Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

896/2018

Reglugerð um (12.) breytingu á reglugerð nr. 106/2010 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 882/2004 um opinbert eftirlit til að staðfesta að lög um fóður og matvæli og reglur um heilbrigði og velferð dýra séu virt. - Brottfallin

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem vísað er til í I. kafla I. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 131/2018, frá 6. júlí 2018, öðlast eftirtaldar ESB-gerðir gildi hér á landi:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/221 frá 15. febrúar 2018 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 og reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 882/2004 að því er varðar tilvísunarrannsóknarstofu Evrópusambandsins fyrir rannsóknir á smitandi svampheilakvilla. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 49, frá 26. júlí 2018, bls. 39.
  2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/222 frá 15. febrúar 2018 um breytingu á VII. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 882/2004 að því er varðar tilvísunarrannsóknarstofu Evrópusambandsins sem annast vöktun á veiru- og bakteríu­mengun í samlokum. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambands­ins nr. 49, frá 26. júlí 2018, bls. 41.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 31. gr. a laga nr. 93/1995 um matvæli. Reglugerðin öðlast þegar gildi en kemur til framkvæmda frá og með 1. janúar 2019.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 28. september 2018.

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Iðunn Guðjónsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica