Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

1034/2015

Reglugerð um brottfall reglugerðar nr. 749/2006, um bann við veiðum með fiskibotnvörpu á Vestfjarðamiðum nema notuð sé smáfiskaskilja eða 155 mm poki í botnvörpu. - Brottfallin

1. gr.

Reglugerð nr. 749/2006, um bann við veiðum með fiskibotnvörpu á Vestfjarðamiðum nema notuð sé smáfiskaskilja eða 155 mm poki í botnvörpu, með áorðnum breytingum, fellur brott.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 17. nóvember 2015.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Jóhann Guðmundsson.

Baldur P. Erlingsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica