefnaburðarefni samkvæmt skilgreiningu í 5. og 6. lið hér að aftan;

3.2. bragðefni samkvæmt skilgreiningu í 7. lið hér að neðan;

3.3. vatn og salt;

3.4. örverublöndur;

3.5. steinefni (þar með talin snefilefni) og vítamín.

4. Hjálparefni við framleiðslu: Efni samkvæmt skilgreiningu í a-lið 3. mgr. 1. gr. tilskipunar ráðsins 89/107/EBE2) um samræmingu laga aðildarríkjaESB varðandi notkun leyfilegra aukefna í matvælum.

5. Aukefni í matvælum: Efni samkvæmt skilgreiningu í 1. og 2. mgr. 1. gr. tilskipunar ráðsins 89/107/EBE2) og sem fjallað er um í þeirri tilskipun eða heildartilskipun samkvæmt skilgreiningu í 1. mgr. 3. gr. tilskipunar ráðsins 89/107/EBE2).

6. Burðarefni, þar með talin leysiefni notuð sem burðarefni: Aukefni í matvælum notuð til að leysa upp, þynna, dreifa eða með öðrum hætti að umbreyta aukefni á eðlislægan hátt án þess að breyta tæknilegu hlutverki þess í þeim tilgangi að gera meðhöndlun efnisins, beitingu eða notkun auðveldari.

7. Bragðefni: Efni og afurðir samkvæmt skilgreiningu í 2. mgr. 1. gr. tilskipunar ráðsins 88/388/EBE3) frá 22. júní 1988 um samræmingu á lögum aðildarríkja ESB um bragðefni til notkunar í matvælum og grunnefni til framleiðslu þeirra og sem fjallað er um í þeirri tilskipun.
____________
1) Stjtíð. EB nr. L 33, 8.2.1979, bls. 1.
2) Stjtíð. EB nr. L 40, 11.2.1989, bls. 27.
3) Stjtíð. EB nr. L 184, 15.7.1988, bls. 61.

Almennar meginreglur.

Í A-, B- og C-hlutum er fjallað um innihaldsefni og hjálparefni sem heimilt er að nota við vinnslu matvæla sem einkum eru samsett úr einu eða fleiri innihaldsefnum úr jurtaríkinu, sem um getur í b-lið 1. mgr. 1. gr. þessarar reglugerðar, að víni undanskildu.

Meðan reglurnar í A- og B-hlutum í þessum viðauka hafa ekki verið samþykktar, og til að ná sérstaklega til tilreiðslu matvæla úr einni búfjárafurð eða fleiri, skulu innlendar reglur gilda.

Þrátt fyrir vísanir til einhvers innihaldsefnis í A- og C-hlutum eða einhvers hjálparefnis í B-hluta, skal einungis haga vinnsluaðferðum, t.d. reykingu, og notkun íblöndunar- og hjálparefna, í samræmi við viðeigandi ákvæði EES-samningsins og/eða íslenskrar löggjafar, eða ef þeirra nýtur ekki við, í samræmi við góða starfshætti í matvælavinnslu.

A) Innihaldsefni, ekki úr landbúnaði sem um getur í c-lið 3. mgr. 5. gr. og í d-lið 5a. mgr. 5. gr.

A.1. Aukefni í matvælum, þar með talin burðarefni.

Heiti
Sérstök skilyrði
E 170 Kalsíumkarbónat

öll almennt leyfileg notkun nema til litunar
E 270 Mjólkursýra

-
E 290 Karbondíoxíð

-
E 296 Eplasýra

-
E 300 Askorbínsýra

-
E 306 Tókóferólríkur kjarni

þráavarnarefni í fitu og olíu
E 322 Lesitín

-
E 330 Sítrónusýra

-
E 333 Kalsíumsítrat

-
E 334 Vínsýra (L(+)–)

-
E 335 Natríumtartrat

-
E 336 Kalíumtartrat

-
E 341 i) Mónókalsíumfosfat

lyftiduft fyrir sjálfhefandi hveiti
E 400 Algínsýra

-
E 401 Natríumalgínat

-
E 402 Kalíumalgínat

-
E 406 Agar

-
E 407 Karragenan

-
E 410 Gúmmí úr baunum Jóhannesarbrauðtrés

-
E 412 Gúargúmmí

-
E 413 Tragantgúmmí

-
E 414 Arabískt gúmmí

-
E 415 Xantangúmmí

-
E 416 Karayagúmmí

-
E 422 Glýseról

jurtakraftur (plöntuseyði) (extracts)
E 440(i) Pektín

-
E 500 Natríumkarbónöt

-
E 501 Kalíumkarbónöt

-
E 503 Ammóníumkarbónöt

-
E 504 Magníumkarbónöt

-
E 516 Kalsíumsúlfat

burðarefni
E 524 Natríumhýdroxíð

yfirborðsmeðferð Laugengeback
E 551 Kísildíoxíð

kekkjavarnarefni fyrir krydd og jurtir
E 938 Argon

-
E 941 Köfnunarefni

-
E 948 Súrefni

-

A.2. Bragðefni í skilningi tilskipunar ráðsins 88/388/EBE.1)

Efni og afurðir samkvæmt skilgreiningu í i-lið b-liðar og c-lið 2. mgr. 1. gr. tilskipunar ráðsins 88/388/EBE merkt sem náttúruleg bragðefni eða náttúrulegar bragðefnablöndur samkvæmt d-lið 1. mgr. og 2. mgr. 9. gr. sömu tilskipunar.

A.3. Vatn og salt.

Drykkjarvatn

Salt (með natríumklóríð eða kalíumklóríð sem grunnefnisþætti), venjulega notað í matvælavinnslu.

A.4. Örverublöndur.

i. Örverublöndur venjulega notaðar í matvælavinnslu, að undanskildum erfðabreyttum örverum í skilningi 2. mgr. 2. gr. tilskipunar ráðsins 90/220/EBE2);

A.5. Steinefni (þar með talin snefilefni), vítamín, amínósýrur og önnur köfnunarefnissambönd.

Steinefni (þar með talin snefilefni), vítamín, amínósýrur og önnur köfnunarefnissambönd eru aðeins leyfð að því tilskildu að lög mæli fyrir um notkun þeirra í viðkomandi matvælum.
____________
1) Stjtíð. EB nr. L 184, 15.7.1988, bls. 61.
2) Stjtíð. EB nr. L 117, 8.5.1990, bls. 15.

B) Hjálparefni við framleiðslu og aðrar afurðir sem heimilt er að nota við vinnslu lífrænt framleiddra innihaldsefna úr landbúnaði sem um getur í d-lið 3. mgr. 5. gr. og e-lið 5a. mgr. 5. gr.

Heiti
Sérstök skilyrði

Vatn


E 509 Kalsíumklóríð

storknunarefni

E 170 Kalsíumkarbónat


E 526 Kalsíumhýdroxíð


E 516 Kalsíumsúlfat

storknunarefni

E 511 Magníumklóríð (eða nígarí)

storknunarefni

E 501 Kalíumkarbónat

þurrkun vínþrúgna

E 500 Natríumkarbónat

sykurframleiðsla

E 330 Sítrónusýra

olíuframleiðsla og vatnsrof sterkju

E 524 Natríumhýdroxíð

sykurframleiðsla,

olíuframleiðsla úr repjufræi (Brassica spp.) einungis á tímabili sem lýkur 31. mars 2002


E 513 Brennisteinssýra

sykurframleiðsla

Ísóprópanól

E 290 Koldíoxíð


við kristöllun í sykurframleiðslu; með hliðsjón af ákvæðum í tilskipun ráðsins 88/344/EBE1), síðast breytt með tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 97/60/EBE2), fyrir tímabilið sem endar 31.12.2006

E 941 Köfnunarefni


Etanól

leysiefni

E 184 Tannínsýra

síunarhjálparefni

Eggjahvítualbúmín


Kasín


Gelatín


Fiskilím


Jurtaolíur

smurnings-, slípi- eða froðueyðandi efni

E 551 Kísildíoxíðhlaup eða -kvoðulausn


Virkt kolefni


E 553 Talk


Bentónít


Álsilíkat


Kísilgúr


Perlusteinn


Heslihnetuhýði


Hrísmjöl


E 901 Bývax

leysari

E 903 Karnaubavax

leysari
1)

Stjtíð. EB nr. L 157, 24.6.1988, bls. 28.
2) Stjtíð. EB nr. L 331, 3.12.1997, bls. 7.

Örverublöndur og ensím:

Örverublöndur og ensím sem venjulega eru notuð sem hjálparefni í matvælavinnslu, að undanskildum örverum sem hefur verið erfðabreytt samkvæmt skilgreiningu 2. mgr. 2. gr. tilskipunar ráðsins 90/220/EBE1), og að undanskildum ensímum fengnum úr erfðabreyttum lífverum samkvæmt skilgreiningu 2. mgr. 2. gr. tilskipunar ráðsins 90/220/EBE.
____________
1) Stjtíð. EB nr. L 117, 8.5.1990, bls. 15.

C) Innihaldsefni úr landbúnaði sem ekki eru framleidd með lífrænni aðferð og um getur í 4. mgr. 5. gr.


C.1. Óunnar afurðir úr jurtaríkinu sem og afurðir fengnar úr þeim með vinnsluaðferðum sem um getur í skilgreiningu í a-lið 2. mgr.:

C.1.1. Ætir ávextir, hnetur og fræ:

Akörn Quercus spp.

Kólahnetur Cola acuminata

Stikilsber Ribes uva-crispa

Ástaraldin Passiflora edulis

Hindber (þurrkuð) Rubus ideus

Rifsber (þurrkuð) Ribes rubrum


C.1.2. Neysluhæft krydd og kryddjurtir:

Pipar (perúanskur)Schinus molle L.

Piparrótarfræ Armoracia rusticana

Litla galanga Alpinia officinarum

Safflower blómCarthamus tinctorius

Brunnperla Nasturtium officinale


C.1.3. Ýmislegt:

Þörungar, þar með talið þang og þari, sem leyfð eru í hefðbundinni matvælagerð.


C.2. Afurðir úr jurtaríkinu, unnar með aðferðum sem um getur í skilgreiningu í b-lið 2. mgr. í inngangi þessa viðauka:

C.2.1. Fituefni og olíur, hreinsaðar eða óhreinsaðar, en sem ekki hefur verið efnafræðilega umbreytt, úr öðrum plöntum en:

Kakótré Theobroma cacao

Kókospálma Cocos nucifera

Ólífutré Olea europaea

Sólfífli Helianthus annuus

Pálma Elaeis guineensis

Repju Brassica napur, rapa

Safflower Carthamus tinctorius

Sesam Sesamum indicum

Soja Glycine max


C.2.2. Eftirfarandi sykur, sterkja og aðrar afurðir úr korni og rótarhnýðum:

Rófusykur, aðeins til 1.4.2003

Sterkja úr hrísgrjónum og vaxmaíssem ekki hefur verið breytt efnafræðilega

Hríspappír

Ávaxtasykur

Unleavened bread paper


C.2.3. Ýmislegt:

Prótín úr ertum Pisum spp.

Romm: Eingöngu bruggað úr sykurreyrssafa

Kirsi (kirsch) búið til með berjum og bragðefnum sbr. hluta A.2 í þessum viðauka.

C.3. Dýraafurðir:

Vatnalífverur aðrar en eldislífverur og leyfðar eru í hefðbundinni matvælagerð

Gelatín

Mysuduft (,,herasuola")

VII. VIÐAUKI

Fjöldi búfjár á beitilandi.

Flokkur eða tegund

Hámarksfjöldi dýra á ha

(sem jafngildir 170 kg N/ha/ár)


Dýr af hestaætt eldri en sex mánaða

Eldiskálfar

Aðrir nautgripir yngri en veturgamlir (12 mánaða)

Naut sem eru veturgömul en yngri en tvævetra

Kýr sem eru veturgamlar en yngri en tvævetra

Naut tvævetra eða eldri

Undaneldiskvígur

Eldiskvígur

Mjólkurkýr

Afsláttarkýr

Aðrar kýr

Undaneldiskanínur, læður

Ær

Geitur

Mjólkurgrísir

Undaneldisgyltur

Eldissvín

Önnur svín

Eldiskjúklingar

Varphænur


2

5

5

3,3

3,3

2

2,5

2,5

2

2

2,5

100

13,3

13,3

74

6,5

14

14

580

230



VIII. VIÐAUKI

Rými búfjár.

Minnsti leyfilegi yfirborðsflötur innan- og utanhúss og önnur einkenni húsakosts fyrir mismunandi tegundir dýra og mismunandi framleiðslugreinar.


1. Nautgripir, sauðfé og svín.

Innanhússrými

(svæði sem dýrin hafa aðgang að)

Utanhússrými

(gerði o.þ.h. annað en beitiland)

Lágmarkslífþyngd

(kg)

m²/dýr
m²/dýr

Nautgripir og dýr af hestaætt til undaneldis og í slátureldi

að 100

að 200

að 350

meiri en 350


1,5

2,5

4,0

5 að lágmarki

1 m²/100 kg


1,1

1,9

3

3,7 að lágmarki 0,75 m²/100 kg


Mjólkurkýr


6 (1)

4,5

Þarfanaut


10 (2)

30

Sauðfé og geitfé


1,5 fullorðið fé/geitfé(3)

0,35 lömb/

kiðlingar


2,5

2,5 og 0,5 fyrir lömb eða kiðlinga


Gyltur með grísi yngri en 40 daga á spena


7,5 gyltur

2,5

Eldissvín

að 50

að 85

að 110


0,8

1,1

1,3


0,6

0,8

1


Mjólkurgrísir

eldri en 40 daga og að 30 kg

0,6

0,4

Undaneldissvín


2,5 gyltur

6,0 geltir


1,9

8,0

(1) Vottunarstofa getur veitt undanþágu frá þessu lágmarki, sem svarar ½ m² fyrir hver 50 kg lífþyngdar, en þó skal rými ekki vera minna en 4 m² á hvert dýr.

(2) Vottunarstofa getur veitt undanþágu frá þessu lágmarki, þannig að þarfanaut að 750 kg þyngd skal minnst hafa 7,5 m² legurými og þarfanaut yfir 750 kg þyngd skulu minnst hafa 8 m² legurými, en að lágmarki 1 m²/100kg.

(3) Vottunarstofa getur veitt undanþágu frá þessu lágmarki fyrir huðnur og ær af íslenskum kynstofnum, en þó skal rými ekki vera minna en 1 m² á hvert dýr.

Ofangreindar undanþágur má eingöngu veita á aðlögunartímanum sem lýkur 31. desember 2010 og til bújarða þar sem búfjárframleiðsla er stunduð, hafi byggingar sem þar eru, verið reistar fyrir gildistöku þessarar reglugerðar.


2. Alifuglar.

Innanhússrými

(svæði sem dýrin hafa aðgang að)

Utanhússrými

(svæði í m² sem er til ráðstöfunar fyrir hvert skipti/dýr )

Fjöldi dýra/m²
cm af prikum/dýr
hreiður

Varphænur

6

18

8 varphænur á hreiður eða 120 cm²/fugl ef hreiður er sameiginlegt

4, svo fremi að ekki sé farið yfir 170 kg af N/ha/ár

Alifuglar í slátureldi

(í föstum húsum)


10 að hámarki

21 kg lífþyngd/m²


20 (eingöngu fyrir perluhænsn)


4 sláturkjúklingar og perluhænsn.

4,5 endur

10 kalkúnar

15 gæsir

Ekki skal fara yfir 170 kg af N/ha/ár að því er varðar allar ofangreindar tegundir


Alifuglar í slátureldi

(í færanlegum húsum)


16 (1) í færanlegum alifuglahúsum þar sem lífþyngd er að hámarki 30 kg/m²



2,5, svo fremi að ekki sé farið yfir 170 kg af N/ha/ár
(1) Eingöngu ef um er að ræða færanleg hús með gólffleti, sem er ekki yfir 150 m², sem standa opin að nóttu.


IX. VIÐAUKI

- - -



X. VIÐAUKI

Skilgreining á þriðju löndum sem vísað er til í 11. grein.

Sbr. reglugerð framkvæmdastjórnar ESB nr. 94/92/EBE ásamt breytingum á henni.


Inngangur.

Skráin yfir þriðju lönd sem um getur í a-lið 1. mgr. 11. gr. er sett fram í A-hluta þessa viðauka.

Í þessari skrá er að finna allar nauðsynlegar upplýsingar um hvert þriðja land til að unnt sé að bera kennsl á afurðir sem reglurnar gilda um og einkum:


- Yfirvald eða aðila, einn eða fleiri, sem annast útgáfu eftirlitsvottorða í viðkomandi þriðja landi vegna fyrirhugaðs innflutnings til bandalagsins – og

- eftirlitsyfirvald eða yfirvöld í viðkomandi þriðja landi og/eða þá einkaaðila sem hlotið hafa viðurkenningu þess sama þriðja lands til að framkvæma eftirlit.


Ennfremur kemur fram í skránni, þar sem það á við:


- Tilreiðslueiningar og útflytjendur sem eftirlitskerfið nær til – og

- þær afurðir sem reglurnar gilda um.


Breyting á skrá þessari er háð ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB, sbr. reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 94/92/EBE1).
____________
1) Stjtíð. EB nr. L 11, 17.1.1992, bls. 14.

A) Skrá yfir þriðju lönd og viðeigandi forskriftir.

ARGENTÍNA

1. Afurðaflokkar:

a) Óunnar ræktunarafurðir og búfé og ótilreiddar búfjárafurðir í skilningi a-liðar 1. mgr. 1. gr., með eftirfarandi undantekningu:

- búfé og búfjárafurðir, sem merktar eru eða merkja á með tilvísun til aðlögunar;

b) Tilreiddar ræktunar- og búfjárafurðir sem ætlaðar eru til manneldis í skilningi b-liðar 1. mgr. 1. gr., með eftirfarandi undantekningu:

- búfjárafurðir, sem merktar eru eða merkja á með tilvísun til aðlögunar.

2. Uppruni: Afurðir í flokki 1 a) og lífrænt ræktuð innihaldsefni í afurðum í flokki 1 b) sem hafa verið framleidd í Argentínu.

3. Eftirlitsaðilar:

- Instituto Argentino para la Certificación y Promoción de Productos Agropecuarios Orgánicos SRL (Argencert)

- Organización Internacional Agropecuaria (OIA)

- Letis SA

4. Aðili sem gefur út vottorð: sjá 3. lið.

5. Gildistími viðbótar: 30. júní 2003.

ÁSTRALÍA

1. Afurðaflokkar:

a) Óunnar ræktunarafurðir í skilningi a-liðar 1. mgr. 1. gr.

b) Matvæli sem eru aðallega samsett úr einu eða fleiri innihaldsefnum úr jurtaríkinu í skilningi b-liðar 1. mgr. 1. gr.

2. Uppruni: Afurðir í flokki 1 a) og lífrænt ræktuð innihaldsefni í afurðum í flokki 1 b) sem hafa verið ræktuð í Ástralíu.

3. Eftirlitsaðilar:

- Australian Quarantine and Inspection Service (AQIS) (Department of Agriculture, Fisheries and Forestry)

- Bio-dynamic Research Institute (BDRI)

- Biological Farmers of Australia (BFA)

- Organic Vignerons Association of Australia Inc. (OVAA)

- Organic Herb Growers of Australia Inc. (OHGA)

- Organic Food Chain Pty Ltd. (OFC)

- National Association of Sustainable Agriculture, Australia (NASAA).

4. Útgefendur vottorða: sjá 3. lið.

5. Gildistími viðbótar: 30. júní 2003.

TÉKKLAND

1. Afurðaflokkar:

a) Óunnar ræktunarafurðir og búfé og ótilreiddar búfjárafurðir í skilningi a-liðar 1. mgr. 1. gr., að undanskildum:

- ræktunarafurðum, sem merktar eru eða merkja á með tilvísun til aðlögunar, og innihalda fleiri en eitt efni upprunnið úr landbúnaði,

- búfé og búfjárafurðum sem merktar eru eða merkja á með tilvísun til aðlögunar.

- fiskeldisafurðum.

b) Tilreiddar ræktunar- og búfjárafurðir sem ætlaðar eru til manneldis í skilningi b-liðar 1. mgr. 1. gr., að undanskildum:

- ræktunarafurðum, sem merktar eru eða merkja á með tilvísun til aðlögunar, og innihalda fleiri en eitt efni upprunnið úr landbúnaði,

- búfjárafurðum sem merktar eru eða merkja á með tilvísun til aðlögunar.

- afurðum sem innihalda fiskeldisafurðir.

2. Uppruni: Afurðir í flokki 1 a) og lífrænt ræktuð innihaldsefni í afurðum í flokki 1 b) sem hafa verið framleidd í Tékklandi.

3. Eftirlitsaðilar: KEZ o.p.s.

4. Útgefendur vottorða:

- KEZ o.p.s.

- Department of Structural Policy and Rural Development.

5. Gildistími viðbótar: 30.6.2003.

UNGVERJALAND

1. Afurðaflokkar:

a) Óunnar ræktunarafurðir í skilningi a-liðar 1. mgr. 1. gr.

b) Matvæli sem eru aðallega samsett úr einu eða fleiri innihaldsefnum úr jurtaríkinu í skilningi b-liðar 1. mgr. 1. gr.

2. Uppruni: afurðir í flokki 1 a) og lífrænt ræktuð innihaldsefni í afurðum í flokki 1 b) sem hafa verið ræktuð í Ungverjalandi eða flutt inn til Ungverjalands:

- annaðhvort frá ESB

- eða frá þriðja landi innan ramma fyrirkomulags sem viðurkennt er að sé jafngilt í samræmi við ákvæði 1. mgr. 11. gr.

3. Eftirlitsaðilar: Biokontroll Hungária Közhasnú Társaság (Biokontroll Hungária Kht) og Skal.

4. Aðili sem gefur út vottorð: Biokontroll Hungária Közhasnú Társaság og Skal (skrifstofa í Ungverjalandi).

5. Gildistími viðbótar: 30. júní 2003.

ÍSRAEL

1. Afurðaflokkar:

a) Óunnar ræktunarafurðir í skilningi a-liðar 1. mgr. 1. gr.

b) Matvæli sem eru aðallega samsett úr einu eða fleiri innihaldsefnum úr jurtaríkinu í skilningi b-liðar 1. mgr. 1. gr.

2. Uppruni: Afurðir í flokki 1 a) og lífrænt ræktuð innihaldsefni í afurðum í flokki 1 b) sem hafa verið ræktuð í Ísrael eða flutt inn til Ísraels:

- annaðhvort frá ESB

- eða frá þriðja landi innan ramma fyrirkomulags sem viðurkennt er að sé jafngilt í samræmi við ákvæði 1. mgr. 11. gr.

3. Eftirlitsaðili: Plant Protection and Inspection Services (PPIS) (Ministry of Agriculture and Rural Development).

4. Aðili sem gefur út vottorð: sjá 3. lið.

5. Gildistími viðbótar: 30. júní 2003.

SVISS

1. Afurðaflokkar:

a) Óunnar ræktunarafurðir og búfé og ótilreiddar búfjárafurðir í skilningi a-liðar 1. mgr. 1. gr., að undanskildum:

- afurðum sem eru framleiddar á aðlögunartímanum, eins og um getur í 5. mgr. 5. gr.;

- afurðum býflugnaræktar;

b) Tilreiddar ræktunar- og búfjárafurðir ætlaðar til manneldis í skilningi b-liðar 1. mgr. 1. gr., að undanskildum:


- afurðum, sem vísað er til í 5. mgr. 5. gr., sem í er innihaldsefni úr landbúnaði og framleiddar eru á aðlögunartímanum;

- afurðum sem innihalda afurðir býflugnaræktar og framleiddar eru í Sviss, sem eru í efnum úr lífrænni framleiðslu.

2. Uppruni: Afurðir í flokki 1 a) og lífrænt ræktuð innihaldsefni í afurðum í flokki 1 b) sem hafa verið ræktuð í Sviss eða verið flutt inn til Sviss:

- annaðhvort frá Evrópusambandinu,

- eða frá þriðja landi innan ramma fyrirkomulags sem viðurkennt er að sé jafngilt í samræmi við ákvæði 1. mgr. 11. gr.,

- eða frá þriðja landi þegar aðildarríki Evrópusambandsins hefur viðurkennt í samræmi við ákvæði 6. mgr. 11. gr., að sama afurð hafi verið framleidd og skoðuð í viðkomandi þriðja landi samkvæmt sama fyrirkomulagi og viðurkennt er í aðildarríkjum ESB.

3. Eftirlitsaðilar: "Institut für Marktökologie (IMO)", bio.inspecta AG, og Schweizerische Vereinigung für Qualitäts und Management-Systeme (SQS).

4. Aðili sem gefur út vottorð: sjá 3. lið.

5. Gildistími viðbótar: 31.12. 2002.


XI. VIÐAUKI

Eftirlitsvottorð fyrir innflutning frá þriðju löndum.

Sbr. reglugerð framkvæmdastjórnar ESB nr. 1788/2001/EB.


A) Reglur um framkvæmd ákvæða um eftirlitsvottorð fyrir innflutning frá þriðju löndum sem kveðið er á um í 11. grein.

1.

1.1. Þessar reglur skilgreina nákvæmlega skilyrðivarðandi eftirlitsvottorð sem krafist er samkvæmt b-lið 1. mgr. og 3. mgr. 11. gr. og skilyrði varðandi afhendingu slíks vottorðs fyrir innflutning sem gerður er í samræmi við 6. mgr. 11. gr.

1.2. Þessar reglur eiga ekki við um afurðir sem:

- ekki er ætlað að heimila til frjálsrar dreifingar (not intended for release for free circulation) innan EES-svæðisins í óbreyttu formi eða eftir tilreiðslu,

- eru tollfrjálsar skv. reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 918/83/EBE1) sem skilgreinir fyrirkomulag tollfrelsis innan bandalagsins. Reglurnar eiga þó við um tollfrjálsar vörur samkvæmt 39. og 43. gr. reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar 918/83/EBE1).

2. Í þessum reglum er merking hugtaka sem hér segir:

2.1. "Eftirlitsvottorð": Eftirlitsvottorð sem tekur til vörusendingar og gert er ráð fyrir samkvæmt b-lið 1. mgr. 11. gr., svo og samkvæmt liðum 3, 4 og 8 í þessum reglum.

2.2. "Vörusending": Tiltekið magn afurða með einum eða fleiri númerum í sameiginlegri tollskrá ESB (Combined Nomenclature Codes), sem lýst er á einu eftirlitsvottorði, og fluttar hafa verið með sama hætti og upprunnar eru frá sama þriðja landi.

2.3. "Sannprófun á vörusendingu": Sannprófun tollayfirvalda á því að eftirlitsvottorð uppfylli lið 4.2 í þessum reglum og, ef þessi yfirvöld telja viðeigandi, að afurðirnar uppfylli ákvæði þessarar reglugerðar.

2.4. "Heimild til frjálsrar dreifingar innan EES-svæðisins": Heimild sem tollayfirvöld veita til frjálsrar dreifingar/flutnings á vörusendingu innanEES-svæðisins.

2.5. "Tollayfirvöld": Tollstjóri á hverjum stað.

3. Ákvæði b-liðar 1. mgr. 11. gr. um skilyrði fyrir útgáfu eftirlitsvottorðs og 3. mgr. 11. gr.skulu gilda um heimild til frjálsrar dreifingar innan EES-svæðisins á afurðum sem tilgreindar eru í 1. gr., hvort sem þessar afurðir eru fluttar inn til markaðssetningar samkvæmt 1. mgr. eða 6. mgr. 11. gr.

4.

4.1. Heimild til frjálsrar dreifingar á afurðum sem getið er um í 1. gr.skal skilyrt því að:

(a) tollayfirvöldum hafi verið afhent eftirlitsvottorð í frumriti – og

(b) tollayfirvöld hafi sannprófað vörusendingu og framselt eftirlitsvottorðið í samræmi við lið 4.11.

4.2. Frumrit eftirlitsvottorðsins skal uppsett í samræmi við ákvæði liða 4.3-4.10 og 8 og fyrirmynd í B-hluta.

4.3. Eftirlitsvottorðið skal gefið út af:

(a) eftirlitsaðila í þriðja landi sem tilgreindur er fyrir viðkomandi þriðja land í X. viðauka – eða

(b) yfirvaldi eða aðila sem viðurkenndur er samkvæmt ákvæðum 6. mgr. 11. gr. til útgáfu á eftirlitsvottorði.

4.4. Yfirvald eða aðili sem gefur út eftirlitsvottorðið skal:

(a) þá fyrst gefa út eftirlitsvottorð og samþykkja yfirlýsinguna í reit 15, þegar að hann hefur kannað öll viðeigandi eftirlitsgögn, þar með talda framleiðsluáætlun fyrir viðkomandi afurðir og flutnings- og viðskiptaskjöl, og eftir að yfirvaldið eða aðilinn hefur annaðhvort skoðað viðkomandi vörusendingu áður en hún er afgreidd til sendingar frá hinu þriðja landi, eða hefur fengið greinargóða yfirlýsingu útflytjanda um að viðkomandi vörusending hafi verið framleidd og/eða tilreidd í samræmi við þau skilyrði sem viðkomandi yfirvald eða aðili setur um innflutning og markaðssetningu inn á EES-svæðið á afurðum sem vísað er til í 1. gr. í samræmi við ákvæði 1. og 6. mgr. 11. gr.;

(b) gefa hverju útgefnu eftirlitsvottorði raðnúmer og halda skrá yfir öll afhent vottorð.

4.5. Eftirlitsvottorð skal uppsett á einu af opinberum tungumálum EES-svæðisins og útfyllt, að stimplum og undirskriftum undanteknum, annaðhvort eingöngu með stórum stöfum eða eingöngu með litlum stöfum. Eftirlitsvottorð skal að jafnaði vera útfyllt á íslensku og/eða ensku. Ef svo er ekki geta tollayfirvöld farið fram á löggilta þýðingu á íslensku eða ensku. Óvottaðar breytingar eða útstrikanir skulu ógilda eftirlitsvottorðið.

4.6. Eftirlitsvottorð skal gefið út í einu frumeintaki. Fyrsta viðtakanda eða, þegar við á, innflytjanda er heimilt að taka afrit í því skyni að upplýsa vottunarstofu í samræmi við lið 3 í C-hluta viðauka III. Öll slík afrit skulu auðkennd með orðinu "AFRIT" (COPY), áprentað eða stimplað.

4.7. Í reit 16 í eftirlitsvottorði sem gefið er út samkvæmt lið 4.3.b, skal, um leið og það er afhent samkvæmt lið 4.1, koma fram yfirlýsing vottunarstofusamkvæmt því sem tilgreint er í 6. mgr. 11. gr.

4.8. Vottunarstofa, sem hefur eftirlit með innflytjandanum samkvæmt 8. og 9. gr., skal annast umsjón með yfirlýsingu í reit 16, að fenginni staðfestingu landbúnaðarráðuneytisins skv. 6. mgr. 11. gr.

4.9. Yfirlýsingar í reit 16 er ekki krafist:

(a) þegar innflytjandi leggur fram frumgerð skjals sem gefið er út af lögbæru yfirvaldi EES-ríkis, sem veitti heimild samkvæmt 6. mgr. 11. gr., og sannar að sú heimild nær til vörusendingarinnar – eða

(b) þegar yfirvald í EES-ríki, sem veitti heimild samkvæmt 6. mgr. 11. gr., hefur veitt íslenskum tollayfirvöldum beint fullnægjandi vitnisburð um að heimildin taki til vörusendingarinnar.

4.10. Skjal það sem veita á upplýsingar þær sem krafist er samkvæmt lið 4.9 skal m.a. hafa að geyma:

- tilvísunarnúmer og gildistíma innflutningsheimildar,

- nafn og heimilisfang innflytjanda,

- upprunaland (þriðja land),

- upplýsingar um aðila eða yfirvald sem gefur út heimild og, ef um annan aðila er að ræða, um eftirlitsaðila eða -yfirvald í þriðja landi,

- heiti þeirra afurða sem um ræðir.

4.11. Við sannprófun vörusendingar afurða sem vísað er til í 1. gr.skal samþykki tollayfirvalda við frumrit eftirlitsvottorðsins koma fram í reit 17, og vottorðinu skal síðan skilað aftur til þess sem lagði það fram.

4.12. Við móttöku vörusendingar skal fyrsti viðtakandi útfylla reit 18 á frumriti eftirlitsvottorðs og votta með því að tekið hafi verið við vörusendingunni samkvæmt 7. lið C-hluta viðauka III.

Fyrsti viðtakandi skal síðan senda frumrit vottorðsins til innflytjandans sem tilgreindur er í 11. reit vottorðsins, með hliðsjón af kröfum a-liðs 3. mgr. 11. gr., nema ef vottorðið þarf að fylgja vörusendingunni vegna tilreiðslu sbr. lið 5.1 hér að neðan.

5.

5.1 Vörusending, sem lýtur fríðindatollmeðferð (suspensive customs procedure) samkvæmt reglugerð ráðsins nr. 2913/92/EBE2) um stofnun tollnúmerakerfis bandalagsins, og sem kemur frá þriðja landi og ætlunin er að afhenda innan EES til einna eða fleiri afnota í tilreiðslu, þ.e. eitt eða fleiri vinnsluþrep, sbr. 3. mgr. 4. gr. og samþykkja má samkvæmt 1. mgr. 522. gr. og a(iv)-lið 1. mgr. 552. gr. reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar nr. 2454/93/EBE3) sem tilgreinir skilyrði fyrir framkvæmd reglugerðar ráðsins nr. 2913/92/EBE2), áður en frjáls dreifing hennar á EES-svæðinu er heimiluð, skal meðhöndluð samkvæmtlið 4.1 áður en fyrsta tilreiðsla fer fram.

Tilreiðslan kann að fela í sér aðgerðir á borð við:


- pökkun eða endurpökkun, eða

- merkingar varðandi tilvísun til hinnar lífrænu framleiðsluaðferðar.


Að þessari tilreiðslu lokinni skal samþykkt frumrit eftirlitsvottorðs fylgja vörusendingunni og afhent tollayfirvöldum í samræmi við lið 4.1 með tilliti til heimildar til frjálsrar dreifingar á sendingunni.

Þegar við á skal frumriti eftirlitsvottorðsins að þessu loknu skilað til innflytjanda vörusendingarinnar, sem tilgreindur er í 11. reit vottorðsins, til þess að uppfylla ákvæði a-liðar 3. mgr. 11. gr.

5.2 Vörusending, sem lýtur fríðindatollmeðferð (suspensive customs procedure) samkvæmt reglugerð ráðsins nr. 2913/92/EBE2), sem kemur frá þriðja landi og ætlunin er að afhenda innan EES-svæðisins til skiptingar í nokkra hluta áður en frjáls dreifing hennar er heimiluð, skal meðhöndluð samkvæmt lið 4.1 áður en uppskiptingin á sér stað.

Tollayfirvöldum skal afhentur útdráttur úr eftirlitsvottorði með hverjum þeim hluta sem leiðir af uppskiptum vörusendingar, í samræmi við fyrirmynd og skýringar í C-hluta. Útdráttur eftirlitsvottorðsins skal samþykktur af tollayfirvöldum í reit 14.

Sá aðili sem telst vera fyrsti innflytjandi vörusendingar, og tilgreindur er í 11. reit eftirlitsvottorðs, skal geyma afrit af hverjum samþykktum útdrætti eftirlitsvottorðs með frumriti eftirlitsvottorðs. Slíkt afrit skal auðkennt með orðinu "AFRIT" (COPY), áprentað eða stimplað.

Eftir uppskiptingu vörusendingar skal samþykkt frumrit hvers útdráttar eftirlitsvottorðs fylgja viðkomandi sendingarhluta (batch) og afhent tollayfirvöldum til þess að uppfylla lið 4.1 með tilliti til heimildar til frjálsrar dreifingar á sendingarhlutanum.

Við móttöku sendingarhluta skal viðtakandi hans ljúka útfyllingu útdráttar eftirlitsvottorðs í reit 15 því til staðfestingar að móttaka sendingarhluta hafi farið fram í samræmi við 6. lið B-hluta viðauka III.

Viðtakandi sendingarhluta skal varðveita útdrátt eftirlitsvottorðs í minnst tvö ár til framvísunar við eftirlit vottunarstofu.

5.3 Tilreiðsla og uppskipting sem vísað er til í liðum 5.1 og 5.2 skulu framkvæmdar í samræmi við viðeigandi skilyrði í 8. og 9. gr., svo og B- og C-hluta III. viðauka hvað þetta varðar og einkum 3. og 7. lið C-hluta III. viðauka. Aðgerðirnar skulu framkvæmdar í samræmi við 5. gr.

6. Með fyrirvara um aðgerðir sem gripið er til í samræmi við 9. mgr. 9. gr. og/eða grein 10.a, er heimild til frjálsrar dreifingar afurða sem ekki uppfylla kröfur þessarar reglugerðar háð því að tilvísun til lífrænna framleiðsluaðferða sé fjarlægð af merkingum, auglýsingum og meðfylgjandi skjölum.

7. Tollayfirvöld og landbúnaðarráðuneytið, svo og vottunarstofa, skulu aðstoða hvort annað við framkvæmd þessara reglna.

Landbúnaðarráðuneytið skal, fyrir 1. apríl 2002, upplýsa önnur ríki EES-svæðisins um þau yfirvöld sem það hefur tilgreint í sambandi við lið 2.5, svo og hverjum falin var umsjón með framkvæmd liðar 4.8 og um aðferðir, ef notaðar eru við framkvæmd liðar 4.9.b. Þessar upplýsingar skulu uppfærðar þegar og ef breytingar verða.
____________
1) Stjtíð. EB nr. L 105, 23.4.1983, bls. 1.
2) Stjtíð. EB nr. L 302, 19.10.1992, bls. 1.
3) Stjtíð. EB nr. L 253, 11.10.1993, bls. 1.

B) Fyrirmynd eftirlitsvottorðs fyrir innflutning á afurðum lífrænnar framleiðslu inn á EES-svæðið.

Fyrirmynd vottorðsins er ákvörðuð hvað snertir:


textann,

fyrirkomulagið, á einu blaði (báðum megin)

uppsetninguna og hlutföllin í reitunum.

Skýringar við fyrirmynd eftirlitsvottorðsins:


Reitur 1: Yfirvald eða aðili eða annað tilgreint yfirvald eða aðili sem vísað er til í lið 4.3 í A-hluta. Þessi aðili fyllir einnig út reiti 3 og 15.

Reitur 2: Þessi reitur tiltekur þær reglugerðir ESB sem eiga við um útgáfu og notkun þessa vottorðs; tiltakið hvort skilyrði 1. eða 6. mgr. 11. gr. eiga við.

Reitur 3: Raðnúmer vottorðsins sem útgefandi þess skráir í samræmi við lið 4.4 í A-hluta.

Reitur 4: Leyfisnúmer ef um er að ræða innflutning sem fellur undir 6. mgr. 11. gr. Þessi reitur er útfylltur af útgefanda eða, ef upplýsingarnar liggja ekki fyrir þegar útgefandi útfyllir reit 15, af innflytjanda.

Reitur 5: Nafn og heimilisfang útflytjanda.

Reitur 6: Vottunarstofa sem annaðist eftirlit með því að síðasta meðferð afurðanna (framleiðsla, tilreiðsla, þ.m.t. pökkun og merkingar, sbr. 2. og 3. mgr. 4. gr.) hafi verið í samræmi við reglur útflutningslandsins um lífrænar framleiðsluaðferðir.

Reitur 7: Atvinnurekandi sem framkvæmdi síðustu meðferð afurðanna (framleiðslu, tilreiðslu, þ.m.t. pökkun og merkingar, sbr. 2. og 3. mgr. 4. gr.) í vörusendingunni í þriðja landi sem nefnt er í reit 6.

Reitur 9: Viðtökuland táknar heimaland fyrsta viðtakanda innan EES-svæðisins.

Reitur 10: Nafn og heimili fyrsta viðtakanda vörusendingarinnar innan EES-svæðisins. Fyrsti viðtakandi merkir sá einstaklingur eða lögaðili sem vörusendingin er flutt til og þar sem hún verður notuð til frekari tilreiðslu og/eða markaðssetningar. Fyrsti viðtakandi skal einnig fylla út reit 18.

Reitur 11: Nafn og heimili innflytjanda. Innflytjandi merkir þann einstakling eða lögaðila innan EES-svæðisins sem sækir um heimild til frjálsrar dreifingar vörusendingar innan EES-svæðisins, annaðhvort sjálfur eða fulltrúi hans.

Reitur 13: Númer í sameiginlegri tollskrá ESB (Combined Nomenclature Codes) fyrir viðkomandi afurðir.

Reitur 14: Tilkynnt magn, tilgreint í viðeigandi mælieiningum (kg, lítrar, o.s.frv.).

Reitur 15: Yfirlýsing útgefanda vottorðsins. Undirskrift og stimpill skulu vera í öðrum lit en prentað mál á vottorðinu;

Reitur 16: Eingöngu fyrir innflutning með aðferð sem lýst er í 6. mgr. 11. gr. Skal útfyllt afvottunarstofu sem hefur verið falin umsjón í samræmi við lið 4.8 í A-hluta. Skal eigi útfylla þegar undanþága liðar 4.9 í hluta E.1 á við.

Reitur 17: Skal útfylltur af tollayfirvöldum annaðhvort við sannprófun vörusendingarinnar í samræmi við lið 4.1 í A-hluta, eða áður en fram fer tilreiðsla eða uppskipting sem vísað er til í 5. lið í A-hluta.

Reitur 18: Skal útfylltur af fyrsta viðtakanda við móttöku afurðanna, þegar hann hefur framkvæmt þær athuganir sem krafist er samkvæmt 7. lið C-hluta í viðauka III.

EES/ESB – Eftirlitsvottorð fyrir innflutning afurða lífrænnar framleiðslu - fyrri hluti

EES/ESB – Eftirlitsvottorð fyrir innflutning afurða lífrænnar framleiðslu

C) Fyrirmynd útdráttar úr eftirlitsvottorðinu.

Fyrirmynd útdráttarins er ákveðin hvað snertir:

- textann,

- fyrirkomulagið,

- uppsetninguna og hlutföllin í reitunum.

Skýringar við fyrirmynd útdráttar úr eftirlitsvottorðinu:

Útdráttur nr. ... : Númer útdráttar samsvarar númeri þess hluta vörusendingar sem leiddi af uppskiptingu upprunalegrar vörusendingar.

Reitur 1: Nafn aðila eða yfirvalds í þriðja landi sem gaf út eftirlitsvottorðið sem liggur til grundvallar.

Reitur 2: Þessi reitur tiltekur þær reglugerðir ESB sem eiga við um útgáfu og notkun þessa útdráttar. Tiltakið þau skilyrði 11. gr. sem innflutningur vörusendingar, er til grundvallar liggur, fór eftir, sjá reit 2 í eftirlitsvottorði sem að baki liggur.

Reitur 3: Raðnúmer vottorðs sem til grundvallar liggur og útgefandi þess gaf því í samræmi við lið 4.4. í A-hluta.

Reitur 4: Tilvísunarnúmer heimildar sem veitt var í samræmi við 6. mgr. 11. gr., sjá reit 4 í eftirlitsvottorði sem liggur til grundvallar.

Reitur 6: Vottunarstofa sem annast eftirlit með atvinnurekandanum sem skipti upp vörusendingunni.

Reitir 7, 8, 9: Sjá viðeigandi upplýsingar í eftirlitsvottorðinu sem liggur til grundvallar.

Reitur 10: Viðtakandi sendingarhluta (sem leiddi af uppskiptingunni) á EES-svæðinu.

Reitur 12: Númer í sameiginlegri tollskrá ESB (Combined Nomenclature Codes) fyrir sendingarhluta viðkomandi afurða.

Reitur 13: Tilkynnt magn, tilgreint í viðeigandi mælieiningum (kg, lítrar, o.s.frv.).

Reitur 14: Skal útfylltur af tollayfirvöldum fyrir hvern sendingarhluta sem leiðir af uppskiptingu þeirri sem vísað er til í lið 5.1.b í A-hluta.

Reitur 15: Skal útfylltur við móttöku sendingarhlutans, þegar viðtakandi hefur framkvæmt þær athuganir sem krafist er samkvæmt 6. lið B-hluta í viðauka III.

Útdráttur nr. ___ úr eftirlitsvottorði

 




Þetta vefsvæði byggir á Eplica