1. gr.
Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem vísað er til í I. kafla I. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 116/2014, frá 28. júní 2014, öðlast eftirfarandi ESB-gerð gildi hér á landi:
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 702/2013 frá 22. júlí 2013 um umbreytingarráðstafanir vegna beitingar reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 882/2004 að því er varðar faggildingu opinberra rannsóknarstofa sem annast opinberar prófanir vegna tríkínu og um breytingu á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1162/2009. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 54, frá 25. september 2014, bls. 39.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 31. gr. a laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum.
3. gr.
Reglugerðin öðlast þegar gildi og heldur gildi sínu til loka árs 2016.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 30. október 2014. |
F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, |
Ólafur Friðriksson. |
Eggert Ólafsson.