Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

824/2008

Reglugerð um (7.) breytingu á reglugerð nr. 74/2002 um lífræna landbúnaðarframleiðslu og merkingar. - Brottfallin

1. gr.

Reglugerð framkvæmdastjórnar (EB) nr. 956/2006 frá 28. júní 2006, sem vísað er til í XII. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 10/2007, frá 28. apríl 2007 skal öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af reglugerð þessari, II. viðauka samningsins, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans.

2. gr.

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 956/2006 er birt sem fylgiskjal við reglu­gerð þessa.

3. gr.

Með innleiðingu reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 956/2006, breytast ákvæði X. viðauka, sbr. 11. gr. reglugerðar nr. 74/2002, um lífræna landbúnaðar­framleiðslu og merkingar í samræmi við viðauka reglugerðar framkvæmda­stjórnarinnar (EB) nr. 956/2006.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 6. gr. laga nr. 162/1994 um lífræna land­búnaðar­framleiðslu. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 28. ágúst 2008.

F. h. r.

Sigurgeir Þorgeirsson.

Baldur P. Erlingsson.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica