Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

9/2009

Reglugerð um (9.) breytingu á reglugerð nr. 74/2002 um lífræna landbúnaðarframleiðslu og merkingar. - Brottfallin

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í XII. kafla, II. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af II. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinna ákvarðana sameigin­legu EES-nefndarinnar öðlast eftirfarandi EB-gerðir gildi hér á landi:

Reglugerð framkvæmdastjórnar (EB) nr. 780/2006 frá 24. maí 2006 um breytingu á VI. viðauka við reglugerð ráðsins (EBE) nr. 2092/91 að því er varðar leyfileg innihaldsefni og hjálparefni við framleiðslu ákveðinna lífrænna afurða. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 9 frá 27. apríl 2007.

Reglugerð framkvæmdastjórnar (EB) nr. 807/2007 frá 10. júlí 2007 um breytingu á II. viðauka við reglugerð ráðsins (EBE) nr. 2092/90 að því er varðar tímabundið leyfi til notkunar á efninu metaldehýð við lífræna kornframleiðslu. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 45 frá 25. apríl 2008.

Reglugerð framkvæmdastjórnar (EB) nr. 1319/2007 frá 9. nóvember 2007 um breytingu á I. Viðauka við reglugerð ráðsins (EBE) nr. 2092/90 að því er varðar notkun fóðurs af landspildum sem eru á fyrsta ári í aðlögun að lífrænum búskap. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 45 frá 25. apríl 2008.

2. gr.

Ofangreindar reglugerðir framkvæmdastjórnarinnar eru birtar sem fylgiskjöl 1 til 3 við reglugerð þessa.

3. gr.

  1. Með innleiðingu reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 780/2006 breytast ákvæði VI. viðauka, sbr. 8. tl. 5. gr. reglugerðar nr. 74/2002.
  2. Með innleiðingu reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 807/2007 breytist tafla III (efni til notkunar í gildrum og/eða skömmturum), B-hluta, II. viðauka reglugerðar nr. 74/2002.
  3. Með innleiðingu reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1319/2007 breytast ákvæði töluliðar 4.4., B-hluta, I. viðauka reglugerðar nr. 74/2002.

4. gr.

3. töluliður 6. gr. reglugerðar nr. 74/2002 verður svohljóðandi í samræmi við reglugerð fram­kvæmda­stjórnarinnar (EB) nr. 1452/2003, sem innleidd var með reglugerð nr. 951/2008:

  1. Þrátt fyrir ákvæði c-liðar 1. mgr. er heimilt að nota fræ og plöntufjölgunarefni, sem eru ekki framleidd samkvæmt lífrænu aðferðinni með samþykki sjávar­útvegs- og landbúnaðarráðuneytisins, að því tilskildu að notendur slíks plöntufjölgunarefnis geti sýnt viðkomandi vottunarstofu fram á með fullnægjandi hætti að þeim hafi verið ókleift að afla plöntufjölgunarefnis af réttu afbrigði viðkomandi tegundar, sem fullnægir skilyrðum 2. mgr., á markaði á EES-svæðinu. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið skal tilkynna hinum aðildarríkjum EES-svæðisins og framkvæmdastjórn ESB um leyfi sem eru veitt samkvæmt þessari málsgrein.
  2. Um málsmeðferðarreglur og viðmiðanir vegna útgáfu undanþáguheimilda gilda ákvæði reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1452/2003.

5. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 6. gr. laga nr. 162/1994 um lífræna land­búnaðar­framleiðslu. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 6. janúar 2008.

F. h. r.
Sigurgeir Þorgeirsson.

Baldur P. Erlingsson.

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica