Veflestur er þjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

106/2010

Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 882/2004 frá 29. apríl 2004 um opinbert eftirlit til að staðfesta að lög um fóður og matvæli og reglur um heilbrigði og velferð dýra séu virt, auk áorðinna breytinga. - Brottfallin

Felld brott með:

Breytingareglugerðir:

Sjá allar

1. gr.

Innleiðing.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í I. og II. kafla í I. viðauka og XII. kafla, II. viðauka skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. og II. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 137/2007, frá 27. október 2007, öðlast eftirfarandi EB-gerðir gildi hér á landi:

 

a)

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 882/2004 um opinbert eftirlit til að staðfesta að lög um fóður og matvæli og reglur um heilbrigði og velferð dýra séu virt.

 

b)

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 776/2006 um breytingu á VII. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 882/2004 að því er varðar tilvísunarrannsóknarstofur Bandalagsins.



2. gr.

Fylgiskjöl.

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins annars vegar og framkvæmdastjórnarinnar hins vegar skv. 1. gr. eru birtar sem fylgiskjöl I og II við reglugerð þessa.

3. gr.

Samþykki opinbers eftirlitsaðila.

Þegar ofangreindar reglugerðir Evrópuþingsins og ráðsins og framkvæmdastjórnarinnar kveða á um tiltekið "samþykki" opinbers eftirlitsaðila fullnægja slíkir aðilar lagaskyldu sinni með útgáfu starfsleyfis nema annað sé sérstaklega tekið fram.

4. gr.

Eftirlit.

Matvælastofnun og heilbrigðisnefndir sveitarfélaga undir yfirumsjón Matvælastofnunar fara með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar vegna matvælaeftirlits sé framfylgt í samræmi við 6. og 22. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli.

Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar vegna fóðureftirlits sé framfylgt í samræmi við lög nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

5. gr.

Eftirlitsáætlanir.

Fyrir 1. desember ár hvert skulu opinberir eftirlitsaðilar gera áætlanir fyrir komandi ár, þar sem gerð er grein fyrir eðli og tíðni eftirlits samkvæmt reglugerð þessari og senda til Matvælastofnunar.

Fyrir 1. mars ár hvert skulu opinberir eftirlitsaðilar senda Matvælastofnun niðurstöður eftirlits frá árinu áður þar sem fram koma upplýsingar um fjölda eftirlitsstaða, fjölda eftirlitsferða og tegund og eðli staðfestra brota. Upplýsingunum skal fylgja skrá yfir matvælafyrirtæki sem viðkomandi aðili hefur eftirlit með í samræmi við ákvæði þessarar reglugerðar. Matvælastofnun skal útbúa eyðublöð þar sem fram kemur hvernig þessar upplýsingar skulu skráðar.

Opinberir eftirlitsaðilar skulu taka þátt í samræmdum eftirlitsverkefnum sem íslensk stjórnvöld ákveða að framkvæma á grundvelli samningsins um Evrópskt efnahagssvæði. Verkefni þessi skulu framkvæmd undir yfirumsjón Matvælastofnunar og skulu niðurstöður þeirra liggja fyrir 1. mars ár hvert.

6. gr.

Þvingunarúrræði og viðurlög.

Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt 30. gr., 30. gr. a - 30. gr. e og 31. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum eða 9. gr. og 9. gr. a - 9. gr. e laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, með síðari breytingum.

7. gr.

Reglugerðarheimild.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 31. gr. a laga nr. 93/1995 um matvæli og 7. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

8. gr.

Gildistaka.

Reglugerðin öðlast gildi 1. mars 2010. Þó taka efnisákvæði reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 852/2004 ekki til frumframleiðslu á kjöti, mjólk og eggjum fyrr en 1. nóvember 2011. Um hugtakið "frumframleiðslu" gildir skilgreining 4. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli. Jafnframt tekur 2. tl. b. í 4. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 882/2004 ekki gildi fyrr en 1. nóvember 2011 um störf héraðsdýralækna.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 26. janúar 2010.

Jón Bjarnason.

Baldur P. Erlingsson.

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)

Prenta reglugerð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica