Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

560/2014

Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 798/2008 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf, þaðan sem leyfður er innflutningur til Bandalagsins og umflutningur um Bandalagið á alifuglum og alifuglaafurðum, og um kröfur vegna heilbrigðisvottana fyrir dýr og dýraafurðir.

Breytingareglugerðir:

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í I. kafla, I. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 134/2007, frá 1. maí 2010, öðlast eftirfarandi EB- og ESB-gerðir gildi hér á landi:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 798/2008 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf, þaðan sem leyfður er innflutningur til Bandalagsins og umflutningur um Bandalagið á alifuglum og alifuglaafurðum, og um kröfur vegna heilbrigðisvottana fyrir dýr og dýraafurðir.
  2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1291/2008 um samþykkt varnar­áætlana vegna salmonellu í tilteknum þriðju löndum í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 2160/2003, um skrá yfir eftirlits­áætl­anir vegna fuglainflúensu í tilteknum þriðju löndum og um breytingu á I. viðauka við reglugerð (EB) nr. 798/2008.
  3. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 411/2009 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 798/2008 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf, þaðan sem leyfður er innflutningur til Bandalagsins og umflutningur um Bandalagið á ali­fuglum og alifuglaafurðum, og um kröfur vegna heilbrigðisvottana fyrir dýr og dýra­afurðir.
  4. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 215/2010 um breytingu á I. viðauka við reglugerð (EB) nr. 798/2008 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf, þaðan sem leyfður er innflutningur til Bandalagsins og umflutn­ingur um Bandalagið á alifuglum og alifuglaafurðum, og um kröfur vegna heilbrigðis­vottorða fyrir dýr og dýraafurðir.
  5. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 241/2010 um breytingu á I. við­auka við reglugerð (EB) nr. 798/2008 að því er varðar færslu Hvíta-Rússlands á skrána yfir þriðju lönd í þeirri reglugerð til að leyfa umflutning á eggjum og eggja­afurðum til manneldis frá Hvíta-Rússlandi gegnum Sambandið og um breytingu á vottun fyrir dagsgamla alifuglaunga, aðra en strútfugla.
  6. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 254/2010 um samþykkt á varnar­áætlun vegna salmonellu í alifuglum í tilteknum þriðju löndum í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 2160/2003 og um breytingu á I. viðauka við reglugerð (EB) nr. 798/2008 að því er varðar stöðu varna vegna salmonellu í tilteknum þriðju löndum.
  7. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 332/2010 um breytingu á I. við­auka við reglugerð (EB) nr. 798/2008 að því er varðar færsluna fyrir Ísrael í skránni yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf.
  8. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 925/2010 um breytingu á ákvörðun 2007/777/EB og reglugerð (EB) nr. 798/2008 að því er varðar umflutn­ing gegnum Sambandið á alifuglakjöti og afurðum úr alifuglakjöti frá Rúss­landi.
  9. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 955/2010 um breytingu á reglu­gerð (EB) nr. 798/2008 að því er varðar notkun á bóluefnum gegn Newcastle-veiki.
  10. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 364/2011 um breytingu á I. við­auka við reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 798/2008 og um breyt­ingu á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1291/2008 að því er varðar varnaráætlun vegna salmonellu í tilteknum alifuglum og eggjum í Króatíu í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 2160/2003 og um leið­réttingu á reglugerðum framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 925/2010 og (ESB) nr. 955/2010.
  11. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 427/2011 um breytingu á I. viðauka við reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 798/2008 að því er varðar færsluna fyrir Ísrael í skránni yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf.
  12. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 536/2011 um breytingu á II. viðauka við ákvörðun 2007/777/EB og I. viðauka við reglugerð (EB) nr. 798/2008 að því er varðar færslur fyrir Suður-Afríku á lista yfir þriðju ríki og/eða svæði þess.
  13. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 999/2011 um breyt­ingu á II. viðauka við ákvörðun 2007/777/EB og I. viðauka við reglugerð (EB) að því er varðar færslur fyrir Suður-Afríku á lista yfir þriðju riki vegna alvar­legrar fuglainflúensu.
  14. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1132/2011 um breyt­ingu á reglugerð (EB) nr. 798/2008 að því er varðar umflutning á sendingum af eggjum og eggjaafurðum frá Hvíta-Rússlandi gegnum Litháen til rússneska yfirráðasvæðisins Kaliningrad.
  15. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1380/2011 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 798/2008 að því er varðar sérstök skilyrði fyrir undaneldi og afurðir strútfugla.
  16. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 110/2012 um breytingu á II. viðauka við ákvörðun 2007/777/EB og I. viðauka við reglugerð (EB) nr. 798/2008 að því er varðar færslurnar fyrir Suður-Afríku í skránum yfir þriðju lönd eða hluta þeirra.
  17. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 393/2012 um breytingu á I. viðauka við reglugerð (EB) nr. 798/2008 að því er varðar færsluna fyrir Taíland í skránum yfir þriðju lönd eða hluta þeirra þaðan sem leyfður er inn­flutningur til Sambandsins og umflutningur um Sambandið á alifuglum og alifugla­afurðum.
  18. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 532/2012 um breyt­ingu á II. viðauka við ákvörðun 2007/777/EB og I. viðauka við reglugerð (EB) nr. 798/2008 að því er varðar færslur fyrir Ísrael í skránum yfir þriðju lönd eða hluta þeirra með tilliti til alvarlegrar fuglainflúensu.
  19. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1162/2012 um breytingu á ákvörðun 2007/777/EB og reglugerð (EB) nr. 798/2008 að því er varðar færslurnar fyrir Rússland í skránum yfir þriðju lönd þaðan sem leyfður er aðflutningur á tilteknu kjöti, kjötafurðum og eggjum til Sambandsins.
  20. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 88/2013 um breytingu á ákvörðun 2007/777/EB og reglugerð (EB) nr. 798/2008 að því er varðar færslurnar fyrir Úkraínu í skránum yfir þriðju lönd þaðan sem leyfður er aðflutningur á tilteknu kjöti, kjötafurðum, eggjum og eggjaafurðum til Sam­bands­ins.

2. gr.

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 798/2008, eins og henni er breytt með reglu­gerðum í töluliðum 2 - 20 í 1. gr., er birt sem fylgiskjal við reglugerð þessa.

3. gr.

Reglugerð þessi gildir með þeim takmörkunum sem leiðir af lögum nr. 54/1990, um innflutning dýra og 10. gr. laga nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim.

4. gr.

Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við lög nr. 93/1995, um matvæli, lög nr. 55/1998, um sjávarafurðir, lög nr. 71/2008, um fiskeldi, lög nr. 54/1990, um innflutning dýra, lög nr. 25/1993, um dýra­sjúkdóma og varnir gegn þeim og lög nr. 60/2006, um varnir gegn fisksjúkdómum, nema annað sé ákveðið samkvæmt lögum eða stjórnvaldsfyrirmælum.

5. gr.

Brot gegn reglugerð þessari varðar sektum eða fangelsi. Um þvingunarúrræði og viður­lög vísast til laga nr. 93/1995, um matvæli, laga nr. 54/1990, um innflutning dýra og laga nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim.

6. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 93/1995, um matvæli, lögum nr. 54/1990, um innflutning dýra, og lögum nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 29. apríl 2014.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Halldór Runólfsson.

Eggert Ólafsson.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica